Tíminn - 20.09.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.09.1989, Blaðsíða 3
Miðvíkudágiir'2Ó. séþtérhber 1989 Tíminn 3 Eldsvoði hja Utgerðarfelagi Akureyringa. Haít 11200 tonn af unnum fiski i frystigeymslu þeirri sem reykur komst inn i: Óvíst hvort reykurinn haf i náð til fisksins Óvíst er hversu mikið tjón varð þegar eldur kom upp í palla- og umbúðageymslu Útgerðarfélags Akureyringa um klukkan tvö í gærdag. Búið var að ráða niðurlögum eldsins á um klukkutíma. Reykur komst inn í aðalfrystiklefa fyrirtækisins þar sem 1000 til 1200 tonn af fullunnum fiski voru geymd. Verðmæti hans er á bilinu 170 til 200 milljónir króna. í gærkvöldi sagði Gunnar Lórenzson verkstjóri hraðfrystihúss fyrirtækisins í samtali við Tímann að ekki væri Ijóst hvort fiskurinn hafi skemmst. Bæði var um að ræða pakkaðan físk og lausfrystan og var óttast að lausfrysti fískurinn hafí jafnvel skemmst. Ekki er vitað um eldsupptök, en rannsóknarlögreglan var á staðn- um í gærdag og hafði í gærkvöldi girt svæðið af, en rannsókn á hvað kom eldinum af stað átti að fram- halda í morgun. Það var klukkan 14.14 að slökkviliðið á Akureyri var kallað að pallageymslu fyrirtækisins. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri sagði í samtali við Tím- ann að þegar þeir komu á vettvang hafi mjög mikill eldur logað í vesturenda pallageymslu sem er við hlið stærsta frystiklefans og mikinn reyk lagt út unt útihurð geymslunnar. Inni í henni var mikið ntagn af vörupöllunt og umbúðaplast ýmis- konar, sem við bruna kemur mikill og svartur reykur af. Sagði Tómas að sökum þess hafi þeir ekki séð handa sinna skil innandyra, vegna reyksins. Töluverður reykur barst inn um opna hurð frystigeymslu og sagði Tómas að þeir hefðu ekki vitað uni þá hurð fyrr en seint og um síðir og ekki fyrr en slökkvi- starfi var nær lokið. Eldurinn náði ekki útbreiðslu fyrir utan geymslu- húsið, en á tímabili var jafnvel talin hætta á að hann næði til ammoníaksgeyma sem stóðu við pallageymsluna og steinveggur skildi að. Þak geymslunnar er stór- skemmt ef ekki ónýtt. Gunnar Lórenzson verkstjóri sagði að þeir hefur verið að vinna að því að dæla hreinu lofti inn í klefann. Hann sagði að þeir væru að vonast til þess að ekki hefðu orðið skemmdir á afurðununt, þó svo þeir gætu ekki dæmt um það ennþá. „Þetta er allt vafið inn í plast og hvort það hefur eitthvað komist inn fyrir, er ekki komið í Ijós ennþá,“ sagði Gunnar. Hann sagði að fiskurinn hafi allur verið fullunninn og ætlaður til útflutn- ings á Ameríkumarkað. Óvenju mikið rnagn var að fiski í klefanum að sögn Gunnar, enda hefði fram- leiðslan undanfarið verið mikil. Aðspurður um ástæðu þess að hurðin inn í frystiklefann hafi verið opin, sagði hann að líkast til hafi hún opnast í eidinum. Talið er líklegast að samsláttur í rafbúnaði hafi orðið til þess að hurðin opnað- ist, því hún var lokuð þegar síðasti niaður fór út úr húsinu, áður en eldsins varð vart. - ABÓ Frá undirritun kjarasamnings mjólkurfræðinga i gærkvöldi. Timamynd: Árni Bjarna Mjólkurfræðingar sömdu Mjólkurfræðingar og viðsemj- endur þeirra undirrituðu nýjan kjarasamning um kvöldmatarleyt- ið í gær eftir rúmlega 27 klukku- stunda samningalotu. f stórum dráttum felst samkomulagið í því að