Tíminn - 12.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 12. október 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Augiýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift f kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Borgarstjórnarkosningar Alþýðubandalagið í Reykjavík boðaði til fundar fyrir rúmri viku, þar sem umræðuefnið var samstarf minnihlutaflokkanna í borgarstjórn og hverjir væru kostir og gallar þess að andstöðuflokkar íhaldsins byðu fram sameiginlegan lista við næstu borgarstj órnarkosningar. Hugmyndin um sameiginlegt framboð þessara flokka var talsvert rædd fyrir einu ári eða svo. Er óhætt að fullyrða að umræðan um hugmyndina var gagnleg. Það var tímabært að íhaldsandstæðingar í Reykjavík ræddu þennan möguleika og könnuðu sameiginlega, hversu raunhæf slík sameiningar- hugmynd er. Það liggur ljóst fyrir að samstarf minnihluta- flokkanna í borgarstjórn hefur verið með ágætum á líðandi kjörtímabili. Það álit kom ekki síst skýrt fram hjá borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Sig- rúnu Magnúsdóttur, og fulltrúar annarra flokka virtust sama sinnis. Þrátt fyrir það hafa almennar umræður og viðræður forystumanna þessara flokka um sameiginlegt framboð leitt til þess að þeim er ljóst að slík framboðshugmynd er ekki raunhæf. Það sýnist vera sameiginlegt álit flestra sem tjáð hafa hug sinn um málið. Út af fyrir sig þarf ekki að fagna slíkri niðurstöðu á þann veg að sundrung ríki milli andstöðuflokka íhaldsins. Þótt reyndin sé sú að þeir séu ekki viljugir til að stofna framboðsfylkingu eins lista gegn Reykjavíkuríhaldinu, þá hefur það komið fram að þeir eru fúsir til að koma upp styrkri málefnasamfylkingu gegn því sem Sigrún Magnús- dóttir kallar réttilega „ofurveldi Sjálfstæðisflokks- ins“. Þetta ofurveldi er ekki bundið einni eða annarri persónu, heldur grónu flokksveldi Reykja- víkuríhaldsins, stofnana- og embættisbákni sem vinnur í flokksþágu nótt og dag viljandi eða óviljandi. íhaldsandstæðingar sýndu það í borgarstjórnar- kosningum 1978 að það er hægt að vinna kosninga- sigur á Reykjavíkuríhaldinu. Það var ekki gert með sameiginlegu framboði, heldur á það treyst að hver flokkur dygði sem hann gæti. Undir svipaða baráttuaðferð eiga íhaldsandstæðingar að búa sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sigrún Magnúsdóttir benti á að sjálfstæðismönn- um hefðu orðið á mikil mistök við stjórn borgarinn- ar og að miklum fjármunum hafi verið eytt að óþörfu á meðan ýmis sjálfsögð þjónusta við borgarana hefur verið vanrækt. Á þetta eiga íhaldsandstæðingar að leggja sameiginlega áherslu. Tíminn til borgarstjórnarkosninga er um sjö mánuðir. Sá tími styttist áður en varir. Valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sterkt, en það er ekki óvinnandi. Ef íhaldsandstæðingar ætla að sigra í borgar- stj órnarkosningunum í vor, er tímabært að fara að undirbúa kosningaslaginn. lllllllllllllllllllll GARRI lllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllíllllllllllllllll^ „Hjálækningar“ og „kukl“ „Tak sæng þína og gakk. Trú þín hefur gjört þig heilan,“ sagði Krist- ur við lama manninn, sem var einn margra sem hann líknaði, meðan hann gekk meðal manna hér á jörð fyrir tvö þúsund árum. Þessi orð Frelsarans eru hér rifjuð upp, er heilbrigðisstéttir landsins boða til ráðstefnu um kukl eða hjáiækning- ar. í boðsbréfi ráðstefnunnar segir að hjálækningar séu samheiti yfir hvers kyns lækningar, sem falla utan hefðbundins ramma, þar á meðal lækningameðferðir