Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 12
'12 Tíminn Fimmtudagur 19. október 1989 rkvi\a\«i«i ■ «nr DAGBÓK lllilll Aðalfundur FUF í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík verð- ur haldinn að Nóatúni 21, fimmtudagskvöldið 19. október kl. 20.15. Dagskrá: Gissur Sigrún 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa í fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík. 3. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, ræðir stöðuna í borgarmálum. 4. Almennar umræður. Fundarstjóri verður Gissur Pétursson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Stjórnin Jóhann Einvarðsson Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 19. október kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Jóhann Einvarðsson alþingismaður mætir á fundinn. Stjórnin. Flnnur Ingólfsson Sigrún Magnúsdóttir Umferðarmál Sunnudaginn 22. október n.k. gengst umferðarnefnd Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavik fyrir ráðstefnu um umferðarmál í Reykjavík, einkum varðandi umferðaröryggi. Ráðstefnustjóri verður Sigrún Magnúsdóttir. Dagskrá: 13:00 Finnur Ingólfsson setur ráðstefnuna á Hótel Holiday Inn (Teigarsal). 13:05 Skoðunarferð um Reykjavík til glöggvunar á umferðarmann- virkjum. 14:30 Kaffihlé. 15:00 Erindi: Framkvæmdir til að auka umferðaröryggi, Þórarinn Hjaltason, yfirverkfræðingur umferðardeildar borgarverkfræðings. Hugmyndir um aðgerðir til fækkunar á umferðarslysum, Jón Baldur Þorbjörnsson bílaverkfræðingur. 16:00 Umræður. 17:00 Ráðstefnuslit. Allir velkomnir. Fulltrúaráðið. Keflavík - Suðurnes Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, verður haldinn mánu- daginn 23. okt. n.k. í Iðnsveinahúsinu, Tjarn- argötu 7, Keflavík, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og mun hún ræða um stöðu Framsóknarflokksins og sveitarstjórnarkosn- ingarnar. önnur mál. Kaffiveitingar og allir velkomnir. Stjórnin. Sigrún Magnúsdóttir Framsóknarfélag Snæfells- og Hnappadalssýslu heldur aðalfund að Lýsuhóli, föstudaginn 20. okt. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, kjörnir fulltrúar á kjördæmisþing. Alþingismennirnir Alexander Stefánsson og Guðni Ágústsson koma á fundinn. Kaffiveitingar, allt framsóknarfólk og stuðningsfólk velkomið. Stjórnin Vestlendingar Kjördæmisþingið verður haldið í Hótel Borgarnesi 3. og 4. nóvember. Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður í Hótelinu föstudagskvöldið 4. nóvember. Nánar auglýst síðar. Stjórn kjördæmissambandsins Helgarferð Útivistar: Fjallaferð um veturnætur -óvissuferð! Brottför í helgarferð Útivistar er á föstudagskvöldið 20. okt. kl. 20:00. Farið í göngur á laugardeginum og fyrripart sunnudags. Upplýsingar og farmiðar á skriftofunni, Grófinni kl. 12:00-18:00. Símar: 14606 og 23732. Sýningin „Málmverk og aðföng" í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laug- amestanga 70, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-17:00 og öll þriðju- dagskvöld kl. 20:00-22:00. Breyttur opnunartími Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. Arkitektamir Bergljót S. Einarsdóttir og Óiöf Guðný Valdimarsdóttir. Ný arkitektastofa í GRÓFINNI Opnuð hefur verið ný arkitektastofa í Hlaðvarpanum að Vesturgötu 3. Eigend- ur stofunnar eru Bergljót S. Einarsdóttir arkitekt FAf og Ólöf Guðný Valdimars- dóttir arkitekt FAÍ. Báðar hafa lokið prófi í byggingarlist. Bergljót frá Norges Tekniske Högskole (NTH) í Þrándheimi í Noregi 1982. 1 lokaverkefni sínu vann hún sérstaklega með áhrif bygginga á vinda, vindstrengi, hvirfla, skjólmyndun o.fl. Hún lauk námi í kennslufræði frá sama skóla 1983. Ólöf lauk námi frá Arkitektaskólanum í Árósum, Danmörku, 1983, þar sem hún vann með tónlistarhús/skóla sem loka- verkefni. Einnig nam hún eitt ár við deild sem sérhæfði sig í endurbyggingu gamalla húsa. Bergljót starfaði að námi loknu við NTH. Eftir heimkomuna hefur hún unnið ýmis arkitektastörf, s.s. við húsateikning- ar, skipulagsvinnu, kennslu o.fl. Auk þess sem hún hefur unnið hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur. OlöFhefur