Tíminn - 12.10.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.10.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 12. október 1989 FimmtudagUr 12. október 1989 fíminn 11 Fjármálaráðherra segir tíma millifærslu liðinn og einstaklingar og atvinnulíf þurfi að semja sig að almennum skilyrðum sem nú hafi verið sköpuð: Olafur vill fjárlög með gati Eftir Arna Gunnarsson og Birgi Guömundsson Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1990 var dreift á Alþingi í gær. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar rúmir 90 milljarðar, samanborið við um 77 milljarða á þessu ári. Útgjöld ríkisins á árinu 1990 eru heldur meiri en tekjurnar, eða um 93 milljarðar. Samkvæmt frum- varpinu er fjárlagagatið, mismunur tekja og útgjalda ríkisins, áætlaður tæpir þrír milljarðar. í þetta gat á að stoppa með lántökum innanlands. í athugasemdum við frumvarpið segir að megin markmið þess séu þrenns konar: Að ríkisbúskapurinn stuðli að óbreyttum viðskiptahalla þrátt fyrir sam- drátt útflutningstekna og minnkandi verðbólgu; að halli ríkissjóðs verði innan þeirra marka að hægt sé að fjármagna hann án þess að auka erlendar skuldir eða hækka vexti á innlendum lánsfjár- markaði, og að skattar sem hlutfall af landsframleiðslu verði óbreyttir, sem fel- ur í sér um 1,5% lækkun tekna ríkissjóðs að raungildi. Markar almennan ramma fyrir efnahagslífið Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra kynnti frumvarpið fyrir blaða- mönnum í gær og sagði þá m.a. að þetta frumvarp markaði ákveðin tímamót þar sem það miðaðist við að festa í sessi þann árangur sem náðst hefði og væri áfangi að nýjum grundvelli í efnahagstjórnun á íslandi. „Nýjum grundvelli sem hefur það höfuð einkenni að það verða hin almennu skilyrði efnahagslífisins sem móta rammann fyrir atvinnulífið og fyrir einstaklinga og fjölskyldur en millifærslu- tímabili liðins árs verður lokið. Jafnvægi hefur skapast á peningamarkaði, við- skiptahalli mun halda áfram að minnka og nú höldum við inn í nýtt tímabil þar sem atvinnulífið og almenningur í land- inu getur lagað starfsemi sína að almenn- um efnahagslegum skilyrðum. Það hefur tekist að koma atvinnulífinu á nýjan grundvöll með þeim millifærsluaðgerðum sem ákveðnar voru fyrir rúmu ári síðan og nú eru tímamót til þess að leggja grundvöllinn að nýju skeiði. Það gerum við með fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1990, sem ásamt því að vera leiðsögn um útgjöld og tekjur ríkisins á næsta ári er hornsteinninn í þeirri efnahagsstefnu sem ríkisstjórnin mun fylgja á árinu 1990. Efnahagsstefnu sem hefur þau höfuð einkenni að láta almenn skilyrði efna- hagslífsins móta rekstraraðstæður fyrir útflutningsgreinarnar og viðhalda því jafnvægi sem smátt og smátt er að takast að skapa í okkar efnahagslífi.“ Fjármála- ráðherra sagði að raungengi krónunnar hafi lækkað verulega og þeirri aðlögun í gengismálum sem nauðsynleg væri til að tryggja útflutningsatvinnuvegunum rekstrargrundvöll væri „senn að verða lokið“. Með því að tilkynna þennan almenna ramma fyrirfram í tengslum við fjárlög þýddi það að ekki yrðu teknar pólitískar ákvarðanir um breytingu á honum síðar á fjárlagaárinu, t.d. í tengsl- un við kjarasamninga. Því yrðu dyr stjórnarráðsins lokaðar fyrir aðilum vinnumarkaðarins ef til þess kæmi að þeir vildu fjárútlát frá ríkinu til að liðka fyrir gerð kjarasamninga, ólíkt