af ýmsu tagi. Segir enn að sumar þessar aðferðir hafi ekki ótvírætt sannað ágæti sitt eða verið skilgreindar vísindalega - og má segja að slíkt liggi í augum uppi, enda gæti þá ekkert verið að þeim að finna. Stormur í tebolla Þótt ekki hafi undirritaður kynnt sér þetta mál sérstaklega, rennir hann í grun að hér sé verið að magna upp storm í tebolla. AUir vita að stöku eidra kvenfólk hefur verið að fást við gerð lyfja úr ýmsum náttúruefnum, svo sem grösum hvers konar, og iitlir hring- ir fólks, sem hefur gert heilsufar sitt að helsta áhugamáli lífs síns, hefur verið að prófa sig áfram með allra handa undarlegar rætur og lauka, suma komna úr fjarstæðustu heimshomum, Síberíu, Kóreu eða Kákasusfjöllum. Þetta fólk hefur sumt þóst kenna sér mikiUar heUsu- bótar af öllu saman og er það í sjáifu sér aðeins prýðUegt. Margir hafa þó - og það með réttu - bent á að þessi furðuvarningur er dýrs- eldur og segja að verið sé að nota ■ sér trúgimi manna. Vitanlega er það bæði satt og rétt, en í þvi efni eru framieiðendur hinna vísinda- lega prófuðu og viðurkenndu Iyfja ekki hóti skárri. Hvergi í viðri veröld mun peningaáfergja og skram allra handa meira en á vettvangi hins alþjóðlega lyfjaiðn- aðar. Þótt heilbrigðiskerfi vort greiði þetta niður, fá menn þó vissulega að borga brúsann um síðir í opinberum gjöldum og háum kostnaði við heUbrigðiskerfið. Þess vegna er það opið tU umræðu hvort þvi fé sem fóik leggur fram fyrir einhvem rándýran lauk eða rót, sé endUega Ula varið, trúi menn að þetta bæti líðan sína. Og enn ítrekum við orð Krists: „Trú þin hefur gjört þig heUan“. Síberíu- laukurinn er eiginlega ekki annað en „súrrógat“ nútímans fyrir kyrt- ilfald Jesúm. Tortryggni Gagnstætt því sem var áður á tíð, þá munu þessar svonefndu „hjálækningar“ vera vita mein- lausar í nær öllum tilfeilum nú tU dags. Guðmundur landlæknir Bjömsson var að hamast gegn skottulæknunum fyrr á öldinni, enda gátu þeir sumir verið var- hugaverðir, með forneskjulegar aðferðir sínar, sem þeir óátalið beittu í afskekktum héraðum. En það er liðin tíð. „Hjáiækningar“ okkar daga stafa af heldur eðlUegri tortryggni margra við kemisku lyfin, og Iáta þeir því stjóraast af óljósu hugboði um að tíl séu „nátt- úrlegar“ lækningar og lyf, sem meiri heill muni af stafa. Er vand- séð að neitt geti verið að því að finna. Og svo skondið sem það er þá hafa aðferðir, sem skellihlegið var að fyrir svo sem tuttugu árum, hlotið viðurkenningu vorra háæru- verðu heUbrigðisstétta nú. Þar á meðal er kínverska nálstunguað- ferðin og Ujanuddið. „Gleymir því kýr að kálfur hefur verið“, segir máltækið og vel mættu handhafar „recepta“ - blokka vorra daga minnast þess,(sem þeir svosem vita vel) að fyrir atbeina hinna gömlu meistara „hjálækninganna“ hafa margir mildlvægir iæknisdómar nútíma lyfjafræði uppgötvast. Gömlu læknar landsins, svo sem þeir Bjami Pálsson, Jón Sveinsson, Sveinn Pálsson, og Oddur gamU Hjaltalín voru allir sannfærðir um gUdi náttúrulyijanna, og sá síðast- nefndi gaf út handbók um lyfja- grös, sem byggð var á reynslu grasalækningakerlinga og karla. Þaraa vora innan um „lyf‘, sem tvímælalaust komu að notum. Og þótt fleira væri máske gagnslaust, þá var þó altént trúin með í glundr- inu, þótt ekki væri annað. Það hefur undirritaður eftir virðulegum, eldri lækni, sem enn er „praktiserandi“, að það sé merkUegt með hið almenna lækna- nám að þar sé hvergi minnst orði á þjáninguna. Þetta er nokkuð at- hyglisvert og má vel hafa í huga áður en menn taka að meina „trú- gjörnu" fólki aðgang að síberískum iaukum og undraýjúlverum frá Hindústan. Garri ':!"'