mjólkurfræðingarnir fá sömu launahækkanir og felast í ASÍ samkomulaginu frá því í vor en að auki kemur til þóknun sem nemur 4% á samningstímabilinu til þeirra mjólkurfræðinga sem hafa fram- haldsmenntun. Samningurinn gild- ir frá undirskriftardegi til loka marsmánaðar á næsta ári. Þóknunin til þeirra sem iokið hafa framhaldsnámi er svokallað námskeiðsálag en það kemur til greiðslu þannig að 2% greiðast strax, 1% 1. janúar og 1% l.júní 1990. Kristján Larsen formaður Félags mjólkurfræðinga sagði eftir undir- ritunina að samningarnir væru dýru verði keyptir. Mjólkurfræðingarnir féllu frá upphaflegri kröfu sinni um vinnuréttargjald, eða umsjónar- álag, en fengu í staðinn fyrrnefnda þóknun. Einnig náðist ekki sam- komulag um aldursflokkahækkanir sem mjólkurfræðingarnirfóru fram á. Aðspurður sagði Kristján að samningurinn yrði lagður fyrir fé- lagsfund eins fljótt og auðið væri og hann gerði ráð fyrir að hann yrði samþykktur. Þess má geta að 60-70% mjólkurfræðinga hafa lok- ið framhaldsnáminu og fá því fyrr- nefnda 4% þóknun. Mjólkurfræðingar mættu því til vinnu í dag og sagðist Kristján ekki gera ráð fyrir að til mjólkurskorts komi á höfuðborgarsvæðinu. SSH Vinnsla viö frumvarp um Listaháskóla á lokastigi: Húsnæðismálin enn ekki Ijós Fruntvarp unt laga um Listahá- skóla íslands verður lagt fyrir í vetur að sögn Svavars Gestssonar mennta- málaráðherra. Mikið hefur verið rætt um að ríkið muni kaupa hús Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi undir starfsemi væntanlegs Listahá- skóla. Menntamálaráðherra sagði við Tímann í gær að ekkcrt lægi fyrir um það en húsnæðismálin væru í athugun. Mikið væri um að ríkinu væri boðið að kaupa húsnæði og yrði að gera samanburð á kaupverðinu við ákvarðanatökuna, en málið væri fyrst og fremst í höndunt Alþingis. SSH Knattspyrnumenn á hjartalyfjum?: Finnska fyrirtækið Patrek OY eykur eignaraðild sína Steinullarverksmiðjunni hf. um 20%: Hlutafé aukið um 92 milljónir kr. Meirihluti hluthafa í Steinullar- verksmiðjunni hf. á Sauðárkróki undirrituðu í gær samkomulag um hlutafjárhækkun í fyrirtækinu er nemi 91,5 milljónum króna. Þar af skrifar finnska fyrirtækið Patrek OY sig fyrir rúmum helming aukningar- innar, eða 48,6 milljónum og eykur hlutafé sitt í Steinullarverksmiðj- unni úr 8% í 28%. Aukin aðild Patrek að Steinullar- verksmiðjunni ætti að styrkja sam- keppnisaðstöðu fyrirtækisins veru- lega, sérstaklega á erlendum mörkuðum, en Patrek er eitt stærsta fyrirtæki Finna og ræður yfir veru- legum mörkuðum fyrir steinull og er leiðandi aðili við þróun eingangr- unarefna. Samfara hlutafjáraukn- ingunni hafa náðst mikilvægir samn- ingar við lánadrottna fyrirtækisins um lengingu lána og lækkun vaxta. Að sögn Einars Einarssonar fram- kvæmdastjóra Steinullarverksmiðj- unnar hf., mun Patrek setja 48,5 milljónir króna v peningum inn í fyrirtækið, fyrir utan það að verk- smiðjunni opnist aðgangur að tækni- og vöruþróunardeild Patreks og það sé ekki síður mikilvægt fyrir Steinull- arverksmiðjuna en aukið fjármagn. Þá opnist nýir markaðir fyrir ís- lenska steinull í Evrópu fyrir tilstuðl- an finnska fyrirtækisins. Einar sagð- ist vonast til þess að innan mjög skamms tíma yrði unnt að reka Steinullarverksmiðjuna á fullum