Tíminn - 07.12.1989, Side 7
Fimmtudagur 7. desember 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
Jón Sveinsson:
Umhverfisráðuneyti
Á Alþingi er nú til umfjöllunar stjórnarfrumvarp er gerir
ráð fyrir stofnun sjálfstæðs umhverfisráðuneytis 1. janúar
1990. Af því tilefni er ástæða til að fjalla stuttlega um
aðdraganda málsins og helstu sjónarmið.
Tilraunir til
lagasetningar
Frá árinu 1975 hefur ítrekað
verið reynt að koma á heildarlög-
gjöf um umhverfismál, yfirstjóm
þeirra og umhverfisvemd. Allar
slíkar tilraunir hafa til þessa mnnið
út í sandinn. Lengst var komist á
síðasta þingi þegar lagt var fram
stjómarfmmvarp um umhverfis-
mál er gerði bæði ráð fyrir stofnun
sjálfstæðs ráðuneytis og afmörkun
verkefna þess. Frumvarpið var lagt
fram nokkuð seint eða í apríl 1989.
Mætti það nokkurri andstöðu og
varð því ekki útrætt. Við umfjöllun
þess kom þó glöggt í ljós að mikill
meirihluti var innan Alþingis fyrir
stofnun umhverfisráðuneytis og
mótun framtíðarstefnu á því sviði.
Skipan umhverfismála
hérlendis
Þótt yfirstjóm umhverfismála
hér á landi sé ekki samræmd hefur
margt áunnist síðustu árin. Hafa
ýmis ný lög markað viss þáttaskil.
Má nefna náttúruvemdarlöggjöf
frá 1971, löggjöf um skipulag
ferðamála, lög um Landmælingar
íslands og lög um Geislavarnir
ríkisins, öll frá 1985, um vamir
gegn mengun sjávar og gegn hættu-
legum efnum frá 1986, um eiturefni
og hættuleg efni og um hollustu-
hætti og heilbrigðiseftirlit frá 1988
og um ráðstafanir af völdum ein-
nota umbúða fyrir drykkjarvörur
frá þessu ári. Þá hefur heilbrigðis-
ráðherra nýlega sett reglugerð þar
sem strangari kröfur em gerðar um
mengunarvarnir.
Heildaryfirstjórn umhverfismála
skortir þó enn. Eru málaflokkarnir
dreifðir víða um stjórnkerfið og
lúta nú stjórn átta mismunandi
ráðuneyta.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneyti fer með mál er varða
hollustuhætti og mengunarvarnir,
eftirlit með matvælum og öðmm
neyslu- og nauðsynjavörum, eitur-
efni og hættuleg efni, og Geisla-
vamir ríkisins.
Menntamálaráðuneytið fer með
mál er varða náttúmvemd, vemd-
un Mývatns og Laxár í Suður-Þing-
eyjarsýslu, sinubrennur og með-
ferð elds á víðavangi, dýravernd,
fuglaveiðar og fuglafriðun, eyð-
ingu svartbaks, friðun hreindýra
og eftirlit með þeim, Náttúmfræði-
stofnun íslands og friðlýsingu húsa.
Landbúnaðarráðuneyti fer með
mál er varða gróðurvernd og
skógrækt, eyðingu refa og minka
og embætti veiðistjóra.
Samgönguráðuneytið fer með
mál er varða varnir gegn mengun
sjávar, Siglingamálastofnun ríkis-
ins, loftferðir og Landmælingar
íslands.
Félagsmálaráðuneyti fer með
mál er varða skipulag, embætti
skipulagsstjóra, skipulagsstjórn
ríkisins og byggingarmál.
Sjávarútvegráðuneytið fer með
mál er varða friðun fiskimiða,
hvalveiðar, selveiðar og um bann
við losun hættulegra efna í sjó.
Iðnaðarráðuneyti fer með ýmis
sérlög um verksmiðjur, t.d. ál-
bræðslu í Straumsvík, kísilgúr-
verksmiðju við Mývatn og járn-
blendiverksmiðju í Hvalfirði.
Einnig fer iðnaðarráðuneyti með
nýsamþykkt lög um ráðstafanir
gegn umhverfismengun af völdum
einnota umbúða fyrir drykkjarvör-
ur.
