Tíminn - 29.09.1989, Side 5
Föstudagur 29. september 1989
Tíminn 5
Dýr< alæl knaskóli stofnaður
fyrir 15 m.kr. á Keldum?
Útvegsmenn í Grindavík hafa
áhyggjur af minnkandi veiðiheimild-
um heimamanna. Telja þeir að
ástæða sé til að huga að því hvert
stefni í atvinnumálum í byggðarlag-
inu. í ályktun sem sameiginlegur
fundur bæjarstjórnar, útvegsmanna
og atvinnurekenda í Grindavík sendi
frá sér segir:
„Fundurinn telur að knýjandi þörf
sé á því að endurskoða kvótakerfið,
þar sem það er farið að hafa í för
með sér ójöfnuð milli landshluta og
þegar við bætist pólitísk úthlutun á
fjármagni í útgerð og fiskverkun
rýrnar hlutur bæjarfélaga, sem
byggja á eðlilegum viðskiptum. Auk
þess vara Grindvíkingar enn og
aftur við áhrifum þeirrar fiskveiði-
stefnu, sem miðar að sívaxandi smá-
fiskadrápi.“ -EÓ
og Þýskalandi, vegna gífurlega auk-
innar eftirspurnar. Hún stafi aðal-
lega af því að forsvarsmenn fiskeldis
í Noregi kaupi hreinlega þau sæti
sem hægt sé að fá í þessum skólum,
til þess að mennta menn fyrir sína
starfsgrein, en hún er í örum vexti
og skortir dýralækna.
Keldnanefnd sem áður hefur verið
minnst á er nú að ljúka við tillögur
sínar um framtíð tilraunastöðvarinn-
ar á Keldum og mun skila þeim til
ráðherra innan tíðar. í tillögum
þeirrar nefndar er ekki lagt til að á
Keldum verði í framtíðinni dýra-
læknaskóli, en Oddur bendir á að nú
þegar verið sé að vinna að skipan
framtíðarmála á staðnum sé heppi-
legt að sæta lagi.
Gert er ráð fyrir 90 eininga BS
námi og því nauðsynlegt að semja
við erlenda háskóla um kennslu á
seinni hluta námsins. „Til að setja
upp námið allt til enda erum við allt
of fáir, því að það er feikna dýrt“,
segir Oddur. Hann bendir á það að
með því að gera þetta svona sé unnt
að nýta stóran hluta af þeim fyrir-
lestrum sem nú þegar eru fyrir hendi
í læknadeildinni, því að fyrstu tvö
árin sé kennsla í dýralækningum og
læknisfræði mjög af svipuðum toga.
Yrði af þessum hugmyndum þyrfti
að endurskipuleggja starfsemina á
Keldum, með tilliti til þess að þar
ætti að vera fræðslustofnun, en ekki
bara rannsóknarstofnun eins og nú
er. - ÁG
Menntamálaráðherra mun á næstu dögum fá í hendur
fullfrágengna skýrslu, frá nefnd sem starfað hefur á vegum
Dýralæknafélags íslands, þar sem lagt er til að stofnaður
verði nýr þriggja ára háskóli, sem kosti á bilinu 10-15
milljónir. Hugmyndir dýralækna eru að stofnaður verði
u.þ.b. 10 nemenda skóli er staðsettur verði á Keldum og starfi
í nánum tengslum við Læknadeild Háskóla íslands.
