Tíminn - 12.10.1989, Side 3
Fimmtudagur 12. október 1989
Tíminn 3
Fjölbrautarskólinn á Sauðárkróki hefur starfað í áratug:
BYGGING BÓKNÁMS-
HÚSS HEFST 1990
Fyrir skömmu var þess minnst við
hátíðlega athöfn á Sauðárkróki að
tíu ár eru liðin frá því Fjölbrauta-
skólinn á Sauðárkróki tók til starfa.
Athöfnin fór fram í íþróttahúsinu að
viðstöddu fjölmenni.
Jón Hjartarson skólameistari rakti
sögu skólans þetta tíu ára tímabil og
jafnframt aðdraganda að stofnun
skólans. Hann var settur í fyrsta
skipti 22. sept. 1979. Þá voru nem-
endur fremur fáir. Síðan hefur skól-
inn vaxið jafnt og þétt, aðsókn hefur
verið mikil, um 300 nemendur á
hverri önn hin síðari ár.
Skólinn hefur ávallt búið við frem-
ur þröngan húsakost. Nú sést hins-
vegar að hillir undir breytingar til
bóta á því sviði því nú er ákveðið að
hefja byggingu Bóknámshúss fyrir
skólann á næsta ári. Rætist þar með
langþráður draumur aðstandenda
Fjölbrautaskólans því Bóknámshús-
ið er lengi búið að vera til á teikni-
borðinu en fjárveitingar hefur skort
til að byrjað væri á framkvæmdum.
í ræðu sem Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra flutti á afmælishát-
íðinni sagði hann að upphæð sú sem
ætluð væri á fjárlögum næsta árs til
Bóknámshússins væri þannig að eng-
inn þyrfti að skammast sín fyrir hana
og var augljóst á svipbrigðum hátíð-
argesta að þessi ummæli ráðherrans
féllu í góðan jarðveg. Að lokinni
ræðu skólameistara fluttu ávörp
Stefán Ólafur Jónsson fulltrúi
menntamálaráðherra. Þorbjöm
Ámason formaður skólanefndar,
Ragnar Arnalds alþingismaður,
Hjálmar Jónsson sóknarprestur,
Ólafur R. Grímsson ráðherra, Jón
Ásbergsson fyrrverandi formaður
skólanefndar, Kristján Möller
bæjarfulltrúi á Siglufirði, Aðalheið-
ur Arnórsdóttir forseti bæjarstjómar
HVÍTUR STAFUR
er aðal hjálpartæki
blindra og
sjónskertra
í umferðinni
¥ BLINDRAFÉLAGIÐ ||^ERÐAR
l/lyndatökur frá kr. 6.500,-
út októbermánuð, öllum tökum
fylgja tvær prufustækkarnir
20x25 cm. ____
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 4 30 20
Sauðárkróks, Valgeir Kárason
kennari og Stefán Guðmundsson
alþingismaður.
f tilefni af afmælinu bárust skólan-
um nokkrar gjafir og fjöldi árnaðar-
óska. Við athöfnina vom útskrifaðir
fjórir stúdentar, en vegna verkfalla
síðastliðið vor varð að fresta útskrift
þeirra þá. Að lokinni athöfninni í
íþróttahúsinu var öllum gestum boð-
ið að þiggja veitingar í mötuneyti
Fjölbrautaskólans. ÖÞ.
Jón Hjartarson skolameistari í ræðustól.
ysk®
Hvemig er
frádráttarheimildin
í viróisaukaskattí?
, 's*. ' ■ •
Endurgreiðsla ef innskattur
er hærri en útskattur
nnskattur á ákveðnu uppgjörstímabili
kann að verða hærri en útskattur sama tímabils. Þetta
getur t.d. gerst vegna fjárfestingar (bygging eða viðhald
fasteignar fyrir reksturinn eða kaup á dýrum tækjum)
^F'eða ef fyrirtækið safnar birgðum. Einnig ef fyrirtæki selur
undanþegna vöru eða þjónustu (t.d. útflutningur).
í þessum tilvikum endurgreiðir ríkissjóður
t^-mismun innskatts og útskatts.
Skilyrði frádráttar
Innskattur dregst frá útskattí
'irðisaukaskattur sem fyrirtæki greiðir af
vöru og þjónustu sem það kaupirtil nota í rekstrinum er
nefndur innskattur. Virðisaukaskattur sem fyrirtæki
innheimtir af sölu sinni er hins vegar nefndur útskattur.
Við uppgjörtil ríkissjóðs dregur fyrirtækið þann
innskatt sem það greiðir á hverju uppgjörstímabili frá
útskattinum sem það hefur innheimt á sama tímabili,
þ.e. fyrirtækið greiðir aðeins mismuninn á útskatti og
innskatti.
Innskattur af flestum
aðföngum er frádráttarbær
kilyrði fyrir frádrætti eru:
• Að fyrirtækið stundi skattskylda starfsemi.
• Að keypt vara eða þjónusta sé til nota í rekstrinum.
• Að innskatturinn sé bókfærður á grundvelli löglegs
fylgiskjals (reiknings eða tollskýrslu).
Endurgreiðsla er heimil
þótt varan sé óseld
f nnskattinn má draga frá á því
uppgjörstímabili sem vara eða þjónusta er keypt. Ekki
skiptir máli hvort aðföngin eru staðgreidd eða keypt með
greiðslufresti. Innskatt af vöru sem keypt er til endursölu
eða úrvinnslu má draga frá þótt hún sé óseld í lok
uppgjörstímabils.
Uppgjörstímabilin
eru mislöng
rádráttarheimildin nærtil innskatts af svo
til öllum aðföngum fyrirtækja sem varða skattskylda
sölu þeirra. Það er ekki aðeins innskattur af endursölu-
vörum og hráefnum sem kemurtil frádráttar, heldur
einnig innskattur af fjárfestingu og rekstrarvörum sem
notaðar eru fyrir reksturinn.
í nokkrum tilvikum erfrádráttarheimildin
takmörkuð. Innskattur af hlunnindagreiðslum, risnu og
gjöfum er ekki frádráttarbær. Sama gildir almennt um
innskatt vegna fólksbifreiða.
ilmennt uppgjörstímabil er tveir mánuðir,
en ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur, þannig
að fyrirtækið eigi yfirleitt rétt á endurgreiðslu, getur
fyrirtæki fengið heimild skattstjóra fyrir skemmra
uppgjörstímabili. Uppgjörstímabil bænda ersex
mánuðir.
Upplýsingasími RSK
vegna virðisaukaskatts er
91-624422
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI