Tíminn - 29.09.1989, Page 9

Tíminn - 29.09.1989, Page 9
8 Tíminn Föstudagur 29. september 1989 ------------------------------------------- Föstudagur 29. september 1989 Tíminn 9 _ ----- ------------------........ .... . - Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra biðst afsökunar á vinargreiðanum við Ingólf Margeirsson og endurgreiðir vínið: Er bæði dauðlegur maður og breyskur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefur beðist afsökunar á því að hafa keypt vínföng á kostnaðarverði til nota i fertugsafmæli Ingólfs Marg- eirssonar ritstjóra Alþýðublaðsins. „Hvað svo sem aðrir kunna að halda um þær hugmyndir sem ég geri mér um sjálfan mig, þá tel ég mig ekki háleitari en svo að ég er dauðlegur maður og breyskur og mér verða á mistök. Þetta voru mistök,“ sagði Jón Baldvin á blaðamannafundi í gær, þar sem hann tilkynnti formlega að hann hefði endur- greitt þær veigar er hann lét Ingólfi í té. Utanríkisráðherra sendi Höskuldi Jónssyni forstjóra Á.T.V.R í gær ávís- un að upphæð 74.300 til greiðslu á tveimur reikningum sem dagsettir eru 6. maí á þessu ári. Greiðslan miðast við útsöluverð gildandi verðskrár. Hann sagði að eftir vandlega umhugsun þessa máls hafi hann komist að þeirri niður- stöðu að honum hafi orðið á mistök. Það sem hann hafi gert með því að veita vín í afmælisveislu ritstjórans geti skapað vafasöm fordæmi. „Ég viður- kenni að þetta lýsi dómgreindarbresti og ég biðst velvirðingar á því“, sagði ráðherrann. Fram kom hjá utanríkisráðherra í gær að hann dregur í efa þær yfirlýsing- ar ríkisendurskoðenda „að hann viti ekki annað dæmi þess að ráðherra hafi keypt áfengi á kostnaðarverði til að haída einstaklingi veislu“. Sagði ráð- herrann reglur um heimildir ráðherra til kaupa á áfengi á kostnaðarverði vera teygjanlegar og ónákvæmar, og að álitamál af þessu tagi virtust ekki vera einskorðuð við sig. Nú hafi hann gert hreint fyrir sínum dyrum og fari þess á leit að ríkisendurskoðun láti gagnskoða öll sambærileg tilvik í öllum ráðuneyt- um. Með þessu leitast Jón Baldvin við að draga fram í dagsljósið vafasaman risnukostnað hjá öðrum ráðherrum og finnist sambærileg dæmi má spyrja, af hverju er utanríkisráðherra tekinn fyrir núna? Stendur til að túlka reglurnar öðruvísi núna en gert hefur verið? Og það má spyrja fleiri spurninga. Hvað veldur þeirri hugarfarsbreytingu sem virðist hafa orðið hjá ráðherran- um, frá því á mánudag að hann sendir frá sé yfirlýsingu þess efnis að hann hafi ekki brotið reglur við veitingu umrædds áfengis og þar til í gær að hann segir sér hafa orðið á mistök og endurgreiðir vínið? „Ég tel mig ekki hafa brotið þessar reglur“, sagði Jón Baldvin. „Ég spyr mig út frá því: Hvernig átti ég að túlka þessar reglur? Átti ég að túlka þær með einhverri vitneskju sem ég hefði um það hvernig þetta hefði verið í reynd áður? Var mér kunnugt um það að ráðherrar hefðu jafnvel oftar en einu sinni haldið boð, einstaklingi, pólitísk- um samstarfsmanni, eru dæmi þess? Ég skal ekki taka undir það, en ég hef heyrt mörg dæmi þess. Ég tel mig ekki hafa brotið reglur, en tel mig eftir á að hyggja við þá umfjöllun og skoðun þessa máls, sem vissulega hefur verið gagnleg, að mér hafi orðið á mistök. Og það má líka spyrja: Mundu kannski ekki vera einhver