Tíminn - 12.10.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 12. október 1989
í gæslu til
6. desember
Sakadómur úrskurðaði, í gær,
tvo menn í gæsluvarðhald fram til
6. desember. Krafa um gæslu-
varðhald var sett fram af RLR í
fyrradag og í gær tók dómari
afstöðu til hennar.
Mennirnir, sem báðir eru sí-
brotamenn, voru staðnir að verki
á innbrotsstað í K.Á. á Selfossi á
mánudagsmorgun. Grunsemdir
eru uppi um að tvímenningarnir
séu viðriðnir innbrot í útibú K.Á.
í Þorlákshöfn, sem Tíminn hefur
greint frá. Þar var stolið úr pen-
ingaskáp, peningum, ávísunum
og greiðslukortanótum að and-
virði 1,4 milljónir króna, sam-
kvæmt heimildum Tímans.
Mennimir tveir hafa litlu svar-
að við yfirheyrslur, en svo virðist
sem lögregla hafi getað sýnt fram
á tengsl milli verknaðanna
tveggja og þvt' hafi gæsluvarð-
haldsúrskurðurinn verið svo lang-
ur sem raun ber vitni.
Range Rover bifreið sem
mennirnir vom á, og stolið hafði
verið frá bílaleigu í Reykjavík,
gegnir mikilvægu hlutverki í
málsrannsókninni.
Þjófavarnarkerfi fór í gang
þegar þeir réðust til inngöngu í
K.Á. á Selfossi og varð það til
þess að lögregla varð vör við hina
óboðnu gesti. - ES
Styrkir
frá Nató
Atlantshafsbandalagið mun að
venju veita nokkra fræðimanna-
styrki til rannsókna í aðildarríkj-
um bandalagsins á háskólaárinu
1990-1991. Markmið styrkveit-
inganna er að stuðla að rannsókn-
um og aukinni þekkingu á mál-
efnum er snerta bandalagið og er
stefnt að útgáfu á niðurstöðum
rannsóknanna.
Alþjóðadeild utanríkisráðu-
neytisins veitir upplýsingar um
fræðimannastyrkina og lætur í té
umsóknareyðublöð.
Styrkimir nema nú um 277
þúsund íslenskum krónum og er
ætlast til að unnið verði að rann-
sóknum á tímabilinu frá maí 1990
til ársloka 1991. Einnig ergreidd-
ur nauðsynlegur ferðakostnaður,
en gert er ráð fyrir að rannsóknir
geti farið fram í fleiri en einu ríki
Atlantshafsbandalagsins.
Styrkimir skulu að jafnaði
veittir háskólamenntuðu fólki.
Umsóknir um fræðimannastyrk-
ina skulu berast til alþjóðadeildar
utanríkisráðuneytisins eigi síðar
en 15. desember 1989.
Námskeið
um kvíða
Um miðjan október hefjast í
Reykjavík námskeið sem nefnast
„Betri iíðan - Námskeið um
mannleg samskipti." Á nám-
skeiðunum verður lögð áhersla á
úrlausnir vandamála sem fylgja
spennu og kvíða. Þátttakendum
er kennt að meta andlegt og
líkamlegt ástand sitt, þ.e. kvíða-
og spennuviðbrögð og bent á
tengslin á milli líkamlegrar og
andlegrar líðanar. Kvíðavið-
brögð koma m.a. fram í líkam-
legri vanlíðan eins og höfuðverk,
vöðvabólgu, svita- og skjálfta-
köstum. Álitið er að um 75% af
öllum líkamlegum umkvörtunum
megi á einn eða annan hátt tengja
streitu viðbrögðum.
Á námskeiðunum eru kenndar
æfðar hefðbundnar sálfræðilegar
aðgerðir til að fyrirbyggja og/eða
takast á við þessi viðbrögð og
einkenni. Stjórnandi námskeið-
anna, Oddi Erlingsson sál-
fræðingur hefur um árabil leitt
slík námskeið og fengist við með-
ferð þessara vandamála. Nánari
upplýsingar eru veittar öll kvöld
eftir kl. 20:00 í síma 39109.
Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1990 lögð fram:
Samdráttarskeiði
lokið á næsta ári ?
Efnahagshorfur fyrir árið
1990 benda til áframhaldandi
samdráttar í þjóðarbúskapn-
um og verður það því þriðja
árið í röð sem samdráttur
verður. Hins vegar gerir
Þjóðhagsstofnun ráð fyrir því
að samdráttarskeiðið taki
enda á árinu og þá fari hag-
kerfið smám saman að rétta
úr kútnum. Hagvöxtur ár-
anna 1991 til 1994 yrði þá,
samkvæmt útreikningum
samt einungis 1 til 2% á ári,
en vöxtur þjóðartekna eilítið
meiri. Alþjóðastofnanir spá
almennt meiri hagvexti í
heiminum á næstu árum, eða
um 3% hagvexti að meðal-
tali. Þetta kemur fram í þjóð-
hagsspá fyrir árið 1990, sem
forsætisráðherra lagði fram á
Alþingi í gær.
