Tíminn - 22.11.1989, Síða 3
Miðvikudagur 22. nóvember 1989
Tíminn 3
Menntamálaráðherra krefur „poppstöðvarnar“ um menningarstefnu:
Menningarlegra að éta
hamborgara en slátur
- segir Bjarni Dagur á Aðalstöðinni
„Okkar menningarstefna er eiginlega sú að við ætlum að
vera eins menningarleg og við getum, vanda okkur í töluðu
máli og vera manneskjuleg,“ sagði Bjami Dagur Jónsson
útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar.
Svonefndar frjálsar íslenskar útvarpsstöðvar hafa fengið
bréf frá menntamálaráðherra þar sem ráðherrann óskar eftir
því að stöðvarnar skili greinargerð um þá menningarstefnu
sem þær starfa eftir. Greinargerðinni eiga stöðvarnar að skila
fyrir næstu áramót.
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra segir að ástæða beiðninnar sé
sú að í útvarpslögum sé kveðið á um
að útvarpsstöðvar ættu að hafa
menningarstefnu. Stöðvarnar hafi
ekki gert grein fyrir henni opinber-
lega og tími til kominn að þær geri
það.
Hvatinn að beiðni ráðherra mun
vera athugun sem var gerð á hlut
íslenskrar tónlistar í dagskrá „frjálsu
útvarpsstöðvanna". Athugunin
leiddi í ljós að sú tónlist sem þar er
flutt er að langstærstum hluta erlend.
„Sannleikurinn er sá að hlustend-
ur biðja miklu oftar um erlend lög
en innlend. Af því að við erum að
selja okkar stöð fyrir auglýsendur og
laða þá að henni, þá verðum við að
fara talsvert eftir því hvað hlustand-
inn vill heyra. Þegar hlustendur
hringja inn og biðja um lög þá er
oftast nær beðið um erlend lög og
sárasjaldan um innlend,“ sagði
Bjami Dagur.
Hann sagði sagði að spurning væri
hvort að sömu ástæður væru fyrir
þessu og því að á matsölustöðum er
mun oftar beðið um hamborgara og
franskar heldur en hafragraut og
súrt slátur þótt hið síðamefnda sé
íslenskt, gott og hollt.
Páll Þorsteinsson tók undir með
Bjarna Degi hvað varðaði íslenska
tónlist. Hvað varðaði menningarmál
þá sagði hann að Bylgjan og Stjarnan
hefðu afar lítið fé aflögu til að sinna
menningarmálum samkvæmt þeim
skilningi sem hann grunaði að
menntamálaráðherra legði í það
orð. Stöðvarnar sinntu hins vegar
dægurmenningu ágætlega. Hann
sagðist að öðru leyti ekki vilja tjá sig
um menningarstefnu sinna útvarps-
stöðva fyrr en hann hefði svarað
beiðni menntamálaráðherra.
Bjami Dagur gat þess að Aðal-
stöðin hefði undanfarið verið með
þætti annan hvern dag milli kl. 6-7
sem heita íslenskir tónar þar sem
eingöngu eru leikin íslensk lög.
„Við ætlum okkur að vera áfram
mannleg og fjalla - einkum á kvöldin
- um mál sem alla skipta, bæði
andleg og líkamleg og tala við menn-
ingarlegt, greint og skynsamt fólk,
fá til viðtals vitibornar manneskjur
sem geta miðlað hlustendum ein-
hverju skemmtilegu og þægilegu já-
kvæðu, það er okkar menningar-
stefna,“ sagði Bjami Dagur og
kvaðst ætla að vera svo menningar-
legur að setja saman einhverja grein-
argerð fyrir menntamálaráðherra.
„Aðalstöðin reynir af litlum efnum
að sinna menningarmálum eftir
megni, t.d. í þáttum með frétta-
tengdu efni sem sendir eru út síðdeg-
is daglega. Bókaútgefendum var ný-
lega boðinn klukkutími á dag til
upplestrar úr nýjum bókum en
undirtektir hafa hingað til verið
ákaflega daufar.
