Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 19. október 1989 llllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Fréttatilkynning frá Jóni Hjaltalín Magnússyni formanni HSI: íslandsmótið í blaki: Stúdentar sigruðu meistara KA-manna Stórleikur helgarinnar á íslands- mótinu í blaki var viðureign Stúd- enta og íslandsmeistara KA-manna í Hagaskóla á sunnudag. í mjög sveiflukenndum leik urðu úrslit þau að meistararnir urðu að sætta sig við 2- 3 tap, en Stúdentar geta vel við unað, enda í efsta sæti 1. deildar. Úrslit í hrinunum voru 9-15, 3-15, 15-13,15-4 og 15-11. Stúdentar voru komnir í 9-5 í fyrstu hrinu en fengu ekki stig í langan tíma, því þeir töpuðu hrinunni 9-15. í næstu hrinu héldu KA-menn uppteknum hætti og komust í 11-0, þannig að Stúdent- ar fengu á sig 21 stig í röð. í þriðju hrinu voru KA-menn komnir í 11-5 þegar ÍS tóku sig saman í andlitinu og unnu hrinuna 15-13. í fjórðu hrinu var hrein einstefna að hálfu ÍS. í fimmtu og sfðustu hrinunni var jafnt framan af 2-2, en KA-menn tóku síðan frumkvæðið og voru yfir 8-4 þegar skipt var um leikvöll. Stúdentar tóku þá aftur við sér og tryggðu sér 15-11 sigur og þar með 3- 2 sigur í leiknum. Bestir hjá KA voru þeir Haukur Valtýsson og Stefán Magnússon og hjá ÍS voru bestu menn Sigurður Þráinsson og Arngrímur Þorbjöms- son ÍS vann KA 3-2 í miklum baráttu- leik í 1. deild kvenna. Hrinutölur voru 13-15, 15-12, 12-15, 15-4 og 15-11. Ursula Unimann og Ingibjörg Arnarsdóttir áttu bestan leik hjá ÍS, en hjá KA voru þær Særún Jóhanns- dóttir og Karítas Jónsdóttir bestar. í kvennadeildinni mættust á laug- ardag HK og KA í Digranesi. Leikn- um lauk með 0-3 sigri KA, en úrslit í hrinunum vom 11-15, 6-15 og 14-16. leikurinn var hrein einstefna, ef frá er skilin þriðja hrinan, en í henni var HK-stúlkur komnar í 13- 10 en misstu forystuna niður og töpuðu hrinunni. Úrslit fóru á sömu lund þegar karla lið félaganna áttust við. Þar voru hrinutölur 7-15, 12-15 og 5-15. Leikurinn var hrein einstefna allan tímann og HK-menn áttu aldrei möguleika gegn jöfnu liði KA. Reykjavíkurliðin Þróttur og Vík- ingur áttust við í Hagaskóla á laugar- dag. Víkingur vann öruggan 3-0 sigur, en úrslit í hrinum voru 4-15, 6-15 og 3-15. Víkingsstúlkurnar áttu góðan leik og þurftu ekki mikið fyrir sigrinum að hafa. í 1. deild karla vann Þróttur R. 3-1 sigur á HSK, 15-8, 6-15, 15-12 og 15-3. 1 Staðan í 1. deild karla: ÍS .................2 2 Þróttur R...........2 2 KA .................2 1 HK ................ 1 0 HSK ............... 1 0 Þróttur N.......... 2 0 2 1-6 Fram .............. 0 0 0 0-0 Staðan í 1. deild kvenna: Víkingur........... 2 2 0 6-1 ÍS ................ 2 2 0 6-2 KA .................2 1 1 5-3 Þróttur R...........2 1 1 3-4 Þróttur N.......... 2 0 2 1-6 HK ................ 2 0 2 1-6 UBK ............... 