Tíminn - 07.12.1989, Qupperneq 6

Tíminn - 07.12.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 7. desember 1989 Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð i lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ofbeldi í Reykjavík Líkamlegt ofbeldi í formi skipulagðra árása og misþyrminga fer vaxandi hér á landi, einkum í Reykjavík. Ofbeldið á götum Reykjavíkur er orðið að slíku vandamáli að ráðamenn borgarinnar og lögreglunnar verða að ræðast við um ráð sem fær eru um að stemma stigu fyrir þessari óáran í borgaralegu öryggi. Þótt á það sé bent að það sé málefni borgaryfir- valda og lögreglunnar að fjalla í sameiningu um ráðstafanir í þessum málum, þá er ekki þar með sagt að yfirvöld borgarmála og löggæslu eigi ein að fjalla um málin. Það hljóta fleiri að koma til, einkum þegar leita á skynsamlegra skýringa á vaxandi ofbeldis- hneigð og hrottaskap í þjóðfélaginu. Borgaryfirvöld og lögregla kunna að liggja vel við höggi þegar þessi mál ber á góma. Borgarstjórn hefur ekki orðið tíðrætt um borgaralegt öryggi á reykvískum götum. Stjórn og skipulag lögreglumála hafa ekki hingað til verið talin til brýnustu mála pólitískrar umræðu. Almenningur veit því sáralítið um starfshætti og aðbúnað lögreglunnar og fær litlar leiðbeiningar um það hvers á að krefjast í lögreglu- málum. Hins vegar verður aðieita orsakanna fyrir ofbeldishneigðinni til annars en þess eins sem vangert kann að vera í skipulagi lögreglumála. Ólafur Ólafsson landlæknir ræðir þessi mál í grein í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann að telja megi upp ýmsar hugsanlegar samverkandi orsakir ofbeldis eins og það birtist nú og hefur raunar lengi gert. Þar bendir hann á að ofbeldi hafi „breytt um mynd“, eins og hann orðar það. Ofbeldi og misþyrmingar hafa lengi þekkst í mynd hrottafenginna áfloga, sem landlæknir kallar „hin hefðbundnu slagsmál“. Nú berast hins vegar fregnir af miskunnarlausum mis- þyrmingum á fólki á götum úti. Þeir sem standa að verki fara oft saman í hóp, segir landlæknir, og bendir á að þarna sé um að ræða skipulagðar árásir á saklaust fólk, hrottafengnar ránsaðferðir eða útrás fyrir einhverja ónáttúru. Landlæknir segir erfitt að svara því hver sé orsökin fyrir þessari „breyttu mynd“ ofbeldistilefna. Hann segir þó að augu manna hljóti að beinast að ofbeldiskvikmyndum sem margar hverjar séu „náms- efni“ í misþyrmingum. Hann segir að vísu að lögregluna þurfi að efla, því að ekki megi ofbeldis- seggir komast (upp með athæfi sitt án þess að lögreglan veiti þeim fullt aðhald og borgurum nauðsynlegt öryggi á götum úti. Hins vegar segir landlæknir að foreldrar eigi að bregðast við þessum voða að sínu leyti með betra eftirliti og upplýsingum. Hann beinir einnig orðum sínum til skóla- og heilbrigðisyfirvalda og fjölmiðlanna um að gera sitt til að unnið sé jákvætt gegn ofbeldishneigðinni, orsökum hennar og afleiðingum. Lögreglumál í Reykjavík sem annars staðar heyra undir ríkisvaldið. Svo hefur reyndar alltaf verið þótt fyrr á tíð hafi borgin greitt laun tiltekins fjölda lögreglumanna. Víst er umræðuvert að hverfa aftur til fyrra skipulags að þessu leyti. Um það mættu takast viðræður milli borgaryfirvalda og dómsmála- ráðherra. GARRI Rotmassinn í tilverunni Margt flytjum við inn, enda eigum við ekki yfir að ráða neinu því góssi, sem nægir okkur til nauðþurfta nema físk og mjólk og kjöt. Innflutningur okkar er marg- þættur vegna þess að við lifum vel, eða svo höldum við, og langt er síðan að innflutningur okkar var einkum snæri, rúgmjöl, kandís, kaffi og salt. En nú er skipt um skreið. Ótrúlegustu hlutir eru flutt- ir inn, og höfum við dæmi um margvíslegar jólagjafir, sem seld- ust svo grimmt að geymslur eru fullar af fótanuddtækjum og stól- um fyrir bakverk, að ekki