því sem t.d. hafi gerst á þessu ári. Ráðherrann sagði að aðilár vinnumarkaðarins yrðu að að- laga sig að þeim almenna ramma, enda hefðu bæði talsmenn launafólks og at- vinnurekenda margoft talað um að sér- tækum aðgerðum yrði hætt og almenn skilyrði sköpuð í efnahagsmálum. Ráðherrann skilgreindi þrjú megin ein- kenni þessa frumvarps, sem aðhald, jöfnunaraðgerðir og kerfisbreytingar. Sagði hann að framlag ríkisstjórnarinnar til þess að koma efnahag fyrirtækja og einstaklinga á skrið á ný mætti sjá í því aðhaldi í útgjöldum sem fælist í 4% niðurskurði að raungildi og að skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu héldist óbreytt sem þýddi 1,5 milljaðs kr. tekju- tap auk aðhalds á sviði rekstrar og fjársfestinga hjá ríkinu. Tíu mánuðir í virðisauka og einn í söluskatti á næsta ári Upptaka virðisaukaskatts, umfangs- mesta kerfisbreytingin í fjármálum ríkis- ins, hefur það í för með sér að í raun fær ríkið ekki greidda nema ellefu mánuði af tólf á árinu 1990. Petta gerist vegna þess að hvert uppgjörstímabil verður tveir mánuðir í stað eins í söluskattinum. Skiladagur virðisaukaskatts fyrir janúar og febrúar á næsta ári er í byrjun mars, en eindagi í byrjun apríl. Næsta tímabil er mars-apríl og eindagi á skatti fyrir þá tvo mánuði í byrjun júní, o.s.frv. Af þessu leiðir að eindagi virðisaukaskatts fyrir nóvember og desember á næsta ári færist yfir á árið 1991. Ríkið mun þannig einungis fá tíu mánuði af tólf greidda á árinu 1990, við þá bætist söluskattur desembermánaðar á þessu ári, en einn mánuð vantar. Rauntekjur dragast saman um 1,5 milljarð á milli ára Sé fjárlagafrumvarp þessa árs umreikn- að yfir á áætlað verðlag næsta árs og það síðan borið saman við frumvarpið fyrir áið 1990, kemur í ljós að áætlaðar tekjur ríkissjóðs fyrir árið 1990 eru að raungildi um einum og hálfum milljarði minni á næsta ári en þessu. Þetta er afleiðing þess markmiðs að skattar hækki ekki sem hlutfall af landsframleiðslu. Væru raun- tekjur ríkissjóðs áætlaðar þær sömu á þessu ári og því síðasta, hefði það þýtt einungis um 1,4 milljarðs fjárlagahalla. Niðurskurður ríkisútgjalda á milli ársins 1989 og 1990 er sem svarar rúmum 4%, eða fjórir milljarðar, sem er meiri niður- skurður en dæmi eru um í langan tíma. Pessi niðurskurður felst m.a. í eftirfar- andi: Sá 4% niðurskurður í vinnumagni ríkisstofnana sem stefnt var að í ár verður látinn halda sér og þeim ekki heimilað að bæta sér það upp, nema í undantekning- artilfellum. Heilbrigðiskostnaður verður lækkkaður um 500 milljónir með lækkun lyfja- og sérfræðikostnaðar auk hag- ræðingar vegna samruna eða samreksturs sjúkrahúsa. Sérstakt sparnaðarátak í skólakerfinu. Niðurgreiðslur verða óbreyttar í krónutölu en útflutningsbætur og framlag í framleiðnisjóð lækka í 9% af framleiðsluverðmæti búvöru. Framlög til fjárfestinga lækka um 700 milljónir, sem er um 20% raunlækkun. Framlag til Byggðastofnunar vex um 60% en framlög til byggingarsjóða lækka mikið. Markað- ar tekjur stofnana sem hingað til hafa runnið til fjárfestinga eingöngu verða nú fjariagairumvarpio Kynni uiauauiuimuui 1 . látnar greiða kostnað við rekstur, en þetta eru stofnanir s.s. Háskóli íslands. Virðisauki á að skila 40 milljörðum Um næstu áramót verður tekinn upp virðisaukaskattur í stað söluskatts. Sú breyting kemur til með að hafa verulega áhrif á bæði tekju og gjaldahlið