Tíminn - 12.10.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMl VR: 680001 — 686300
RÍKISSÍöP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hofnorhúsinu v/Tryggvogötu. S 28822 SAMVINNUBANKINN 1 í BYGGÐUM LANDSINS Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði PÓSTFAX TÍMANS 687691
9
I íminn
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1989
Stefán Valgeirsson, aldursforseti Alþingis:
Var handhafi
forsetavalds
í sex stundir
Stefán Valgeirsson þingmaður Samtaka um jafnrétti og
félagshyggju, var einn handhafi forsetavalds, sem forseti
sameinaðs Alþingis, í rúmlega sex klukkutíma í gær. Þessi
staða kom upp vegna þess að bæði Vigdís Finnbogadóttir
forseti íslands og Steingrímur Hermannsson fóru til
útlanda í gærmorgun. Núverandi handhafi er Guðrún
Helgadóttir forseti sameinaðs þings en hún var endurkjörin
í það embætti af þinginu í gær.
Venja er að sá handhafi er tekur forseti hafi ekki verið kosinn. Það
við forsetavaldi fylgi forseta úr
hlaði, og beiðni barst frá forsætis-
ráðuneytinu til Guðrúnar Helga-
dóttur, þess efnis að hún fylgdi
Vigdísi Finnbogadóttur til Kefla-
víkur og tæki þar með við emb-
ættisskyldum forsetans. Guðrún
neitaði erindi ráðuneytisins og
vitnaði til 10. greinar þingskapar-
laga, þar sem tekið er fram að
aldursforseti Alþingis hafi sömu
skyldur og réttindi til að bera og
forseti sameinaðs þings, á meðan
varð því úr að Stefán fór. Að sögn
Guðrúnar minnist hún þess ekki að
aldursforseti Alþingis hafi gegnt
þessu hlutverki áður.
Stefán sem er á sjötugasta og
fyrsta aldursári, er forseti samein-
aðs þings á meðan Alþingi er ekki
starfandi, en sú staða fellur í hlut
elsta starfandi Alþingismanns. Al-
þingi var sett á þriðjudag, en í gær
voru kosnir starfsmenn þingsins og
hlutað niður sætum. Stefán Val-
geirsson var þess vegna forseti
sameinaðs Alþingis þar til klukkan
tvö eftir hádegi í gær. Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra er
fyrsti handhafi forsetavalds í for-
föllum Vigdísar Finnbogadóttur
forseta íslands. Steingrímur fór
utan snemma í gærmorgun til að
sitja ráðstefnu forystumanna frjáls-
lyndra flokka, sem haldin er í
París. Vigdís hélt einnig utan laust
fyrir klukkan átta í gærmorgun
áleiðis til Genfar þar sem hún
verður formaður dómnefndar í
samkeppni Evrópubandalags út-
varps- og sjónvarpsstöðva um
besta handrit að sjónvarpsleikriti í
ár.
Annar handhafi forsetavalds í
fjarveru Vigdísar Finnbogadóttur
er forseti sameinaðs þings, sem í
þessu tilfelli var Stefán Valgeirs-
son. Stefán hélt embættinu í sex
klukkustundir, þ.e. frá því að hafa
fylgt Vigdísi til Keflavíkur fyrir
Stefán Valgeirsson.
klukkan átta í gærmorgun og þar
til klukkan rúmlega tvö í gærdag,
er Guðrún Helgadóttir þingmaður
var endurkjörin forseti sameinaðs
þings. Þess má svo geta að þær
breytingar urðu á embættismanna-
skipan Alþingis að Árni Gunnars-
son þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis vestra var kjörinn þingfor-
seti neðri deildar, í stað Kjartans
Jóhannssonar. GeirH. Haardevar
kjörinn fyrsti varaforseti.
-ÁG
Hans Ragnar Þorsteinsson byggingameistari bendir á þann stað þar sem þýfið fannst, undir stígnum
Timamynd Ámi Bjarna.
Fann þýfi undir stíg
Bílútvarp, geislaspilari fyrir bíl og
fjórir hátalarar, tveir stórir og tveir
litlir, fundust við vinnuskúr á ný-
byggingarsvæði við Akurgerði 27 til
29 upi hádegisbil í gær. Talið er að
hér sé um þýfi að ræða. Verðmæti
þessara tækja er á annað hundrað
þúsund krónur.
Það var Hans Ragnar Þorsteins-
son byggingameistari sem fann
hljómtækin undir gangstíg, er liggur
milli vinnuskúrs og nýbyggingarinn-
ar. Þegar hann var að ganga að
vinnuskúrnum laust fyrir hádegi, sá
hann grilla í einn hátalaranna og
þegar betur var að gáð komu hin
tækin eitt af öðru í ljós. Rannsóknar-
lögreglan fór á staðinn og tók tækin
í sína vörslu. -ABÓ
30.000 laxar
komu á stöng
á tímabilinu
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Veiðimálastofnunar veiddust um
30.ÖÖ0 laxar á stöng og um 12.000
laxar í net á laxveiðitímabilinu sem
lauk 20. septembcr sl. Alls endur-
heimtust uni 50.000 laxar úr hafbeit
og er því heildarfjöldi laxa sem
kom á land á íslandi á þessu ári um
92.000 stykki.
Laxveiði á stöng var um 19%
minni en meðalveiði áranna 1974
til 1988 og um 39% minni en hún
var árið 1988. Stangveiðin nú cr
svipuð og hún var 1980 og 1983.
Frávik frá meðalveiði var mismikið
eftir landshlutum. Á Suðvestur-
landi var veiðin 15% yfir meðaltuli
fyrrnefndra ára, á Vesturlandi,
Vestfjörðum og Norðurlandi
eystra var stangveiðin 20% undir
meðaltali og 36% á Norðurlandi
vestra. Veiðin á Austurlandi að
Vopnafirði meðtöldum var í með-
allagi, en á Suðurlandi var hún um
10% undir meðaltali.
Aflahatsta áin í sumar var Laxá
í Kjós og Bugða með 2126 iaxa, í
öðru sæti eru Elliðaár með 1763
laxá og í þriðja sæti er Laxá í
Aðaldal með 1630 laxa.
Netaveiðin á árinu var um 12.00
laxar eins og áður sagði, sem er um
30% minni en meðalveiði áranna
1974 til 1988. Flestirlaxarveiddust
á Suðurlandi, eða 6200, 5500 á
Vesturlandi og mun minna í öðrum
landshlutum. Þess ber að geta að
netaveiði á laxi er mest stunduð í
Ölfusá-Hvítá, Hvítá í Borgarfirði
og Þjórsá.
Endurheimtuhlutfall á hafbeit-
arlaxi var almennt með lægra móti
í ár. -ABÓ