Ólafur Oddgeirsson dýralæknir
skrifar grein um þetta mál í nýjasta
fréttabréfi Dýralæknafélags íslands
þar sem að hann segir að nú þegar
sé skortur á dýralæknum og horfur á
að það ástand eigi eftir að versna á
næstu árum. Aðspurður segir Oddur
að ástæðuna fyrir skorti á dýralækn-
um megi rekja til þess að mjög erfitt
sé fyrir nema frá Islandi að fá inni í
dýralæknaskólum erlendis. Sífellt
erfiðara sé að fá inni í skólum í
löndum eins og Noregi, Danmörku
Nefndin hefur haldið fjölda funda
og tekið saman helstu röksemdir
fyrir kennslu í dýralækningum við
H.Í.. Samin hefurverið kennsluskrá
og settar fram hugmyndir um
kennara, reiknaður út kostnaður af
stundakennslu, stofnkostnaður og
fastur rekstrarkostnaður. Þessar
hugmyndir hafa verið kynntar fyrir
ýmsum aðilum er málinu tengjast,
s.s. menntamálaráðherra, rektor
Háskóla íslands, Keldnanefnd og
landbúnaðarráðuneyti.
Þörf á að endur-
skoða kvótakerfið
Lífeyrissjóöur Vesturlands:
Regla komin á bókhaldið
Mál eru nú að komast í viðun-
andi horf hjá Lífeyrissjóði Vestur-
lands en hann hefur mátt þola
harða gagnrýni að undanförnu.
Reikningar fyrir árin 1986-8 eru að
verða tilbúnir og á næstunni verður
sent út yfirlit yfir inneign sjóðsfé-
laga í sjóðnum. Eitt af því sem
hefur komið í ljós við rannsókn á
bókhaldi sjóðsins er að hann veitti
m.a. kirkjunni í Stykkishólmi lán
upp á fimm milljónir króna.
Lífeyrissjóðurinn er landshluta-
sjóður og honum er ætlað að
ávaxta fjármuni sína heima í hér-
aði. Lánveiting til Stykkishólms-
kirkju brýtur því ekki í bága við
upphafleg markmið sjóðsins. Lán-
ið var veitt með bakábyrgð Stykkis-
hólmsbæjarog því eru fjármunirnir
ekki í neinni hættu. í skýrslu sem
Gunnar Zoéga endurskoðandi
gerði um bókhald Lífeyrissjóðs
Vesturlands, var gerð athugasemd
við þessa lánveitingu og fleiri þar
sem lán var veitt með bakábyrgð-
um sveitarfélaganna. Gunnar taldi
að þessar lánveitingar samræmdust
ekki ýtrustu reglugerðarákvæðum.
Þessum lánveitingum hefur nú ver-
ið hætt. Lánið var veitt að beiðni
heimamanna í Stykkishólmi.
Að sögn Bergþórs Guðmunds-
sonar framkvæmdastjóra lífeyris-
sjóðsins er mál sjóðsins að komast
í gott horf. Ársreikningur fyrir árið
1986 liggur fyrir undirritaður af
stjórn sjóðsins og endurskoðend-
um hans. Ársreikningur 1987 mun
liggja fyrir í byrjun nóvember og í
framhaldi af því verður haldinn
fulltrúafundur þar sem þessir tveir
reikningar verða lagðir fram. Árs-
reikningur fyrir árið 1988 mun
væntanlega liggja fyrir í ársbyrjun
1990.
í byrjun nóvember verða send út
yfirlit yfir inneign sjóðsfélaga í
sjóðnum. Yfirlitið mun sýna stöð-
una frá stofnári sjóðsins, sem var
1970, til ársloka 1988. í framhaldi
af því mun starfsfólk lífeyrissjóðs-
ins verða með viðtalstíma hjá að-
ildarfélögum sjóðsins þar sem
sjóðsfélagar geta gert athugasemd-
ir við yfirlitin og fengið upplýsingar
um réttindi sín. Bergþór Guð-
mundsson sagði að ætlunin væri að
stórauka samskipti sjóðsins við að-
ildarfélögin. Hann sagðist líta svo
á að sjóðurinn hefði allar forsendur
til að vera fyrirmyndar lífeyrissjóð-
ur ef rétt yrði á málum haldið. Sú
skoðun hefði reyndar komið fram
í skýrslu Gunnars Zoéga endur-
skoðenda sem fyrr er vitnað til. -EÓ
Innheimtumönnum ríkissjóðs fjölgar úr 12.500 í 26.500 með virðisaukaskatti:
Færri undanþágur en
aukin skriffinnska
Dæmi 1:
Við skulum fyigja inntluttu heimilistaeki frá tollafgreiðslu til neytanda:
Heildsali flytur inn heímilistæki. Tollverðtækisinser 1.000 kr.