Þjóðarútgjöldin, samanlögð
neysla og fjárfesting, vaxa hægar en
landsframleiðslan á tímabilinu 1991
til 1994 og raungengi á mælikvarða
verðlags fer lækkandi og verður um
5% lægra heldur en 1989. Þetta
þýðir betra jafnvægi í viðskiptum
við útlönd en verið hefur. Spáð er að
erlendar skuldir, sem hlutfall af
landsframleiðslu komist í 51% árið
1990, en lækki eftir það í um 35% í
árslok 1994.
í þjóðhagsáætlun kemur fram að
miðað við þær niðurstöður sem m.a.
er greint frá hér að ofan gefi ekki
ástæðu til þess að lífskjör muni
batna fyrr en að nokkrum árum
liðnum.
Verði af áformum um að auka
álframleiðslu geta þeir útreikningar
sem lagðir eru til grundvallar breyst
nokkíið. Meðal annars yrði hagvöxt-
ur meiri en í grunndæminu, en
raungengi hærra og viðskiptajöfnuð-
ur óhagstæður meðan á framkvæmd-
um stæði. Erlendar skuldir yrðu
svipaðar og f dæminu sem lagt er til
grundvallar.
Samdráttur þjóðartekna ársins
dráttarskeiðið frá stríðslokum varð
á árunum 1949 til 1952, er landsfram-
leiðsla minnkaði í fjögur ár samfellt.
Þá varð heildarsamdrátturinn 6,5%,
en spár um landsframleiðslu áranna
1988 til 1990 sýna að heildarsam-
drátturinn verði um 5%.
Þó skilyrði þjóðarbúsins hafi verið
erfið að undanfömu hefur tekist að
halda fyllilega í horfinu varðandi
verðbólgu og viðskiptahalla. Verð-
bólga frá upphafi til Ioka árs stefnir
nú í 25%, en það er nánast sama
verðbólga og var í fyrra. Hins vegar
eru horfur á að halli í viðskiptum við
útlönd verði minni en í fyrra. Hallinn
á þessu ári er áætlaður 3% af
landsframleiðslu, en var í fyrra 3,7%
árið 1988.
Erfið skilyrði þjóðarbúsins setja
svip sinn á markmið og stefnu ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmálum á
komandi ári. Brýnustu verkefnin
beinast að því að bæta stöðu atvinnu-
lífsins og treysta þar með atvinnuör-
yggi og ná samtímis niður verðbólgu.
Ríkisstjórnin hyggst ná þessum
markmiðum með samræmdri stjórn
ríkisfjármála, peningamála, gengis-
mála og með því að stuðla að
skipulagsbreytingum sem tryggja
sem mestar framfarir og hagræðingu
í atvinnulífinu.
Markmið ríkisstjómarinnar í
efnahagsmálum á árinu 1990 er
þessi:
- að bæta afkomu atvinnuveganna
og stuðla á þann hátt að því að
atvinnuástand haldist viðunandi.
- að stuðla að endurskipulagningu,
nýsköpun og aukinni hagkvæmni f
atvinnulífinu og leggja þar með
gmnn að hagvexti og góðum lífskjör-
um á næstu ámm.
- að ná nýjum áfanga í baráttunni
við verðbólgu og koma henni svo
fljótt sem kostur er niður á svipað
stig og í helstu viðskiptalöndum
okkar.
- að koma í veg fyrir að viðskipta-
halli aukist.
- að stuðla að réttlátri tekjuskiptingu
og verja lífskjör hinna tekjulægstu,
meðal annars með því að lækka
framfærslukostnað.
- að beita sér fyrir jafnvægi í byggða-
þróun. - ABÓ
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lagði fram á Alþingi í gær
þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár.
1990 stafar einkum af því að nauð-
synlegt er talið að draga verði úr
fiskafla, einkum þorskafla til að
treysta fiskistofna. Reiknað er með
að viðskiptakjör í heild verði nánast
óbreytt á milli áranna 1989 til 1990.
Miðað við forsendur þessarar áætl-
unar verður landsframleiðsla og
þjóðarframleiðsla um það bil 1%
minni 1990 en á þessu ári og við-
skiptahalli verður óbreyttur frá
þessu ári.
Þjóðhagsreikningar ná allt aftur
til ársins 1945. í 10 af þessum 46
árum hefur landsframleiðsla dregist
saman, en lengsta samfellda sam-