Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fímmtudagur 19. október 1989
Tímiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Umhverfismál
í Tímanum í gær birtist grein eftir Jón Gauta
Jónsson, landfræðing á Sauðárkróki, þar sem hann
setur fram sjónarmið um ástand mengunar- og
umhverfismála á íslandi, sem trúlega stinga í stúf
við almennar skoðanir þjóðarinnar og hugmyndir
um það efni.
Jón Gauti segir að meginþorri íslendinga hafi
lengi staðið í þeirri trú að þjóðin lifi hér í óspilltasta
og minnst mengaða landi í heiminum. Greinarhöf-
undur er í vafa um að þessi fullyrðing fái staðist.
Hann leiðir athygli lesandans að sýnilegum um-
hverfisspjöllum sem eigi sér stað í lofti, láði og legi.
Greinarhöfundur segir að það sé staðreynd að
engin verksmiðja hér á landi, hvort sem hún tengist
fiskvinnslu eða iðnaði, hafi fullkominn hreinsibún-
að, enda sendi þær út í andrúmsloftið alls konar
lofttegundir sem menga umhverfið á einn eða
annan hátt. Hins vegar bjargi það nokkru hversu
•vindasamt sé á íslandi, veðrin bjarga því sem
bjargað verður.
Greinarhöfundur segir ennfremur að íslendingar
lifi enn í þeirri trú að lengi taki sjórinn við hvers
kyns sorpi og skolpi frá mannabústöðum og
verksmiðjum, þótt þörfin fyrir hreinsun úrgangs-
efna, sem lenda í sjó og vötnum, sé brýn og ýmsar
aðrar þjóðir langt á undan íslendingum um
ráðstafanir gegn mengun af þessum sökum.
Þá telur Jón Gauti að umhverfisspjöll vegna
gróðureyðingar séu enn svo mikil að hvað sem líði
framlögum til uppgræðslu og framkvæmdum á því
sviði, þá sé gróður og jarðvegur enn á undanhaldi
og talsvert langt í land með að vörn í landgræðslu-
málum hafi verið snúið í sókn.
Þá snýr greinarhöfundur sér að sorpeyðingar-
málum, þessum praktísku skylduverkefnum sveit-
arfélaga, stórra og smárra. Hann hefur engin
hrósyrði um framkvæmd sorpeyðingar á íslandi.
Meðan nágrannaþjóðir okkar eru að leggja niður
einnota umbúðir, vegna umhverfisspjalla og meng-
unar sem af þeim stafa, eru íslendingar sem ákafast
að taka þær í notkun.
„Meðan nágrannaþjóðir okkar eru að taka upp
flokkun sorps og endurvinnslu í stórum stíl, ætlum
við að láta nægja að pakka sorpinu saman til
urðunar. Slíkt er þó reyndar undantekningartilfelli
því að enn í dag látum við nægja að urða og brenna
sorp og í flestum tilfellum án þess að huga að því,
hvort það geti síðar mengað meira út frá sér.“
Ef til vill má segja að þessi ádrepa Jóns Gauta
Jónssonar sé ekki það nýmæli sem aldrei hafi
heyrst áður. Eigi að síður eru ábendingar hans
athyglisverðar og tímabærar að því leyti að ríkis-
valdið undirbýr nú að gera umhverfismál að
verkefni sérstaks ráðuneytis. Þegar í svo mikið er
ráðist má hverjum manni vera ljóst að umhverfis-
mál eru bæði umfangsmikil og mikilvæg. Þau eru
orðin pólitískt mál.
lllllilllllllllllllli GARRI illlllllllllllllllllllllllllll
Eimreið um landið
Nýlega var maður staddur á
læknastofu og heyrði á tal manna.
Þeir voru að segja hvor öðrum
almælt tíðindi, og sagði annar: Þá
er Eimreiðin lögð af stað um
landið. Ekki vissi hlustandi við
hvað var átt og spurðist fyrir.
Honum var sagt að átt væri við þá
Þorstein og Davíð, sem væru að
fara í fundaferðalag um landið, en
þeir byrjuðu á Selfossi, heima-
byggð beggja, í gærkveldi með
opinn fund. Ekki vissi hlustandi
hvaðan þetta eimreiðamafn var
komið á þá, og er vert að skýra það
nokkuð nánar.
Fyrsta stoppistöð
Eimreiðin var tímarit, sem Val-
týr Guðmundsson stofnaði á sinni
tíð og gaf út sem menningartímarit.
