Tíminn - 22.11.1989, Page 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 22. nóvember 1989
Tírniim
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Grid milli fylkinga i AB
Alþýðubandalagið hefur þann háttinn á að byrja
landsfundi með því að láta syngja: „Fram þjáðir
menn í þúsund löndum“, gamlan lofsöng um
alþjóðasamtök sem reist voru á marxískum kenn-
ingagrundvelli fyrr á tíð. Lagið við Internasjónal-
inn er hressandi hergöngulag sem sönghneigðir
menn úr öllum flokkum hafa gaman af að syngja
án þess að kunna textann.
Þótt svo landsfundur Alþýðubandalagsins hafi
sungið alþjóðasönginn um ágæti marxískra hug-
sjóna, þá var nú eitthvað annað en að marxisminn
væri landsfundarfulltrúum munntamast orða á
löngu þinghaldi í fyrri viku. Vandamál Alþýðu-
bandalagsins gagnvart sjálfu sér er að finna leið út
úr fortíðinni án þess að samtökin klofni, sem er þó
hin hefðbundna „aðferð“ flokksins og fyrirrennara
hans til að leysa alvarlegan innanflokkságreining.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur heppnina með
sér hvað ytri aðstæður varðar. Þrátt fyrir mikinn
skoðanaágreining um ýmis grundvallarviðhorf og
brýn stefnumál blæs ekki byrlega fyrir andstæðing-
um kratismans í flokknum að halda fram einhverj-
um hreinræktuðum afbrigðum sósíalismans, síst af
öllu þeirri tegund marxisma sem framkvæmdur
hefur verið í Sovétríkjunum í meira en 70 ár og í
alþýðuveldunum í full 40 ár. Þróunin í þessum
löndum hefur eflaust mikil áhrif á gengi Alþýðu-
bandalagsins meðal kjósenda almennt og setur að
sjálfsögðu svip á innanflokksmálin.
Hins vegar eru ekki skilyrði til þess, að svo
komnu, að fylkingar Alþýðubandalagsins klofni
hver frá annarri. Niðurstaða landsfundarins er eins
konar griðasáttmáli milli skoðanahópa og vandi að
fullyrða neitt um hversu lengi þau grið endast.
Vegna þeirrar útreiðar sem sovétkommúnisminn
og stjórnkerfi alþýðulýðveldanna hafa orðið fyrir
finnst fylkingarhöfðingjum ekki tímabært að láta
skerast alvarlega í odda á málefnagrundvelli, síst
af öllu um einhverjar allsherjarkenningar úr göml-
um bókum. Alþýðubandalagið mun því halda sér
við kratastefnu Olafs Ragnars og Birtingarmanna
enn um sinn.
Varaformannsslagurinn milli Svanfríðar Jónas-
dóttur og Steingríms J. Sigfússonar var varla nema
tímabundið skemmtiefni handa fjölmiðlum, en
hefur lítið pólitískt gildi nema það sem vitað er að
andstæðingar Ólafs Ragnars stóðu þarna fyrir
svolitlu hrekkjabragði gagnvart formanninum,
frekar en að gera ekki neitt.
Ýmsir leggja þannig út af varaformannsslagnum
að hann sé fyrirboði þess að eftir tvö ár verði boðið
fram gegn Ólafi Ragnari sjálfum í formannskjöri.
Vel kann svo að fara að Ólafur Ragnar verði ekki
einn í kjöri á næsta landsfundi. Hins vegar hefur
varaformannsvalið nú lítið með það að gera.
Ólafur Ragnar á framtíð sína í formannssæti undir
því hvernig Alþýðubandalaginu vegnar í kosning-
um á næstu misserum.
Jóhannes
Hvert stefnir
Þarflaust ætti að vera að hefja þennan lestur með langorðri
lýsingu á þeim efnahagsvanda sem íslendingar hafa átt við að
glíma að undanförnu. Ég tel ekki heldur ástæðu til þess að
blanda mér á þessum vettvangi inn í umræður um þau mörgu
úrlausnarefni sem liggja á borðum stjórnvalda þessa dagana,
hvort sem eru á sviði vaxtaákvarðana, gengismála eða
afkomu ríkissjóðs. Um allt þetta skortir ekki umræðu og
upplýsingar hér á landi, þótt gæðin séu að vísu misjöfn. Hitt
flnnst mér frekar á skorta að við skoðum þessi viðfangsefni
líðandi stundar í samhengi við efnahagsþróun umheimsins og
þau skilyrði sem vænta má að íslenskum þjóðarbúskap verði
búin í framtíðinni. Við megum aldrei gleyma því að hagsæld
íslendinga er fyrst og fremst komin undir viðskiptum og
verkaskiptingu við aðrar þjóðir og til umheimsins sækjum
við- hvort sem er til ills eða góðs - þá tækni, þekkingu og
menningaráhrif sem móta þjóðfélagið bæði í efnahagsmálum
og á öðrum sviðum. Þess vegna þurfum við að leggja okkur
fram um að fylgjast með og meta þá þróun sem á sér stað í
kríngum okkur og reyna að gera okkur sem gleggsta grein
fyrír því hvaða áhrif hún muni hafa á þróun mála hér á landi
og hvernig skynsamlegast sé við að bregðast.
Við höfum þessa dagana orðið
vitni að miklum og óvæntum atburð-
um í Austur-Þýskalandi og annars
staðar í þeim heimshluta þar sem
menn hafa hingað til trúað fastast á
forsjá ríkisvaldsins og möguleika
þess til að marka sjálfstæða þjóðfé-
lags- og efnahagsstefnu án innra
lýðræðis eða markaðsstýringar og án
opinna samskipta við umheiminn.
Vissulega má skoða þessa atburði
fyrst og fremst sem staðfestingu á
gjaldþroti þröngrar hugmyndafræði
kommúnismans en ég held að réttara
sé að líta á þá í víðara samhengi sem
aðeins einn þátt - að vísu óvenju
afdrifaríkan - í almennri þróun sem
sjá má að verki í öllum heimshlutum.
Þessi þróun er bæði margþætt og
orsakir hennar liggja dýpra en svo
að menn fái enn greint þær eða skilið
til nokkurrar hlítar. Ég skal hér
aðeins nefna tvö helstu hreyfiöfl
þessarar þróunar: tæknibreytingar
og markaðsbúskap.
Mikilvægasti þátturinn
Tækniframfarir nútímans eru að
sjálfsögðu áhrifavaldur í öllu okkar
lífi, en hér skal fyrst og fremst bent
á áhrif þeirra á mannleg samskipti í
bættum samgöngum og fjarskiptum
og aukinni fjölmiðlun. Ferðalög
milli heimshorna taka nú skemmri
tíma en milli landshluta á íslandi
fyrir fáeinum áratugum, fjarskipti
gera það jafnauðvelt að eiga við-
skipti milli íslands og Hong Kong og
innan höfuðborgarsvæðisins og fjöl-
miðlar loftsins ná eyrum og augum
fólks hvar sem er án tillits til landa-
mæra eða annarra mannlegra hindr-
ana. Með þessu hefur heimurinn í
reynd skroppið saman, fjarlægðin
milli heimshluta er að mörgu leyti
mun minni nú en hún var milli
héraða í þjóðlöndum Evrópu í upp-
hafi aldarinnar og engir múrar verða
lengur reistir sem einangri til lengdar
nokkra þjóð frá því sem er að gerast
annars staðar í veröldinni.
Markaðshagkerfið á sér lengri
sögu en tækni nútímans, en bættar
samgöngur og fjarskipti hafa gefið
hvers konar viðskiptum og aukinni
verkaskiptingu byr í seglin og stór-
aukið hagkvæmni alþjóðaviðskipta.
Hina öru þróun, sem nú á sér stað í
átt til óheftra samskipta í heiminum
og atburðirnir í Austur-Evrópu eru
aðeins eitt dæmi um, má annars
vegar rekja til þess að reynslan hefur
með svo ótvíræðum hætti sýnt og
sannað yfirburði markaðsbúskapar-
ins umfram ríkisforsjá og hafta-
stefnu í heimi sem verður sífellt
flóknari og fjölbreyttari. Hins vegar
hefur ný tækni í samgöngum, fjar-
skiptum og fjölmiðlun auðveldað öll
samskipti manna og þjóða og valdið
því að það er sífellt erfiðara að
framfylgja höftum eða reyna að
hólfa heiminn niður í aðskilin efna-
hagssvæði. Því lengur sem menn
hafa barið höfðinu við þann stein
þeim mun meiri erfiðleikar og mis-
Jóhannes Nordal.
Erindi flutt á kaupfé-
lagsstjórafundi SÍS
18. nóvember 1989.
ræmi hafa skapast, uns múramir
hafa jafnvel hmnið innan frá eins og
nú hefur gerst í Austur-Þýskalandi.
Sú almenna þróun í átt til víðtæk-
ari markaðsbúskapar og opnunar
hagkerfa, sem nú blasir við í heimin-
um, er mikilvægasti þátturinn í mun
víðtækari breytingum í hagstjórnar-
aðferðum sem nú eru að gerast víða
um heim. Að nokkru leyti eru þessar
breytingar í hagstjórn óhjákvæmileg
afleiðing af því að með afnámi hafta
og annarra beinna afskipta að efna-
hagsstarfseminni afsalar ríkið sér
tækjum sem hingað til hafa verið
veigamikill þáttur í heildarstjórn
efnahagsmála. í stað þess er nú lögð
megináhersla á almennar hagstjórn-
araðgerðir sem beitt er af sem mest-
um stöðugleika frá ári til árs. Á þetta
einkum við um stefnuna í ríkisfjár-
málum og skattamálum og þróun
peningamagns og gengis. í stað
þeirrar virku hagstjórnar sem al-
mennari vart.d. á6. og7. áratugnum
er nú víðast lögð áhersla á það að
það sé meginskylda stjórnvalda að
búa atvinnurekendum og neytend-
um sem stöðugust almenn skilyrði,
svo sem varðandi þróun verðlags,
gengis og heildareftirspurnar. Hefur
þetta verið framkvæmt með þeim
hætti að stefnt hefur verið að auknu
aðhaldi í fjármálum ríkisins og pen-
ingamálum, án beinna afskipta af
þróun vaxta eða fjármagnshreyfing-
um.