Tíminn reyndi að ná sambandi við
tvær aðrar af hinum frjálsu útvarps-
stöðvum. Önnur hefur hætt útsend-
ingum, síminn var lokaður hjá hinni.
-sá
Stjómmálaályktun landsfundar Alþýðubandalagsins tekur
ekki afstöðu til forkönnunar á vegum NATO vegna vara-
flugvallar, en boðar breytta stefnu í stóriðjumálum:
Grænt Ijós á er-
lenda stóriðju
Nýja kirkjan á Skagaströnd, sú gamla í baksýn.
Tímamynd Ö.Þ.
NY KIRKJUBYGGING
Á Skagaströnd hefur undanfarin
misseri verið unnið við að byggja
nýja kirkju. Byggingin er nú rúmlega
fokheld og er þessa dagana unnið
við einangrun og múrverk innan-
húss. Áformað er að vinna í kirkj-
unni í vetur, en óvíst er um fram-
kvæmdahraða þar sem verulega er
farið að saxast á það fjármagn sem
ætlað var til byggingarinnar. í sam-
tali við Lárus Ægi Guðmundsson
formann byggingarnefndar kom
fram að nýja kirkjan er byggð ör-
skammt frá þeirri gömlu. Brýnt var
orðið að ráðast í byggingu kirkjunn-
ar því sú sem fyrir er orðin léleg
enda komin til ára sinna. Áformað
er að kirkjan taki um 200 manns í
sæti. í byggingunni verður einnig
safnaðarheimili. Framkvæmdir hafa
gengið mjög vel til þessa. Verkið
hefur allt verið unnið af heimamönn-
um á Skagaströnd, byggingameistari
er Helgi Gunnarsson en arkitektar
að húsinu eru Ormar Þór Guð-
mundsson og Örnólfur Hall.
Ö.Þ.
Lögbókin þín endurútgefin
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hef-
ur endurútgefið lögfræðihandbók-
ina, Lögbókin þín, eftir Björn Þ.
Guðmundsson prófessor. Auk hans
vann Stefán Már Stefánsson prófess-
or að endurskoðun ritsins. Bókin
kpm fyrst út árið 1973 og hefur verið
ófáanleg í mörg ár.
Lögbókin þín er nær 600 blaðsíð-
ur, í bókinni eru 1500 uppflettiorð
og um 1100 tilvísunarorð. Auk þess
er þar að finná' aðgengileg yfirlit um
réttindi sem menn öðlast á hinum
ýmsu aldursskeiðum og um helstu
refsingar við afbrotum samkvæmt
hegningarlögum. Þá er gerð grein
fyrir öllum helstu ríkisstofnunum,
nefndum og ráðum.
Lögbókin þín spannar öll svið
íslensks réttar. Dregin eru fram
aðalatriði íslenskrar löggjafar á þann
hátt að almenningi verða not af og
auðvelt er að skilja. Jafnframt er
vitnað til viðkomandi lagaákvæða
og lögfræðirita þeim til þægindaauka
sem vilja gæta nánar að.
Handbókin hefur verið umsamin
að verulegu leyti. Skipta má breyt-
ingum á fyrstu útgáfu árið 1973 í
þrennt. í fyrsta lagi er lögð meiri
áhersla á afmarkaða, lögfræðilega
skilgreiningu hvers lagahugtaks sem
nýtast mætti lögfræðingum, laga-
nemum og1 áhugamönnum um lög-
fræði.'í öðru lagi eru dæmi, eitt eða
fleiri, nær undantekningarlaust not-
uð fyrst og fremst almenningi til
skilningsauka, bæði á hugtökum og
almennum texta. í þriðja lagi er auk
lagatilvitnana vísað í lögfræðirit í
lok reifunar hvers orð eftir því sem
tiltæk eru og við á í stað þess að geta
heimilda eingöngu sameiginlega á
einum stað. SSH
RJORN P, GU0MUNOSSON
BíÍÍÍn
HN
'mf i
_ ^.1
Stjórnmálaályktun 9. landsfundar
Alþýðubandalagsins hefur verið
send fjölmiðlum, en fundurinn fól
ráðherrum flokksins að ganga frá
henni í endanlegri mynd. í þessari
lokaútgáfu ályktunarinnar er sneitt
hjá þvi að minnast á hugsanlega
þáttöku Mannvirkjasjóðs NATO í
forkönnun á varaflugvelli er nýttist
þeim á ófriðartímum. Þar er hins
vegar boðuð stefnubreyting hvað
varðar afstöðu til erlendrar stóriðju,
og sagt að í þeim efnum komi
samvinna við útlendinga í undan-
tekningartilfellum til greina.
