Tíminn - 29.09.1989, Side 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
ll«mil:IH?lil
SAMVINNUBANKINN
í BYGGÐUM LANDSINS
=n»
ÁTTHAGAFÉLÖG,
FYRIRTÆKI OG
EINSTAKLINGAR
Gltasilagur salur tll leigu fyrir samkvæml
og fundarhöld á daginn iam é kvöldin.
ÞRttSTUR
685060
VANIR MENN
Tíminn
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1989
Slagurinn um sjónvarpsrásir í algleymingi og þrjár nýjarstöðvar í deiglunni:
Nú stefnir hraðbyri í
fimm sjónvarpsstöðvar
m
Leyfisveiting samgönguráðherra til Sýnar hf. um að
senda út á rás 6 á metrabylgjusviði sjónvarps virðist ætla
að valda miklum sviptingum. Stöð 2 hefur sótt um leyffi til
útsendingar á rás 8 á VHF sviði og ráðgerir að hefja rekstur
helgarsjónvarps. Samkvæmt upplýsingum Tímans hyggjast
þeir aðilar er standa á bak við svonefnda Stöð 3, sem fékk
leyfi til sjónvarpsreksturs í fyrra, einnig ætla að sækja um
þessa rás. Með úthlutun rásar 8 er VHF kerfið orðið lokað
þar sem ekki er um fleiri rásir að ræða á þessu sviði.
Myndbanda- og auglýsingagerð-' eða jafnvel gefa myndlykla þar
arfyrirtækið Sýn hf. fékk leyfi sam- sem þeir séu ekki bjartsýnir á að
gönguráðherra með því skilyrði að Stöð 2 samþykki not af því mynd-
lyklakerfi sem þar hefur verið kom-
ið upp. Þá hafa þeir einnig lýst því
yfir að áskriftargjaldið verði mun
lægra en að Stöð 2.
Ýmsir aðilar hafa verið nefndir í
tengslum við hina nýju sjónvarps-
stöð. Þar á meðal Saga film, Jón
Ólafsson stjórnarformaður Is-
lenska útvarpsfélagsins og Svavar
Egilsson kaupsýslumaður í
Reykjavík en hann var einn aðal-
eigandi íslenska myndversins sem
sér um tæknimál Stöðvar 2.
Stöð 2 með sérstakt
helgarsjónvarp
Jón Óttar Ragnarsson staðfesti í
viðtali við Tímann í gær að Stöð 2
hefði sótt um leyfi til útsendinga á
samningar takist milli Sýnar og
Ríkisútvarpsins um nauðsynlegar
breytingar á dreifikerfi sjónvarps á
suð-vesturhorninu. Meðal annars
er um að ræða nýjan sendi á
Kjalarnesi sem þjónar Mosfelling-
um, einnig þarf að setja nýjar
greiður á loftnet 400-500 húsa í
Mosfellsbæ. Áætlaður kostnaður
við þessar breytingar mun nema
nokkrum milljónum króna. i
Forsvarsmenn Sýnar gera ráð j
fyrir að útsendingar geti hafist í:
janúar eða febrúar á næsta ári.
Útsendingar verða á föstudögum,
laugardögum og sunnudögum. Þá
hafa forsvarsmenn fyrirtækisins
sagt að útsendingin verði læst en
þeir hyggist leigja gegn vægu gjaldi
rás 8 á VHF sviði. Þessi rás er í dag
notuð af Ríkissjónvarpinu fyrir
Fossvog og Kópavog. Sagði Jón að
Stöð 2 myndi að sjálfsögðu bæta
notendum á þeim svæðum skaðann
og Ríkissjónvarpinu sendinn.
„Svavar Egilsson var forstjóri |
lengi fyrir íslenska myndverinu og
hann vissi mætavel, og við höfum
sagt frá því á öðrum vettvangi, að
við stefndum að því að fá fleiri
rásir á myndlykil Stöðvar 2. Eitt af
því sem var efst á óskalistanum hjá
okkur var helgarsjónvarp. Við ætl-
uðum að tilkynna það á afmælis-
deginum okkar sem er 9. október
og við vonumst til að geta hafið
útsendingar á næsta ári,“ sagði Jón
Óttar Ragnarsson.
Jón sagði einnig að Stöð 2 hafi
gert ráð fyrir að VHF sviðið væri
lokað. Þegar Stöð 2 var að hefja
göngu sína hafi verið sótt um rás 6
sem Sýn hafi fengið núna og hafi
Stöð 2 meðal annars boðist til að
loftnetsvæða Mosfellsbæinn. Því
hafi verið hafnað og sagði Jón að
ákvörðun samgönguráðherra fæli í
sér stefnubreytingu sem hann fagn-
aði mjög. „VHF rásirnar eru mjög
fáar og ég tel að það eigi að nota
þær sem burðarrásir fyrir nýjar
sjónvarpsstöðvar en ekki sem
„holufyllingar" í kerfi Sjónvarps-
ins. Við reiknum með að okkar 150
þúsund áskrifendur fái nákvæm-
lega sömu afgreiðslu eins og Sýn og
að við getum hafið VHF útsend-
ingu þannig að okkar notendur
þurfi ekki að koma sér upp nýjum
loftnetsgreiðum." Þá sagði Jón að
það væri einnig stefnubreyting að
menn gætu sótt um sjónvarpsrás
áður en sótt væri um útvarpsleyfi.
