Tíminn - 20.09.1989, Page 7

Tíminn - 20.09.1989, Page 7
Miðvikudagur 20. september 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Einar Freyr: Hagfræðingar til sölu eða mjög hættuleg „vísindi" I víðlesnu íslensku dagblaði mátti, ekki fyrir löngu. lesa eftir- farandi innleiðingu: „Framleiðslan er því komin í algjöran vítahring hækkandi kostn- aðar og minnkandi ncyslu. Ef sú þróun verður ekki stöðvuð blasir við algjört hrun íslcnsks landbún- aðar“. Maður hlýtur að spyrja hvort þessi orð Jóns Ásbergssonar í Hag- kaupum séu aðvörun eða dulbúin hótun? Vissulega eru viðskiptahættir á Islandi að breytast í samræmi við núverandi markaðshagfræði, reynt er m.a., að fá unglinga til að drekka fremur áfengan bjór en nýmjólk. Reynt er að leggja aðal- áherslu á peningagróða fremur en að sjá íslensku þjóðinni fyrir nauð- synlegum og hollum matvörum. Jón ræðir um hollenska haustupp- skeru kartaflna en minnist ekki á voruppskeruna sem notuð er til að greiða niður haustuppskeruna. Voruppskera í Suður-Evrópu er seld dýru verði til Norður-Evrópu, svo það kemur flcira til greina en aðeins framboð og eftirspurn. Jón ' var að svara ágætri grein Arnórs Ragnarssonar, sem auðsjáanlega er greindur maður og vill segja fólki sannleikann. í grein sinni segir Arnór m.a.: „Það er athyglisvert að Jón Ás- bergsson skuli lýsa því yfir í Morg- unblaðinu að það sé löng hefð fyrir því í heildsölu og smásölu, bæði erlendis og hér á landi að dreifa sölukostnaðinum hlutfallslega jafnt niður á allar vörur, en reikna ekki út sérstaklega þann sölukostn- að sem hundinn er við hverja cinstaka vörutegund. Ég skil þetta þannig, og lái mér hver sem vill, að þegar Hagkaup tekur 30-50 krónur fyrir að selja hvert kartöflukíló þá geti verslunin lækkað þær vörur sem hún flytur inn sjálf og cru kannski í samkeppni við innlendar vörur. Má nefna t.d. smjörlíki". Þessi orð Arnórs er hægt að sjá frá mörgum hliðum og hvað sem öðru líður þá hafa heildsalarnir möguleika til að leggja sérstakan „skatt" á íslenskar vörur. Matvör- ur sem fólk þarf nauðsynlega að fá til að geta haldið í sér líftórunni eru oft notaðar á slíkan hátt, tilhneigingin liggur m.a. í þá átt. Það er því ekki að undra að matvælin sérstaklega skuli hækka mikið í verði ásamt öðrum nauð- synjavörum. Sú blekking, að hægt sé að minnka dýrtíðina á íslandi og koma á viðunandi vöruverði með því að flytja inn landbúnaðarvörur, og jafnvel leggja niður allan ís- lenskan landbúnað, er gamall áróður sem upphaflega kom frá Verslunarráði Bandaríkjanna (C.C. of U.S.) Þessi áróður var algengur á ís- landi á sjötta áratugnum, og nú hefur hann ekki aðeins skotið upp kollinum á íslandi, heldur um allan heim. Nýlega voru japanskirbænd- ur að mótmæla þessum blekking- um. í Svíþjóð hafa þessi mál verið mikið til umræðu. Svíar hafa m.a. bent á það. að algjörlega frjáls innflutningur landbúnaðarvara til Svíþjóðar myndi stofna líkamlegri heilsu þjóðarinnar í mikla hættu. Bent er einnig á það, að þótt bændur í Svíþjóð noti eitthvað af eiturefnum við landbúnaðarstörf þá sé það hlutfallslega mjög lítið í samanburði við önnur lönd í Evr- ópu og Ameríku, auk þess sem Svíar vinna nú að því að losa sig við sem flest eiturefni, draga úr gerfiefnanotkun og starfa meira í samræmi við sjálfa náttúruna. Algjörlega frjáls innllutningur á erlendum landbúnaðarvörum gæti þvert á móti aukið dýrtíðina þegar fram líða stundir, auk þess sem slíkar vörur skapa miklar hættur og vandræði vegna hinna miklu eiturefna sem finna má í erlendum landbúnaðarvörum og ávöxtum. Fyrri hluti Það eru til mörg dæmi um slíka neikvæða