Tíminn - 20.09.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.09.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn iíiíllllllllllllllll DAGBÓK . ... Heymar- og talmeinastöö íslands: Móttaka á Austurlandi Móttaka veröur á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands í Heilsugæslu- stöðinni á Neskaupstað fímmtud. 28. sept., Reyðarfirði föstud. 29. sept. og EgUsstöðum laugard. 30. sept. og 1. okt. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeinaogúthlutun heyrnartækja. Sömu daga, að lokinni móttöku Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, verður almenn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum í Heilsugæslustöðvum á viðkomandi stöðum. Fyrirlestur um mataræði Á vcgum Foreldrafélags misþroska barna heldur Þuríður Hermannsdóttir næríngarfræðingur fyrirlestur um matar- æði, hvað getur verið varasamt og hvað æskilegt. Gefur hún ýmis hagnýt ráð um mat og matarvenjur. Á eftir verða fyrir- spurnir og síðan almennar umræður. Foreldrafélagið hvetur alla til að mæta á þennan fyrsta fund nýs starfsárs. Fundur- inn verður haldinn í Æfingadeild Kenn- araháskóla íslands miðvikud. 20. sept. kl. 20:30. Gengið er inn frá Bólstaðarhlíð. SKÁKÞING ÍSLANDS1989 Keppni í drengja- og telpnafíokki (fædd 1974 eða síðar) verður dagana 22.-24. september. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi, og er umhugsunartími 40 mín. á skák fyrir keppanda. Ef næg þátttaka fæst verður sérstakur telpnaflokkur, en annars verður hafður sami háttur á og undanfarin ár. Umferðataflan er þannig: Föstud. 22. sept. kl. 19:00-23:00 1., 2. og 3. umferð Laugard. 23. sept. kl. 13:00-18:00 4., 5. og 6. umferð Sunnud. 24. sept. kl. 13:00-18:00 7., 8. og 9. umferð. Teflt verður í félagsheimili T.R. að Grensásvegi 46, Reykjavík. Þátttöku- gjald er kr. 600. Innritun fer fram á skákstað föstudaginn 22. september kl. 18:30-18:55. Skákstjóri verður Ólafur H. Ólafsson. Spilakvöld í Hafnarfirði Um 40 ára skeið hafa stúkurnar í Hafnarfirði haldið spilakvöld í Góð- templarahúsinu þar í bæ. Á þessu hausti hefjast þau með félagsvist fimmtudaginn 21. september kl. 20:30 og verður síðan spilað annan hvern fimmtudag. Allir eru velkomnir á spilakvöldin. Dr. Hook á Hótel íslandi og í Sjallanum Hljómsveitin Dr. Hook skemmtirhérá landi í annað sinn nú um helgina 21. til 23. september. Hljómsveitin mun halda þrenna tónleika að þessu sinni, þar af eina í Sjallanum á Akureyri föstudags- kvöldið 22. september. Miðasala og borðapantanir daglega á Hótel íslandi og i Sjallanunt. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist verður spiluð á laugardögum í vetur. Fyrsti spiladagurinn er í Skeifunni 17 nú á laugardag, 23. september kl. 14:00. Verðlaun og veitingar og allir eru velkomnir. Eldri borgarar kveðja BROADWAY Sunnudaginn 24. september kl. 15:00 verður sýnd dægurlagahátíðin „Komdu í kvöld“, og er sú sýning sérstaklega ætluð öldruðum og öðrum, sem ekki vilja eða geta sótt kvöldskemmtanir. Lögin sem sungin eru í sýningunni spanna fimmtíu ára tímabil í textagerð Jóns Sigurðssonar (bankamanns). (Lögin „Einsi kaldi úr Eyjunum", „Ég vil fara upp í sveit“, o.fl. lög). Kynnir er Bjarni Dagur Jónsson. Miðaverð er kr. 1800 og eru kaffiveitingar innfaldar í verði. Tekið er á móti pöntunum og miðar seldir í félagsmiðstöðum aldraðra á veg- um Reykjavíkuborgar. Einnig verður miðasala við innganginn í Broadway. 