Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 19. október 1989 Verðlaumsamkeppni Ert þú lík þessari? Sultugerðin Búbót efnir til verðlaunasam- keppni. Leitað er að konu sem er lík Mömmusultu mömmunni. Pátttakendur eru beðnir að senda inn myndir af sér (brjóstmyndir) í lit með rauðdoppóttan skýluklút á höfðinu og grænt sjal fyrir 28. október. Vinningshöfum gefst kostur á að leika í auglýsingum fyrir Mömmusultur. Verðlaunin eru glæsileg: Fyrstu verðlaun eru 10.000 kr og nafnbótin Mömmusultu mamma 1989. Verðlaun 2 til 20 eru ýmsar sultugerðir frá sultugerðinni Búbót. Myndir ásamt nafni og heimilisfangi sendist: Sultugerðinni Búbót Skemmuvegi 24M Kópavogi. Jeppahjólbarðar Hágæðahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu. 9,5-30-15 kr. 5.950,- 10.5- 31-15 kr. 6.950,- 12.5- 33-15 kr. 8.800,- Gerið kjarakaup Örugg og hröð þjónusta BARÐINN Skútuvogi 2, Reykjavík Símar 91-30501 og 84844 Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðum styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömluðum skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1990 fást hjá afgreiðsludeild Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Tryggingastofnun ríkisins t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Guðmundu Haratdsdóttur Sandhólum Kjartan Ólafsson Óla Friðmey Kjartansdóttir Gunnar Sverrisson Ingvar Einar Kjartansson Sigurður Óli Gunnarsson Gísli Fr. Kjartansson Ingunn Heiga Gunnarsdóttir t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigfúsínu Halldóru Benediktsdóttur frá Hesteyri KristinnGíslason Margrét Jakobsdóttir HjálmarGíslason Margrét Guðmundsdóttir SigurrósGísladóttir Guðmundur Björnsson barnabörn og barnabarnabörn frá 1980, sem fjármálaráðherra segir: Dæmi um „ga ga“ efnahagsstjórn Á fundi fjármálaráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar, um fjárlagafrumvarpið tilkynnti hann að skýrsla um þróun ríkisfjármálanna á þessum áratug sé væntanleg á næstunni. í frumvarpinu koma m.a. fram tölur sem sýna hvernig útgjöld ríkissjóðs hafa frá upphafi þessa áratugar aukist langt umfram vöxt landsframleiðslu og sömuleiðis töluvert meira en tekjurnar frá 1982. Sagði fjármálaráðherra þetta skýrt dæmi um „ga ga“ efnahagsstjórn. Utgjöldin aukist um 50% en framleiðslan um 26% Verg landsframleiðsla óx um 26% að raungildi á árunum 1980-1988. Útgjöld ríkisins jukust nær tvisvar sinnum hraðar eða um 50% á sama tímabili, en tekjurnar hins vegar „aðeins“ um 33%. Ríkisútgjöldin hafa því vaxið um nær 16% meira en tekjurnar og um 19% meira en landsframleiðsla. Og ekki batnar ástandið á þessu ári, þar sem áætlað er að landsframleiðsla minnki um 1-2% en ríkisútgjöldin aukist hins vegar enn um 2% að raungildi - og hafa þar með vaxið meira en tvöfalt (52%) á við landsframleiðsluna (24- 25%). Vextir hækkað 163% að raungildi Hækkun útgjalda langt umfram tekjur hefur aukið skuldasöfnun ríkissjóðs - sem því hefur orðið illilega fyrir barðinu á vaxtahækkun- um (eins og aðrir skuldarar). Vaxta- greiðslur ríkissjóðs hafa aukist um 163% að raungildi á framangreindu tímabili. Árið 1988 rann 10. hver króna sem ríkissjóður aflaði beint í vaxtagreiðslur. Hækkun stærstu liða ríkisútgjald- anna að raungildi og hins vegar breyting á hlutfalli þeirra í heildarút- gjöldum frá 1980 til 1988 er þannig: Raunhækkun: Útg.hlutf.: Heilbrigðis/ 1980-88 ’80 '88 velferðarmálól % Atvinnumál/ úr 54 í 58% n.greiðslur Stjórnsýsla/ 10% Úr27í20% utanríkism. 