Gert er ráð fyrir að útsendingar
á nýju rásinni verði algjörlega
truflaðar og að notendur þurfi að
gerast áskrifendur að henni sér-
staklega. Sagði Jón að hugmyndin
að nýju stöðinni væri ekki fullmót-
uð en hann gerði ráð fyrir að
dagskráin yrði blönduð en væntan-
lega á léttari nótunum. SSH
i ,
Á næsta þingi verður lagt fram nýtt frumvarp um almannatryggingar. Á borði
heilbrigðisráðherra liggja nú tillögur um að:
Spara 200 milljónir
í tryggingakerfinu
Handbók vinnustaðarins:
MFAútgáfa
Tvær bækur komu út í gær á
vegum Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu. Önnur þeirra er
Handbók vinnustaðarins sem kemur.
nú út í þriðja sinn mikið breytt og.
endurbætt. í bókinni eru prentuð,
lög sem snerta vinnustaði, réttindi:
og skyldur launafólks og stjórnenda
á vinnustöðum.
Þá eru birtir dómar í bókinni sem
varða samskipti launafólks og at-;
vinnurekenda. Skrá er í henni um •
aðildarfélög ASÍ og ýmsar upplýs-
ingar um starf og skipulag jDess.
Sérstakir kaflar eru um lífeyrismál,
almannatryggingar, alþjóðamál,
samningamál, málefni neytenda,
húsnæðismál og vinnuvernd auk
annars.
Hin bókin sem út kom hjá MFA í
gær heitir Umheimurinn og ábyrgð
okkar.
Hún fjallar um umhverfismál,
samstöðu þjóða og þróun heimsmála
o. fl. Bókin kemur samtímis út á
hinum Norðurlöndunum á tungu
hvers lands. Útgáfa bókarinnar er
liður í samvinnu fræðslusamtaka
verkalýðshreyfinganna á Norður-
löndum og er styrkt af Norræna
menningarmálasjóðnum. ,
-sá
Guðmundur Bjarnason heil-
brigðis- og tryggingaráðherra mun
á næsta þingi leggja fram nýtt
frumvarp um almannatryggingar. í
frumvarpinu verður reynt að lag-
færa ýmsar misfellur á núverandi
tryggingalögum. Með frumvarpinu
er sú stefna mörkuð að trygginga-
kerfið skuli vera til stuðnings fyrir
þá sem minna mega sín og til
hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir
áföllum í lífinu en að það eigi ekki
að virka sem eins konar lífeyris-
sjóður eins og það hefur gert.
Heilbrigðisráðherra hefur lagt
fram í ríkisstjórninni tillögur um
breytingar á tryggingakerfinu.
Tillögurnar miða að því að láta
kerfið virka sem raunverulegt
tryggingakerfi en ekki sem eins
konar lífeyrissjóður. Rætt hefur
verið um að tekjutengja trygginga-
bætur en ekki er búið að ákveða
við hvaða upphæð verður miðað.
Ekki er fullljóst hvað þessar breyt-
ingar koma til með að spara mikla
fjármuni því eftir er að ákveða við
hvaða tekjur verður miðað. Ráð-
herra sagði þó að rætt hefði verið
um 200 milljón króna sparnað á
þessu sviði.
Nefnd hefur verið að endur-
skoða lög um almannatryggingar
og Guðmundur sagðist vona að
hann gæti lagt fram nýtt frumvarp
í upphafi þings nú í haust. Hann
kvað samstöðu innan ríkisstjórnar-
innar að gera þær breytingar á
tryggingakerfinu að það virkaði til
jöfnunar. Það væri að vísu ekki
búið að taka afstöðu til einstakra
smáatriða. „Ég tel mikilvægast að
menn nái samkomulagi um þessa
grunnhugsun en séu ekki að þrátta
um nokkrar krónur til eða frá.
Skerðingunni er aðeins ætlað að
koma niður á þeim sem við getum
kallað að séu með veruleg laun.
Það er alls ekki ætlun að svipta fólk
sem er rétt yfir tekjutryggingar-
markinu sínum grunnlífeyri þ.e.
fólk sem er með 60-70 þúsund
krónur á mánuði.“
Á næstunni mun hin svokallaða
lyfjanefnd væntanlega skila af sér
skýrslu. Nefndinni var ætlað að
skoða kostnað við lyfjanotkun. Að
sögn heilbrigðisráðherra hefur
nefndin rætt um að fylgjast betur
með innkaupsverði lyfja. Forsenda
álagningar á Iyf hefur verið skoðuð
sérstaklega, bæði í heildsölu og
smásölu. Einnig hefur verið rætt
um að læknar ávísi jafnan á ódýr-
asta lyfið. Markmiðið væri að
draga úr lyfjanotkun eins og kostur
væri. Ráðherra tók þó fram að
íslendingar væru engir óhófsneyt-
endur lyfja. íslendingar nota næst-
minnst af lyfjum af öllum Norður-
landaþjóðunum. Aðeins Norð-
menn nota minna af lyfjum. Ráð-
herra taldi þó ástæðu til að reyna
spara á þessu sviði sem og ýmsum
öðrum. -EÓ