1 lok sýningar mun Jón Sigurðsson leika létta harmonikumúsik fyrir þá sem vilja dansa. GRÍNIÐJAN H/F: „Brávallagatan - Arnarnesið“ Sýningar á gamanleik Gríniðjunnar „Brávallagatan - Arnarnesið" hófust að nýju í Islensku Óperunni, Gamla bíói, föstudaginn 15. september. Næstu sýning- ar eru fyrirhugaðar föstudaginn 22. og laugardaginn 23. september. Gaman- leikurinn fjallar um þau landsfrægu hjón Bibbu og Halldór og var sýndur við mikla aðsókn sl. vor. Sýningar urðu samtals 22 og var uppselt á þær allar. t hlutverkum hjónanna Bibbu og Hall- dórs eru þau Edda Björgvinsdóttir og Júlíus Brjánsson. Með önnur stór hlut- verk fara: Jóhann Sigurðarson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Bríet Héðins- dóttir, Rúrik Haraldsson, Kjartan Bjarg- mundsson og Bessi Bjarnason. Höfundar gamanleiksins eru Edda Björgvinsdóttir, Júlíus Brjánsson og Gísli Rúnar Jönsson, sem jafnframt er leikstjóri. Gríniðjan býður starfshópum, félaga- samtökum og stórfjölskyldum afslátt á gamanleikinn. Veitingahúsin „Óperukjallarinn" og „Við Tjörnina" bjóða upp á sérstakt afsláttarverð á matseðli sínum fyrir leik- húsgesti Gríniðjunnar. Gamanleikurinn „Brávallagatan - Arn- arnesið" verður aðeins sýndur í takmark- aðan tíma. Sýning í FÍM-salnum: „TVEIR Á FERD“ „Tveir á ferð“ nefnist sýning þeirra feðgina Margrétar Jónsdóttur og Jóns Benediktssonar. Sýningin verður opnuð laugardaginn 9. sept. í FÍM-salnum, Garðastræti 6 kl. 16:00. Sýningin stendur til þriðjudagsins 26. september. Margrét Jónsdóttir sýnir olíumálverk, en Jón Benediktsson sýnir höggmyndir unnar í eir. Margrét hefur verið starfandi myndlist- armaður í 15 ár og á þessu ári tók hún þátt í eftirfarandi sýningum: Jólasýning-FlM, Tvíæringur-FlM á Kjarvalsstöðum, Á Tólfæringi í Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og Sumarsýning- FÍM. Jón Benediktsson hefur verið starfandi myndlistarmaður í yfir 40 ár og er einn af þekktari myndhöggvurum þjóðarinnar. Sýningar sem Jón tók þátt í á þessu ári .. eru: J.ólasýning-FÍM og . Sumarsýning- FlM. nu Halldór Ásgrímssson Jón Kristjánsson Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, ræöa stjórnmálaviöhorfiö og atvinnumál á eftirtöldum stööum á Austurlandi: Neskaupstað í Egilsbúð, miðvikudaginn 20. sept. kl. 20.30. Fundirnir eru öllum opnir. Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson. irn Steingrímur Hermannsson Verkalýðsmálaráð - Reykjavík Verkalýðsmálaráð heldur fund um launa- og samningamál á hinum almenna vinnumarkaöi á Hótel Lind, fimmtudaginn 28. september nk. kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra og Ólafur A. Jónsson, formaöur verkalýösmálanefndar. Allir velkomnir. Verkalýðsmálaráð. IMI Sunnlendingar Félagsvist Spilað veröur aö Eyrarvegi 15, Selfossi á þriöjudögum, 26. sept., og 3. okt. kl. 20.30. (Stök kvöld). Góö verðlaun í boði. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. Hll Halldór Ásgrímsson Sunnlendingar Almennur stjórnmálafundur meö Halldóri Ásgrímssyni verður haldinn á Hótel Selfoss, fimmtudaginn 28. september kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s. 43222, eropin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00. Miövikudagur 20. september 1989 Nýr sendiherra Finnlands á íslandi Nýskipaður sendiherra Finnlands, hr. Hakan Branders, afhenti 11. sept. sl. forseta fslands trúnaðarbréf sitt að við- stöddum utanríkisráðherra, Jóni Baldvini Hannibalssyni. Sendiherrann