Tollstjóri innheimtir 22% vsk. af tollverðinu 220 kr.
Heildsalinn greiðir samfals 1.220 kr
Tollstjóri skilar 220 kr. I ríkissjóð. Heildsalinn skuldfærir ríkissjóð í bókhaldi sínu fyrir þessari upphæð, þ.e. færir sömu upphæð tíl frádráttar skattskilum
sínum.
Heildsalinn leggur 700 kr. á tækið og selur það til smásala á ... 1.700 kr.
Heildsalinn innheimtir 22% vsk. af söluverðinu 374 kr.
Smásalinngreiðirsamtals 2,074 kr.
Heildsalínn hefur þá innheimt 374 kr. í virðisaukaskatt en við skil á skattinum i ríkissjóð dregur hann frá 220 kr. sem hann hefur áður skuldfært rikissjóð
fyrir. Hann greiöir þvi 154 kr. í virðisaukaskatt. Smásalinn færir 374 kr. til frádráttar i bókhaldi sínu. Loks selur smásalinn tækið til neytanda á 2.300 kr.
og að auki kemur 22% vsk 506 kr.
Neytandinn greiðir 2.806 kr.
Smásalinn skilar 132 kr. í rlkissjóð (506 kr. -374 kr. = 132 kr.). Hvað hefur gerst? Virðisaukaskatturinn er innheimtur á öllum stigum: Tollstjóri skilaði . . 220 kr.
Heildsalinn skilaði . . 154 kr.
Smásalinn skilaði .. 132 kr.
Virðisaukaskattur samtals .. 506 kr.
sem er sú upphæð sem neytandanum var gert aö greiöa, þ.e. 22% af sölu-
verði án skatts.
Skýringardæmi ríkisskattstjóra á því hvernig innheimta virðisaukaskatts
gengur fyrir sig þegar um innfluttar vörur er að ræða. Innskattur smásalans
í þessu dæmi er 374 kr. og útskattur 506 kr.
„Virðisaukaskatturinn er veiga-
mikið skref í þá átt að færa ísland
inn í þann nútíma og framtíð sem
helstu viðskiptalönd okkar hafa lag-
að sig að á undanförnum árum og
áratugum“, sagði fjármálaráðherra,
Ólafur Ragnar Grímsson á fundi
fréttamanna í gær. Þar með hófst
formlega sú kynningarherferð sem
sett hefur verið í gang til að koma
þjóðinni - og ekki hvað síst þeim
26.550 aðilum sem skylt verður að
innheimta skattinn fyrir ríkissjóð - í
skilning um þessar „skattaumbæt-
ur“, vsk., sem á að leysa þrjátíu ára
söluskattskerfi af hólmi frá og með
næstu áramótum.
Færri undanþágur
Helstu kostir virðisaukaskattsins
fram yfir söluskattinn eru að mati
yfirvalda:
Hann safnast ekki upp í vöruverð-
inu við kaup á aðföngum til fram-
leiðslu og mismunar því ekki fram-
leiðslugreinum og neysluvörum eins
og söluskattinum hættir til. Af þeim
sökum á samkeppnisstaða íslenskrar
framleiðslu að batna verulega bæði
hérlendis og erlendis. Þá á flókið
undanþágu- og endurgreiðslukerfi
að einfaldast verulega. Vöruverð að
lækka í framtíðinni vegna þess að
skatturinn safnast ekki upp. Og ekki
síst á vsk. að gera innheimtu alla
öruggari, fækka undanþágum og
auðvelda eftirlit.