Utanrfldsráðuneytið fer með öll
umhverfismál á umráðasvæði vam-
arliðsins og gerð milliríkjasamn-
inga um umhverfismál.
Mörg ráðuneyti fjalla því um
umhverfismál, hvert á sínu afmark-
aða sviði. Er ástæða til að ætla að
heildarsýn yfir málaflokkinn sé
ófullnægjandi.
Helstu rök
Skipta má röksemdum fyrir því
að skipa umhverfismálum í eitt
ráðuneyti í þrjá flokka; alþjóðleg
rök, almenn innlend rök og sam-
ræmingarrök.
1. í alþjóðlegu samhengi hefur
verið bent á að vemdun andrúms-
loftsins sé brýnt sameiginlegt verk-
efni allra þjóða. Baráttan um
vemdun ósonlagsins, um varnir
gegn hættulegum lofttegundum og
súra regnið em sameiginleg svo
nokkuð sé nefnt.
Sama má segja um vemdun
hafsins og vemdun fiskimiða, sem
lífsafkoma margra þjóða byggist á.
Óhöpp kjamorkukafbáta og fyrir-
ætlanir um byggingu endurvinnslu-
stöðva fyrir kjarnorkuúrgang
verða til þess að minna okkur
óþægilega á þessa staðreynd.
Umhverfismál em með öðmm
orðum ekki einkamál einstakra
ríkja.
2. Á hátíðastundum er hér á
landi oft rætt um hreint og ómeng-
að land. Sú fullyrðing er rétt að
vissu marki, sérstaklega ef borið er
saman við ástandið í háþróuðum
iðnaðarlöndum sem eiga við mar-
gvísleg mengunarvandamál að
stríða. ísland er hins vegar ekki
eins hreint og ómengað og oft er
haldið fram. Umgengni við landið
og náttúmna er því víða slæm.
Ýmis dæmi má nefna.
* Skolpmengun er víða í fjömm
og holræsi sveitarfélaga ófullnægj-
andi.
* Mengun frá iðjuvemm og iðn-
fyrirtækjum er víða um land, í
lofti, í sjó og á landi.
* Opnir sorphaugar sveitarfélaga
em allvíða og sífelldur ágreiningur
um urðun sorps.
* Meðferð umbúða, svo sem
glervara, dósa og askja, úti á
víðavangi er víða áfátt. Með ný-
samþykktum lögum um ráðstafanir
gegn umhverfismengun af völdum
einnota umbúða fyrir drykkjarvör-
ur er þó leitast við að bregðast við
þessum vanda.
* Eitt alvarlegasta umhverf-
isvandamálið er þó umgengni
landsmanna á liðnum árum og
öldum við gróður, kjarr og skóga
landsins. Gróður er á stöðugu
undanhaldi, þ. á m. náttúrulegir
birkiskógar. Tillitsleysi hefur því
miður ríkt allt of lengi gagnvart
landinu.
Umhverfisvandamálin eru því
víða.
3. Á ýmis atriði hefur verið bent
til rökstuðnings samræmdri stjórn
umhverfismála.
* Afgreiðsla og stefnumótun
verður greiðari og mál lenda síður
í veltingi milli ráðuneyta eða sér-
stofnana þeirra.
* Líklegt er að ábendingar í
umhverfismálum komi fyrr fram
þegar ábyrgð á afgreiðslu skyldra
mála er í meginatriðum á einni
hendi.
* Dregið er úr hagsmunaárekstr-
um sem fylgja því að atvinnuvega-
sjónarmið og tengd friðunar- og
verndunarsjónarmið heyra undir
sama ráðuneyti eins og nú er
algengast.
* Á alþjóðavettvangi er afar
mikilvægt að festa í sessi þá ímynd
að ísland sé hreint og óspillt land,
m.a. með hliðsjón af útflutningi á
matvælum og vaxandi ferðamann-
aþjónustu. Umhverfísráðuneyti
sem markaði stefnu á þessu sviði
og hefði nauðsynlega yfirsýn er
líklegra til árangurs en mörg ráðu-
neyti hvert á sínu sviði.
