Tíminn - 22.11.1989, Qupperneq 14

Tíminn - 22.11.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn Miövikudagur 22. nóvember 1989 Efnahags- þróunin? hreyfingum fyrir mitt næsta ár. Tvö þeirra, Svíþjóð og Danmörk, hafa reyndar þegar komið á svo til algeru frelsi á þessu sviði. íslendingar hafa enn fyrirvara varðandi þessar áætlan- ir, sem ég efast um, að okkur sé stætt á nema um skamman tíma. Við erum hins vegar enn svo langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðum í þessu efni, að við munum óhjákvæmilega þurfa á lengri aðlögunartíma að halda. Hins vegar tel ég yfirgnæfandi rök mæla með því, að gerð verði hið fyrsta bindandi áætlun um afnám allra hafta á fjármagnshreyfingum milli íslands og annarra landa og verði henni hrundið í framkvæmd á ekki lengri tíma en tveimur árum. Sannleikurinn er sá, að núverandi fyrirkomulag sem felur í sér tiltölu- lega greiðan aðgang íslenskra aðila að erlendu lánsfé, ýmist beint eða fyrir milligöngu innlendra lánastofn- ana, sem ríkið ber ábyrgð á, er að mörgu leyti stórhættulegt. Þessi stefna leiðir til sífelldrar ásóknar í erlent lánsfé, sem veldurskuldasöfn- un og viðskiptahalla, en engir mögu- leikar eru til þess fyrir íslendinga, að byggja upp eignir í útlöndum, sem þó gæti oft verið arðbært og komið í veg fyrir versnandi eignastöðu þjóð- arbúsins gagnvart útlöndum. Þar að auki veldur þetta því, að við fáum erlent fé fyrst og fremst í formi dýrra lána, en útlendingar eru tregir til þess að fjárfesta áhættufé hér á landi á meðan fjármagnsyfirfærslur eru ekki algerlega frjálsar. Annar mikil- vægur kostur frjálsra fjármagns- hreyfinga mundi vera aukin sam- keppni á innlendum lánamarkaði og betri þjónusta hans við atvinnufyrir- tæki. Myndi þetta ótvírætt stuðla að því að lánskjör hér á landi og erlendis jöfnuðust, sem mundi tryggja betri samkeppnisaðstöðu ís- lenskra fyrirtækja. Á hinn bóginn er ljóst, að frjálsar fjármagnshreyfingar milli íslands og annarra landa munu ekki aðeins hafa hagstæð áhrif á hinum innlenda lánsfjármarkaði, heldur munu þær einnig gera miklar kröfur til inn- lendrar hagstjórnar, sem verður m.a. að tryggja að hér skapist ekki óvissuástand, er leiði til alvarlegs fjárstreymis úr landinu. í frjálsræði í þessum efnum felst með öðrum orðum mjög harður agi fyrir íslenska hagstjórn, sem verður að tryggja traust bæði á hinum innlenda pen- ingamarkaði og á íslensku krónunni út á við á hverjum tíma. Þetta mun í reynd þýða, að vextir hér á landi og gengi ísiensku krónunnar verður að ákvarðast fyrst og fremst út frá þeirri nauðsyn að halda sæmilegu jafnvægi í fjármagnsstreymi milli íslands og annarra landa. Smám saman felst í þessu verulegur þrýst- ingur í þá átt að samræma sem flesta þætti íslenskra efnahagsmála, svo sem verðlag, skatta og starfsskilyrði atvinnuvega, því sem almennast er í viðskiptalöndum okkar. Auðvitað yrði slík aðlögun tslenskrar hag- stjórnar ekki átakalaus, en ég sé ekki, hvernig hún verður umflúin, ef ísland á ekki að einangrast efnahags- lega í lengri eða skemmri tíma. Ef rétt er á haldið og horfst í augu við þennan veruleika af fullri einurð, tel ég lítinn vafa leika á, að sá aukni agi, sem þessum breytingum fylgir, yrði þróun íslenskra efnahagsmála ein- göngu til góðs, þegar til lengdar lætur. Lækkandi gengi Kem ég þá að síðasta þættinum í stjórn efnahagsmála, sem hér verður gerður að umræðuefni, en það er stefnan í gengismálum. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að gengi íslensku krónunnar hefur farið sí- fellt lækkandi tvo undanfarna ára- tugi, og nemur lækkunin t.d. gagn- vart Bandaríkjadollar um 20% á ári að meðaltali allt þetta tímabil. Hafa gengislækkanir því verið snar þáttur í þeirri verðbólguþróun, sem hér 3 • I’rnun sparnaöar (peningamagns og sparifjár) sem hlutfall af landsframleiðslu og þróun raunvaxta innlána innlánsstofnana í % á ári MYND 8. RAUNGENGI MIÐAÐ VIÐ LAUNAKOSTNAÐ OG ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA Á MANN, 1979 - 1989 TtótB1,ir Vísitölur, 1979 = 100 128 -| ÞJÓÐARFRAMLF.IÐSLA A MANN 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 hefur átt sér stað, þótt um hitt megi deila, að hve miklu leyti gengisstefn- an hafi verið afleiðing innlendra launahækkana og verðbólguþróun- ■ ar, eða einn af höfuðorsakavöldum hennar. Sjálfur er ég þeirrarskoðun- ar, að eftirgefanleiki í gengismálum hafi átt verulegan þátt í því að magna og viðhalda þeirri þrálátu verðbólgu, sem einkennt hefur þetta tímabil, þar sem hagsmunaaðilar hafa talið sig örugga um, að gengis- lækkanir kæmu ætíð til bjargar, þótt afkomu atvinnuvega væri stefnt í óefni með óraunhæfum innlendum kostnaðarhækkunum. Þótt þessi gengisstefna hafi haft það að mark- miði að tryggja atvinnuvegunum við- unandi rekstrarskilyrði, hefur það viljað bregðast til beggja vona, og raungengi hefur þrátt fyrir þetta verið hér mjög óstöðugt, en það hefur valdið mörgum greinum veru- legum erfiðleikum. Kemur þetta glöggt fram á meðfylgjandi mynd (mynd 8). Sé enn litið til þróunarinnar í umheiminum virðast tvær höfuð- stefnur takast á. Annars vegar hefur frjálst markaðsgengi verið allsráð- andi varðandi ákvörðun gengis milli höfuðmynta heimsins, svo sem Bandaríkjadollars, þýsks marks, japansks yens og sterlingspunds, all- ar götur síðan fastgengiskerfi AI- þjóðagjaldeyrissjóðsins hrundi á ár- unum 1971-1973. Og þrátt fyrir til- raunir til þess að auka stöðugleika í gengi milli þessara mynta, hefur það ekki borið umtalsverðan árangur enn sem komið er. Engu að síður hefur það verið yfirlýst markmið allra helstu iðnríkjanna að koma í veg fyrir að gengislækkanir væru notaðar til þess að draga úr aðhaldi í efnahagsmálum, og hafa þau náð verulegum árangri í því að draga úr verðbólgu, sem sést á því, að meðal- verðbólga í helstu iðnríkjunum hef- ur undanfarin ár verið nálægt 4% á ári að meðaltali. Samfara því, að breytilegt gengi hefur ríkt milli höfuðmyntanna, hef- ur hins vegar verið tilhneiging til þess, að minni þjóðir hafi leitað stöðugleika í gengi með því að tengja gengi sitt einhverjum af helstu gjaldmiðlunum eða reynt hefur verið að tryggja sem stöðugast gengi milli þjóða í tilteknum heimshlutum. Mikilvægasta dæmið um þessa þróun er Myntbandalag Evrópu, sem kom- ið hefur á verulegum stöðugleika milli gengis flestra þátttökuríkja Evrópubandalagsins. Er það yfirlýst stefna Evrópubandalagsins að þetta gengissamstarf verði eflt í framtíð- inni, uns algerri gengisfestu verði náð milli þátttökuríkjanna, og jafn- vel með tíð og tíma komið á einum gjaldmiðli. Þau ríki Vestur-Evrópu, sem utan við bandalagið standa, gera sér þegar ljóst, að þau verði fyrr eða síðar að tengjast þessu mynt- kerfi og hafa í vaxandi mæli stefnt að því að aðlaga gengisstefnu sína Evr- ópubandalagslöndunum. Þannig hafa allar EFTA þjóðirnar, nema íslendingar, í rauninni þegar gert það upp við sig, að þær hljóti innan tiltölulega fárra ára að gerast þátt- takendur í gengissamstarfi Evrópu með formlegum eða óformlegum hætti. Valkostir Þegar litið er til umheimsins virð- ist þannig vera um tvo kosti að ræða fyrir íslendinga varðandi mörkun varanlegrar stefnu í gengismálum. í fyrsta lagi kæmi til greina að taka upp frjálsa gengisskráningu, en at- hyglisvert fordæmi um þá stefnu er að finna á Nýja Sjálandi, þar sem efnahagsaðstæðum svipar þó nokk- uð til þess, sem er hér á landi, t.d. um einhæfni útflutnings og óstöðug- leika í útflutningstekjum. Samfara frjálsri gengisskráningu, sem Nýsjá- lendingar tóku upp fyrir fimm árum, hefur verið komið á algeru frelsi varðandi fjármagnshreyfingar, frjálsum peningamarkaði innan lands, samfara verulegu aðhaldi í fjármálum ríkisins. Með frjálsri gengisstefnu er alls ekki ætlunin að draga úr efnahagslegu aðhaldi eða veita innlendum kostnaðarhækkun- um meira svigrúm, heldur er það hlutverk ætlað stjórn