Meiri skriffinnska
Helsta gagnrýnin beinist hins veg-
ar að því að skriffinnska muni aukast
með fjölgun gjaldenda úr 12.550
upp í 26.550. Með lengingu upp-
gjörstímabila úr einum mánuði í tvo
er stefnt að því að draga úr pappírs-
flóðinu hjá skattstjórum. En spurn-
ing er um aukna skriffinnsku hjá
hinum 14.000 nýju innheimtumönn-
um.
Þá er bent á að skatturinn muni
binda meira fé í rekstri. Heildsali
verður t.d. að greiða skattinn í tolli
og smásalinn síðan að standa heild-
salanum skil á skattinum við innkaup
sín.
Skatturinn
22% - 25% -15%?
í lögum um virðisaukaskatt sem
samþykkt voru vorið 1988 var gert
ráð fyrir 22% virðisaukaskatti. Sú
skattprósenta þýðir, að sögn fjár-
málaráðherra, um 4.000 millj.kr.
minni tekjur fyrir ríkissjóð á næsta
ári heldur en af núverandi 25%
söluskatti. Það „tap“ mundi hins
vegar minnka niður í einhver hundr-
uð milljónir ef skattþrepin yrðu tvö,
almennur 25% skattur og síðan um
15% skattur á helstu innlendu land-
búnaðarvörum og fiski, þ.e. vörum
sem vega í kringum 10% reiknaðs
framfærslukostnaðar. Skattprósent/
a/ur verða ákveðnar á Alþingi.
Um 14.000 nýir
skattheimtumenn
Um 26.550 skattskyldir í virðis-
aukaskatti ber vitni um það hve stór
hluti þjóðarinnar stendur í einhvers-
konar rekstri. Þessi fjöldi svarar t.d.
til um 6. hvers íslendings á milli
tvítugs og sjötugsaldurs, sem með
vsk. verða innheimtumenn fyrir
ríkissjóð.
Rúmlega þriðjungur (5.000) hinna
nýju skattgreiðenda er bændur, um
3.000 byggingarmenn, um 2.000 við
fiskveiðar og vinnslu og um 1.500
bílstjórar, auk 2.500 sem sýsla við
ýmislegt annað. Þó verða þeir sem
selja vöru eða þjónustu fyrir minna
en 122.000 kr. á ári undanþegnir
skatti. Margir hinna nýju innheimtu-
manna hafa ekki einu sinni verið
bókhaldsskyldir til þessa - og sumir
jafnvel átt fullt í fangi með frágang
árlegs skattframtals, að því er sagt
er. Með hinum nýja skatti er mönn-
um a.m.k. vissara að glata ekki
nótum fyrir kaup á vörum eða þjón-
ustu, því hluti flestra greiðslna verð-
ur virðisaukaskattur sem þeir eiga
síðan að fá endurgreiddan. Týnd
nóta verður því tapaðir peningar.
Auk framangreindra 122 þús.kr.
manna verður þessi starfsemi
skattfrjáls: Heilbrigðisþjónusta og
ýmis félagsleg þjónusta svo sem
barnaheimili. Mennta- og menning-
arstarfsemi t.d. skólar og söfn. Sama
gildir um íþróttir, listir, banka, verð-
bréfamiðlun, vátryggingar, happ-
drætti, getraunir og þjónustu presta.
Innskattur og útskattur
Með virðisaukaskattinum bætast
móðurmálinu a.m.k. 2 nýyrði; inn-
skattur og útskattur. Innskattur heit-
ir sá skattur sem fyrirtæki greiðir
öðrum skattskyldum fyrirtækjum
eða tollstjóra við kaup eða innflutn-
ing á vörum og hvers konar aðföng-
um. Útskattur er sá skattur sem
fyrirtækið innheimtir af skattskyldri
sölu sinni. - HEI