Tíminn - 19.10.1989, Page 3

Tíminn - 19.10.1989, Page 3
Fimmtudagur 19. október 1989 Tíminn 3 Skýrsla yfirskoöunarmanna ríkisreiknings: Fyrirtæki og stofnanir 740m. umfram heimildir í skýrslu yfirskoðunarmanna ríkisreiknings fyrir árið 1988 kemur fram að fyrirtæki og stofnanir sem heyra undir í B-hluta ríkissjóðs hafa varið rúmlega 740 milljónum króna til fjárfestinga nmfram heimildir á árinu. Þetta samsvarar til 41,5% iimfram heimildir og verður að teljast óviðunandi, að mati yfirskoðunarmanna. Yfirskoðunarmenn fóru sérstak- lega fram á það við Ríkisendurskoð- un að fá í hendur upplýsingar um fjármál þeirra ríkisstofnana í A- hluta sem farið höfðu meira en 20% fram úr fjárveitingum á fjárlögum, jafnframt því sem óskað var eftir skýringum á umframútgjöldum í hverju tilviki fyrir sig. 1 ljós kom að 86 embætti og stofnanir höfðu farið meira en 20% fram úr fjárveitingum á fjárlögum. Þá könnuðu þeir einnig sérstak- lega nokkur önnur málefni, s.s. áfengiskaup á kostnaðarverði og reglur um greiðslur á ferðakostnaði erlendis, svo eitthvað sé nefnt. Vilja hætta með „sérkjaraáfengi“ Hvað áfengiskaup á kostnaðar- verði viðkemur er það álit yfirskoð- unarmanna að hætta beri að selja áfengi og tóbak úr ÁTVR á svo- nefndu kostnaðarverði til æðstu stofnana þjóðfélagsins, eins og tíðk- ast hefur um áratuga skeið. „Tvöföld verðlagning á vörum býður ævinlega heim möguleika á misnotkun, ekki síst þegar lægra verðið er svo lágt að mönnum finnast vörur á því verði tæpast vera verðmæti," segir í skýrslu yfirskoðunarmanna. Þá segir að bókfærsla risnu ríkisins á lægra verði en gengur og gerist í þjóðfélag- inu torveldi einnig samanburð við risnu annarra aðila og kalli líklega á meira samkvæmishald en ella. Þessi breyting hefði í för með sér að þótt bókfæra þyrfti meiri kostnað vegna risnu á vegum ráðuneyta og annarra þeirra aðila sem hér um ræðir myndu bókfærðar tekjur ÁTVR hækka að sama skapi og því raunveruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs því engin. Þá telja yfirskoðunarmenn brýnt að öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins betr- umbæti bókhald það sem haldið er um risnutilefni á þeirra vegum, þannig að ekki geti leikið minnsti vafi á réttmæti slíkra tilefna. Yfirskoðunarmenn telja eðlilegt að reglur um greiðslu ferðakostnað- ar vegna ferðalaga á vegum ríkisins frá 1973, verði teknar til endur- skoðunar. M.a. í ljósi þess að í mörgum tilvikum er ákvæði um greiðslur sem þessar nú að finna í kjarasamningum starfsmanna ríkis- ins. í skýrslu ýfirskoðunarmanna segir að það hafi tíðkast um nokkurt skeið að æðstu menn í opinberri þjónustu fái ríflegri dagpeninga- greiðslur vegna ferðalaga. erlendis en almennt gerist. í slíkum tilvikum er oftast um það að ræða að greiddur er hótelkostnaður samkvæmt reikn- ingi auk dagpeninga. Almenna við- miðunin segja yfirskoðunar- mennimir að hljóti að vera sú að menn beri hvorki kostnað af ferðum sínum á opinberum vegum, né hafi af þeim tekjur. Tvenns konar breytingar koma til greina að mati yfirskoðunarmanna. Annars vegar að teknar verði upp greiðslur samkvæmt reikningum vegna alls kostnaðar þessara aðiia á ferðalögum og fella þá niður dagpen- ingagreiðslur. Hins vegar að lækka það hlutfall dagpeninga sem greitt er, þegar hótelkostnaður er einnig greiddur, t.d. 2/3. Yfirskoðunar- menn mæla með síðarnefndri aðferð. Ráðið í ráðuneyti án heimilda Þá var einnig sérstaklega könnuð vinnuskylda ráðuneytisstarfsmanna. í haust upplýstist að á launaskrá í einu ráðuneytanna væri starfsmað- ur, sem ekki gegndi þar störfum, heldur væri starfsmaður tiltekins al- þingismanns, Stefáns Valgeirssonar. í framhaldi af því óskuðu yfirskoð- unarmenn eftir því að Ríkisendur- skoðun grennslaðist fyrir um hvort algengt væri að starfsmenn væru ráðnir í ráðuneytin án þess að hafa þar vinnuskyldu. „Svör ráðuneyt- anna bera með sér að svo er almennt ekki,“ segir í skýrslunni. Yfirskoð- unarmenn telja að ráðning starfs- manna í stjórnarráðið með þessum hætti sé án heimilda í lögum. -ABÓ Samkort hf.: Orkureikninga