Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. október 1989 Tíminn 5 Veröur í framtíðinni hægt að fá fleiri kóteiettur úr hverjum skrokk af íslenska fjaHalambigjo? FJÓRTÁN RIFJA STOFN FINNST í SKAGAFIRÐI Við slátrun í sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga í haust hafa fundist fimmtán lambsskrokkar er hafa fjórt- án rif í stað þrettán eins og eðlilegt er. Þar af eru níu lömb frá sama bænum og þrettán úr sama hreppi, Akrahreppi. Fjórtán rifja skrokkar eru að sögn kjöt- matsmanns í sláturhúsi K.S. nokkuð auðþekktir vegna lengdar sinnar og einnig er hlutfall fitu af þyngd skrokks- ins lægra en hjá venjulegum lömbum. Sex af fjórtán rifja skrokkunum hafa veriö teknir frá til nánari athug- unar og verða þeir sendir til Rann- sóknarstofnunnar landbúnaðarins. Stefán Aðalsteinsson hjá Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins sagðist í samtali við Tímann lítið geta sagt til um hvaða þýðingu þetta hefði fyrir sauðfjárræktina í landinu, en engar rannsóknir á Skagfirsku lömbunum hafa farið fram ennþá. „Þetta er athyglisvert og vafalaust arfgengt og nokkuð örugglega eftirsóknarvert", sagði Stefán. „Hryggurinn lengist, lambið á að verða þyngra og ef féð er skrokklangt verða lömbin vænni. Meiri vaxtageta kemur fram í lengri hrygg en ekki að meira hlaðist utan á skrokkinn, sem þá gjaman vill verða fita.“ Upphaf þessa fundar má rekja til þess að fyrir fáum ámm var flokkun dilkakjöts breytt og þá m.a. farið að mæla þykkt fitu utan á skrokknum. Tekið var fram í reglum um kjötmat að mælingin skyldi fara fram á tólfta rifi skrokksins og þá gegnið út frá því að almennt væm þrettán rif í Frá slátrun í Sláturhúsi Kaupfélags Skagfírðinga á Sauðárkróki í haust, en þar hafa fundist fimmtán lömb sem höfðu eitt rif aukalega í skrokknum. Tímamynd: Ö.Þ. hverju lambi. Að sögn Bjama Egils- sonar kjötmatsmanns hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga kom fljótlega ann- að í ljós. Nokkuð hefur verið um að vantað hafi aftasta rifið í lömb og á síðasta hausti tók samstarfsmaður Bjama eftir lambsskrokki sem hafði eitt rif aukalega. Um er að ræða að rif hefur bæst framan við hin þrettán sem em til staðar í venjulegum kindum. Viðkomandi bóndi, sem hefur unnið að ræktun á sínum fjárstofni í áratugi, var látinn vita af þessu afbrigði og jafnframt ákveðið að fylgjast með lömbum er kæmu frá honum til slátrunar í haust. Nú þegar sláturtíð er lokið hafa fundist níu fjórtán rifja lömb frá þessum bónda og að auki fjögur önnur frá tveimur bæjum í nágrenni hans. „Við fundum bara einn skrokk í fyrra, en svo fómm við að athuga þetta betur í haust og tókum þá eftir því að í hjörðinni frá þessum manni vom einstaklingar sem skáru sig úr með það hvað þeir vom lengri en hinir. Við bentum honum einnig á að þessir skrokkar kæmu betur út í fitumælingum miðað við þunga. Hann kannaði málið og komst að því að öll lömbin væm út af sama hrútnum.