Tíminn - 20.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 20. október 1989
Titninn
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Heimur kommúnismans
Ekki linnir sögulegum og afdrifaríkum stjórn-
málaviðburðum í kommúnistaríkjunum.
í fyrradag bar það tvennt til tíðinda að þjóðþing
Ungverjalands samþykkti með miklum meirihluta
(333:5) að gerbreyta stjórnarskrá landsins og að
forseti Austur-Þýskalands, Erich Honecker, sagði
af sér öllum embættum og trúnaðarstörfum í þágu
kommúnistaflokksins og ríkisins.
Þótt þessir viðburðir séu ólíkir eru þeir ekki
óskyldir. Það fer ólga um öll lönd kommúnista-
heimsins í Austur- og Mið-Evrópu og augljóst að
þar eru að gerast stjórnkerfis- og stjórnarfarsbreyt-
ingar sem fáa mun hafa órað fyrir á árum áður.
Vafalaust gætir hér mikilla áhrifa frá umbótastefnu
nýrra valdhafa í Sovétríkjunum. Kommúnista-
heimurinn hefur verið eins og hnattakerfi þar sem
smátunglin hafa snúist kringum einn meginhnött á
óhagganlegum brautum.
Ungverjaland hefur haft forystu um stjórnarfars-
breytingar og frjálsræði þegnanna í heimshluta
kommúnismans. Þar hefur forysta kommúnista-
flokksins haft forgöngu um að þrengja sitt eigið
vald, stefna að fjölflokkakerfi og lýðræðislegri
fjölhyggju yfirleitt. Þessi stefna hefur verið staðfest
með þeirri stjórnarskrárbreytingu sem nú hefur
verið gerð. Ekki er annað að sjá en að hin nýja
stjórnarskrá sé raunverulegur grundvöllur undir
lýðræðislegt stjórnskipulag, stjórnmálafrelsi og
önnur grundvallar mannréttindi. Stjórnarskrár-
breytingin í Ungverjalandi kann síðar að verða
metin heimssögulegur viðburður.
Varla er hægt að hafa svo sterk orð um afsögn
Honeckers sem forseta og flokksleiðtoga í Þýska
alþýðulýðveldinu. Á þessari stundu getur enginn
vitað hvaða breytingar mannaskipti í æðstu valda-
stöðu ríkisins hafa í för með sér. Foringinn sem við
tekur, Egon Krenz, hefur ekki haft orð á sér sem
lýðræðissinni eða talsmaður stjórnkerfisbreytinga
í frjálsræðisátt.
Egon Krenz er sama marki brenndur og fyrir-
rennari hans að þykja mikið til um þá staðreynd
að lífskjör í Austur-Þýskalandi eru á ýmsan hátt
miklu betri en gerist í kommúnistaheiminum
yfirleitt. Á mælikvarða neyslunnar er ekki verra
ástand í Austur-Þýskalandi en gerist og gengur í
þróuðum löndum. Slíkt nægir efnishyggjumönnum
á borð við Honecker og Krenz til þess að sjá að
verk þeirra séu „harla góð“. En þegnar þessa
velferðarríkis kommúnismans eru ekki eins ánægð-
ir og sakna margs sem fylgir lýðræðislegum velferð-
arríkjum Evrópu, mannfrelsinu, sem er aðal
Evrópumanna og Þjóðverjar í Þýska alþýðulýð-
veldinu telja sig svikna um og þannig settir hjá við
það besta í Evrópumenningunni. Frelsið er óefnis-
leg gæði sem efnishyggjumenn og flokks- og tækni-
kratar hins austræna sósíalisma hafa löngum átt
erfitt með að skilja, þótt nokkuð sé að rofa til í
þeim efnum.
' GARRI
lllllllllllllllllll
Bernharða eða Vernharða
Það gengur mikið á í leikhúslíf-
inu um þessar mundir. Vígsla
stendur fyrir dyrum á nýju leikhúsi
borgarinnar, og tvær sýningar eru
að fara í gang á ágætu verki eftir
Federico Garcia Lorca, spænska
skáldið, sem falangistar á Spáni
skutu í upphafi borgarastyrjaldar-
innar þar, vegna þess að hann
hafði sýnt tilheigingar til vinstri,
ort níð um þjóðvarðliða og var auk
þess lítt elskur að konum, sem
falangistum hefur eflaust þótt hin
mesta hneisa. En Federico Garcia
Lorca hefur fengið uppreisn æru
og er nú borinn uppi af bylgjufaldi
vinstri mennskunnar og hinna öf-
ugu, og skaðar ekki að maðurinn
er frábært skáld og var að auki
frábærlega leikinn í framhaldsþátt-
um, sem sýndir voru í sjónvarpinu
sem einskonar forleikur og áróð-
urspartí fyrir sýningar á leikriti
eftir Lorca á Akureyri og í Reykja-
vík.