má borga með korti Tvær stærstu orkuveitur landsins hafa gengið frá samningi við Sam- kort hf. um reglubundnar boð- greiðslur korthafa á orkureikningum sínum. Samingurinn felur í sér það hag- ræði fyrir korthafa Samkorts hf. að þeir geta nú greitt orkureikninga sína mánaðarlega í stað tveggja mánaðarlega áður. Þannig verða greiðslumar jafnari og lægri. Þetta gefur einnig gleggri mynd af föstum útgjöldum heimilisins. Með þessum samningi sem undir- ritaður var í gær tekur Hitaveita Reykjavíkur upp greiðslukortavið- skipti í fyrsta sinn. Með samningi þessum bætast Raf- magnsveita Reykjavíkur og Hita- veita Reykjavíkur í hóp fyrirtækja sem samið hafa við Samkort hf. um boðgreiðslur. Þar má nefna eftirfar- andi fyrirtæki: DV, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Stöð 2 og Tíminn. Samkort hf. hefur ákveðið að annast milligöngu fyrir þá korthafa sem óska eftir þessari þjónustu og þurfa korthafar einungis að útfylla svarseðil sem þeim hefur verið send- ur og stinga honum í næsta póst- kassa. Stefnt er að því að ganga frá samningum við RARIK og önnur orkusölufyrirtæki fyrir n.k. mánaða- mót þannig að öllum landsmönnum standi til boða að greiða orkureikn- inga sína með þessum hætti. Fulltrúar Samkorta hf. og Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur undirrita samning í gær. Tímamynd Pjetur Úrbætur í ullarmálum: 16% ULLARINNAR VERÐLAUS VARA Af þeirri ull sem lögð var inn hjá Álafossi á síðastliðnu ári reyndust 16% algerlega verðlaus vara. Alls voru lögð inn um 808 tonn af vetrar- rúinni og 615 tonn af sumarrúinni ull. Alls reyndust 226 tonn, mest sumarrúin ull, vera algerlega verð- laus vara. Á síðastliðnu hausti voru lögð inn 70 tonn af haustull, nær eingöngu af Norðurlandi, voru 43% metin í úr- valsflokk. Ákveðið hefur verið að hrein og óskemmd haustull fái rýrnunarstuð- ul 1,22 í haust sem þýðir að greitt verður 22% hærra verð á kílóið en í verðlagsgrundvelli. Svokallaður ullarhópur sem tók til starfa snemma á þessu ári að frumkvæði Framleiðsluráðs land- búnaðarins mun beita sér fyrir sér- stöku kynningarátaki þar sem áhersla verður lögð á haustrúning og bætta meðferð ullar. Átakið stendur yfir dagana 30. október til 2. nóv- ember. Haldnar verða kynningar á eftir- töldum stöðum: Hrafnkelsstöðum, Hrunamanna- hreppi, Árnessýslu, mánudag 30. okt. kl. 14:00. Hesti í Borgarfirði, þriðjudag 31. okt. kl. 10:30. Samkomugerði I í Eyjafirði, mið- vikudag 1. nóv. kl. 10:30. Skriðuklaustri í Fljótsdal, fimmtu- dag 2. nóv. kl. 14:00. Kynningarnar fara fram með þeim hætti að nokkur hópur fjár verður rúinn, ullin skoðuð og metin og leiðbeint verður um vinnubrögð við frágang hennar. Þá verða frjálsar umræður um ullarmálin í lok hverrar kynningar. SSH Málflutningur í Hafskipsmálinu: Tíu tíma törn Munnlegur málflutningur um frávísunarkröfu fimm verjenda í Hafskipsmálinu fór fram á þriðju- dag og stóð í um tíu tíma. Búast má við að eftir helgi verði kveðinn upp úrskurður sakadóms um kröfuna. Ljóst má vera að á hvorn veginn sem fer, verði málinu vísað til Hæstaréttar. -ABÓ í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda verður efnt til bamabókaviku sem hefst næstkomandi sunnudag. Opnunarhátíð vikunnar verður í Útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 15:00. Þar mun forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir ávarpa gesti og menntamálaráðherra mun opna sýningu á bókum fyrir böm og unglinga. Meðan á bamabókavikunni stendur verður ýmis starfsemi í skólum, á bókasöfnum og í fjöl- miðlum sem á að örva lestur barna og unglinga. Félag íslenskra bókaútgefenda og menntamálaráðuneytið efna til samkeppni meðal grunnskóla- nemenda um ritgerð, smásögu eða ljóð um efnið Börn og bækur eða Heimur án bóka. Skilafrestur er til 10. nóvember og em vegleg bóka- verðlaun í boði. Gmnnskólanemendum hefur verið boðið að kynna sér Útvarpið og bókasýninguna alla vikuna fram til föstudags frá kl. 9:00-18:00. Þar verður úrval bóka, upplestur og hljóðfæraleikur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.