* Nauðsynlegt er að einn aðili
hafi yfirumsjón með ört vaxandi
erlendum samskiptum á sviði um-
hverfismála og taki þátt í alþjóð-
legri samningsgerð.
Andstaða
Andstaðan við stofnun sjálf-
stæðs umhverfisráðuneytis hefur
annars vegar byggst á andstöðu við
stofnun sjálfstæðs ráðuneytis og
hins vegar á ýmsum faglegum sjón-
armiðum er tengjast flutningi og
meðferð verkefna.
Ýmis rök gegn stofnun sjálfstæðs
umhverfisráðuneytis hafa verið
sett fram. Meðal annars hefur
verið bent á:
* Að auðveldlega megi koma
verkefnum fyrir með starfsemi
annarra ráðuneyta eins eða fleiri.
Hafa sjónir manna einkum beinst
að félagsmálaráðuneyti, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneyti eða
samgönguráðuneyti, ýmist að fullu
og öllu eða að hluta. Af og til hefur
verið rætt um stofnun sérstakrar
umhverfismálaskrifstofu innan
forsætisráðuneytisins.
* Að stofnun umhverfisráðu-
neytis hafi aukinn kostnað í för
með sér fyrir ríkissjóð.
* Að hætta sé á að ráðuneytið
þenjist út, verði mikið bákn og
auki á miðstýringu.
* Að hagsmunaaðilum í atvinnu-
rekstri og jafnvel sveitarfélögum
verði gert erfitt fyrir að ýmsu leyti
og kostnaður þeirra aukist vegna
ákveðnari kröfu um umhverf-
isvernd og hollustuhætti.
Andstaðan við flutning verkefna
til nýja ráðuneytisins byggist aðal-
lega á þremur sjónarmiðum.
* f fyrsta lagi er ágreiningur um
hvaða málefni teljist fræðilega séð
til umhverfismála.
* f öðru lagi er því haldið fram
að hagsmunir stangist á og verði
oft lítt samrýmanlegir, efnahagsleg
sjónarmið annars vegar og vemd-
unarsjónarmið hins vegar muni
togast á.
* í þriðja lagi að skilið verði á
milli nýtingar og verndunar auð-
linda. Best fari á því að þeir sem
nýta auðlindir sjái einnig um
verndun þeirra, enda eigi þeir mest
undir skynsamlegri nýtingu. Er
gjarnan vísað til Bmndtland-
skýrslunnar svonefndu í þessu efni.
Niðurlag
í þessu máli eins og svo mörgum
öðrum eru sjónarmið skipt. Stofn-
un umhverfisráðuneytis mun vissu-
lega kosta fé. Takist okkur að bæta
umhverfi okkar og vemda fyrir
komandi kynslóðir er því fé hins
vegar vel varið. Ljóst er þó að gæta
verður fyllsta aðhalds og ráðdeild-
ar í uppbyggingu ráðuneytisins svo
þar verði ekki það „bákn“ sem
sumir óttast.
Um þessar mundir eykst áhersla
á umhverfismálin um heim allan.
Er líklegt að sú umfjöllun fari enn
vaxandi, einnig hérlendis. Verða
íslendingar á sama hátt og aðrar
þjóðir að taka ákveðið og skipu-
lega á þessum málum, bæði á
innlendum og alþjóðlegum vett-
vangi. Stofnun umhverfisráðuneyt-
is er mikilvægt skref í þá átt.
Höfundur er aðstoðarmaður for-
sætisráðherra.
BÓKMENNTIR
Sýnisbók þýskra bókmennta
Martin Opitz (1597—1639) Immanuel Kant (1724—1804) Franz Kalka (1893—1924) Oswald von Wolkertstein
(1377-1445)
Die Deutsche Literatur von Mittelalter
bis zum 20. Jahrhundert. Texte und
Zeugnisse. Im Verein mit Helmut de
Boor, Hedwig Heger, Albrecht
Schöne, Hans-Egon Hass und Benno
Wiese. Herausgegeben von Walter
Killy. 10 Bánde. Deutscher Taschen-
buch Verlag 1988.