Eins og kunnugt er hefur Hjörleif-
ur Guttormsson þingmaður Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi, dregið í
efa að ályktun þessi standi undir því
að breyta stefnu flokksins, vegna
þess hve fámennt var orðið á lands-
fundinum er hún var samþykkt.
í stjórnmálaályktuninni eru sett
nokkur skilyrði fyrir því að erlend-
um aðilum sé leyft að byggja hér upp
orkufrekan iðnað. Þar á meðal að
uppfylltar séu ströngustu kröfur um
mengunarvarnir, að raforkuverð
tryggi ríflégan framleiðslukostnað
og að uppbygging stóriðju verði að
öðru jöfnu í dreifbýli. Það sem ef til
vill vekur samt mesta athygli er að
ekki er útilokað í ályktun Alþýðu-
bandalagsins að útlendingar eigi
meirihluta í stóriðju hér á landi,
heldur einungis að forræði íslend-
inga sé tryggt. Orðrétt segir í kafla
um nýtingu íslenskra orkulinda til
iðnaðaruppbyggingar: að forræði
íslendinga verði tryggt að öðru leyti,
m.a. með verulegum eignarhluta,
meirihluta eða öðrum sambærileg-
um hætti.“
Þá er ekki minnst á forkönnun
NATO á byggingu varaflugvallar,
en Hjörleifur Guttormsson hefur
lýst því yfir að væri hún heimiluð af
utanríkisráðherra leiddi það til
stjómarslita. Um hernaðaruppbygg-
ingu er fjallað í kafla er ber heitið
„sigurhorfur":
„ Alþýðubandalagið telur það einn
mikilvægasta árangur núverandi
stjórnarsamstarfs að víðtæk pólitísk
samstaða hefur myndast um frum-
kvæði að friðun heimshafanna í
samræmi við íslenska hagsmuni, og
leggur áherslu á að því starfi sé fram
haldið af fullum þrótti. Alþýðu-
bandalagið telur að hugleiðingar um
aukin hernaðarumsvif hérlendis, þar
á meðala nýjan hernaðarflugvöll,
séu fráleit tímaskekkja sem gengur
þvert á frumkvæði íslensku ríkis-
stjórnarinnar um afvopnun í höfun-
um, og minnir landsfundurinn enn á
það grundvallarákvæði í málefna-
samningi stjórnarinnar að ekki skuli
leyfðar neinar nýjar hernaðarfram-
kvæmdir hér á landi.“ -ÁG
Akureyri:
Lektorar við H.A.
í haust voru ráðnir þrír nýir lekt-
orar við Háskólann á Akureyri.
Tveir voru ráðnir í hlutastörf við
heilbrigðisdeild og einn í fullt starf
við rekstrardeild.
Við heilbrigðisdeild var Hólmfríð-
ur Kristjánsdóttir B.S. ráðinn lektor
í hjúkrunarfræði og Dr. Ingvar
Teitsson í sjúkdómafræði. Hólm-
fríður hefúTverið stundakennari við
Verkmenntaskólann á Akureyri og
einnig Háskólann á Akureyri frá
vorinu 1988. Ingvar hefur starfaðvið
fjölmörg sjúkrahús hér á landi og í
Bretlandi, síðast sem aðstoðarsér-
fræðingur og lektor í lyflækningum
við kennslusjúkrahúsin í Aberdeen
í Skotlandi.
Við rekstrardeild var Lilja Móses-
dóttir M.A. ráðin lektor í rekstrar-
hagfræði. Lilja hefur kennt við
Verslunarskóla íslands og starfaði
síðastliðið ár sem hagfræðingur Al-
þýðusambands íslands. SSH