Tíminn - 29.09.1989, Qupperneq 15
Föstudagur 29. september 1989
ÍÞRÓTTIR
Tíminn 15
Risaveldin áttust við á Nesinu í gær. Sovétmaðurínn í liði KR Anatolij Kovtoun og Bandaríkjamaðurinn Darin
Schubríng í liði Hemel berjast um stöðu undir körfunni. Hoges gerði sér b'tið fyrir og braut körfuna á Nesinu í gær,
í fyrsta körfuboitaleiknum sem fram fer í húsinu. Tekið skal fram að körfurnar eru ekki þær sterkbyggðustu á
markaðnum. ^ Tímamynd Pjetur.
Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik:
Karfan brotnaði
undan álaginu þegar KR vann Hemel Hempstead 53-45 í gærkvöldi
Það var fleira brotið en blað í
sögunni þegar KR-ingar mættu
enska liðinu Hemel Hempstead í
Evrópukeppni félagsbða í körfu-
knattleik í nýja íþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi í gærkvöld. Talað var um
það fyrir leikinn að blað værí brotið
í sögunni, þar sem Sovétmaður og
Bandaríkjamaður léku í fyrsta sinn í
sama liðinu, þ.e.a.s. í liði KR. En
CARRÖN
ELDHÚSVASKAR
úr stáli og
hvítu sili qvartz
K. AUDUNSSON
GRENSASVEGI 8
S 68 67 75 & 68 60 88
önnur karfan á Nesinu þoldi ekki
álagið í gærkvöld og brotnaði þegar
Bandaríkjamaðurinn Darin Schubr-
ing tróð knettinum í körfuna þegar
6:23 mín. voru til leiksloka.
Leikurinn gat ekki hafist á nýjan
leik fyrr en tveimur tímum eftir
atvikið, þar sem sækja þurfti nýjar
körfur úr Laugardalshöllinni. Þegar
umrætt atvik átti sér stað voru KR-
ingar 1 stigi yfir 43-42.
KR-ingar hófu leikinn af miklum
krafti og komust í 13-1 og 20-5.
Þriggja stiga karfa Mark Smith þegar
8 mín. voru til leikhlés var fyrsta
karfa enska liðsins í leiknum, en
áður höfðu þeir skorað 5 stig öll úr
vítaskotum. Eftir þessa góðu byrjun
brást hittni KR-inga og Hemel náði
að jafna 24-24. Enska liðið komst í
fyrsta sinn yfir 26-27 og þar við sat í
fyrri hálfleik.
Leikurinn var í jámum allan síðari
hálfleik og liðin skiptust á um að
hafa forystu. Þegar Darin Schubring
braut spjaldið var staðan 43-42 KR
í vil.
Knattspyma:
ísland tapaði
íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spymu tapaði 0-2 fyrír Svíum í
undankeppni Evrópumótsins á KR-
velh í gær. Svíar skoraðu úr víta-
spyrau þegar 10 mín. voru til leikhlés
og á lokamín. leiksins bættu þeir
öðru marki við. BL
Eftir að leikurinn hófst á ný tóku
KR-ingar, með Jonathan Bow og
Birgi Mikaelsson í fararbroddi, leik-
inn í sína hendur og sigruðu 53-45.
Stigin KR: Birgir 18, Bow 16,
Kovtoun 8, Matthías 7, Guðni 2 og
Axel 2. Hemel: Darin Schubring 18,
Daron Hoges 12, Smith 8, Darlow 3,
Taylor 2 og Noel 2. BL
Evrópukeppni meistara-
liða í körfuknattleik:
Guðjón
skoraði
41 stig
íslandsmeistarar Keflavíkur
í körfuknattleik máttu þola
stórtap í fyrri leik sínum í
Evrópukeppni meistaraliða í
gærkvöld er þeir mættu ensku
meisturanum BrackneU.
Leiknum lauk með 144-105
sigrí enska liðsins. í hálfleik
var staðan hvorki meira ná
minna en 79-44.
Guðjón Skúlason fór á kost-
um í leiknum og gerði 41 stig,
næstur í stigaskori í liði ÍBK
var Falur Harðarson með 17
stig. Roberts gerði 40 stig fyrir
Bracknell, Seaman 31 og Ba-
logun 22 stig. BL
1x2 1x2 1x2 1x2 1x2
Síðasta leikvika getrauna
var nokkuð merkileg fyrír
þær sakir að í fyrsta sinn var
einn með 12 rétta, en enginn
með 11 rétta. Slíkt hefur
ekki gerst áður í yfir 20 ára
■ sögu getrauna.
Tólfan umrædda var
keypt í sölutuminum Fellaís
á Breiðholti og kostaði 60
kr. Sem sagt 6 einfaldar
raðir. Því fylgdu engar ellef-
ur með tólfunni. Tipparinn
heppni studdi ÍR, þar sem
hann merkti við félagsnúm-
er 109 á seðlinum.
Vinningurinn sem kemur
í hans hlut er 337.583 kr.
Samkvæmt reglugerð get-
rauna færist 2. vinningur
yfir á 10 rétta, en alls komu
22 raðir fram með 10
réttum. Fyrir hverja slíka
greiðast 6.576 kr. ívinning.
Úrslit voru nokkuð óvænt
í síðustu viku svo ekki sé
meira sagt. Sérstaklega kom
1-3 útisigur QPR á Aston
Villa, 1-0 sigur Crystal Pal-
ace á Nottingham Forest,
1-1 jafntefli Luton og Wim-
bledon og 5-1 stórsigur
Manchester City á Man-
chester United á óvart.