af- köstum, en til þessa hefur verksmiðj- an verið keyrð á tveimur vöktum á sólarhring. Nái aukin markaðssetnig erlendis fram að ganga eins og líkur benda nú til, mundi það, að sögn framkvæmdastjórans, þýða að þriðju vaktinni yrði bætt við og starfsmönnum fjölgáði um níu. Eignaraðilar að Steinullarverk- smiðjunni hafa undanfarnar vikur leitað leiða til að styrkja stöðu Tyrkneska landsliðið í fótbolta sem keppa á við íslendinga í dag hefur gert garðinn frægan fyrir óvenjulegar uppákomur síðan þeir komu hingað í fyrradag. í gær stóð yfir lyfjakynning á Hótel Loftleiðum fyrir fslenska lækna, en Tyrkir munu gista á hótel- inu. Það vakti óskipta athygli bæði nærstaddra lækna og fólks úr lyfja- bransanum þegar Tyrki sem talið er að hafi verið læknir tyrkneska liðsins kom við annan mann inn á kynning- una sem ekki er opin almenningi. Það var þó ekki nærvera Tyrkjanna í sjálfu sér sem vakti alla þessa athygii heldur það hversu ötullega þeir gegnu fram í því að afla sér sýnishorna af hinum og þessum lyfjum. Einn viðstaddra orðaði það raunar þannig að þeir hafi beinlínis verksmiðjunnar hér á landi og er- lendis, s.s. á sviði tækni- og vöru- þróunar og er sú fjárhagslega endur- skipulagning sem nú hefur náðst samkomulag um árangur af þeirri vinnu. Aðilar að Steinullarverksmiðj- unni hf. eru Ríkissjóður sem á 29% hlutafjár, en átti 38% áður, Patrek OY sem á 28%, en átti 8% áður, Sauðárkróksbær með 24% hlutafjár, átti 31% áður, SÍS sem á nú 12% í fyrirtækinu, en átti 15% áður, Kaup- félag Skagfirðinga sem á 5%, en átti 6% áður og ýmsir smærri hluthafar sem eiga 2% hlutafjár. - ÁG hreinsað af borðunum, en venjan á svona samkomum er að læknar taka eitt og eitt glas af því sem þeir hafa sérstakan áhuga á að prófa eða kynna sér nánar. Þannig munu Tyrk- irnir hafa sópað til sín hjartalyfjum, fúkkalyfjum, rándýrum insúlin „pennum", og einum 40 pökkum af kólesterollyfi, svo eitthvað sé talið. Hefur því varpað fram að sennilega væri skynsamlegt að láta leikmenn- ina gangast undir lyfjapróf fyrir leikinn! Aðrir hafa bent á að ef sýnishornin góðu verða notuð á leikmenn yrði leikurinn í dag auð- unninn. En mannasiðir Tyrkjanna fengu einnig að njóta sín í fyrradag þegar liðið fór í óleyfi inn á nýjan fótbolta- völl Mosfellsbæinga í fyrrakvöld. Nýlega hafði verið sáð í völlinn og því var hann viðkvæmur fyrir miklu álagi. „Þeim hafði verið úthlutað æfinga- tíma á Tungubakkavelli og þar beið maður frá okkur til að taka á móti þeim. Síðan sé ég til þeirra með allt sitt hafurtask og mikið af mannskap inn á nýja leikvanginn okkar, sem er á mjög viðkvæmu stigi og ekkert farið að hleypa neinum með bolta þar inná,“ sagði Davíð B. Sigurðs- son umsjónarmaður íþróttavalla í Mosfellsbæ. Davíð sagðist hafa farið strax á staðinn og beðið þá um að fara á réttan völl. „Þeir vildu ekki hlíta því og fannst mjög gott að vera þarna. Ég bað þá um að fara og sagði að ef þeir yrðu ekki farnir innan fimm mínútna þá kallaði ég á lög- regluna. Þeir létu það sem vind um eyru þjóta og því kallaði ég á lögregluna. Eitthvað munu þeir hafa orðið hræddir við það og flýttu æfingunni, enda farnir þegar lögregl- an kom,“ sagði Davíð. _ Tyrkneskir taktar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.