fleiri dæmi um það? Aðspurður sagði Jón Baldvin að allt það áfengi sem hann hefði notað til eigin þarfa hefði verið annað hvort keypt á fullu verði frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, eða tollfrítt á löglegan hátt við ferðalög erlendis. En hvað finnst Jóni Baldvin um vinnubrögð ríkisendurskoðunar, þegar honum berst skýrslan í hendur klukku- tíma eftir að hún er komin í hendur fjölmiðlamanna? Utanríkisráðherrann kvaðst ekki kvarta undan vinnubrögðum ríkisend- urskoðunar, enda orðinn öllu vanur. „Það er aðeins eitt sem særir mig, eða reitir mig til reiði og það er þegar verið er að blanda konu minni inn í þessi mál.“ Hér á eftir fer í heild bréf utanríkis- ráðherra frá því í gær til ríkisendur- skoðunar og yfirskoðunarmanna ríkis- reiknings: Með bréfi yfirskoðunarmanna dags. 26. þ.m., sem ríkisendurskoðandi kom á framfæri við undirritaðan sama dag, fara yfirskoðunarmenn fram á þrennt: Að ríkisendurskoðandi afli skýringa á áfeng- isúttekt fyrir fjármálaráðuneyti, sem gerð var á minni tíð sem fjármálaráð- herra; að gerðar verði viðeigandi ráðstaf- anir sé grunur um misnotkun á rökum reistur; og að ríkisendurskoðandi sjái til þess að áfengiskaup verði endurgreidd á útsöluverði. Jafnframt er þess farið á leit að ríkisendurskoðandi láti rannsaka hvort um fleiri sambærileg tilvik geti verið að ræða hjá fjármálaráðuneyti og öðrum ráðuneytum. Með bréfi mínu til ríkisendurskoð- anda sama dag hef ég birt skýringar mínar á þessu máli. Niðurstaða mín var sú, að teljist það á annað borð innan eðlilegra marka, skv. mati ríkisendur- skoðanda, að risna ráðherra geti tekið til samstarfsmanna, embættismanna jafnt sem stjórnmálamanna og félagasamtaka, innlendra og erlendra, þá telji ég mig ekki hafa gerst brotlegan við gildandi reglur í umræddu tilviki. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta kann að vera túlkunaratriði. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir mig og aðra, sem ætlað er að fara eftir þessum reglum, með hvaða hætti þessar reglur hafa verið túlkaðar í framkvæmd, af yfirskoðunarmönnum og ríkisendur- skoðun á liðnum árum. Það er hlutverk yfirskoðunarmanna og ríkisendur- skoðunar að tryggja, að settum reglum sé hlýtt og að grípa í taumana, ef útaf ber. Reglurnar sjálfar eru vægast sagt afar rúmar. Túlkun þeirra í reynd hlýtur að mótast af því með hvaða hætti yfirskoðunarmenn og ríkisendurskoðun hefur á liðinni tíð gegnt aðhaldsskyldu sinni með athugasemdum, leiðrétting- um, gagnrýni og ábendingum að gefnum tilefnum. Álitamál sem upp kunna að koma eru mörg. Eitt dæmi um slíkt er eftirfarandi: í Mbl. í dag er haft eftir ríkisendurskoð- anda að hann viti ekki annað dæmi þess „að ráðherra hafi keypt áfengi á kostnað- arverði til að halda einstaklingi veislu...“. Á ríkisstjórnarfundi í dag lagði ég fram bréf yfirskoðunarmanna og svar mitt við því, ásamt fylgiskjölum. Við umræðu málsins staðfesti t.d. fjármálaráðherra að hann hefði haldið pólitískum samstarfsmanni veislu í til- efni sögulegra tímamóta. Án þess að farið sé út í mannjöfnuð virðist af þessu dæmi ljóst, að ekki er um einsdæmi að ræða, þ.e. að ráðherra haldi pólitískum samstarfsmanni (einstaklingi) veislu. Álitamál af þessu tagi virðast hins vegar vera miklu fleiri, eins og ég