Tíminn - 07.12.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 7. desember 1989
FRÉTTAYFIRLIT
WASHINGTON - Egyptar
hafa formlega samþykkt fimm
punkta friðaráætlun sem
James Baker utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna hefur laat
fram til að freista þess að
koma á friði í Miðausturlönd-
um. Áætlunin miðar að beinum
friðarviðræðum ísraelaog Pal-
estínumanna. Nú eru tvö ár frá
því Palestínumenn á her-
numdu svæðunum hófu upp-
reisn sína gegn hernámi Isra-
ela.
BOGÓTA - 35 manns fór-
ust er öflug sprenaja sprakk
fyrir utan höfuðstöovar leyni-
lögreglu og öryggislögreglu í
Koiumbíu. 350 særðust.
ABLAH - Elias Hrawi forseti
Líbanon segist ætla að segja
af sér ef hann nái ekki að
hrekja Michel Aoun úr forseta-
höllinni í Beirút.
PARÍS - Frakkar hyggjast
hætta efnahagsaðstoö við
Comoroeyjar þar til evrópskir
málaliðar sem þar hafa náð
völdum eftir að forseti eyjanna
var drepinn veiti eyjaskeggjum
stjórnina að nýju.
MANILA - Corazon Aquino
forseti Filipseyja er talin hafa
misst stuðning margrar dyggra
stuðningsmanna er hún setti á
neyðarástandslög sem gefur
henni rétt til að hefta ritfrelsi og
annað slíkt. Ástæðan er sú ao
hvorki gengur né rekur í að
knésetja uppreisnarmennina
400 sem komið hafa sór fyrir í
fimmtán stórhýsum í viðskipta-
hverfi Manila.
NÝJA DELHI - Hinn nýi
forsetaráðherra Indlands,
Vishwanath Pratap Singh, kom
mönnum mjög á óvart er hann
birti ráðherralista í fimmtán
manna ríkisstjórn sinni. Hann
tók varnarmálin í sínar hendur,
en búist hafði verið við að hann
myndi halda áfram starfi sínu
sem fjármálaráðherra, en hann
gegndi því embætti áður en
hann sagði skilið við Kong-
ressfiokkinn og hóf baráttu
gegn Ftajiv Gandhi og spillingu
á Indlandi.
AÐ UTAN
Austur-Þýskaland:
Seta kommúnista í
forsetastól lokið
Kommúnistinn Egon Krenz hefur sagt af sér sem forseti
Austur-Þýskalands. Manfred Gerlach leiðtogi Frjálslynda
lýðræðisflokksins hefur tekið við forsetaembættinu og er því
40 ára valdatíð kommúnista í forsetastól Austur-Þýskalands
lokið. Manfred Gerlach hefur verið í fararbroddi þeirra sem
krafist hafa umbóta í Austur-Þýskalandi. Hóf hann þá
baráttu með því að standa upp í hárinu á forystu kommúnista-
flokksins með því að krefjast lýðréttinda nokkru áður en
umbótabylgjan, sem sópað hefur kommúnismanum í Austur-
Þýskalandi á brott undanfarnar vikur, reis fyrir alvöru fyrir
aðeins tveimur mánuðum.
Sú tuttugu og fimm manna fram-
kvæmdanefnd austur-þýska komm-
únistaflokksins sem valin var um
síðustu helgi þegar miðstjórn flokks-
ins rak sjálfa sig og stjórnarnefndin i
brást við þessum atburðum með því
að flýta fyrirhuguðu neyðarþingi
kommúnistaflokksins. Mun þingið
verða haldið á morgun, föstudag. Er
jafnvel talið að kommúnistaflokkur-
inn verði lagður niður, enda í sárum
eftir að upp komst um alvarlega
spillingu og fjármálamisferli flokks-
forystunnar og rúmlega hundrað
háttsettra embættismanna. 1 staðinn
verði reynd að stofna úr rústunum
nýjan umbótasinnaðan sósíalista-
flokk í anda ungverska sósíalista-
flokksins.