unnið alhliða arkitektastörf á stofum, s.s. við húsateikningar, innrétt- ingar, breytingar, hönnun hluta o.fl. Undanfarin tvö ár hefur hún að mestu starfað við eigin rekstur. Þær hafa báðar tekið þátt í fjölda samkeppna og unnið til nokkurra viður- kenninga tengdar þeim. Bergljót og Ólöf verða með alhliða arkitektaþjónustu. Fréttabréf óryrkjabandalags íslands Þetta Fréttabréf er 3. tbl. 2. árg., en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Helgi Seljan. Fremst í blaðinu er „Að mynda eina skilvirka og sambenta sveit“ eftir Eggert Jóhannesson framkvæmdastjóra. Þá er grein Ásgerðar Ingimarsdóttur, sem hún kallar: Að klappa á steininn, og er um húsnæðismál fólks með geðræn vandamál. Ritstjóri skrifar: Af austfirsk- um vettvangi. Þá er sagt frá afmælishátíð Sjálfsbjargar. Birt er skýrsla frá Ólafi Ólafssyni landlækni um aðbúnað og lífs- hætti sjúklinga. Margar greinar um sérmál fatlaðs fólks á íslandi eru í Fréttabréfinu, svo sem grein Kolbeins Gíslasonar bæklunar- skósmiðs: Hlutverk bæklunarskósmíði í heilbrigðisþjónustunni. Sagt er frá félags- starfi og ráðstefnu um stuðningsþjónustu. „1 brennidepli" nefnist grein ritstjóra um húsnæðismálin - „vandamál vandamál- anna“. Margt fleira er í ritinu, svo sem sögur af léttara taginu og margar frásagn- í aftari röð f.v.: Jóhanna Boga, Hafdís Ólafsdóttir, Svala Sigurleifsdóttir, fyrir framan Sigrid Valtingojer og Þórður Haii Ný GRAFÍKMAPPA kemur út Félagið Islensk Grafík er að gefa út sjöttu grafíkmöppu með verkum félags- manna. Félagið er nú orðið 20 ára og hefur gefið út möppur á tveggja til þriggja ára fresti (í 50 tölus. eint.). Listamenn sem eiga verk í þessari nýju möppu eru: Jóhanna Boga, Sigrid Vaít- ingojer, Þórður Hall, Hafdís Ólafsdóttir, Svala Sigurleifs og Baltazar, sem nú er erlendis. Myndirnar verða til sýnis á veggjum bókasafns Norræna hússins dagana 5. -16. okt. kl. 13:00-19:00 alla daga nema sunnud. kl. 14:00-17:00. Kaupendur fyrri mappa hafa forkaups- rétt að þessari möppu. Nýti einhverjir ekki rétt sinn eru lausar möppur til sölu og eru upplýsingar veittar á skrifstofu SIM í síma 11346 í Ásmundarsal við Freyjugötu. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtud. 19. okt. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska, kl. 19;30 er félagsvist - heilt kort og kl. 21:00 dansað. Athngið: Danskennslan hefst laugar- daginn 21. október í Nýja dansskólanum í Ánnúla. Upplýsingar á skrifstofu félags- ins. Göngu-Hrólfur hittist næsta laugardag kl. 11:00 að Nóatúni 17. Fundur Safnaðar- félags Áskirkju Fyrsti fundur Safnaðarfélags Áskirkju í nýja safnaðarheimilinu verður fimmtu- daginn 19. október kl. 20:30. Myndasýn- ing frá ferðalaginu í sumar. Kaffiveiting- ar. Allir velkomnir. Einn af hinum glxsilegu handprjónuðu kjólum eftir Astrid EUingsen Astrid og Bjami sýna í Hafnarborg Nú stendur yfir sýning í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, á málverkum Bjama Jónssonar og handprjónuðum dömukjólum og skírnar- kjólum eftir Astrid Ellingsen. Astrid var um árabil hönnuður fy'rir Álafoss, auk þess sem prjónauppskriftir eftir hana hafa komið í innlendum og erlendum blöðum og tímaritum. Hún sýnir nú sígilda handprjónaða kjóla. Einnig era nú sýndir skírnarkjólar úr bómullargarni. Þeir kjólar eru hugsaðir sem „fjölskyldukjólar", vegna þess að þeir era svo vandaðir að þeir endast marga ættliði. Bjami sýnir nú fjölbreyttar myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir, acryl- myndir og nokkrar teikningar. Mörg viðfangsefnin eru sem áður sótt í þjóð- hætti okkar til sjós og lands. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og tekið þátt í samsýningum erlendis, auk þess teiknað í bækur, blöð og tímarit, og má t.d. nefna stórverkið íslenskir sjávarhætt- ir, orðabók Menningarsjóðs, námsbækur o.fl. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga til 22. október. Sunnudaginn 22. okt. verður tískusýning og mun þá stúlkur sýna prjónakjólana kl. 15:00-16:00. Myndlistarsýning á Landspítalanum Heigi Jónsson sýnir vatnslitamyndir á göngum spítalans frá 14. október til 11. nóvember nk. Helgi er fæddur 1923 og byrjaði snemma að fást við myndlist. Naut hann um skeið tilsagnar Kristins Péturssonar, var í Myndlistaskóla Félags íslenskra frístundamálara (síðar Myndlistaskóla Reykjavíkur) á fyrstu áram skólans og hefir á síðari áram verið þar nemandi í ýmsum greinum. Sunnudagsferð Útivistar 22. október Gönguferð á svæðinu Kleifarvatn - Trölladyngja: Köldunámur - Lambafells- gjá. Brottför kl. 13:00 frá Umferðamið- stöð - bensínsölu. Ath.: Góður skófatnaður er nauðsyn- legur í allar Útivistarferðir! Frá Húnvetningafélaginu í Reykjavík Félagsvistverðurálaugard. 21. okt. kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Munið vetrarfagnaðinn í Félagsheimili Seltjarnamess laugardagskvöldið 21. okt. kl. 21:30. Allir velkomnir. íslenskar jarðfræðirannsóknir - saga, ástand og horfur Vísindafélag Islendinga gengst fyrir ráðstefnu um íslenskar jarðfræðirann- sóknir í Norræna húsinu laugardaginn 21. október. Ráðstefnan hefst kl. 09:00 og stendur fram eftir degi. Þar verða flutt 14 erindi, og að þeim loknum yfirlit yfir framlag ráðstefnunnar, en síðan verða frjálsar umræður. Ráðstefnan er öllum opin. Kl. 16:30 verða frjálsar umræður. Fundarstjórar verða: Árný Erla Svein- björnsdóttir og Unnsteinn Stefánsson. Mynd mánaðarins í Listasafni fslands: SVANIR eftir Jón Stefánsson Mynd októbermánaðar í Listasafni ís- lands er olíumálverkið Svanir eftir Jón Stefánsson, en það er sýnt á umfangsmik- illi yfirlitssýningu málarans, sem stendur í safninu fram til 5. nóvember. Myndin er máluð árið 1935 og var sama ár brúðargjöf íslenska ríkisins til Ingiríðar prinsessu og Friðriks krónprins Dana. Ingiríður drottning hefur góðfúslega lánað myndina á sýninguna. Málverkið er stórt í sniðum 131x202 sm. Það hangir nú í sal 1 í safninu. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13:30. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og leiðsögnin öllum opin. Listasafti Islands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11:00-17:00. Veit- ingastofa er opin á sama tíma. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður bamadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjamamess, Vesturbæjar- apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapó- tek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Ár- bæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykj avíkurapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaverslanimar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjamamesi og Blómavali Kringlunni. Einnig era þau seld á skrif- stofu og bamadeild Landakotsspítala. Sinfónían í kvöld: Fiðlukonsert eftir Alban Berg o.fl. 1 kvöld, fimmtud. 19. okt., kl. 20:30 verða þriðju áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands í Háskólabíói. Á efnisskrá era þrjú verk: Sagnaþulurinn eftir Jean Sibelius, Fiðlukonsert eftir Alban Berg og Sinfónía nr. 3 eftir Johann- es Brahms. Einleikari í Fiðlukonserti Alban Bergs er Hannele Segerstam, en eiginmaður hennar, hljómsveitarstjórinn og tónskáld- ið Leif Segerstam, stjórnar hljómsveit- inni. Leif Segerstam stjórnaði Sinfóníu- hljómsveit íslands í desember 1982. Minningarkort Áskirkju Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742 Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775 Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035 milli kl. 17:00 og 19:00 og Á döfinni: Safnasýning Byggðasafnsins og Hafnarborgar Næsta vetur ráðgerir Byggðasafn Hafn- arfjarðar sýningahald í samvinnu við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þar á að sýna muni sem hinir ýmsu einstaklingar hafa safnað, svo sem spilum , merkjum, mynt, servíettum, skeiðum o.s.frv. Ábendingar um fleiri slíka væru vel þegnar og fólk beðið að hafa samband við Pétrúnu Pétursdóttur, forstöðumann Hafnarborgar, eða Magnús Jónsson, minjavörð Byggðasafnsins. Einnig má koma upplýsingum til Byggðasafnsnefnd- ar, en hana skipa: Guðmundur Sveinsson (s. 51261), Fríða Ragnarsdóttir (s. 51771) °g Hrafnhildur Kristbjamardóttir (s.52329).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.