þróun. Ýmsir heiðarlegir vísindamenn hafa sagt að stefna bandarískra kapitalista í kornrækt sé hættuleg og geti undir vissum kringumstæðum valdið hungurs- neyð. Þegart.d. Nígeríumenn gátu ekki borgað íslendingum skuldir sínar fyrir skreiðarkaup sín, þá var ein af aðalorsökunum sú, að Níger- íumenn ræktuðu ekki land sitt sem skyldi og fluttu inn landbúnaðar- vörur fyrir olíuna. Það er sem bandarískir kapitalistar ætli sér bókstaflcga að ræna þjóðum heimsins sínum landbúnaði undir yfirskini markaðshagfræðinnar. Bændur þurfa að mynda alþjóðleg samtök gegn slíkum kapital-fas- isma. II. Bændur mega vara sig á þeim „vísindamönnum" sem vilja gera búpening þeirra að tilraunadýrum. Erfðastofna- eða gentækni í land- búnaðinum hefur leitt til mikilla vandræða, m.a. þarf ætíð að gera keisaraskurð þegar búpeningur fæðir afkvæmi, og ýmislegt bendir til þess, að slík gentækni sé á hættulegum villigötum. Það hefur einnig komið í Ijós, að það voru alls ekki bændurnir sem upphaflega vildu nota mikið af gerviáburði og ýmiskonar eiturefn- um við búskapinn, heldur voru þarna að verki harðvítugir kapital- istar sem vildu græða stóra peninga á efnaiðnaðinum. Þeir létu vísinda- menn sína fá bændur til að nota miklu meira af gerviáburði og ýms- um eiturefnum en nauðsynlegt var, og þannig fjarlægja þá og búskap- inn meira og meira frá hinni raun- verulegu ntóður náttúru. Slík áhrif kapitalista hefur m.a. leitt til hækk- unar á landbúnaðarvörum meira en nauðsyn krafði. Rannsóknir á þessurn sviðum eru vissulega nauð- synlegar. en of mikið ntá samt af öllu gera. (Hormónagjöf til að auka nyt í kúnt er enn á tilrauna- stigi) Og þótt t.d. bændur í Kali- fomíu krefjist nýrra „hreinna" farar- tækja fyrir landbúnaðinn nota þeir samt mikið eitur á „ökrum" sínum. - Margir lærðir efnafræðingar og aðrir vísindamenn hafa lengi verið einskonar verkfæri í höndum Iruni- stæðra kaupsýslumanna sem með pcningagræðgi og valdafýsn eru á leið að eitra alla jörðina. Stór hluti af „þekkingu" þessara vísinda- manna hefur reynst vera blckking. - Einnig hefur ákveðinn fjöldi hagfræðinga veriö til sölu. En aðal- atriðið er að græöa peninga á fáfræði almennings. - Vísindamað- ur nokkur var spuröur að því, hvort það væri ekki hættulegt að framleiða svona mikið af eiturefn- um, en hann svaraði: „Næst búum við til manneskjur sem þola eitur". - Kapitalistar, sem í raun og veru voru hinir fyrstu skapendur hins nútíma kommúnisma, hafa ekki aðeins gert stjórnmálin að trúar- brögðum, heldur eru þeir nú á leið að gera vísindin að hættulegustu trúarbrögðunum. III. Hér áður fyrr hafði breski íhalds- flokkurinn talsverða siðgæðisvit- und þannig, að ef hinir frumstæðu kaupmenn og kapitalistar gengu of langt í frekju sinni og ruddaskap, þá átti hinn gamli breski íhalds- llokkur til með að segja: Hingað og ekki lengra! En nú hefur Marg- aret Thatcher breytt breska íhalds- flokknum úr því að vera flokkur hins breska gósseiganda-aðals í flokk fasteignabraskara stórborga og það eftir bandarískri fyrirmynd. Anarkisminn þar í landi hefur ekki veriö meiri síðan á dögum hinna grimmu púrítana. En slík þróun virðist hafa sýkt allan heiminn. - Einhuga fólk í Bretlandi sem áður studdi Thatcher ákveðið segir nú blákalt: „Margaret Thatcher hcfur gengið of langt ineð þetta einka- franitak sitt, það verður að stöðva hana". - Slík afstaða er mjög skiljanleg. Tillitslaust fasteigna- brask hækkar ekki aðeins „fast- eignir" óeðlilega mikið, heldur einnig íbúðarhús og húsaleigu, það minnkar einnig kaupgetu vinnu- launa og verð peninga, eykur dýr- tíð og verðbólgu. Áuk