Tíminn - 08.11.1989, Qupperneq 13
Miðvikudagur 8. nóvember 1989
Tíminn 13
ri.ur\r\uv> ■ Mnr
Viðtalstími L.F.K. Guðrún Alda Harðardóttir, forstöðumaður leik- skólans Marbakka í Kópavogi, verðurtil viðtals að Nóatúni 21, miðvikudaginn 8. nóv. kl. 14-15.30. Sími 91-24480. Stjórn L.F.K. Prlpl 'ÆmSi Guðrún Alda
Kristrún Þóra Sigrún
Ólafsdóttir Þorleifsdóttir Magnúsdóttir
Finnur
Ingóifsson
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík
Fundur miövikudaginn 8. nóvember kl. 20.30 að Hótel Lind,
Rauðarárstíg 18.
Dagskrá: Kristrún Ólafsdóttir segir frá Landsþingi K.í. í Vestmanna-
eyjum og Fulltrúaráðsfundi B.K.R. í Munaðarnesi.
Þóra Þorleifsdóttir segir frá Landsþingi L.F.K. að Hvanneyri.
Gestir fundarins verða Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Finnur
Ingólfsson, form. fulltrúaráðsins í Reykjavík. Þau munu ræða
borgarstjórnarkosningarnar á komandi vori.
Mætið vel og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
34. kjördæmisþing framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi-eystra
Haldið á Hótel KEA, Akureyri 11. nóv. 1989
1
s
Dagskrá:
Kl. 9.00 Setning.
Skýrsla stjórnar og reikningar.
Kl. 10.00 Ræður þingmanna.
Lögð fram stjórnmálaályktun.
Almennar umræður.
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 13.00 Kosningar.
Kl. 13.30 Sér mál þingsins: Umhverfismál og náttúruvernd.
Framsögumenn: Jón Sveinsson aðst.m. forsætisráðh.
Hermann Sveinbjörnsson aðst.m. sjávarútv.ráðh.
Kl. 16.00 Ávörþgesta.
Kl. 16.30 Afgreiðsla mála.
Úrslit kosninga.
Önnur mál.
Kl. 18.30 Þingslit.
Kl. 20.00 Kvöldskemmtun á Hótel KEA.
Sveinsson
Hermann
Sveinbjörnsson
Guðmundur
Bjarnason
JóhannesGeir Sigurður Gissur Helga
Sigurgeirsson Geirdal Pétursson Helgadóttir
Sunnlendingar
Almennur fundur um umhverfismál verður haldinn fimmtudaginn 9.
nóv. kl. 21.00 í Inghól, Selfossi.
Frummælandi verður Júlíus Sólnes, verðandi umhverfismálaráð-
herra. Hann mun m.a. kynna starf og umfang væntanlegs umhverfis-
ráðuneytis.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Árnessýslu.
Borgnesingar nærsveitir
Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 10.
nóvember kl. 20.30
Fyrsta kvöld í þriggja kvölda keppni.
Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness.
Kópavogur
Opið hús að Hamraborg 5 miðvikudaginn 8. nóv. kl. 17.30. Birgir H.
Sigurðsson skipulagsstjóri kynnir tillögur að aðalskipulagi Kópavogs.
Illllllllllllllllllllllllll SPEGILL lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Smekkur
fyrir
fullorðna!
„Stjörnulífið“ eyðileggur
fyrir mér ástalífið
í orðabók er smekkur sagður
vera „slefuspeldi" fyrir ungbörn,
en nú nýlega er kominn á markað-
inn í Ameríku „smekkur fyrir full-
orðna“, og er þá líklega ekki átt
við slefuspeldi.
Það er Jean Pomerance frá
Sherman Oaks í Kaliforníu sem
saumaði sér fallegan matarsmekk
til að hlífa silkiblússum sínum og
sparikjólum. Hún sagðist liafa ver-
ið orðin þreytt á reikningum fyrir
hreinsun á fötum, og saumaði sér
því smekk. Hún mætti svo í kvöld-
verðarboð og tók smekkinn upp úr
veski sínu og setti hann á sig.
í fyrstu ráku gestir upp stór
augu, en ýmsir fóru að dást að
þessu uppátæki Jean og spyrja
hana hvort hún væri ekki til í að
búa til nokkur stykki og selja
vinum og kunningjum.
Þetta endaði með því að Jean
Pomerance stofnaði fyrirtækið
„Eat Elite“ og fór að framleiða
matarsmekki fyrir fullorðna. Þeir
eru seldir á 12-15 dollara stykkið
og renna út.
Hin þekkta grínleikkona Phillis
Phyllis Diller er hér að snæðingi með nýjasta matarsmekkinn sinn
um hálsinn
Diller segist alltaf nota svona
smekki í flugferðum, því þá sé oft
þröngt og hætt við að matarblettir
komi í ferðadragtina eða fínu
blússuna.
„Matarsmekkir eru ekki lengur
aðeins fyrir litlubörnin. Við full-
orðna fólkið viljum líka hlífa fínu
fötunum okkar,“ segir uppfinning-
akonan Jean Pomerance
Anne-Marie Johnson og Martin Grey, kærastinn hennar. „Ég sakna hans svo,“ segir hún
-segir Anne Marie Johnson í sjónvarpsþáttunum „Heitar nætur“
Sjónvarpið hefur að undanförnu
sýnt á fimmtudagskvöldum þættina
„Heitar nætur“ (In the Heat of the
Night). Þættirnir gerast í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna, og eru
teknir upp í Covington í Georgíu.
Anne Marie Johnson leikur hina
fögru eiginkonu lögregluforingjans
þeldökka Virgil Tibbs. Anne Mar-
ie er ánægð með hlutverkið, en er
leið yfir aðskilnaðinum frá kærast-
anum og fjölskyldu sinni. Fólkið
hennar býr í Los Angeles, og þar
hafði Anne Marie nýverið keypt
sér fallega íbúð, sem hún hefur
lítið sem ekkert getað verið í, því
að upptökur á þáttunum eru gerðar
í Georgíu í sex mánuði samfleytt í
einu.
Anne Marie segir: „Það er indælt
hér í Georgíu, en ég vildi óska að
þættirnir væru heldur teknir upp í
Los Angeles. Martin Grey, kærast-
inn minn, er líka leikari, og hann
er fastur í sinni vinnu þar. Hann
skilur aðstöðu mína og ég treysti
honum, en það er víst ekkert
óeðlilegt þó við séum bæði svolítið
afbrýðissöm, þegar við sjáumst
svona sjaldan. Ég er mest hrædd
um að „stjörnulífið" komi til með
að eyðileggja fyrir mér ástalífið, en
við reynum þó að spyrna gegn því.“