Það hefur einnig rekið á eftir
þessari þróun að opnun markaða og
nánari efnahagssamskipti þjóða
hljóta að kalla á sífellt nánari sam-
ræmingu í efnahagsstefnu. Þannig er
ljóst að þjóð sem býr við mun meiri
verðbólgu og óstöðugieika í gengi
getur varla til lengdar haldið uppi
frjálsum viðskiptum með vörur,
þjónustu og fjármagn við önnur
lönd, nema taka verulega áhættu
varðandi fjárflótta eða óbærilegar
sveiflur í viðskiptajöfnuði. Skilning-
ur á þessum meginatriðum liggur til
grundvallar þeirri stefnu sem þjóðir
Evrópubandalagsins hafa mótað í
sókn sinni að því að koma á alfrjáls-
um og hindrunarlausum innra mark-
aði með vörur, þjónustu, fjármagn
og vinnuafl. Þau leggja því megin-
áherslu á að aðildarríkin samræmi
sem fyrst efnahagsstefnu sína á öll-
um sviðum, svo að á geti komist
stöðugleiki í gengi innan bandalags-
ins og misræmi í verðlagsþróun,
skattbyrði atvinnurekstrar og öðrum
aðstæðum, sem mestu máli skipta
fyrir starfsemi fyrirtækja, verði sem
fyrst úr sögunni. Er jafnvel verulegt
fylgi fyrir því að lokatakmarkið
verði sameiginlegt peningakerfi og
einn gjaldmiðill fyrir allt bandalags-
svæðið.
Það er ekki ætlun mín að spá
neinu um það hér hver muni verða
framtíðarstaða fslands í þeirri Evr-
ópu sem nú tekur hraðari breyting-
um en nokkrum kom til hugar fyrir
örfáum árum. Hvort íslendingum
tekst að tryggja hagsmuni sína innan
hugsanlegra samninga EFTA og
Evrópubandalagsins eða hvort við
þurfum fyrr eða síðar að leita beinn-
ar inngöngu í Evrópubandalagið eru
spumingar sem enginn getur svarað
á þessari stundu. En hér er ekki
eingöngu um þróunina í Vestur-Evr-
ópu að tefla, þótt hún skipti okkur
vafalaust mestu máli. Það sem nú er
að gerast er miklu víðtækara, eins og
ég hef þegar reynt að sýna fram á.
Hvarvetna í heiminum er þróunin í
sömu átt, frá höftum til opnari
samskipta, frá miðstýringu og ríkis-
afskiptum af atvinnurekstri til virk-
ari markaðsbúskapar og aukinnar
samkeppni. Þetta er því það efna-
hagslega umhverfi sem allt bendir í
dag til að íslendingar þurfi við að
búa í framtíðinni og laga sig að ef
þeim á að takast að halda áfram til
jafns við aðrar þjóðir Vestur-Evrópu
um lífskjör og efnahagslegar fram-
farir.
Fastir í neti verðbólgu
Að loknum þessum almennu hug-
leiðingum um þær breytingar sem
eru að gerast í heiminum er ástæða
til þess að víkja nú nokkru nánar að
efnahagsmálum hér á landi og við-
brögðunum við þeirri þróun sem
virðist blasa við. Hvar fslendingar
eru nú á vegi staddir í samanburði
við aðrar þjóðir og hvað þeir þurfa
að gera til þess að aðlaga hagkerfi
sitt þeim breytingum sem framundan
eru, eru meðal þeirra spuminga sem
nú ættu að vera efst á baugi. Lítum
þá fyrst á stöðu okkar í dag í
samanburði við þær þjóðir í heimin-
um sem sambærilegastar eru við
íslendinga að lífskjörum og þjóðfél-
agsháttum.
Vissulega standast íslendingar vel
samanburð við flestar aðrar þjóðir á
mörgum sviðum. Efnahagslegar
framfarir hafa lengi verið örar hér á
landi, einkum á sjöunda og áttunda
áratugnum, og lífskjör hafa óvíða
verið betri. Engu að síður höfum við
átt við meiri vandamál að etja í
stjórn efnahagsmála en flestar aðrar
vestrænar þjóðir sem við þó stöndum
fyllilega á sporði í framleiðslu og
lífskjörum. Á meðan aðrir hafa sótt
markvisst í átt til aukins efnahags-
legs stöðugleika og opnara hagkerfis
hafa íslendingar setið fastir í neti
þrálátrar verðbólgu og þurft að búa