!v'lili!ií VÍTT OG BREITT Skortur á dýralæknum Ólafur Oddgeirsson dýralæknir ritar athyglisverða grein í Morgun- blaðið þar sem hann skýrir frá ástandi dýralækninga hér á landi og rökstyður þá skoðun sína og Dýralæknafélags íslands ekki síður, að hér fari fljótlega að gæta dýralæknaskorts og tímabært sé að hefja kennslu í dýralækningum í landinu. Vaxandi þörf Á vegum Dýralæknafélagsins hefur að undanförnu starfað nefnd, sem vinnur að stofnun íslensks dýralæknaskóla. Niðurstaða nefndarinnar er, að með litlum tilkostnaði megi nú þegar koma, upp fyrri hluta námi í dýralækning- um í tengslum við læknadeild Há- skóla íslands. Fyrir liggur að læknadeildin er reiðubúin til sam- starfs um þessa hugmynd. Það er ljóst, segir Ólafur Oddgeirsson, að á næstu árum verður verulegur skortur á dýra- læknum á íslandi. íslenskir dýra- læknar hafa á síðari árum víkkað mjög starfsvettvang sinn, s.s. í heilbrigðiskerfi, fiskeldi, loðdýra- rækt, gæludýralækningum og margvíslegum rannsóknarstörfum. Þriðjungur starfandi héraðsdýra- lækna mun láta af störfum á næstu 10-15 árum fyrir aldurs sakir, að sögn greinarhöfundar. Góðvild útlendinga Ólafur bendir á, sem vafalaust er rétt, að viðvera dýralækna, sem einir þurfa að gegna stórum héruð- um, og vinnuálag af þeim sökum, geti ekki gengið til frambúðar, heldur kalli slíkt ástand á fjölgun í dýralæknastéttinni af sjálfu sér. En fjölgun dýralækna takmarkast af þeim fábreyttu möguleikum, sem stúdentar hafa til inngöngu í dýra- læknaskóla. Dýralæknanemar verða að sækja allt sitt nám til útlanda. Flestir hafa numið við háskóla í Ósló, Kaupmannahöfn og Hannover í Þýskalandi. Segir Ólafur Oddgeirsson að dýralækna- skólinn í Ösló hafi áður veitt tveimur íslenskum stúdentum að- gang á ári, en nú aðeins einum. Hannover-skólinn hefur tekið 1-2 íslenska stúdenta árlega og dýra- læknaskólinn í Kaupmannahöfn 1- 3. Fram kemur í grein Ólafs að íslendingar hafi vegna „góðvildar" umræddra skóla fengið þama inni fyrir dýralæknanema, en að því geti komið að ekki verði á góðvild- ina treyst, því að eiginlegir samn- ingar liggi ekki fyrir um námsdvöl íslensku stúdentanna nema að því er varðar dýralæknaskólann í Ósló. Þá bendir greinarhöfundur á að vfða um lönd sé skortur á dýra- læknum. Líklegt er því að erlendir dýralæknaskólar hafi nóg með að fullnægja eftirspum sinna eigin samlanda um skólavist og hafi ekki pláss aflögu handa útlendingum. Að spara sér í óhag Niðurstaðan af hugleiðingum Ólafs Oddgeirssonar er sú að taka sterklega undir hugmyndir nefndar Dýralæknafélagsins um að hefja sem fyrst kennslu í fyrri hluta námi í dýralæknisfræði í tengslum við læknadeild Háskóla íslands. Að áliti Ólafs ætti einnig að tengja slíkt nám Tilraunastöðinni á Keldum. Að sjálfsögðu fylgir stofnun slíkrar háskólakennslu nokkur kostnaður, 10-15 millj. á ári, segir Ólafur Oddgeirsson, þeg- ar þriggja ára fyrri hluta nám er að fullu komið til framkvæmda. Það kann að stríða gegn hug- myndum um aðhald í fjármálum ríkisins að reka á eftir máli sem þessu að svo stöddu. En það hefur oft sannast að einnig er hægt að spara sér í óhag. Rökstuðningur Dýralæknafélagsins felur í sér framtíðarsýn, sem ekki er auðvelt að sneiða hjá til frambúðar. Ef það er rétt að dýralæknaskortur sé á næsta leiti og ótryggt að treysta á „góðvild" erlendra dýralækna- skóla, þá verða íslensk stjómvöld að taka tii sinna ráða. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.