Á skáldið að éta skít?
Hér er um sama leikritið að
ræða. Norðan heiða heitir það Hús
Bernhörðu Alba, og er í þýðingu
einhvcrs Einars Braga, sem lítið
heyrist um, nema hvað hann fær
alltaf hæstu úthlutun úr Lánasjóði
rithöfunda. Þýðinguna mun hann
hafa gert áður en hann komst á það
framfæri. Sunnan heiða heitir
leikritið Hús Vernhörðu Alba og
verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í þýð-
ingu Guðbergs Bergssonar, sem er
gjörkunnugur innan sömu stéttar á
Spáni og Federico Garcia Lorca
tilheyrði, þ. e. efnafólki og banka-
stjórum. Heimsbyltingin hefur sótt
hald og traust til allra þessara
manna, þótt það sjáist ekki á þeirri
spænsku kellingu, sem Lorca skrif-
aði leikritið um, en það snýst að
mestu um einangrun og losta.
Heimsbyltingin er nefnilega dálítið
drjúg yfir borgaralega sinnuðu
fólki, enda hafa öreigarnir lengst
af getað étið skít hennar vegna.
Grjótharda Alba
Það sem vekur þó kannski mesta
athygli á þessu sjónarspili öllu, er
nafnabrcnglið á spænsku kelling-
unni. Ekki er annað vitað en Lorca
hafi kallað hana Bernhörðu Alba.
Nú gerir Guðbergur Bergsson þá
bragarbót, að kalla hana Vern-
hörðu Alba, og veit enginn hvaðan
það nafn er komið, nema því hafi
verið hvíslað að honum af milli-
stéttinni á Spáni, sem hann er
handgenginn. Vernharða er alveg
jafn óíslenskt nafn og Bernharða,
en samkvæmt eðli kvenpersónunn-
ar í leikritinu hefði kannski verið
eðlilegast að kalla hana Grjót-
hörðu Alba. (Já, vel á minnst; við
sáum leikritið líka í sjónvarpinu
alveg eins og langan lestur um Iðnó
sem sendi áhorfendur beint í
rúmið) Vemharða Alba er auðvit-
að sami kvenmaðurinn og Lorca
nefndi Bernhörðu, þótt það hafi
orðið ofan á að fara svona aftan að
hlutunum.
Er hún Bjarnadóttir?
Engan kvenmann þekkir Garri,
sem ber nafnið Vernharða. Hefur
hann þó lesið manntöl af Vest-
fjörðum, þar sem gróin biblíunöfn
voru notuð til skírnar. Kvenmanns-
nafn var í gangi á Húsavík sem
líkist þessu: Járnbrá, en þá er
upptalið. Væntanlega hefur þýð-
andi ekki gerst svo ósvífinn að
leggja til grundvallar nafni á þess-
ari kellingu, firnagott nafn vinar
Garra, Vernharðar Bjarnasonar
frá Húsavík, eða Vernharðar Þor-
steinsson, menntaskólakennara,
frænda hans. Aldrei hefur heyrst,
að til væri kvenmaður, sem héti
Vernharða Bjarnadóttir, þótt leit-
að hafi verið langt eftir nöfnum á
börn, og mikið flett í biblíunni,
samanber kvenmannsnöfn á Vest-
fjörðum á fyrri tíð.
Finnst ekki í Grindavík
Þessi nafngift mun eflaust vera
einber tiktúra þýðanda, sem getur
verið skemmilega sérvitur. En eftir
situr Federico Garcia Lorca, skáld
heimsbyltingar með vitlaust nafn á
kellingu, nema að einhver taki sig
nú til og biðjist afsökunar á nafna-
brengli. Konan hét Bernharða
Alba frá hendi skáldsins. Er leitt til
þess að vita, fyrst fulltrúar heims-
byltingarinnar á íslandi eru á ann-
að borð að ofgera Lorca með sjón-
varpsþáttum, sjónvarpssýningu á
leikritinu og sýningum á því bæði
sunnan og norðan heiða á sama
tíma, að þessi Vemharða skuli
hafa komið til sögunnar, fyrst hún
fínnst ekki á Húsavík og þaðan af
síður í Grindavík, þaðan sem nafn-
giftarmaðurinn mikli er kominn
svo státinn að vilja leiðrétta heims-
skáldið. Federico Garcia Lorca var
mikill leikhúsmaður og byrjaði
ungur að sýna heimilisfólkinu
brúður. Seinna sótti hann efni til
leikrita sinna í almælt tíðindi í
samtíma sínum, svo ástæðulaust er
að ætla annað én Bernharða Alba
hafi verið til. Þetta er því allt
saman undarlegt. Nema að enn sé
verið að skjóta þennan Ijúfling í
dagrenning. Garri
VÍTTOG BREITT
Sjálfbirgingsháttur
Sá sem þessar línur ritar veit eins
iítið um læknisfræði og frekast er
hægt að hugsa sér. Þó læðist sá
grunur stundum að honum að
læknisfræði sé einhvern veginn
þannig gerð að hún eigi það til að
gera ýmsa þá sem hana stunda að
þess háttar sjálfbirgingum sem á
mæltu máli kallast fagidjótar.
