Tíminn - 20.09.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. september 1989
Tíminn 13
GLETTUR
- Ekki taka fram í fyrir föður þínum, þegar hann er
að hlusta á mig...
- Elskar þú mig í alvöru, - eða eru það bara
peningarnir mínir sem þú eískar?
- Já, ég veit að ég er alltaf að biðja um vatn, - en
fiskabúrið lekur...
- Jú, hann hefur á réttu að standa, - pabbi hans
getur alveg lúskrað pabba þínum...
„Kvendjöf-
ullinn“ lætur
til sín taka
Kvikmyndin Kvendjöfull-
inn (She Devil) eftir skáld-
sögu Fay Weldons þykir lofa
góðu. Einkum er stjórnend-
um hrósað fyrir val á
leikendum í aðalhlutverk.
Þær eru skemmtilegar and-
stæður leikkonurnar Rose-
anne Barr, sem leikur eig-
inkonuna (Kvendjöfulinn)
og Meryl Streep, sem er svo
fín og fullkomin á allan hátt
og heillar eiginmanninn
(leikinn af Ed Begley Jr.)
svo hann yfirgefur konu og
börn.
Eiginkonan (Roseanne)
gerir sínar mótmæla- og
hefndarráðstafanir og er
heilmikið ágengt í þeim
efnum.
„Þetta er ekki neinn ærsla-
eða skrípaleikur,“ segir
leikstjórinn Susan Seidel-
man. „En þarna eru átök á
milli „fallega, fína fólksins"
og „venjulega fólksins", -
eða uppreisn þeirra sem allt-
af hafa látið í minni pokann,
gegn hinum sem allt fá upp í
hendurnar.“ Susan bætti því
við, að Roseanne væri alls
ekki lík þeirri persónu sem
þekktust er af sjónvarpsþátt-
unum hennar. Hún kæmi
öllum svo sannarlega á óvart
í þessari mynd.
Þarna sjáum við aðalleikarana þrjá úr „Kvendjöflinum"
(She Devil): T.v. er Meryl Streep, fallega og fullkomna
konan, sem skrifaði svo fallegar sögur, en t.h. er Roseanne
Barr í titilhlutverkinu. Eiginmaðurinn, sem Ed Begley Jr.
leikur, er svo á bak við og heldur utan um þær báðar
r i
Burda-tískublöð eru gefin út í 14 milljónum eintaka á 17tungumálum:
Aenne Burda, 80 ára, er enn forstjóri
og lífið og sálin í fyrirtækinu
Aenne Burda er enn aðlaðandi kona og starfsöm þó hún sé orðin áttræð. Hún stjórnar
útgáfufyrirtækinu Burda í Offenburg í V-Þýskalandi.Hér afhendir Max Streibl, forsætisráð-
herra í Bæjaralandi, henni heiðursverðlaun fyrir útgáfustarf hennar.
Milljónir kvenna um allan
heim sauma kjóla, blússur
og annan klæðnað eftir
Burda-sniðum, úr tískublað-
inu Burda, sem gefið er út á
17 tungumálum og eintaka-
fjöldinn er 14 milljónir.
Þetta er útbreiddasta tísku-
blað heims.
Útgefandi Burda er
Aenne Burda, sem nýlega
varð 80 ára. Hún segist ekki
vera neinn tísku-einræðis-
herra, heldur alltaf hafa í
huga að í Burda séu föt fyrir
konur á öllum aldri. „föt
fyrir venjulegar konur eins
og þig og mig“, eins og hún
segir sjálf.
Aenne Burda segir að
konur sem vilji komast áfr-
am verði að vinna óhemju
mikið. Hún giftist ung Franz
Burda, sem vann með henni
að framgangi fyrirtækisins.
Þau eignuðust þrjá syni, sem
nú eru á aldrinum 50-57 ára,
og þeir vinna líka við stjórn-
un fjölskyldufyrirtækisins,
en Franz Burda' andaðist
1986.
Það var Aenne Burda sem
árið 1949 var ekki ánægð
mcð að vera „bara húsmóð-
ir“. Hún hafði saumað mikið
og haft áhuga á tískunni og
því gerði hún tilboð í tísku-
tímarit sem var að fara á
hausinn og komst yfir það.
Þá voru 48 manns á launa-
skrá, en nú eru 570 starfs-
menn hjá fyrirtækinu og um-
setningin er yfir 200 milljónir
þýskra marka. (6,2 milljarð-
ar ísl. kr.)
Frú Burda er oft kölluð
„Ambassador V-Þýskalands
í tískuheiminum“. Þegar
hún og Raisa Gorbatsjova
komu af stað rússneskri út-
gáfu af Burda í Moskvu,
sagði Aenne Burda: „Það
sem tekur stjórnmálamenn
mikinn tíma og erfiði getur
hæglega unnist með tísk-
unni“ og átti þá við samband
og skilning milli þjóða.
Rússneska útgáfan af
Burda var fyrst 100.000 ein-
tök, en er nú komin í
1.300.000 eintök, og eftir-
spurnin vex stöðugt.
Aenne Burda er enn lífið *
og sálin í fyrirtækinu og
starfsmenn segja hana létt-
lynda og þægilega í um-
gengni.