Tíminn - 29.09.1989, Síða 10
10 Tíminn
Föstudagur 29. september 1989
rkvr\i\^w i Mnr
Sunnlendingar
Félagsvist
Spilaö veröur aö Eyrarvegi 15, Selfossi, þriöjudagskvöldiö 3. okt. kl.
20.30. (Stakt kvöld).
Góö verðlaun í boöi.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss.
Reykjavík
Létt spjall á laugardegi
Hittumst í Nóatúni 21, laugardagsmorguninn 30. september kl. 10.30
og ræðum það sem efst er á baugi í stjórnmálunum.
Félagar í fulltrúaráðinu og þeir sem eru starfandi í nefndum á vegum
fulltrúaráösins eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Fulltrúaráðið.
Framsóknarmenn á
Siglufirði og nágrenni
Við hefjum vetrarstarfiö hjá okkur meö hádegisverð-
arfundi á Hótel Höfn, Siglufirði, 29. september n.k.
Mætum öll.
Stjórnin.
Ungir framsóknarmenn
- Byggðamál
Byggöanefnd Sambands ungra framsóknarmanna heldur fund þriðju-
daginn 3. október kl. 17.30 að Nóatúni 21 í Reykjavík.
Allir áhugamenn um byggöamál og endurskoöun byggöastefnunnar
sérlega boðnir velkomnir.
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s.
43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19.
K.F.R.
Austfirðingar
Kjördæmisþing KSFA verður haldið á Breiðdalsvík dagana 13.-14.
október.
Nánari dagskrá auglýst síðar.
Stjórn KSFA
Borgnesingar - Nærsveitir
Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 29.
september kl. 20.30.
Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness.
Akranes
Bæjarmálafundur laugardaginn 7. október kl. 10.30.
Allir þeir sem eru í nefndum og ráðum á vegum flokksins, sérstaklega
hvattir til að mæta.
Bæjarfulltrúarnir.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA! uss—
iiilllllllillHllllli DAGBOK llllllllililiilllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliilllllllllllllllllllllllll^^
Helgarferð F.í. í Þórsmörk
Þetta er síðasta helgarferðin í Þórs-
mörk á þessu sumri. Enn eru haustlitir í
Mörkinni. Gönguferðir með fararstjóra.
Gist í upphituðum Skagfjörðsskála. Farið
í kvöld, föstud. kl. 20:00. Farmiðasala og
nánari upplýsingar á skrifstofunni Öldu-
götu 3.
Ferðafélag íslands
Sýning í „Undir
pilsfaldinum" á Vesturgötu
í sýningarsalnum „Undir pilsfaldinum"
við Vesturgötu verður opnuð myndasýn-
ing í kvöld, föstud. 29. sept. kl. 20:00.
Þar eru sýndar málaðar myndir gerðar
af þcim Þórhalli Þráinssyni og Aðalsleini
Svani Sigfússyni. Þeir eiga það sameigin-
legt, að hafa útskrifast úr Málunardeild
M.A.Í. vorið 1986.
Að opnun lokinni verður sýningin opin
kl. 14:00-22:00 um helgar og kl. 14:00-
18:00 virka daga.
Sýningunni mun Ijúka 8. október.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugard. 30.
sept. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl.
10:00.
1 fréttatilkynningu frá Frístundahópn-
um „Hana nú“ segir m.a.: „Nú er ailra
veðra von. Stemmning laugardagsgöng-
unnar fer ekki eftir veðrinu. Það klæðum
við af okkur. Verið með í bæjarröltinu í
hreinasta og tærasta lofti heimsins. Nýlag-
að molakaffi og skemmtilegur félagsskap-
ur.“
Sýningu Gunnars R.
Bjarnasonar í Hafnarborg
lýkur á sunnudag
Gunnar R. Bjarnason sýnir pastel-
myndir í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar til 1. október.
Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 Síðasti
sýningardagur er sunnudagurinn 1. októ-
ber.
Litla leikhúsið:
Regnbogastrákurinn
Litla leikhúsið sýnir barnaleikritið
„Regnbogastrákinn" eftir Ólaf Gunnars-
son. Söngvar í leikritinu eru eftir Gunnar
Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson.
Eyvindur Erlendsson leikstýrir og gerir
leikmynd, en leikendur í Regnboga-
stráknum eru: Emil Gunnar Guðmunds-
son, Alda Arnardóttir og Erla Rut Harð-
ardóttir.