Enn fjölgar þeim tippur-
um sem nota einmennings-
tölvur sér til hjálpar við að
tippa. Á síðasta rekstrarári
var salan í gegnum PC 7-
14% á viku. Nú geta tippar-
ar hringt eða komið á skrif-
stofu getrauna og fengið
forrit gefins.
Hópurinn SVENSON
leiðir enn í haustleik get-
rauna með 31 stig. Fast á
hæla hans koma 4 hópar
með 30 stig, 8 hópar með 29
stig og 7 hópar með 28 stig.
Fjölmiðlunum gekk afar
illa að segja til um úrslit í
síðustu viku, enda voru úr-
slit mjög óvænt. Hér á
Tímanum standast engar
spár þessa dagana, en von-
andi rætist þar úr. Bylgjan
hafði vinninginn í síðustu
viku með 7 rétta, en næstir
komu RÚV, Stöð 2, Stjam-
an og Hljóðbylgjan með 5
rétta. Aðrir miðlar fengu
slæma útreið. Staðan í fjöl-
i miðlaleiknum er nú þessi:
Hljóðbylgjan 19 stig
Bylgjan 19 stig
Alþýðublaðið 18 stig
Stöð 2 17 stig
Stjaman 16 stig
Dagur 16 stig
Morgunblaðið 15 stig
DV 15 stig
Þjóðviljinn 15 stig
. Ríkisútvarpið 14 stig
Tíminn 9 stig
En lítum á leiki helgar-
innar, 39. leikvika, sölu-
kerfið lokar kl. 13.55.
Aston Villa-Derby: 2
Lið Aston Villa er í nokkr-
um öldudal um þessar
mundir og Derby-liðið ætti
að vinna ömggan sigur á
útivelli.
Chelsea-Arsenal: 1
Ovænt úrslit á Stamford
Bridge þar sem meistaramir
mega þola ósigur.
Crystal Palace-
Everton: 2
Skotheldur útisigur hjá
Everton í þessum leik.
Leikmenn Palace verða enn
í sigurvímu eftir leikinn
gegn Forest um síðustu
helgi og ná ekki að einbeita
sér að leiknum.
Manchester City-
Luton: x
Lið City kom liða mest á
óvart um síðustu helgi, en
núna verður liðið að láta sér
jafntefli lynda gegn liðinu
frá hattaborginni frægu.
Millwall-Norwich: 2
Tvö af toppliðum síðasta
keppnistímabils eigast við,
en bæði hafa liðin verið
ofarlega það sem af er í
haust. Norwich-liðið hefur
betur í þessum leik og kem-
ur það eflaust mörgum á
óvart.
Nottingham Forest-
Charlton: 1
Mikið þarf að koma til svo
Forest tapi þessum leik, lið-
ið tapar varla tveimur leikj-
um óvænt í röð. Lið Charl-
ton er með þeim slakari í
deildinni.
Sheffield Wed.-
Coventry: 2
Lið Wednesday vermir
botnsætið og mun vafalaust
gera það áfram í vetur.
Öruggur sigur Coventry.
Southampton-
Wimbledon: x
Lið Wimbledon nær nú
öðru jafnteflinu í röð í
tveimur leikjum og má all
vel við una.
Tottenham-QPR: 1
Heimasigur Guðna og fé-
laga á White hart Line væri !
vel þeginn af stuðnings-
mönnum Tottenham. Von-
andi gefur Terry Venables I
Guðna Bergs tækifæri í
þessum leik.
Port Vale-Leeds: 2
Þá er það blessuð 2. deildin. I
Lið Port Vale kom upp úr
3. deildinni í vor og mætir
hér gamla stórveldinu
Leeds. Útisigur segir í sögu-
bókinni.
Sunderland-
Sheffield United: 2
Gengi Sheffield United hef-
ur verið gott að undanfömu
öfugt við miðvikudagsliðið
frá sömu borg. Þessi leikur
er toppslagur og honum lýk-
ur með útisigri.
Watford-
Middlesbrough: 1
Watford í stuði á heimavelli
og vinnur góðan sigur á
Boro.
FJÖ Ll trtll DL A SP >Á rg S-JÖtlwi'll
s n i < j
LEIKIR 30. SEPT. ’89 j f I § 3 □ Œ < </> s 'cr BYLGJAM 04 g 5 i $ j SAMTALS
1 g ■p a te Js 3 1 X 2
Aston Villa - Oerby 1 J 2 ± 7 1 1 7 X T j ± 7 7
Chelsea - Arsenal ± J 2 2^ 7 2 X 2 ± j ±
C. Palace-Everton 2 2 2 2 2 ± 2 2 2 2 2 o T ii
Man.City-Luton 1 1 ± 1 2 X 1 J X 1 1 T 3 1 i
Millwall - Norwich Y X ± X| J 1 X^ 7 J T 6 • I
Nott. For. - Charlton i J J 7 J 1 J j J J ± ± ± 7 ; r
Sberi. Wed. - Coventry ± 2 i 2 2 2^ x 7 7 ± 7 2 j ± ±
Southampton - Wimbledon 1 rr x 1 X 1 JL 1 X 1 J 7 4 ±
Tottenham - Q.P.R. j 1 1 J JJ J T j T j 1 n 0 ±
Port Vale - Leeds 2 t± t± 2 2 2 2, 2j 2 X 2 o 1 10 l
Sundsrland - Sheff. Utd. 1 pr J. X X 1 1 J ± 5 ± j
Wattord - Middlesbro J |7 i L 1 1 l L El X 1 X ± 2 0 i