Á þessum 10.600 blaðsíðum er
komið til skila úrvali þýskra bóka og
bókmenntatexta frá upphafi ritaldar
á þýska málsvæðinu og fram til 1933.
Sýnisbækur þýskra texta hafa komið
út áður, þær hafa mótast af viðhorf-
um og smekk hvers tíma. Kunnasta
sýnisbók bókmennta á 18. öld, sem
gefin var út á þýska málsvæðinu var
„Beispielsammlung“ kennd við Go-
edeke, 1849. Hér eru birtir frumtext-
ar hvers tímabils ásamt yfirlitsrit-
gerðum útgefenda sem skýra for-
sendur þeirra verka sem birt eru og
jafnframt ríkjandi bókmenntastefn-
ur. Útgefendumir em kunnir bók-
menntafræðingar og leitast við að
koma til móts við lesendur með
skýringum og útlistunum textanna
þegar þörf er talin á.
Ritsafnið er bæði ætlað lærðum og
leikum, textamir oftast heildarverk
höfunda og þegar því verður ekki
við komið þá em valdir heildarkaflar
úr verkunum. Ritið er því í senn
lestrarbók og uppflettirit í bók-
menntasögu og menningarsögu.
Þetta er ljósprent útgáfunnar sem
C.H. Beck gaf út á árunum 1965-
1985 og er samtals 10 bindi. Fyrsta
bindið nær yfir miðaldir um 600 ára
tímabil og er gefið út í tveimur
hlutum, II1 og 112. Annað bindið,
síðmiðaldir og húmanismi II/l og
II/2. Þriðja bindið, barokktíminn,
Fjórða, 18. öld. Fimmta Sturm und
Drang, klassíkin og rómantíkin,
skiptist í tvö bindi, V/1 og V/2.
Sjötta bindið 19. öld og sjöunda
bindið tuttugasta öld eða nánar frá
1880-1933.
í sjöunda eða síðasta bindinu er
fjallað um bækur og bókmenntir
sem em undanfari nútímabók-
mennta. Textanum er raðað í tíma-
röð. 1 fyrstu er kafli um hneigðir og
stefnu tímaskeiðsins, þar sem birtir
em kaflar úr ritum svo sem „Der
Nihilismus als psychologischer
Zustand“ úr „Der Wille zur Macht“
Nietzsches. Kaflar em teknir úr
ritum Jacobs Burckhardts, Emst
Troeltschs, Max Webers, Husserls,
Freuds og Roberts Musils en úr
verkum hans er tekinn kafli úr „Der
Mann ohne Eigenschaften“ úr 1.
bók, 2. kafla, 39. kapítula. í 2. kafla
em þættir um kenningar í listum,
þar em þættir eftir Ernst Cassirer,
Wölfflin, Kandinsky og Walter
Benjamin.
Ritinu er síðan skipt upp í aðal-
þætti eftir tímaröð og innan hvers
þáttar em tekin sýnishorn úr verkum
þeirra sem móta viðkomandi tíma-
skeið eða skáldaskóla. Natúralism-
inn, júgendstíllinn, expressionismi
o.s.frv. Þeir höfundar sem falla ekki
inn í neinn ákveðinn skáldaskóla em
sér, svo sem Rilke, Hugo von Hof-
mannsthal, George Kafka og
Brecht. Þetta bindi, sem spannar
tímabilið 1880 til 1933 er samtals
tæpar 1200 blaðsíður og því fylgir
inngangur, ritgerð Walthers Kelly,
sem hefur séð um útgáfuna.
önnur bindi safnsins em skipu-
lögð á svipaðan hátt og því er
ritsafnið í senn sýnisbók andlegra
hræringa, bókmenntasaga og sýnis-
horn verka þeirra höfunda sem em
mótaðir og hafa jafnframt mótað
tíðarandann, eins og hann tjáist í
ritum þeirra.
Frágangur allur er eins og best
verður á kosið og ætti að koma
öllum í góðar þarfir, hvort heldur
fræðimönnum í greininni eða al-
mennum lesendum og ekki hvað síst
þeim sem leggja stund á þýska og
samevrópska sögu og menningar-
sögu. Sigurlaugur Brynleifsson.