0 0 0 0-0 KA-menn urðu að sætta sig við sitt þriðja tap í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld er þeir biði lægri hlut fyrir Valsmönnum á Hlíðarenda 27-23. KA-menn höfðu yfirhöndina framan af, komust mest 4 mörk yfir 9-5, en Valsmenn réttu úr kútnum fyrir hlé. Forystan var þá norðanmanna allan hálfleikinn, en í lékhléinu var staðan 12-13 fyrir KA: Þegar í upphafi síðari hálfleiks komust Valsmenn yfir og megnið af hálfleiknum voru heimamenn 2-3 mörk yfir. Á síðustu mínútun- um sigldu Valsmenn siðan framur og unnu eins og áður segir 4 marka sigur 27-23. KA-menn gerðu sig seka um örlagarík mistök undir lok leiksins sem kostuðu þá sigurinn að þessu sinni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og úrslit réðust ekki fyrr en á lokmínútunum. Mörkin Valur: Brynjar 12, Júl- íus 5, Jakob 4, Valdimar 4, Jón 2 og Finnur 1. KA: Erlingur 7, Friðjón 5, Guðmundur 3, Jóhann- es 3, Sigurpáll 3, Karl 1 og Pétur 1. Dómarar voru þeir Kjartan Steinback og Einar Sveinsson og dæmdu þeir ágætlega. JB/BL Misskilningur að höllin kosti 1 milljarð króna - Fjölnota vörusýningarhús í Laugardal sem mundi nýtast fyrir alþjóðlegar vörusýningar og íþróttamót kostar um 470 milljónir króna Nú er rúmt ár síðan þing Alþjóða handknattleikssambandsins, haldið í Seoul, fól fslandi að halda 14. A-heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik árið 1995. Forsenda fyrir þessari ákvörðun þingsins í Seoul var að fyrir lá yfirlýsing frá rflds- stjórn íslands þess efnis að fyrirhug- að væri að byggja fjölnota vörusýn- inga-, ráðstefnu- og íþróttahús fyrir um 7.000 áhorfendur, sem yrði til- búið í tæka tíð fyrir sjálfa keppnina. Sérstök undirbúningsnefnd hefur starfað á vegum HSÍ að skipulagn- ingu keppninnar árið 1995 og er ráðgert m.a. að hefja opinbera sam- keppni um merki heimsmeistara- keppninnar núna í nóvember næst- komandi. Því markmiði er að nýta þessa keppni hér á íslandi sem best til landkynningar fram yfir sjálfa keppnina, um þjóð okkar og land, menningu og atvinnulíf, útflutnings- vörur og ferðaþjónustu. Nokkrar umræður hafa verið í fjölmiðlum um byggingu fyrirhug- aðrar fjölnota vörusýningarhallar, sem háttvirtur menntamálaráðherra staðfesti við heimkomu landsliðsins frá heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi í vor, að hann mundi beita sér fyrir að yrði byggð og staðfesti loforð fyrri ríkisstjórna Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Páls- sonar um stuðning við að halda keppnina á íslandi og eflingu ferða- þjónustunnar. Einhvern misskiln- ings virðist gæta í þessari umfjöllun um fyrirhugaða byggingu þessarar 'fjölnota vörusýningarhallar, þegar talað er um „einhverja handbolta- höll fyrir þessa heimsmeistarakeppni sem muni kosta um 1 milljarð króna. Stjórn HSÍ vill því upplýsa um, að í ársbyrjun 1988 var gerð lausleg kostnaðaráætlun um byggingu á hag- kvæmu 8.000 fm fjölnota sýningar- húsi sem tæki um 7.000 manns í sæti. Kostnaðaráætlun þessi var miðuð við „staðlaðan byggingarkostnað menntamálaráðuneytisins um bygg- ingu skólaíþróttahúsa", sem þá var um 40.000 kr. á fermetra eða um 320 milljónir fyrir 8.000 fm hús. Fram- reiknað til dagsins í dag, þá er þessi byggingarkostnaður um 460 milljón- ir króna. HSÍ hefur nýlega verið kynnt kostnaðaráætlun