“ Sagði Bjami. Auk þeirra þrettán tilfella sem hafa fundist í sláturlömbum úr Akra- hreppi greindust tvö lömb með fjórt- án rif úr hjörð frá bæ nálægt Sauðár- króki. Bjami sagðist ekki vita hversu merkileg þessi uppgvötun gæti talist, en sex fjórtán rifja skrokkar verða á næstunni sendir suður þar sem þeir verða rannsakaðir. Tíminn hefur ekki haft fregnir af því að fjórtán rifja afbrigðið hafi fundist í öðrum landshlutum en Skagafirði, en sömu aðferðir við kjötmat gilda um allt land. , _ Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu: Athugasemdir við utandagskrárumræðu Tímanum hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Guðmundi Benediktssyni, ráðuneytisstjóra: í umræðu utan dagskrár á Al- þingi mánudaginn 16. október vék Pálmi Jónsson alþingismaður með þeim hætti að starfsmannamálum í forsætisráðuneytinu, að ég kemst ekki hjá því að gera við það athugasemdir. Hann talaði um ráðningar „pólit- ískra aðstoðarmanna" ráðherra umfram heimild 14. gr. reglugerðar við stjómarráðslög (svo!) í ýmsum ráðuneytum og krafðist þess að slíkum starfsmönnum yrði þegar í stað sagt upp. I upptalningu tíndi hann fyrst til starfsmenn í forsætis- ráðuneyti, og sagði orðrétt: „Ég fullyrði að þessi ákvæði reglugerð- arinnar eru nú sniðgengin af ein- stökum ráðherra. Hæstv. forsrh. hefur sinn aðstoðarmann svo sem hann hefur fulla heimild til. Hann hefur einnig nýlega ráðið blaðafull- trúa ríkisstjórnarinnar í stað Magn- úsar Torfa Ólafssonar sem að vísu ber starfsheitið „skrifstofustjóri'* og eru þá tveir skrifstofustjórar í forsm. Þá hefur hann einnig ráðið efnahagsráðgjafa sem álitið hefur verið að væri efnahagsráðgjafi ríkisstjómarinnar en er nú titlaður efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra.“ Af orðum alþingismannsins verður vart annað ráðið en að tveir síðasttöldu starfsmennimir hafi verið ráðnir í heimildarleysi og hafa orð hans borist um allt land um fjölmiðla. M.a.s. var í forystu- grein Morgunblaðsins í dag fjallað um ræðu Pálma og sett fram svo- felld fullyrðing: „Hér skal staldrað við annað atriði sem Pálmi Jónsson gagnrýndi réttilega, en það er út- þenslan í mannafla í kringum ein- staka ráðherra sjálfa og þó sérstak- lega í kringum þá Steingrím Her- mannsson og Ólaf Ragnar Grímsson.“ Erfitt er að sætta sig við málflutning af þessu tagi, því að ekki hefði staðið á réttum upplýsingum í forsætisráðuneyt- inu, ef eftir hefði verið leitað. Hið sanna er, að embættismönnum í ráðuneytinu hefur ekki fjölgað frá því 1980, þegar heimild var veitt til þess að ráða efnahagsráðgjafa í tíð stjórnar Gunnars Thoroddsen. Engin fjölgun starfsmanna hefur orðið í ráðuneytinu í forsætisráð- herratíð Steingríms Hermannsson- ar, hvorki á árabilinu 1983-1987 né frá árinu 1988. Varðandi þá tvo starfsmenn, sem Pálmi víkur sérstaklega að í máli sínu, er rétt að eftirfarandi komi fram. Skipun skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti er á engan hátt tengd heimild til ráðningar aðstoð- armanns í 14. gr. stjórnarráðslaga. Fyrrum blaðafulltrúi ríkisstjómar- innar, Magnús Torfi Ólafsson, lét af starfi að eigin ósk hinn 1. mars sl. og losnaði því sú staða. Til bráðabirgða sinnti aðstoðarmaður forsætisráðherra fundarritun á ríkisstjórnarfundum um nokkurra mánaða skeið, en það hafði blaða- fulltrúi áður annast. Var sá háttur á hafður annars vegar í spamaðar- skyni og hins vegar var tíminn notaður til þess að kanna hvemig stöðuheimildin yrði best nýtt. Niðurstaða skoðunar í forsætis- ráðuneytinu var sú að leggja bæri niður embætti blaðafulltrúa ríkis- stjómar, enda hefur reynslan sýnt, að