Flokksdeildirnar í kommúnista-
flokksins eru nú í óða önn að kjósa
fulltrúa sína á neyðarþingið og virð-
ist alger kynslóðaskipti ætla að
verða. Þar sem kosið hefur verið er
ungt fólk í miklum meirihluta. Sem
dæmi um það er meðalaldur fulltrúa
deildarinnar í Dresden 41 ár.
Fyrsta verk Manfreds Gerlachs
Leikritaskáldið Vaclav Havel og félagar hans í lýðræðishreyfingunni
Borgaralegur vettvangur hafa fengið því framgengt að ný frjálslynd
ríkisstjóm tekur við völdum í Tékkóslóvakíu á morgun.
Borgaralegur vettvangur með Vaclav Havel þvinga
kommúnista í átt til meira frjálsræðis:
NU FRJALSLYND
RÍKISSTJÓRN f
m w w /
TEKK0SL0VAKIU
Ný frjálslynd ríkisstjórn mun sjá
dagsins ljós í Tékkóslóvakíu á föstu-
daginn, en þá mun forsætisráðherra
landsins, umbótasinninn Ladislav
Adamec birta nýjan ráðherralista.
Noregur:
Fjórtán fiski-
mönnum bjargað
Björgunarþyrlur björguðu fjórtán
norskum fiskimönnum úr gúmmíbát
við strendur Noregs í gær eftir að
flugmenn farþegaþotu sem var á leið
frá Bandaríkjunum til Evrópu til-
kynnti um logandi bát 100 km frá
ströndum Noregs. Sjómennirnir
fjórtán þurftu að yfirgefa hinn
brennandi bát og höfuð dvalið í
björgunarbátnum nokkra hríð í
ísköldu slagveðri áður en þyrlurnar
komu til bjarga.
Mun listinn verða lagður fyrir for-
ystu Borgaralegs vettvangs til sam-
þykktar áður en hann verður opin-
beraður.
Það var leikritaskáldið og andófs-
maðurinn Vaclav Havel, einn helsti
leiðtogi Borgaralegs vettvangs sem
skýrði frá þessi í gær eftir fundarhöld
með Karel Urbanek aðalritara
kommúnistaflokksins og Ladislavs
Adamec forsætisráðherra.
Hin nýja ríkisstjórn mun leysa þá
ríkisstjórn af hendi sem tók við
völdum á sunnudaginn. Borgaraleg-
ur vettvangur gat ekki sætt sig við
sextán af tuttugu og einum ráðherra
í þeirri stjórn og hafa haldið uppi
verkföllum og andófsfundum til að
knýja á um breytingar. Hafði Borg-
aralegur vettvangur boðað allsherj-
arverkfall á mánudaginn ef engu
yrði breytt. Að auki hafði Ladislav
Adamec hótað að segja af sér ef
kommúnistaflokkurinn léti ekki
undan og leyfði breytingar á ráð-
herralista.
Manfred Gerlach leiðtogi Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins hefur nú
tekið við sem forseti Austur-Þýska-
lands eftir að Egon Krenz fyrrum
leiðtogi kommúnistaflokksins sagði
af sér. Þá er tími kommúnista í
forsetastól í Austur-Þýskalandi á
enda eftir 40 ár.
eftir að hann tók við embætti var að
veita almenna sakaruppgjöf því fólki
sem dúsað hefur í fangelsum fyrir
litlar sakir sem engar. Aðeins harð-
svíraðir glæpamenn fá nú að dúsa í
steininum.
Gerlach tók ekki einungis við
forsetaembættinu heldur einnig við
formennskunni í Varnarmálaráði
landsins og er því einnig orðinn
æðsti yfirmaður austur-þýska
hersins.
Gerlach tók það skýrt fram er
hann tók við forsetaembættinu eftir
fund ríkissráðs Austur-Þýskalands,
að hann muni einungis gegna em-
bættinu til bráðabirgða. Nýr grund-
völlur muni skapast eftir kosningar,
sem haldnar verði innan árs.
Þrátt fyrir að Egon Krenz hafi sagt
af sér embætti og kommúnistar virð-
ast vera að missa völdin í Austur-
Þýskalandi virðist staða Hans Mo-
dlovs forsætisráðherra landsins
trygg. Stuðningur við hann virðist
víðtækur, enda var hann mjög vin-
sæll sem borgarstjóri í Dresden.