þess sem séð er um það, aö hinir ríku braskarar borgi ekki skatt til þjóð- íélagsins. Nú á dögum þcgar dregið hefur talsvert úr kalda stríðinu og hættan á stórstyrjöld er ekki talin eins mikil og áður, þá hefur ofbeldi og morð meðal einstaklinga aukist mjög mikið um allan heim. Aðeins í Svíþjóð hefur ofbeldi meðal ein- staklinga aukist um 60 prósent á seinustu árum. í Bandaríkjunum eru morð á einstaklingum ástund- uð rétt eins og um sé að ræða sérstaka atvinnugrein í miklum blóma. Bandaríska vopnasmiðjan Smith & Wesson er þcgar farin að framleiða og auglýsa sérstakar skammbyssur fyrir stúlkur til að fylgjast með þróuninni á sviði morða. Illllllllllllllllllll 1 LEIKLIST llllllllllllllllllll Gellur til íslands Ása Hlín Svavarsdóttir, Ingrid Jónsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í ísuðum gellum. Alþýðuleikhúsið: ÍSAÐAR GELLUR. Höfundur: Frederick Harrison. Þýðing: Guðrún Bachmann. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikmynd og búningar. Gerla. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Sýnt I Iðnó. Það er augljóst hvers vegna þetta leikrit er sett upp hér. Það fjallar sem sagt um þrjár stúlkur frá Hull sem leita til íslands í atvinnuleit og ráða sig á frystihús vestur á fjörðum. Og hvað skyldi þetta nú segja um ísland? Alltaf spennandi að heyra hvað útlendingarnir segja um okkur! Samanber bjánaspurningu fjöl- miðlamanna þegar þetta veslings fólk hefur stigið fæti á auðnarlegt Reykjanesið: How do you like Ice- land? Leikritið heitir á ensku Northern Lights (Norðurljós), en þýðandinn hefur beitt hugkvæmni sinni og fyndni til að búa til heitið ísaðar gellur, sem í sjálfu sér er vel til fundið. Verkið er samið að ósk Hull Truck leikhópsins í Hull, raunar sérpantað um þetta efni. í leikskrár- grein leikstjórans segir: „Skýring- arnar á því hvers vegna leikhópurinn pantaði sérstaklega verk um stúlkur sem fara í fiskvinnu til íslands eru margvíslegar. Má þar fyrst nefna að atvinnuástand á Humberside svæð- inu (Hull og Grimsby) hefur mótast mjög mikið síðustu árin af útfærslu íslensku landhelginnar - útgerð og fiskvinnsla hefur gjörbreyst eftir að Hull- og Grimsbytogarar hættu að fiska á íslandsmiðum. Atvinnu- ástand á þessu svæði er slæmt, sem og reyndar víðast hvar annars staðar í norðanverðu Englandi og þarf ekki þorskastríð til. En ísland stendur hugum íbúa Humberside nær en annars staðar á Englandi vegna lang- varandi samskipta við íslenska sjó- menn og fiskkaupmenn. Margar stúlkur hafa komið þaðan í fiskvinnu hingað síðustu árin. Hull Truck óskaði því einfaldlega eftir leikriti sem höfðaði til þeirra áhorfenda sem leikhúsið þeirra sækja." Þetta er greinargott um bakgrunn verksins. Það fylgir ekki sögunni hvernig áhorfendur þar f Hull hafa tekið verkinu, enda má það okkur einu gilda. Hins vegar er ljóst að leikritið er samið fyrir heimamark- að. Efniviðurinn atvinnuleysi og vandamál þau sem magnast hafa í Bretlandi í stjórnartíð Thatcher- stjórnarinnar. Boðskapurinn til lág- stéttanna sá að þær verði að leysa sinn vanda heima. Enginn er betur settur fyrir það að rjúka norður til íslands í kuldann og fásinnið. Stúlk- urnar þrjár átta sig kannski betur á sjálfum sér eftir að hafa flúið að heiman og það er nokkurs vert. Annars er pólitísk skoðun eða fé- lagslegur boðskapur ekkert megin- atriði hjá höfundi. ísaðar gellur eru mestan part léttur grínleikur um stúlkur í ævintýraleit, hagleg at- vinnumennska að breskum hætti og var liðmannlega sett á sviðið í Iðnó. Heldur þótti mér sýningin að vísu daprast þegar á leið og maður var búinn að sjá hvernig