Verður að efast um að slíkir menn
séu góðir málsvarar sinnar stéttar,
hversu færir sem þeir kunna að
vera á verksviði sínu.
Aðhald í ríkisrekstri
Að undanförnu hafa orðið mikl-
ar umræður um ríkisfjármál af
þeim mjög svo praktísku ástæðum
að útgjaldaþörf og útgjaldakröfur
á hendur fjárveitingavaldinu hafa
verið langt umfram þá tekjuöflun-
armöguleika sem ríkissjóður hefur
löglegan aðgang að og ráðamenn
og þegnar landsins eru fúsir til að
breyta. Miðað við það að ríkissjóð-
ur hefur tekið að sér að reka
ákveðna þætti þjóðarbúskaparins,
þ.e.a.s. að halda uppi fræðslukerfi,
heilbrigðisþjónustu og samgöng-
um, svo að nokkuð sé nefnt, er
aldrei nema von að þeir, sem
kjömir hafa verið í lýðræðislegum
kosningum til þess að reka þessa
starfsemi og bera á henni fjárhags-
lega ábyrgð, leiti leiða til þess að
draga úr kostnaði við þennan
rekstur.
Stjórnmálamennimir hafa varla
í önnur hús að venda en að yfirfara
þá rekstrarþætti sem eru á þeirra
verksviði og kanna til hlítar hvort
ekki sé gerlegt að reka þá með
minni kostnaði en er og hefur
verið. Stjómmálamenn fara í þessu
dæmi nákvæmlega eins að og
stjórnendur fyrirtækja í öðrum
rekstri. Varla er um það ágreining-
ur að allur fjárhagslegur rekstur
byggist á því að hafa rekstrarkostn-
að sem minnstan eða hafa hann í
hófi. Þetta er ekki einasta hag-
kvæmt og skynsamlegt, heldur full-
gild siðferðisregla á hvaða rekstrar-
sviði sem er, svo í opinberum
rekstri sem í einkarekstri.
Aðhald nær til allra
Margir eru þeirrar skoðunar að
opinber rekstur sé verri en einka-
rekstur vegna þess að í opinberum
rekstri gæti hneigðar til að fara
verr með fé en á sér stað í einka-
rekstri. Sjálfsagt er eitthvað til í
þessu, en þó ekki svo að allir verði
sannfærðir um að opinber rekstur
eigi ekki rétt á sér. Þrátt fyrir allt
mun yfirgnæfandi meirihluti ís-
lendinga telja að þau meginsvið
þjóðarbúskaparins, sem ríkissjóð-
ur sinnir, eigi að vera verkefni
opinberra aðila, en ekki á könnu
einkarekstrar. Meðan svo helst er
ekki hægt að komast hjá því að
stjórnmálamenn vilji hafa hönd í
bagga með þeim rekstri sem fjár-
veitingavaldið ber uppi af því fé
sem það hefur til umráða.
Umræðan um hækkun ríkisút-
gjalda er í sjálfu sér ekki ný, en
hún hefur eigi að síður verið meiri
undanfarin misseri en oft áður. Þar
rekur það á eftir, að útgjaldakröfur
á ríkissjóð eru sívaxandi og hafa
vaxið tekjumöguleikunum yfir
höfuð. Aukið aðhald í ríkisrekstr-
inum hefur „komið niður á“ svo
mikilvægum þáttum sem mennta-
málum og samgöngum, ef menn
vilja endilega kalla aðhaldsaðgerð-
ir því nafni. Heilbrigðiskerfið hef-
ur ekki farið varhluta af aðhalds-
stefnunni, enda hlýtur hver sann-
gjarn maður að sjá að sá rekstrar-
þáttur ríkisins verður ekki undan-
skilinn fjárhagslegu aðhaldi frekar
en aðrir.
Heildarsýn og sanngirni
Samt ber svo við að starfsmenn
heilbrigðiskerfisins - margir hverj-
ir - eru miklu neikvæðari um
aðhaldsaðgerðirnar en aðrir þjónar
ríkiskerfisins, og láta eitt og annað
falla í því tali sem ekki ber því vitni
að þeir hafi tamið sér heildarsýn og
sanngimi. Læknastéttin nýtur virð-
ingar og trausts almennings, enda
skipa þá stétt margir úrvalsmenn
að skapgerð og gáfum. Hins vegar
er engu líkara en að þar leynist
einstaklingar sem eru svo yfirfullir
af sjálfbirgingshætti að þeir „alene
vide“ ef orðum er ýjað að heil-
brigðiskerfinu. I.G.