virts íslensks verk- takafyrirtækis í byggingu 8.000 fm fjölnota sýningarhúss sem tæki um 7.000 áhorfendur í sæti. Kostnaðar- áætlunin hljóðar uppá 470 milljónir króna. Þess skal getið að af þessum 470 milljón króna byggingarkostnaði eru um 90 milljónir króna greiðslur á söluskatti og tollum í ríkisskjóð, fyrir utan launsskatt þeirra sem að byggingunni starfa. Þessi byggingarkostnaður er einnig í samræmi við byggingu 2.500 fm íþróttahúss í Kaplakrika í Hafnar- firði, sem tekur um 2.500 áhorfendur í sæti. Byggingarkostnaður þessa húss er um 150 milljónir króna, eða um 60.000 krónur á fermetra. Miðað við þessar tölur, þá mundi 8.000 fermetra fjölnota hús kosta um 480 milljónir. Þá eru þessar kostnaðaráætlanir í fullu samræmi við byggingarkostnað á mótsvarandi fjölnota sýningarhús- um í Finnlandi og Noregi. Undirbúningsnefnd HSÍ hefur verið í sambandi við aðila á sviði ferðaþjónustu og áætlar að þetta nýja fjölnota sýningarhús, sem nota má til alþjóðlegra vörusýninga, ráð- stefna, popptónleika og íþróttamóta muni draga hingað til lands minnst 5 þúsund erlenda ferðamenn á ári. Áætlaðar gjaldeyristekjur af þeim eru um 400 milljónir króna á ári. Á tíu árum er því gert ráð fyrir um 4 milljarða króna gjaldeyristekjum af því að reisa þetta fjölnota sýningar- hús. Þess skal getið að áætlaðar gjaldeyristekjur af heimsmeistara- keppninni í handknattleik á íslandi árið 1995 eru um 300 milljónir króna. Áætlaður líftími fjölnota sýning- arhúsa er um 100 ár með hefð- bundnu viðhaldi. Því má leika sér að að áætla gjaldeyristekjur af þessu húsi á þeim tíma. Stúdínur unnu 3-2 sigur á KA í blakinu um helgina og sömu úrslit urðu hjá körlum sömu liða. KA-menn misstu niður forskotið og Valsmenn unnu íslandsmótið í handknattleik 1. deild-VÍS keppnin: Happagyðja KR lét sig vanta FH-ingar áttu sannkallaðan stór- leik í gærkvöld er þeir fengu KR- inga í heimsókn í fjörðinn. Hvert glæsimarkið rak annað þar til þau voru orðin 29 talsins. KR-ingum tókst aðeins að koma knettinum 21 sinnum í mark Hafnfirðinga. KR-ingar komust yfir 1-2, en eftir það höfðu FH-ingar jafnað frum- kvæðið. FH komst í 5-2 og 8-3 en þá fóru KR-ingar að veita meiri mót- spyrnu. Staðan breyttist í 9-6 og þegar leikmenn gengu til búnings- herbergja í leikhléinu var staðan 14-10 heimaliðinu í vil. Síðari hálfleikur var eign heima- manna frá upphafi til enda. Jafn óg þétt byggðu FH-ingar upp góða forystu í síðari hálfleik þar til munur- inn var orðinn 10 mörk 25-15. Á lokamínútunum fengu varamennim- ir að spreyta sig og KR-ingar náðu að klóra örlítið í bakkann. Eins og áður sagði lauk leiknum með 29-21 sigri FH-inga. Happagyðj a KR-inga var illa fj arri góðu gamni í gær, sennilega hefur hún ekki á átt fyrir farinu í Hafnar- fjarðarstrætó. Góði leikkafiinn hjá KR-ingum kom ekki í þessum leik, FH-ingar voru einbeittir og slökuðu hvergi á þótt þeir hefðu góða for- ystu. Oft á tíðum lék þeir mjög vel og áhorfendur sem fylltu íþróttahús- ið fóru glaðir til síns heima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.