Tíminn - 03.10.1989, Qupperneq 13

Tíminn - 03.10.1989, Qupperneq 13
Þriðjudagur 3. október 1989 Tíminn Í3 GLETTUR - Veðurstofan segir að í dag komi mjög snögg og áköf regndemba, en standi stutt. - Ég ætlaði eiginlega að gefa þér minkaskinnspels, en svo var útsala á ryksugum. - segir Mary Elizabeth Mastrantonio Stúlkunni með stóra nafnið, Mary Elizabeth Mas- trantonio, skaut upp á stjörnuhimininn þegar hún lék í kvikmyndinni „The Color of Money“, en þá var hún tilnefnd til Oscars-verð- launa fyrir leik sinn. í kjöl- farið fylgdu svo hlutverk í leikritum á Broadway og þátttaka í kvikmyndum með Paul Newman, Al Pacino og Tom Cruise. En Mary Elizabeth segir að „stóra tækifærið" sitt hafi þó verið þegar hún fékk hlutverk í „Janúar-mannin- um“, sem nú er sýndur í Bíóborginni við Snorra- braut. Myndin er gerð eftir hand- riti Johns Patricks Shanley, sem fékk Oscar fyrir handrit- ið að myndinni „Moon- struck" (með leikkonunni Cher, sem einnig hlaut Osc- ars-verðlaun). Mary Elizabeth Mastran- tonio segir að það sé á við góðan skóla að fá að leika með þessum stórkostlegu leikurum sem eru meðleikar- ar hennar í Janúar-mannin- um. Fyrst telur hún Susan Sharandon, og segir að sig hafi lengi langað til að leika með henni. „Fyrstu kynnin við Susan voru þau, að hún hughreysti mig, þegar ég sagði henni, að í Flollywood væri ég að fá á mig orð fyrir að erfitt væri að vinna með mér.“ „Blessuð vertu,“ sagði Susan, „ef einhver leyfir sér að hafa skoðun á einhverju, þá fær hann á sig slæmt orð hjá stjórnendunum í Flolly- wood. Taktu þetta ekki al- varlega!" Kevin Kline leikur aðal- hlutverkið í myndinni „Janú- armanninum", leynilögguna Nick Starkey, sem eltist við hættulegan morðingja. Mary Elizabeth segir að hann sé dásamlegur og Kline hælir hinni ungu leíkkonu á móti. Hann segir hana alls ekki vera erfiða í samvinnu, og t.d. hafi hún alltaf tekið því með jafnaðargeði þó þurft hafi að taka sum atriðin upp aftur og aftur. Mary Elizabeth Mastrantonio er aðeins 23 ára, og hún segir í viðtali: „í fyrsta sinn í ár hef ég fundið fyrir stressi, og stundum þegar ég lít í spegilinn á morgnana þá finnst mér ég ekki vera ncin fegurðardís, - þó gagnrýnendur hafi verið svo elskulegir að segja að ég væri falleg.“ „Janúar-maðurinn“ var stóra tækifærið!“ Susan Sarandon, önnur aðal- leikkonan í Janúar-mannin- um er hér að koma á frum- sýningu með manni sínum, Tim Robbins. Gagnrýnandinn sagði Kevin Kline (niðurlútan) líkjast Geraldo Rivera, stjórnanda í spurninga- og rabbþætti í j- sjónvarpi í Bandaríkjunum. n Rivera hefur greinilega sjálf- ur verið óánægður með útlit sitt, því að hér er mynd af honum þar sem hann er nýkominn úr fegurðarað- gerð á nefi. - Kevin Kline leikur á móti Mary Elizabeth í Janúar-mannin- um. Um hann sagði gagnrýnandi í amerísku kvikmyndablaði: „Þegar Kline horfir upp þá minnir hann á hinn glæsilega Errol Flynn, - en þegar hann horfir niður er hann helst líkur Geraldo Rivera. Berðu því höfuðið hátt, Kline!“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.