landið lá. Tíminn frá hléi til loka varð alltof langur um það er lauk. Leikurinn byggist á einföldum manngerðum stúlknanna þriggja. Einfaldar eru þær, hreinar týpur sem maður rekst á í hvaða verki sem er. Ein er að ná sér eftir að kærastinn sveik hana. En hún getur ekki hætt að hugsa um hann og eyðir drjúgum hluta af kaupinu sínu í það að hringja til hans. Ein er nokkuð léttlynd f karlamálum og auðvitað fer svo að Pétur Pétursson, íslend- ingur og umsjónarmaður í fisk- vinnslunni, flekar hana. Heldur verða það vonbrigði og lýkur svo þeirra skiptum að Pétur snuðrar uppi hass í fórum stúlkunnar og lætur senda hana úr landi. Sú þriðja er hæglátust af þeim stallsystrum en leynir á sér. Og það er hún sem er látin koma með móralinn í leiknum eftir að hafa æst sig upp loksins yfir andaglasi hinnar léttlyndu. Því alltaf þarf einhver að koma með móralinn í svona „alþýðlegum" leikjum til að blessaðir áhorfendurnir velkist nú ekki í vafa um hvað höfundurinn sé að fara. í þessu dæmi fannst mér um hreina ofskýringu að ræða. Það var engum vorkunn að leggja út af því sem höfundurinn setti okkur fyrir sjónir í þessu verki. En svona var þetta: Stúlkurnar þrjár gera upp sín mál, komast að þeirri niðurstöðu að ekkert skárra sé á íslandi en í Hull, karlpeningurinn álíka lostugur og lítilsigldur á báðum stöðum. Sú hægláta sem aldrei hafði tekið neina ákvörðun sjálf fyrr en hún ákvað að fara til íslands hefur nú leyst vilja sinn úr læðingi og næst hyggst hún bera niður í Ástralíu! Ég skal nú segja ykkur það! Fyrir alla muni: Svona efnisrakn- ing segir auðvitað ekkert sem máli skiptir um ísaðar gellur, - sem leiksýningu. Alþýðuleikhúsliði hef- ur lánast bærilega undir stjórn Háv- ars Sigurjónssonar að gera úr þessu sjónarspil sem heldur athygli áhorf- andans. Og var ekki annað-að sjá á frumsýningu en að fólk skemmti sér vel. Það stafar af því hve samhæfður og samvalinn leikendahópurinn var. Allt ungir leikarar sem þó eiga nokkurra ára reynslu að baki. Stúlkurnar þrjár: Deborah, sú hægláta; Ása Hlín Svavarsdóttir; Jenny, sú í ástarsorginni, Ingrid Jónsdóttir; Tracey, sú léttlynda, Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Þær voru allar nokkuð góðar, en Ólafía lék af mestu fjöri og öryggi. Halldór Björnsson lék Pétur og var gaman að heyra velta upp úr honum alla frasana sem íslendingar segja um sjálfa sig. Höfundurinn hefur náð þessu öllu en hann mun hafa verið hér uir^tíma þegar hann var að skrifa verkið. Halldór lék einnig breskan sendifulltrúa sem kemur til að líta eftir stúlkunum. Það atriði varð hreinn farsi qg til þess eins sett inn að höfundurinn fái færi á að ryðja úr sér andúðinni á stjórnarstefnu Mar- . grétar Thatcher,_A,ð öðru leyti bætti það engu við verkið og hefði átt að sleppa ef höfundinum var í mun að láta taka verkið alvarlega. Leikmyndirnar eru ósköp íburð- arlausar en lýsingin góð. Má segja að sviðsetningin sé hér auðveldari en oftast áður hjá Alþýðuleikhúsinu þar sem Iðnósvið er til ráðstöfunar. Hávar er að vísu ekki á heimavelli en kemst bærilega frá þessu. Hann notar mest miðsviðið og verður því sýningin nokkuð úthverf og ber eins og verkið er sjálft. Hér hæfa engir skáldlegir tilburðir. - Þýðingin hljómaði eðlilega. Það er semsagt ennþá leikið í Iðnó. Enn mun ekkert afráðið um framtíðamot hússins en margir vilja sjá þar leikið áfram og benda á húsnæðislausa leikflokka. Gamlir Iðnógestir vona því að þessi sýning Alþýðuleikhússins verði ekki sú síð- asta í Iðnó, eins og í leikskrá segir að vel geti orðið. Gunnar Stefánsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.