þáði síðan boð forseta íslands í Ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu ásamt fleiri gestum. Þrír nýir sendiherrar Þrír nýskipa-ir sendiherrar afhentu forseta Isíands trúnaðarbréf sín 14. sept. sl. Þeir eru sendiherra Japans, Hr. Teru- yuki Sawai; scndiherra fraks, hr. Anwar M. AI-Hadithi; og sendiherra Indlands, hr. Lakshmi Narasimhan Rangarajan. Sendiherrar Japans og Indlands hafa aðsetur í Osló, en sendiherra íraks í Helsinki. Sendiherrarnir þágu síðan boð forseta fslands ásamt fleiri gestum í Ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu. Hafnarborg: Sýning Gunnars R. Bjarnasonar Gunnar R. Bjarnason opnar sýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 16. sept- ember. Á sýningunni verða um 50 pastel myndir. Gunr.ar lærði leiktjaldamálun við Þjóð- leikhúsið 1953-1956 og sótti jafnframt námskeið í Myndlista- og handíðaskólan- um. Hann vann síðan við leiktjaldamálun hjá Þjóðleikhúsinu, en hélt tií Svíþjóðar 1957 ogstundaði nám við Konstfackskol- an í Stokkhólmi. Einnig hefur hann farið í námsferðir til Englands, Danmerkur, Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu og Póllands. Frá 1958-’74 starfaði Gunnar sem leik- myndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu, en 1974-’88 á eigin vinnustofu, en þá tók hann við starfi yfirleikmyndateiknara Þjóðleikhússins. Þetta er þriðja einkasýning Gunnars, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingum myndlistarmanna og leikmynda- teiknara í Reykjavík og Kaupmannahöfn og hlotið margs konar viðurkenningar fyrir list sína. Sýningin í Hafnarborg stendur frá 16. september til 1. október og er opin kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudag. Páll frá Húsafelli sýnir í Nýhöfn Páll Guðmundsson frá Húsafelli opnar sýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, laugardaginn 16. september kl. 14:00-16:00. Á sýningunni eru málverk, öll af fólki og höggmyndir unnar í grjót úr Húsafelli. Páll er fæddur í Reykjavík 1959. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla tslands 1977-’81. Einnig var hann við nám í Listaháskólanum í Köln, hjá prófessor Burgeff. Þetta er ellefta einkasýning Páls, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýning- um. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og kl. 14:00- 18:00 um helgar. Henni lýkur 4. október. HEILSUSÁPA Sápugerðin Frigg hefur sett á markað nýja vörutegund sem hlotið hefur nafnið HEILSUSÁPA. Heilsusápa er þykkfljótandi sápa sem er sérlega mild fyrir viðkvæma og þurra húð. Sápan er framleidd úr náttúrulegum hráefnum og inniheldur hvorki ilm né litarefni. Hún hentar til þvotta á við- kvæmum stöðum líkamans og er tilvalin til þvotta á ungbörnum. Heilsusápa hefur pH gildi 5.5. Hitaveituvatn hefur oft pH gildi 9-10. Eðlilegt pH gildi húðarinnar er hins vegar milli 5-6. I fréttatilkynningu frá Sápugerðinni Frigg segir m.a.: „Til skýringar má upp- lýsa að of hátt pH gildi ertir húðina. Þannig vinnur Heilsusápa gegn of háu pH gildi húðarinnar auk þess sem í henni eru efni sem mýkja og næra húðina“. Heilsusápa er í 300 mo flöskum og fæst með og án spraututappa. Góður leiðbein- ingatexti er aftan á umbúðunum. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi, langafi og langalangafi Sigurjón Oddsson frá Rútsstöðum verðurjarðsetturfráAuðkúlukirkjulaugardaginn 23.septemberkl. 14. Börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.