mun víkja að síðar. Þótt ég fái því ekki séð, á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég hef, að ég hafi brotið settar reglur í umræddu tilviki, finnst mér það ekki vera meginatriði málsins. Reglurnar eru svo rúmar að þær vekja upp ótal álitamál um túlkun. Við vandlega umhugsun þessa máls hef ég hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að mér hafi orðið á mistök í þessu máli Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hélt blaðamannafundi á einkaskrifstofu sinni í utanríkisráðuneytinu í gær, vegna freyðivínsmálsins. Tímamynd: Pjetur og að þessi gjörningur minn geti skapað margvísleg vafasöm fordæmi gagnvart framtíðinni. Mér finnst ég hafi í þessu tilviki gert mig beran að dómgreindar- skorti sem mér þykir miður og biðst velvirðingar á. Ég hef því í dag endur- greitt umrædda reikninga til ÁTVR á útsöluverði miðað við gildandi gjaldskrá með ávísun að upphæð kr. 74.300,-, sbr. hjálögð ljósrit. Þar með er þessu máli hins vegar ekki lokið af minni hálfu. Ég leyfi mér hér með að óska eftir samstarfi við yfirskoðunarmenn og ríkis- endurskoðun um það, hvernig móta megi skýrar, skilmerkilegar og fram- kvæmanlegar reglur um framkvæmd þessara mála framvegis. Annars vegar afhendi ég hér með ríkisendurskoðun og skoðunarmönnum allar þær upplýsingar sem tiltækar eru af hálfu utanríkisráðu- neytisins um það, hvernig risnufé ráðu- neytisins hefur verið varið meðan ég hef gegnt þessu ráðherraembætti. Sambæri- leg gögn vegna fjármálaráðuneytis, frá minni ráðherratíð þar, hef ég ekki undir höndum. Hins vegar óska ég eftir upplýs- ingum frá skoðunarmönnum og ríkis- endurskoðun um það, hvernig þessum málum hefur verið háttað á liðinni tíð í öllum ráðuneytum og með hvaða hætti yfirskoðunarmenn og ríkisendurskoðun hafa gegnt aðhaldshlutverki sínu, þ.e. í hvaða tilvikum þessir aðilar hafa komið á framfæri athugasemdum, fært rök að misnotkun eða beitt sér fyrir leiðréttingu vegna tilvika, sem ekki hafa verið talin samrýmast reglum. Því aðeins að þessar upplýsingar komi fram í dagsljósið er hægt að læra af mistökum í fortíðinni og móta nýjar reglur, í ljósi þeirrar reynslu. í Ijósi þeirrar umræðu sem spannst um mál af þessu tagi um s.l. áramót gaf ég snemma á þessu ári fyrirmæli um það að framvegis skyldi haldin nákvæm dagbók um öll útgjöld vegna risnu af hálfu utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt þess- um fyrirmælum skyldi skrá dagsetningu, tilefni, hver væri gestgjafi, fjölda gesta, hvar boð eða fundur færi fram og hver væri heildarkostnaður. Þessi regla var ekki viðhöfð í fjármálaráðuneytinu og er ekki viðhöfð í neinu ráðuneyti, svo mér sé kunnugt um. Á s.l. sólarhring hafa starfsmenn ráðuneytisins tekið saman heildaryfirlit skv. þessari dagbók og flokkunarkerfi, sem hún byggir á. Ég leyfi mér hér með að senda þetta heildar- yfirlit með þessu bréfi. Skv. þessu yfirliti má sjá að risnutilefni flokkast einkum undir eftirfarandi: Sam- skipti við blaðamenn og fjölmiðla, vinnufundir vegna viðskiptaferða, Norðurlandasamstarf, samskipti við sendiherra erlendra ríkja, samskipti við Atlantshafsbandalagið og vamarliðið, samskipti við ýmis samtök atvinnulífs og vinnumarkaðar, vinnufundir vegna haf- réttarmála, útgjöld vegna opinberra heimsókna, kostnaður