Hann nýtur þess nú að hafa verið
haldið úti í kuldanum og ekki verið
hleypt í innsta hring gamla kommún-
istaflokksins, en hann var ekki vin-
sæll þar vegna umbótahugmynda
sinna sem eru í anda stefnu Gorbat-
sjofs.
Modrow mun halda til Dresden
19.desember til að hitta Helmut
Kohl kanslara Vestur-Þýskalands og
ræða við hann hugsanlega efnahags-
aðstoð frá Vestur-Þýskalandi.
Þess má geta að hinum þekkta
austur-þýska lögfræðingi Wolfgang
Vokel sem handtekinn var í fyrradag
á sama tíma og Honecker fyrrum
forseti landsins, var sleppt úr haldi
og var ríkissaksóknari hann afsökun-
ar. Vokel hafði verið borinn röngum
sökum, en hann er frægur fyrir að
hafa verði milligöngumaður í fang-
askiptum á njósnurum austurs og
vesturs.
Loftárás-
ir á þorp
I Súdan
Flugherinn í Súdan gerði í gær
harðar loftárásir á þorp sem eru á
valdi skæruliða í suðurhluta
landsins, aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að friðarviðræður
ríkisstjórnarinnar og skæruliða fóru
út um þúfur í Nairóbí.
Skæruliðar sem undanfarið hafa
látið lítið á sér kræla vegna samn-
ingaviðræðnanna sem voru undir
stjórn Jimmy Carters fyrrum Banda-
ríkjaforseta, segja að loftárásirnar
séu ekkert annað en endumýjuð
stríðsyfirlýsing og að þeim verði
svarað af fullum krafti.
Ekki er vitað um hvert mannfallið
varð í þorpinu Waat, en Ijóst er að
manntjón varð.
Friðarviðræðurnar í Nairóbí
strönduðu á því grundvallaratriði
sem í raun er meginástæða borgara-
styrjaldarinnar, hin íslamska löggjöf
landsins. Norðurhluti landsins er að
megninu til byggður múslímum sem
hafa töggl og haldir í stjórnmálum,
en í suðri búa kristnir menn og fólk
er aðhyllist hin forni hefðbundnu
trúarbrögð ættbálka sinna.
Ríkisstjórn Súdan vildi ekki slaka
á íslamskri löggjöf sem fólk í suður-
hlutanum getur ekki sætt sig við.
Sprengjutil-
ræði í Bogóta
Það var viðburðarfkur dagur í
baráttu stjórnvalda og eiturlyfja-
hringa í Kólumbíu í gær. í Bogóta
höfuðborg landsins sprengdu eit-
urlyfjabarónarnir gífurlega öfluga
sprengju fyrir utan aðalstöðvar
leynilögreglu og öryggislögreglu
Kólumbíu með þeim afleiðingum
að sjö manns fórust að minnsta
kosti og fimmtíu særðust.
Góðu fréttirnar voru hins vegar
þær að Svisslendingar skýrðu frá
því að fimm voldugir eituríyfjabar-
óninn frá Kólumbíu hefðu verið
handteknir þar í landi í síðasta
mánuði. Stjórnvöld hafa ekki skýrt
frá hverjir mennimir em, en þó
hefur lekið út að einn þeirra sé
Severo Escobar, náfrændi Pablo
‘Escobar voldugasta eiturlyfjabar-
óns Kólumbíu og þá heimsins alls.
Sprengjan sem sprakk fyrir utan
höfuðstöðvar leynilögreglunnar og
öryggislögreglunnar í Bogóta var
það öflug að fjöldi húsa í nágrenn-
inu stórskemmdust. Staðarvalið
var ekki tilviljun því stríðinu gegn
eiturlyfjahringunum hefur einmitt
verið að mestu stjórnað frá höfuð-
stöðvunum.
Þá var einn af þeim dómurum
sem rannsaka mál eiturlyfjahring-
anna skotinn á götu í Bogóta.