Það fjallaði m.a. um lagningu jám-
brautarlestar austur yfir fjall og
kannski lengra. Þorsteinn og
Davíð hafa sýnilega dregið dám af
þessari hugmynd og mætt á fyrstu
stoppistöð eimreiðarinnar, Sel-
fossi, í gærkveldi. Ekki er vitað
hvar eimreiðin ber næst niður,
enda var henni ekki ætlaður lengri
gangur en austur yfir Hellisheið-
ina.
Eimreiðin lenti síðar í eigu ein-
staklings, Sveins Sigurðssonar, rít-
stjóra, sem gaf hana út í fjölda ára.
Og enn var hún menningarrít með
ívafi þjóðfélagslegrar umræðu.
Mest bar þó á efni tengdum bók-
menntum og menningarlífinu í
landinu, sem var fábreyttara á
þeim áram en það er i dag. Eim-
reiðin var þá orðin fastur þáttur í
flóm blaðaáutgáfunnar, en ekkert
heyrðist meira um járnbrautarmál-
ið í blaðinu. Slíkt vélaþras átti ekki
heima þar Iengur, og ekkert bar
vitni um gamla og góða hugmynd
um járnbraut austur á Selfoss í því
blaði eða í öðrm blöðum, fyrr en
Þorsfeinn
og Dovíð
Á SELFOSSFUNDI UM
ÞJÓDMÁLIN
Fundur verður haldinn
í Hótel Selfossi
miðvikudaginn 18. október
kl. 20.30.
Þ»r munu Þor»i»mn Ptluon nþmgn-
m»4ur. lorm»ður S|»ll«IJ»4istloH Jini
og Oavið Oddsson borg»rsl|ón.
varalormaður S|»lt«t»»ðiitto»kiin«,
raða um þióðmalrn og v»nt»nl«g»«
s veitar »t|ór n»k osnrngar
Fundurinn er
öllum opinn
þama á biðstofunni, þegar allt í
einu var farið að tala um eimreiðar.
Ungir menn
eignast eimreið
Þegar Sveinn fór að eldast og
þreytast seldi hann Eimreiðina Fé-
lagi íslenskra ríthöfunda, sem þá
var kallað Hagalínsfélagið, vegna
þess að Guðmundur G. Hagalín,
ríthöfundur, var helsti áhrífamaður
þess. Þann tíma sem Eimreiðin var
í eigu Hagalínsfélagsins var það
einvörðungu bókmenntarít, sem
birti þýðingar, kvæði og sögur. í
þannig formi kom það út í nokkuð
mörg ár, og mun Ingólfur Krist-
jánsson, rithöfundur, hafa lengst
af veríð rítstjórí þess og umsjár-
maður.
Svo gerðist það, sem kannski
einna helst er orsök nafngiftarinnar
á biðstofunni, að ungir menn í
Sjálfstæðisflokknum, leiftursókn-
arliðið frá 1979 og frjálshyggju-
mennimir, keyptu Eimreiðina til
að ná tökum á málgagni, sem birt
gat lærðar greinar um, hvernig
tslendingar ættu að haga sér í
viðskiptalífinu, svo þeir yrðu full-
gildir meðlimir í samfélagi siðaðra
þjóða. Samheiti þessa fólks sem
vildi treysta gmndvöll peninga-
hyggjunnar var Eimreiðarhópur-
inn. Ekki veit Garri hve dregið var
af þeim, sem vora að leita læknis
og töluðu um að nú værí Eimreiðin
farin af stað. En þeir virðast hafa
verið með fullri vitund um að
Þorsteinn Pálsson og Davíð Odds-
son vora meðal eigenda og aðstoð-
armanna Eimreiðarinnar, þegar
hún var síðast á lífi.
í svælu og reyk
Ný er vitað að eimreiðum fylgir
bæði dampur og kolareykur. Og
svo pípa þær með miklum gufu-
blæstrí. Má til sanns vegar færa, að
þeir Þorsteinn og Davíð farí eins
og eimreið um landið, þ.e. farar-
tæki sem við þekkjum ekki nema
af afspura, en vitum þó að fylgir
mikiU reykur og svæla. Er þess að
vænta að þeir verði trúir Eimreið-
arstefnunni á meðan tímarítið var
á lífi og í eigu leiftursóknarhópsins.
Það undraði hins vegar hlustanda
á biðstofunni, að þeir sjúku sem
biðu, skyldu ekki heldur nefna, að
MatthUdur værí lögð af stað um
landið. En hitt var réttara, þvi þar
komu þeir báðir við sögu, en
Davíð ber einn krossinn MatthUdar
í þvi kompaníi, þar sem hann er nú
staddur.