vegna kynningar- mála (sérstaklega EFTA-EB mál), utan- ríkisráðherrafundur Norðurlanda, starfshópur og nefndir á vegum ráðu- neytisins og ýmis önnur tilefni, sem ekki flokkast undir þessar skilgreiningar. Með birtingu þessara gagna tel ég mig hafa gert fullkomlega hreint fyrir mínuin dyrum varðandi spumingar um það hvernig risnufé ráðuneytisins hefur verið varið á minni ráðherratíð. Þessi gögn mun ég öll gera opinber enda tel ég að almenningur eigi fullkomlega rétt á að vita, hvernig almannafé hefur verið varið í þessu skyni. Með vísan til þess sem fram kemur í bréfi yfirskoðunarmanna þar sem þeir fara þess á leit að ríkisendur- skoðun láti gagnskoða „sambærileg tilvik“ í öllum ráðuneytum, er þess að vænta að önnur ráðuneyti geri hreint fyrir sínum dyrum með sama hætti. Jafnframt er þess hér með farið á leit að ríkisendurskoðun kanni þetta yfirlit og láti utanríkisráðuneyt- inu í té álitsgerð um þau útgjaldatil- efni sem kunna að orka tvímælis eða vera utan marka settra reglna, að mati ríkisendurskoðunar. Eitt þeirra álitamála, sem upp hafa komið í umræðunni að undanförnu, er hvort það þykir við hæfi að risna ráð- herra taki til pólitískra samstarfsmanna, þótt það þyki sjálfsagt að því er varðar embættismenn. Skv. hjálögðu yfirliti er staðfest, að ég hef í nokkrum tilvikum efnt til vinnufunda með þingflokki, eink- um morgunverðarfunda, og a.m.k. í einu tilviki kvöldverðar. Einn slíkur vinnufundur var sámeiginlegur með þingflokki og framkvæmdastjórn Al- þýðuflokksins. Þá hef ég einnig efnt til slíkra vinnufunda með starfshópum og nefndum á matmálstímum, og þá boðið upp á snarl og í sumum tilvikum morgun- verð. Annað dæmi sem kann að þykja álitamál er eftirfarandi: Ég hef haft þann hátt á að bjóða samstarfsfólki (bæði embættismönnum og stjórnmálamönn- um) í jólaglögg á heimili mínu, á kostnað ráðuneytis. Sama máli gegnirum kveðju- hóf fyrir samstarfsfólk í því ráðuneyti sem ég stýrði áður. Þetta skilst mér að sé algild venja í samskiptum ráðherra og embættismanna. Þá mætti spyrja: Sam- rýmist það settum reglum að ráðherra verji risnufé ráðuneytis til að standa undir áfengiskaupum vegna árshátíða starfsmannafélaga? Spurningar af þessu tagi eru reyndar miklu fleiri. Af þessu tilefni er hins vegar nauðsynlegt að fá upplýst: Hafa yfir- skoðunarmenn ríkisreiknings og ríkis- endurskoðun gegnt aðhaldshlutverki sínu á liðinni tíð með því að móta þessar venjur á grundvelli athugasemda, eða íhlutunar og leiðréttingar, sem þannig gæti gefið vísbendingu um mat þessara aðila á túlkun reglugerðar? Á ríkisstjórnarfundi í morgun var um það rætt að nauðsynlegt kynni að vera að breyta þessum reglum. Það verður að mínu mati ekki gert nema á grundvelli haldgóðra upplýsinga um það, hvaða hefðir, venjur og fordæmi hafa skapast á liðinni tíð. Þess vegna leyfi ég mér að beina nokkrum spurningum til viðtak- enda þessa bréfs með von um svar við fyrstu hentugleika. Spurningarnar snúast um það, hvort skoðunarmönnum eða ríkisendurskoðun sé kunnugt um, eða geti aflað upplýsinga um, hvort ráðherr- ar hafi varið risnufé af eftirfarandi tilefn- um: 1. Vegna vinnufunda eða boða fyrir þingflokka? 2. Vegna fundahalda stofnana stjórn- málaflokka (miðstjórnir, flokksráð o.s.frv.)? 