í samsteypuríkisstjórnum eins og hér tíðkast, er erfitt að ætla einum manni að axla hlutverk blaðafulltrúa. Hafa einstakir ráð- herrar iðulega kosið fremur að koma málum sínum sjálfir á fram- færi. Blaðafulltrúi hafði hins vegar, eins og áður er sagt, einnig með höndum undirbúning ríkisstjórn- arfunda og ritun fundargerða og var að sjálfsögðu nauðsynlegt að sinna því starfi áfram. Sú ákvörðun að leggja niður embætti blaðafulltrúa ríkisstjóm- arinnar var einmitt tekin með það í huga að nýta betur þá stöðuheim- ild, sem ráðuneytið hafði, og ráða í hans stað skrifstofustjóra í forsæt- isráðuneyti, sem gegni m.a. störf- um ráðuneytisstjóra í forföllum hans og annist undirbúning funda ríkistjórnar og riti fundargerðir. Frá því var greint í ríkisstjóm hinn 15. júní sl. Lengi hefur verið talin þörf á því, að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis hafi sem stað- gengil sinn mann með lögfræði- menntun. Með þessum hætti var unnt að ráða hingað í ráðuneytið slíkan mann, án nokkurrar fjölgun- ar stöðuheimilda. Tekið skal skýrt fram, að þetta var gert í fullu samráði við ráðninganefnd ríkis- ins. Starf deildarstjóra í forsætis- ráðuneytinu var síðan auglýst í Lögbirtingablaðinu í fullu sam- ræmi við kröfur laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ég tel það af hinu góða, að meðal umsækjenda var Helga Jónsdóttir lögfræðingur, sem þekkir vel til starfa hér, enda starfaði hún sem aðstoðarmaður forsætisráðherra í þessu ráðuneyti á árabilinu 1983- 1987. Gegndi hún því starfi með mikilli prýði og því ákaflega eðli- legt, að slík starfsreynsla leiði til þess, að hún sé gjaidgengur um- sækjandi um embætti í Stjórnar- ráðinu. Um þá má að sjálfsögðu deila að hafa í ráðuneyti, sem ekki er stærra en forsætisráðuneyti, tvo skrifstofustjóra. Sú ákvörðun var hins vegar tekin að endurskipu- leggja starfsemi þessa ráðuneytis, og skipta því í 2 skrifstofur, önnur annist m.a. lögfræðileg málefni og starfsmannamál og hin m.a. fjár- lagavinnu og tengsl við stofnanir, sem undir ráðuneytið heyra. Jafn- framt má benda á, að sú hefur orðið þróunin í Stjómarráðinu allt frá því Ragnhildur Helgadóttir braut ísinn, þegar hún var mennta- málaráðherra, að skrifstofustjór- um í ráðuneytum hefur fjölgað. Er nú svo komið að í nokkrum ráðu- neytum em 4 skrifstofustjórar, en í hinum smærri t.d. iðnaðarráðu- neyti, samgönguráðuneyti og viðskiptaráðuneyti eru þeir 2. Hitt málið, sem ég vil taka upp, em hugleiðingar Pálma Jónssonar um, að efnahagsráðgjafi forsætis- ráðherra sé ráðinn án nokkurrar heimildar. Ætti hann að þekkja vel til þess máls, því að heimild fyrir þeirri stöðu hefur verið í forsætis- ráðuneyti frá því Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra fékk hana hinn 1. október 1980. Sú heimild hefur verið notuð allar götur frá því Þórður Friðjónsson var ráðinn efnahagsráðunautur forsætisráðu- neytis í ríkisstjóm, sem Pálmi átti sæti í. Starfsheitið hefur þó verið nokkuð á reiki manna á meðal og í fjölmiðlum, og meira að segja í skjölum ráðuneytisins. Er að sjálf- sögðu um sama starfið að ræða nú og byggt á sömu ráðningarheimild, þótt starfsheitið sé ráðunautur forsætisráðherra í efnahags- og at- vinnumálum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.