Sýningar eru í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi kl. 17:00 á laugardögum og
kl. 15:00 á sunnudögum í október.
Harpa sýnir í Gallerí Borg
- Síðasta sýningarhelgi
Harpa Bjömsdóttir sýnir verk sín í
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Á sýning-
unni eru verk unnin með blandaðri tækni.
Þetta er sjötta einkasýning Hörpu, en
hún hefur einnig tekið þátt í fjölda
samsýninga, hérlendis og erlendis.
Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-
18:00 en um helgar kl. 14:00-18:00.
Henni lýkur 3. október.
Menntaskólinn í Kópavogi:
Nemendur á félagsbraut bjóða
stuðning við fötluð ungmenni
Eins og undanfarin ár býður Mennta-
skólinn í Kópavogi upp á nám á félags-
braut til stuðnings fötluðum ungmennum.
Námið felst í því, að nemendur fylgja
fötluðum ungmennum í félags- og
skemmtanalíf.
Þau fötluð ungmenni, sem hafa hug á
að nýta sér þetta, þurfa að hafa samband
við Garðar Gíslason menntaskóla-
kennara á skrifstofu Menntaskólans í
Kópavogi. en Garðar hefur umsjón með
þessari námsbraut. Þátttaka er ekki bund-
in við Kópavog.
Tissa Weerasingha talar
í Bústaðakirkju
Tissa Weerasingha frá Sri Lanka talar
á samkomum í Bústaðakirkju 2.-7. októ-
ber kl. 20:30 hvert kvöld. Hann mun m.a.
fjala um austræn trúarbrögð og áhrif
þeirra á Vesturlöndum. þá verður fyrir-
bænaþjónusta, beðið fyrir sjúkum og
líðandi. Fjöldi söngfólks úr hinum ýmsu
söfnuðum borgarinnar tekur þátt í
samkomunum. Allir eru hjartanlega vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Tissa Weerasingha þjónar Calvary
kirkjunni í Colombo, sóknarbörn hans
koma jafnt úr röðum singala og tamíla.
Auk þess er ferðast hann um heiminn og
predikar.
Starfshópurinn „Öll sem eitt“ hefur
undirbúið heimsókn Tissa, en að hópnum
stendur fólk úr kristnum kirkjum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Sýning Tuma Magnússonar
Laugardaginn 30. sept. kl. 14:00 opnar
Tumi Magnússon myndlistarmaður sýn-
ingu í GALLERI, Skólavörðustíg 4A.
Sýningin verður opin alla daga kl. 14:00-
18:00 til sunnud. 15. október.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
Ólóf Kolbrún Harðardóttir
syngur á Ijóðatónleikum
í GERÐUBERGI
Ljóðatónleikaröð Gerðubergs er nú
haldin annað árið í röð og miðað við
undirtektir er augljóst að framhald verður
á. Að þessu sinni eru tónleikarnir fimm.
Vönduð efnisskrá í umsjón Reynis Axels-
sonar er gefin út með hverjum tónleikum,
en Reynir hefur jafnframt annast þýðingu
flestra Ijóðanna úr frumtexta.
Fyrstu tónleikarnir verða mánudaginn
2. október Id. 20:30. Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir, sópran, syngur sönglög eftir
Jórunni Viðar, E. Grieg, P. Heise, G.
Verdi og R. strauss. Olöf Kolbrún er
löngu orðin þekkt fyrir óperusöng sinn og
hefur sungið aðalhlutverk í mörgum óper-
um, svo sem eftir Gluck, Mozart, Bizet,
Verdi, Leoncavallo o.fl.
Ólöf Kolbrún lærði hjá Elísabetu Erl-
ingsdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs.
Eftir 1973 hefur hún stundað áframhald-
andi nám í Þýskalandi, Austurríki og
Ítalíu, og eru Eric Werba, Helene Kar-
usso, Lina Pagliughi og Renato Capecchi
á meðal kennara hennar.
Aðrir ljóðatónleikar í Gerðubergi
verða svo tilkynntir hverju sinni.
Jónas Ingimundarson, pianóleikari,
mun annast meðleikinn á þessum tónleik-
um.
Hægt er að kaupa áskrift á tónleikana
og tryggja sér miða í síma 79140 kl.
09:00-14:00, og sækja verður frátekna
miða í síðasta Iagi tveimur dögum fyrir
tónlcika. Tónleikarnir verða ekki endur-
teknir.