3. Vegna flokksþinga, fyrir flokksþing eða einstaka kjördæmahópa sem þau sækja? 4. Vegna ráðstefnuhalds á vegum stjómmálaflokka? 5. Vegna afmæla, eða sérstakra tíma- móta, á ferli pólitískra samstarfs- manna? 6. Hafa ráðherrar látið ráðuneyti bera kostnað vegna eigin afmælisveislna? 7. Hafa ráðuneyti borið kostnað í til- efni af afmælisveislum háttsettra embættismanna? 8. Hafa ráðherrar efnt til boðs eða veislu í tilefni af tímamótum á starfs- ferli embættismanna t.d. þegar þeir láta af störfum eða taka við nýjum störfum? 9. Hafa ráðherrar látið ráðuneyti standa undir kostnaði vegna árshá- tíða eða annars samkomuhalds á veg- um starfsmannafélaga? 10. Þykir það sérlega aðfinnsluvert, ef ráðherra efnir til boðs í heimahúsum vegna gesta sem eiga samskipti við ráðuneytið? 11. Telst ráðherrum heimilt að bjóða upp á morgunverð, kvöldverð eða snarl á vinnufundum með samstarfs- mönnum eða embættismönnum vegna sérstakra verkefna (nefndir, starfshópar, vinnufundir innan ráðu- neyta o.fl.), sem oftar en ekki eru haldnir utan þess sem kallast venju- legur vinnutími? Sérstaklega væri gagnlegt að fá rök- stutt álit ríkisendurskoðunar á því hvort gera skuli greinarmun á risnuútgjöldum vegna pólitískra samstarfsmanna og að- ila annars vegar og embættismanna hins vegar - þ.e. hvaða aðilar eru það sérstak- lega sem eru „Stjórnarráði íslands óvið- komandi“. Eðli málsins samkvæmt hljóta yfir- skoðunarmenn ríkisreiknings og ríkis- endurskoðun iðulega að hafa staðið frammi fyrir því í starfi sínu á liðinni tíð að leggja mat á eða kveða upp úrskurði um álitamál og markatilvik af þessu tagi, eða af öðrum sambærilegum tilvikum. Það væri mjög gagnlegt fyrir alla aðila ef ríkisendurskoðun og yfirskoðunarmenn beinlínis birtu skrá yfir allar þær athuga- semdir sem gerðar hafa verið af slíkum eða sambærilegum tilvikum á liðinni tíð. Það mundi auðvelda öllum aðilum það starf, sem framundan er, við að endur- skoða og skilgreina að nýju traustar starfsreglur sem unnt verði að fara eftir í framtíðinni. Sérstök ástæða er til að spyrja um álit ríkisendurskoðunar og skoðunarmanna á starfsreglum og málsmeðferð. Hafa þessir aðilar gagnrýnt, að ekki skuli vera haldin skrá með nauðsynlegum upplýs- ingum og fylgiskjölum um tilefni risnu á vegum ráðherra og ráðuneyta? Sé það ekki gert er yfirleitt ógerningur að afla upplýsinga eftir á hvert var hið raunveru- lega tilefni veislu, eða boðs eða hverjir urðu aðnjótandi. Ég geri ráð fyrir að yfirskoðunarmenn og ríkisendurskoðun hafi áður fundið að slíkum vinnubrögð- um og óska hér með eftir upplýsingum um það. Tilgangurinn með þessu erindi, er eins og fyrr sagði að óska eftir samstarfi við yfirskoðunarmenn og ríkisendurskoðun um birtingu upplýsinga, sem að gagni mættu koma við að móta til frambúðar traustar reglur. Jafnframt vona ég að hjálagt heildaryfirlit um ráðstöfun risnu- fjár utanríkisráðuneytisins geti auðveld- að skoðunarmönnum og ríkisendurskoð- un þetta starf. í því skyni að lyfta þeirri umræðu sem nú fer fram um þessi mál, af stigi gróusagna og getsaka, tel ég einnig nauðsynlegt að birta þessar upp- lýsingar þ.m.t., þetta bréf og fylgiskjöl þess, öllum almenningi. Með vinsemd og virðingu, Jón Baldvin Hannibalsson, u t anríkisráðhcr ra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.