sé talað um hárgreiðslubúnað til heima- nota. Breskur hrossaskítur í nokkurn tíma hefur tíðkast hér innflutningur á hálmi og að öllum líkindum hrossaskít frá Bretlandi. Ekki er leyfilegt að flytja inn hálm og þaðan af síður dýraskít. Það breytir engu. EftirUtið virðist svona og svona og svo er hægt að orða fylgibréf þannig, að erfitt sé fyrir aðra en innvigða í hrossaskít að skilja hvað er á ferðinni. í þessu tilfeUi mun rotmassinn, það er hálmurinn og skíturinn bera nafnið sveppagró vegna þess að í hann hefur verið sáð þessum gróum. Hér vaxa af þessu ætisveppir og eru þeir vinsæl fæða. Fæstir munu láta sig varða upp úr hverju æti- sveppir vaxa, þegar þeir eru komn- ir í súpu eða sósu, og svo er bara eitthvað framandi að þeir skulu sprottnir úr innfluttum rotmassa. Það kemur heim og saman við aðrar hugmyndir um innflutning á matvælum. lllllllllllllllilillllllllll VÍTT OG BREIl Ljótur Ofbeldi er tískuorðið í dag og um það tala og skrifa allir sem þykjast hafa eitthvað til mála að leggja. Þjóðarsál Ríkisútvarpsins lét ekki sitt eftir liggja og þar var málið reifað með þeim eindæmum, að landshlutarígur var kallaður nakið ofbeldi og gengu fordómarn- ir og klögumálin á víxl með þeim hætti að hlutlausir hlustendur gætu haldið að atvinnustéttir og lands- hlutar ættu í blóðugri styrjöld sín á milli. Fæstir þeirra sem görguðu í þennan orðabelg vildu neitt um sjálft umræðuefnið vita, sem var það ofbeldi sem framið er af bar- smíða- og hnífastungumönnum á fólki sem þeir hvorki þekkja eða kemur neitt við. Umræðan flæktist sem sagt út um víðan völl og hringdu menn inn í ákafa til að koma þröngsýni sinni, vanþekkingu á landshögum og um- fram allt heift í garð náungans á framfæri. Inn á milli komst einn og einn sem reyndi að bera klæði á vopnin og bað menn að sýna ein- hverja sanngirni í dómum sfnum, en á það var lítið hlustað. Heift Hrepparígur og nágrannaerjur eru síður en svo nýtt fyrirbæri og að halda að grasið sé ávallt grænna hinum megin í dalnum sýnist vera hluti af mannlegri náttúru. En það setti að manni óhug að hlusta á það heiftúðlega tal, sem borið var á borð í ríkisfjölmiðlinum og þá óskammfeilni sem menn sýndu með því að bera út þær skoðanir sem þarna komu fram. Strigakjaftar æstu sig upp í þann málflutning að bændastéttin beitti þéttbýlisbúa ofbeldi með sjálftöku á verðlagi búvara og loðdýrabænd- ur fengu það óþvegið fyrir að hafa gert tilraun til að fjölga búgreinum, allt á kostnað þéttbýlisbúa og heimta nú að þeir borgi brúsann fyrir þá. Hægðatregða í hrossum? Ekki hefur fyrr komið í ljós að á íslandi skuli ekki vera til nógur skítur til að búa til rotmassa fyrir svepparækt. Mikið hlýtur það að vera huggulegt fyrir þá, sem annast vilja um hreinleika náttúrunnar, og þessa óspilltu náttúru, sem alltaf er verið að tala um, að þegar tU stykkisins kemur skuli þurfa að flytja inn skít, væntanlega vegna þess að íslensk hross eru svo pen, að ekki næst utan um þetta hjá þeim. Samt er nú hrossabúskapur- inn töluverður og hefði mátt ætla að nóg félli til af hrossaskít ef eftir væri leitað. Að vísu er tíðin oft þannig að hross eru á beit langt fram eftir vetri eins og núna, og þá getur orðið erfltt um söfnunina. Þá er það algjör nýlunda, eftir að landið er orðið svo laust við skít svona almennt, að það þurfl að flytja hann inn frá Bretlandi, til að geta komið upp sveppum í súpur og sósur. Einhvemtíma virðist hafa verið meira af honum, eins og þegar túnávinnsla var með gamla laginu og taðkvarnirnar gengu vor- daginn langan. Þá er hans getið út af þingmáU, sem kom upp fyrir stríð, þegar lagt var til að tekinn yrði upp þegnskylduvinna. Einum varð þá að orði: Ó, hve margur yrði sæll og elska myndi landið heitt mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. Varla hefði á