frum- varpsins. Gert er ráð fyrir einu skatthlut- falli á smásölustigi, eða 26%. Miðað við verðlags- og veltuforsendur þjóðhags- áætlunar munu tekjur ríkisins af virðis- aukaskattinum verða um 40,5 milljarðar á næsta ári, en miðað við 23% skattstig eins og gert var ráð fyrir í upphaflegu frumvarpi um virðisaukann hefðu tekjur ríkissjóðs lækkað mjög verulega á árinu 1990. Reiknað er með að tekjur af söluskatti verði tæpir 35 milljarðar króna brúttó á þessu ári, en hefðu orðið um 40 milljarðar á því næsta sem er nánast sama upphæð og virðisaukaskatturinn mun skila. Ekki verður því um raunaukningu skatttekna að ræða fyrir ríkissjóð vegna upptöku virðisaukaskattsins. A mjólk, dilkakjöt, innlent grænmeti og fisk, verður lagt ígildi 13% skatts og fullyrt er að hálfu stjórnvalda að verð á þessum vörum muni lækka um tæp 10%, um næstu áramót. Þessi aðgerð ríkissjóðs er talin kosta um 1 milljarð króna á heilu ári. Millifærslur hverfa að mestu vegna virðisaukans Virðisaukaskatturinn setur sterkan svip á fjárlagafrumvarpið og gerir það ásamt nýjum lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frábrugðið fyrri frumvörpum. Þannig mun endurgreiðsla söluskatts í sjávarútvegi hverfa, en áætlað er að til þess fari rúmur milljarður á þessu ári. Endurgreiðsla jöfnunargjalds í iðnaði og endurgreiðsla söluskatts í fiskeldi og landbúnaði mun sömuleiðis hverfa, en gert er ráð fyrir að til þess fari um 450 milljónir króna á þessu ári. Niðurgreiðsl- ur á rafmagni lækka úr 325 milljónum í 231 eða um þær tæplega 100 milljónir sem ákveðið var á þessu ári að veita til aðstoðar fiskvinnslunni. í þessum dæm- um hér á undan er þó ekki um hreinan hagnað að ræða fyrir ríkið því samkvæmt virðisaukaskattslögunum losna útflutn- ingsfyrirtæki og fyrirtæki sem keppa við innfluttar vörur losna við skatt af rekstr- ar- og fjárfestingarvörum. Breitt kostnaðarhlutdeild ríkis og sveitarfélaga Breitt verkaskipting ríkisins og sveitar- félaga veldur auknum útgjöldum ríkis- sjóðs. Útgjöld ríkisins vegna sjúkratrygg- inga hækka um nálega 2 milljarða króna vegna þess að sveitarfélög greiða ekki lengur framlag til þeirra. Framlag til atvinnuleysistryggingasjóðs hækkar um nærri einn milljarð og þar af 313 milljónir vegna þess að framlag sveitarafélaga fellur niður, en að öðru leyti vegna þess að framlag ríkissjóðs er ekki eins skert eins og það hefur verið síðustu ár. Framlag ríkisins í sjóðinn verður tæplega 1,3 milljarður á næsta ári, er á þessu ári 277 milljónir og hækkar þar af leiðandi um 352%. Á móti koma liðir þar sem kostnaðar- hlutdeild ríkisins fellur niður og færist alfarið yfir á sveitarfélögin. Þar má nefna stofnkostnað við byggingu grunnskóla en í það voru áætlaðar tæpar 400 milljónir á þessu ári, tæpar 100 milljónir vegna byggingu dagvistunarheimila, og framlag Tímamynd: Pjetur ríkisins til Framkvæmdasjóðs aldraðra, sem er 160 milljónir á þessu ári. Breyting á verðtryggingu lífeyris Uppbætur á lífeyri opinberra starfsm- anna eru lækkaðar um nálega helming vegna áforma um að breyta lögum á þann veg að iðngjöld á hverjum tíma standi undir stærri hluta lífeyris en nú er. Skerðingin kemur á verðtryggingu lífeyr- isgreiðslnanna en þó mun það ekki koma niður á lífeyrisgreiðslum til þeirra sem þær fá nú. Er miðað við að framlag ríkisins lækki um 500 milljónir vegna þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.