Ort var um Kong Christian den
fjerde, að hann hefði staðið við
„den höje mast“ í svælu og reyk.
Segja má um þá Þorstein og Davíð,
að þeir birtist nú þjóðinni í svælu
og reyk á löngu ferðalagi eimreið-
arinnar, sem aldrei varð að veru-
leika annars staðar en í draumum
aldamótamanna. Eimreiðin er lögð
af stað um landið. Garri
lllllllllllllllll VlTTOG BREITT lllllilllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Pólitík á lágu plani
Það vekur athygli að ráðuneytis-
stjóri forsætisráðuneytisins hefur
séð sig knúinn til að senda frá sér
ítarlega athugasemd, sem birtist
hér í blaðinu í dag á blaðsíðu 5,
vegna ummmæla Pálma Jónssonar
og raunar fleiri sjálfstæðismanna í
utandagskrárumræðu á Alþingi sl.
mánudag. í rauninni er það e.t.v.
ekki einsdæmi að orð falli í utan-
dagskrárumræðu, sem við nánari
skoðun reynast efnislega röng og
eru leiðrétt eftir á. Hitt er sýnu
verra þegar forystumenn stjóm-
málaflokka, í þessu tilfelli stærsta
stjómmálaflokks landsins, ganga í
löngum bunum upp í ræðupúlt
Sameinaðs Alþingis og belgja sig
út af siðferðilegri vandlætingu og
reynast síðan rangfæra staðreynd-
ir, annað hvort vísvitandi eða láta
undir höfuð leggjast að kynna sér
þær, þrátt fyrir að upplýsingar um
þær liggi fyrir allra augum. Ástæð-
an er vitaskuld sú að það hentaði
ekki Pálma Jónssyni í þessu
ákveðna tilfelli að muna eftir því
að embætti efnahagsráðgjafa for-
sætisráðherra var tekið upp í tíð
Gunnars Thoroddsen, þrátt fyrir
að hann sjálfur hafi verið ráðherra
í ríkisstjórn hans! Það hentaði ekki
málflutningi sjálfstæðimanna í
þingsölum á mánudag að taka fram
að stöðugildum hefur ekki fjölgað
í forsætisráðuneytinu síðan 1980.
Það hentaði hins vegar að gefa í
skyn að verið væri að ráða fjöldann
allan af nýju fólki, á gjörsamlega
siðlausan og ólöglegan hátt til
starfa í ráðuneytunum. Sjálfsagt er
síðan fyrir Morgunblaðið, málgagn
Sjálftæðisflokksins, að taka upp
þessa hluti og hamra jámið meðan
það er heitt.
Ekki skorti Sjálfstæðisflokkinn
siðferðilega vandlætingu þegar
Steingrímur Hermannsson sagði á
sínum tíma aðspurður, að það væri
orðið altalað að kaup Stálskipa á
Sigureynni frá Patreksfirði, væru
fjármögnuð með erlendu fé og
slíkt væri mjög alvarlegt mál ef satt
reyndist og þyrfti að skoða. Þá var
talað um „Gróu á Leiti“ og þáver-
andi varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins talaði um að „blaðrið í
forsætisráðherra" væri að verða
eitt alvarlegasta vandamálið í ís-
lenskri pólitík. Ekki minntist vara-
formaðurinn, eða sjálfur formað-
urinn sem tók undir yfirlýsingar
varaformannsins, þó á yfirlýsingar
þingmanna að vestan, einkum úr
Sjálfstæðisflokknum þar sem full-
yrt var að erlent fjármagn stæði að
baki þessum sömu kaupum. Enn á
ný eru þingmenn úr forystusveit
Sjálfstæðisflokksins með fullyrð-
ingar og dylgjur, sem verða sínu
verri vegna þess að hér eru á
ferðinni fullyrðingar sem beinlínis
eru til þess ætlaðar að gera Sjálf-
stæðisflokkinn að boðbera nýrrar
siðbótar í íslenskri pólitík. Fróð-
legt væri að fá skilgreiningu þessara
manna á því hvort er meiri siðferð-
isbrestur „blaðrið í forsætisráð-
herra“ eða hrein og bein ósannindi
og dylgjur sem flutt eru úr ræðustól
Alþingis íslendinga, ræðumanni
sjálfum og flokki hans til upphafn-
ingar. Pólitík slíkra manna er
vissulega á lægra plani en búast
hefði mátt við að óreyndu og
öruggt að íslensk stjómmál eru
ekki bættari af slíkri „siðbót“.
- BG