peningamála, sem ber að tryggja stöðugt verðlag með mjög aðhaldssamri stefnu í peningamálum. Jafnframt hafa fjármál ríkisins verið styrkt verulega með afnámi styrkja til atvinnuvega og niðurgreiðslna samfara sölu ým- issa ríkisfyrirtækja til einkaaðila. Hefur þessi stefna Nýsjálendinga þegar borið ótvíræðan árangur í lækkun verðbólgu. Fyrst í stað voru áhrifin hins vegar neikvæð á hagvöxt, enda voru raunvextir í fyrstu mjög háir, en nú er árangurinn einnig farinn að koma í ljós í aukinni framleiðni og meiri hagvexti. Hinn kosturinn er að feta í fótspor þeirra Norðurlandaþjóða, sem enn eru utan við Evrópubandalagið, en þær hafa allar tekið upp stöðugleika í gengisskráningu sem meginviðmið- un, enda búast þær allar við því að þurfa fyrr eða síðar að tengjast gengiskerfi Evrópu með einhverjum hætti. Framkvæmdgengisstefnunnar er hins vegar þannig háttað, að daglegt gengi er ákveðið á frjálsum markaði, en seðlabankarnir sjá um, að það fari ekki út fyrir fyrirfram auglýst mörk. Þannig er gengið breytilegt innan 4!ó% marka í Nor- egi og Svíþjóð, en 6% marka í Finnlandi. Hér er því ekki enn um raunverulega fastgengisstefnu að ræða þar sem dagiegt gengi er bæði breytilegt og hægt er einnig að breyta gengismörkunum til hækkun- ar eða lækkunar, þótt öll löndin reyni að forðast það í lengstu lög. Frammi fyrir þeim kostum, sem hér er um að velja, tel ég vera þungt á metunum, að við erum Evrópu- þjóð og yfirgnæfandi líkur benda til þess, að við munum tengjast Evr- ópubandalaginu með einhverjum hætti á næsta áratug, og þá getur varla verið um annað að ræða en að taka upp svipað gengiskerfi og þar ríkir. Á hinn bóginn gæti verið mjög æskilegt að reyna sem fyrst að koma á laggirnar frjálsari gengisskráningu, t.d. innan tiltekinna marka, en fyrir hugmyndum í þá átt virðist nú meiri áhugi en oftast áður. Vandamálið er að sjálfsögðu það, að íslenski gjald- eyrismarkaðurinn er mjög lítill og viðskipti í höndum fárra, stórra aðila. Það er því ekki auðvelt að segja um það fyrirfram, hvort okkur tekst að koma hér á raunhæfum markaði, sem ekki yrði of háður Seðlabankanum. Það er hins vegar meginatriði, að frjáls gjaldeyris- markaður verður varla nema nafnið tómt á meðan fjármagnshreyfingar milli íslands og annarra landa hafa ekki verið gefnar frjálsar. Góðir áhvyrendur. Ég er nú kom- inn að lokum þessa máls, þar sem ég hef bent á nokkrar meginlínur í þróun efnahagsmála í umheiminum og hugsanleg viðbrögð íslendinga við þeim. Ég hef lagt áherslu á þá skoðun mína, að íslendingar verði nú að gera verulegt átak til þess að móta stefnu í efnahagsmálum, sem gerir þeim kleift að verða þátttak- endur í þeirri þróun í átt til nánara efnahagssamstarfs, sem á sér stað hvarvetna í heiminum, en þó sér- staklega innan Evrópu. Þótt erfið- lega ári í þjóðarbúskap íslendinga eru skilyrði að ýmsu leyti betri nú en fyrir nokkrum árum til þess að nálgast Evrópu að því er varðar verðbólgustig og efnahagsstjórn. Betra jafnvægi hefur náðst á ýmsum sviðum efnahagsmála, þótt mörg vandamál séu óleyst. Samkeppnis- staða atvinnuveganna hefur batnað verulega vegna þeirrar gengisað- lögunar, sem átt hefur sér stað að undanförnu, raunvextir hafa farið lækkandi á þessu ári og dregið hefur úr viðskiptahalla. Skilyrði eiga því að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að ná verðbólgu verulega niður á næstu árum, ef fylgt er aðhaldssamri stefnu í launamálum og fjármálum ríkisins. Ef við þekkjum ekki okkar vitunartíma op sláumst ekki f för með nágrannáþjóðum okkar, sem nú sækja fram til sífellt nánara samstarfs á grundvelli frjálsra við- skipta á öllum sviðum og stöðugleika í efnahagsmálum, þá fyrst finnst mér ástæða til að ugga um efnahagslega framtíð íslensku þjóðarinnar. • (Millifyrirsagnir eru blaðsins) 6. RAUNVEXTIR A ÁRI M.V. tSLENSKAR KRÓNUR A ERLENDUM OG INNLENDUM LANUM 1979-1989 ■ ' t-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.