þessum áram þótt ástæða tU að sækja hrossaskít tU Englands og alls ekki hefði nú orðið af þegnskylduvinnunni. Viðskiptajöfnuðurinn Ekki mun þess gæta svo mjög í viðskiptajöfnuði við útlönd, þótt fluttur sé inn erlendur skítur. Það er hins vegar töluvert sérkennUeg- ur innflutningur. Viðskiptajöfnuð- ur okkar er yfirleitt óhagstæður, enda getum við lítið látið af hendi nema þennan þorsk, sem stöðugt fer minnkandi. Og eins og sagði í upphafi, þá er Ijóst að margt þarf að flytja inn vegna þess að ekki era ástæður hér tíl að framleiða aUt tU þarfa þjóðarinnar. Mitt í þessum innflutningsþrengingum kemur það alveg flatt upp á Garra að tU landsins þurfi að flytja sklt. Fyrir utan að það ætti að vera nóg af honum í landinu, er Ijóst að vegna smithættu er frágangssök að halda þessum innflutningi áfram. Tómt mál er að skjóta sér á bak við sveppagróin. Þau geta vaxið í ís- lenskum hrossaskít. Nema þaraa sé kominn angi af helsta baráttu- máli ritstjóra DV, sem viU láta flytja inn matvæU tU að keppa við matvæU okkar í hagkaupum þétt- býUsstaða. Sveppir eru matvæli og aUt sem tU þeirra er lagt verður að þessum matvælum. Vel má vera að enskur hrossaskítur sé það mikið ódýrari en sá íslenski, að innflutn- ingurinn haldi niðri verði á sveppum. Það er eina skýringin á þvi að ekki skuU notast við íslensk- an skít, en þá fer maður að skUja þessa stóru nauðsyn. Hún yfir- skyggir aðrar röksemdir eins og þeir vita sem hafa fyármálavit sitt úr DV. Garri ) llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll orðabelgur Þeir sem þóttust málsvarar dreif- býlis eða landsbyggðar fóru létt með að sýna fram á að helvítin í Reykjavík mergsjúga alla þá sem annars staðar búa. í höfuðborginni er enginn matvinnungur heldur lifa þar allir góðu lífi á þrældómi og striti þeirra sem annars staðar búa. Einn vildi sigla á brott með Vestfjarðakjálkann og þá 200 mílna auðlindalögsögu sem honum heyrir til. Þá verður, sko, ekkert nema garnagaul fyrir sunnan. Glóruleysa Það er umhugsunarefni hvernig og hverjir ala á hugmyndum af því tagi sem hér er minnst á. Það kemst engin heil hugsun eða vit- glóra að í hausum þeirra sem ala á ástæðulausum hatursáróðri milli landshluta eða atvinnustétta. í hugarheimi sumra fer engin verðmætasköpun fram nema með veiðum eða frumframleiðslu. Aðr- ir líta á þá verðmætasköpun sem dragbít og sníkjudýr á skattborgur- unum, að því er best verður séð. Að atvinnulífið sé samtvinnað úr mörgum ólíkum þáttum og að tæknivætt nútímasamfélag er allt annarrar gerðar en bænda- og veið- imannaþjóðfélagið sem hér var við lýði langt fram á okkar daga, kemst auðvitað ekki að í þeirri frumstæðu hugsun sem elur á heift og ósanngirni manna á meðal. Tæknin ein sér og fjármagns- hræringar alls konar kemur fyrir lítið ef engin er framleiðslan. En þegar allt kemur til alls fer verð- mætasköpunin fram með svo marg- víslegum hætti að þar er einatt erfitt að greina á milli hvort einn þáttur atvinnulífsins sé eitthvað merkilegri eða mikilvægari en annar. Búseta manna ræðst af mörgum hlutum og það er ekkert endilega einhver sérstök dyggð að búa af- skekkt fremur en hitt að þéttbýlis- búinn getur þóst vera skattborgar- inn sem heldur framleiðslugreinun- um uppi með fégjöfum. Þeir sem vitandi vits ala á að- skilnaðarstefnu með tilheyrandi óvildarhug á milli landshluta vinna þjóðinni allri mikið ógagn. Ef menn hafa ekki skilning á því að hagsmunimir sem eiga að tengja eru svo miklu mikilsverðari en þeir sem sundra, eiga þeir að hafa vit á að vera ekki að opinbera fáfræði sína og heimskulega heift í garð þeirra samlanda sinna sem ekkert hafa ti' saka unnið annað en að búa annaðhvort í dreifbýli eða þéttbýli og vinna fyrir brauði sínu sitt með hvoru mótinu. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.