MINNING
Guðmunda
Haraldsdóttir
Fædd 31. ágúst 1928
Dáin 19. september 1989
Mér er alltaf mikils virði,
mega geyma fagran sjóð,
björt er sól í Bitrufirði,
bjart er yfir æskuslóð.
Þessar línur koma upp í huga
minn nú á haustdögum er ég kom í
land af sjónum. Ég fór að hugsa um
hvað ég hefði nú vanrækt sveitina
mína og frændfólk upp á síðkastið.
En svo í þessum hugleiðingum hring-
ir pabbi í mig og segir mér þær leiðu
fréttir að Munda frænka hafi verið
flutt alvarlega veik suður á spítala.
Og aðeins rúmum sólarhring seinna
var hún burtkölluð af þessu tilveru-
stigi.
Þar sem ég er á sjónum og get ekki
fylgt henni hinsta spölinn, ætla ég og
systur mínar, Haddý og Brynja og
fjölskyldur í nokkrum fátæklegum
orðum að kveðja hana og þakka
henni alla þá góðmennsku og hlýju
sem hún hefur sýnt okkur systkinum
í gegnum tíðina, en við vorum með
annan fótinn hjá Dadda og Mundu í
Sandhólum öll okkar uppvaxtarár
og fram á þennan dag þegar tími
hefur gefist til að skreppa í sveitina.
Það var ætíð tilhlökkunarefni að
heimsækja Mundu, hún var ræðin og
skemmtileg og kunni frá mörgu að
segja. Gestrisni hennar er okkur
sem hennar nutu ógleymanleg, og
var ávallt æði gestkvæmt hjá þeim
hjónum á sumrin og oft skildi maður
ekki hvernig hún fór að því að hýsa
og metta þá mörgu munna. Músík-
ölsk og listræn var hún í sér og eru
æði margir í fjölskyldunni sem eiga
myndir frá henni sem hún skreytti
með skeljum sem hún tíndi í fjör-
unni, en í minningunni verðum við
að eiga þær stundir þar sem hún
spilaði og söng fyrir okkur og hreif
með sér jafnt unga sem gamla af sínu
eðlislæga léttlyndi.
Það verður öðruvísi að koma í
sveitina núna, en Daddi minn það
deyfir sárin dásamleg minning um
liðnu árin. Ást við sendum þér og
biðjum guð að styrkja þig og Diddu
og Gunnar, Ingvar og Gísla og
yngsta fólkið Sigga Óla og Ingunni í
ykkar miklu sorg.
Halli, Haddý og Brynja.
Hún Munda vinkona okkar er
dáin. Þó við höfum vitað í mörg ár
að hún gekk ekki heil til skógar,
kom sviplegt fráfall hennar okkur á
óvart.
Munda kom hingað í sveitina fyrir
um 40 árum sem kaupakona og það
fór fyrir henni sem svo mörgum
kaupakonum: í sveitinni kynntist
hún mannsefni sínu.
Árið 1952 giftist Munda Kjartani
Ólafssyni bóndasyni frá Þórustöðum
í Bitru og fljótlega byggðu þau
nýbýlið Sandhóla úr landi Þórustaða
og bjuggu þar síðan.
Þau hjón eignuðust 4 börn: Ólu
Friðmeyju húsfreyju á Þórustöðum,
Ólaf Harald sem lést af slysförum 25
ára gamall, Ingvar Einar bónda í
Sandhólum og Gísla Kristján sem
ýmist er við störf í Reykjavík eða á
búi foreldra sinna.
Kjartan og Munda voru einkar
gestrisin og var jafnan margt af
þeirra vinum og ættingjum í heim-
sókn að sumrinu.
Munda var mjög handlagin og
hugvitssöm og eru þeir ófáir hlutirnir
sem hún gaf vinum og kunningjum,
enda var greiðasemi hennar einstök.
Og þáð var alltaf eitthvað gott til í
skápunum hennar Mundu til að
stinga upp í litla ferðalanga sem
komu kannski óvænt í dyrnar.
Eitt af því sem lék í höndum
hennar var matargerð og munum við
seint gleyma fögru haustkvöldi fyrir
tæpu ári er við sátum í veislu hjá
þeim hjónunum.
Kjartan frændi og þið öll sem
eigið um sárt að binda, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þeirri látnu þökkum við fyrir allt
sem hún gerði fyrir okkur.
Fjölskyldurnar
ÞambárvöIIum.