50% óbreytt 10% Vextir 163% úr5,519,5 verði nokkuð úr þjónustu þeirri sem fram er boðin af hálfu ríkisins". Vitnað er til þess að reynslan af tilraunum til lækkunar ríkisútgjalda á undanförnum árum sé ekki góð „og bendir til þess að í þjóðfélaginu og í opinberu stjórnsýslukerfi séu aðstæður þannig að þær hindri ár- angursríkar aðhaldsaðgerðir. Tala um aðhald, en heimta meiri eyðslu! „Stjórnkerfi ríkisins, allt frá Al- þingi og til einstakra stofnana, er útgjaldahvetjandi, fjölmargir þjóð- félagsaðilar sem í orði hvetja til aðhalds, krefjast útgjalda á borði, og vinnubrögð við fjármálastjóm og fjárlagagerð er of útgjaldamótandi“. Byggja og byggja, en „gleyma“ rekstrarkostnaðinum Þá er bent á að stærsti hluti ríkisútgjaldanna sé til kominn með lögum sem Alþingi setur, og oftar en ekki án þess að horft sé til þess útgjaldaauka sem af lagasetningunni leiðir. Þá hafi Alþingi í vaxandi mæli búið til ákveðna markaða tekju- stofna sem ætlaðir eru til fram- kvæmda (vegasjóð, framkvæmda- sjóði fatlaðra og aldraðra, lottótekj- ur og fleira). Þessar tekjur fari svo að mestu leyti til að byggja húsnæði yfir ýmisskonar starfsemi án þess að nokkrar ráðstafanir hafi hins vegar verið gerðar til þess að sjá fyrir fé til að reka allar þessar stofnanir. Fjárlögin byggð á óskalistum Enn er bent á að mestur tími fjárveitinganefndar fari í viðtöl og athuganir á erindum sem snúast um aukin ríkisútgjöld. „Fjárlagagerðin er frá upphafi út- gjaldamótandi. Ráðuneyti og stofn- anir eru nánast beðin um óskir um aukin útgjöld og oftast án þess að spurt sé um markmið, valkosti og hagkvæmni". Virðist þetta ekki heldur ófögur lýsing á því hvernig þeir „höfðingj- ar“ sem „skattpíndir" þegnamir hafa; kosið og/eða ráðið í sína þjónustu til að stjóma sameiginleg- um málefnum sínum á sem hag- kvæmastan hátt? - HEI Vill þjóðin eyða, en ekki borga? Þá segir að sýna megi fram á það með rökum, að útgjöldin í ríkisbú- skapnum séu komin allnokkru hærra heldur vilji sé fyrir að afla tekna á móti. „Ljóst má vera að ríkisútgjöld- um verður ekki náð niður, svo að nokkm nemi, án þess að dregið BÆJARSTJÓRN SIGLUFJARÐAR veitti fyrir skömmu viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir í bænum. Sigurður Hlöðversson form. bæjarráðs afhenti viðurkenningarnar í kaffisamsæti sem haldið var í Ráðhúsi bæjaríns af þessu tilefni. Eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningu. Ásdís Gunnlaugsdótt- ir og Sigurjón Jóhannsson Laugavegi 15. Þórunn Guðmundsdóttir og Einar M. Albertsson Hólavegi 15. Anna Jóhannsdóttir og Jóhann Sv. Jónsson Laugavegi 15. Júlía Hannesdóttir og Helgi Antonsson Hvanneyrarbraut 49. Sambýlið við Lindargötu 2 og Bensínstöðin við Tjarnargötu, sem sést hér á meðfylgjandi mynd. Tímamynd öþ „Útgjaldahliðin virðist að mestu ónæm fyrir efnahags- og tekjuþróun og vex jöfnum höndum hvort sem til þess eru efni eða ekki“, segir m.a.í kafla um afkomu ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.