Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn TIL SÖLU Toyota Corolla 1600 Gti 1988 ekinn 32.000 km □ Rafmagn í rúðum □ Raflæsingar □ Sóllúga □ □ Vökvastýri □ Vetrar- og sumardekk. □ Skipti möguleg. Verðhugmynd 1.050.000.- Upplýsingar í síma 686300 frá kl. 9.00 til 14.30 og 675603 eftir kl. 18.00. mELARUS traktorar íá kynningarverði IBELARUS fjórhjóladrifs I traktorarnir eru f meö best búnu í traktorum á J markaðnum j og jafnframt J þeir ódýrustu J sem völ er á. Hljóöein- f angraö ör- f yggishús, f vandaö öku- f mannssæti Imeö tauáklæöi! I Fjórhjóladrif og 1 fjööruö framhásing, sjálfvirkar f driflæsingar, vökvakrókur/sveiflubeisli, hliö- J arsláttarkeöjur, þrefalt vökvaúttak, aurhlíf- J hlífar aö framan, 24 volta startari, loftdæla f meö kút, útvarp/segulband, og margt fleira.. Oo BELARUS BELARUS traktorar til afgreiðslu strax. Einstaklega hagstætt kynningarverð Takmarkaður fjöldi véla. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst til að tryggja afgreiðslu fyrir áramót. ARMULA 11 SIMI: 681500 Auglýsing Veðurstofa íslands, veðurspádeild, óskar eftir að ráða eftirlitsmann í 14 mánuði frá 1. jan. 1990 að telja. Um vaktavinnu er að ræða. Æskileg menntun er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Reynsla í skráningu á tölvur kemur að notum. Upplýsingar gefur deildarstjóri veðurspádeildar. Umsóknum ber að skila til Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík fyrir 16. des. n.k. Veðurstofa íslands. Fimmtudagur 7. desember 1989 Helgafellskirkja með nýja tuminn eftir breytingar. Viðgerð á Helga- fellskirkju lokið Helgafellskirkja fyrir breytingar. Kirkja sú er nú stendur að HelgafeOi var vígð á nýársdag 1903 og var kirkjusmiður Sveinn Jónsson, snikkari í Stykkishólmi. Sagan hermir að fyrsta kirkja að Helgafelli hafi verið reist árið 1000 af Snorra goða Þorgrímssyni, eða sama ár og kristni var lögtekin á íslandi. Helgafell er sögufrægur staður sem flestum er kunnur og þangað leggja fjöldamargir leið sína á árí hverju, jafnt innlendir sem erlendir. Nú í haust var lokið mikilli viðgerð og endurbótum á kirkjunni og hún meðal annars færð að miklu leyti í upprunalegt horf. Var þess minnst með hátíðar- messu að Helgafelli 22. október sl. að viðstöddu fjölmenni. Sr. Hjalti Guðmundsson, fyrrum sóknar- prestur, flutti hátíðarræðu og próf. sr. Ingiberg J. Hannesson og sr. Gísli H. Kolbeins þjónuðu fyrir altari. Meðhjálpari Hjörtur Hin- riksson, organisti fr. Sigríður B. Kolbeins, einsöngvari Ronald Wil- son Turner, söngfólk úr kirkjukór Stykkishólms annaðist söng. Að lokinni messu var kirkjugest- um boðið til kaffidrykkju í félags- heimilinu að Skildi. Þar tilkynnti sóknarprestur, sr. Gísli H. Kolbeins, um peningagjöf sem borist hefði Helgafellskirkju að upphæð kr. 200 þúsund, til minningar um hjónin Hall Krist- jánsson og Sigríði Illugadóttur, fyrrum ábúendur að Gríshóli í Helgafellssveit, og börn þeirra fimm sem látin eru. Er gjöfin frá börnum og bamabörnum þeirra hjóna. Einnig bámst gjafir í tilefni 85 ára afmælis kirkjunnar, kr. 25 þúsund frá Jóni Jónssyni, fyrrum bónda á Kóngsbakka, og frá börn- um hjónanna Maríu M. Kristjáns- dóttur og Kristjáns Jóhannssonar, áður ábúenda á Þingvöllum. En þau gáfu rafmagnsþilofna til upp- hitunar kirkjunnar. María hefði orðið 100 ára 10. ágúst sl. Þess má geta að María stofnaði sjóð nokkm áður en hún lést, til minningar um mann sinn og systur, og nefnist hann Viðhaldssjóður Helgafells- kirkju og var stofnfé hans 155 þúsund krónur. Síðla árs 1983 var ákveðið á safnaðarfundi að hafin skyldi við- gerð á kirkjunni og þótti það við hæfi er kirkjan var áttræð og yrði það nokkurs konar afmælisgjöf. Þar sem enn hafði orðið vart umtalsverðs leka var ákveðið að smíða nýjan turn. Og að tillögu húsfriðunamefndar var hann hafð- stjórn öll árin. Verður honum seint fullþakkað það mikla og góða starf sem hann hefur unnið fyrir Helga- fellskirkju. Er viðgerð hófst var Hafsteinn Sigurðsson, smiður og tónlistar- kennari í Stykkishólmi, fenginn til verksins og vann hann með hléum á fjórða ár og smíðaði meðal ur í líkingu við þann tum sem upphaflega var á Helgafellskirkju. Þegar hafin var viðgerð kom í ljós mikill fúi og einnig að festingar höfðu losnað svo kirkjan hafði raskast á gmnni svo mænir og þak höfðu skekkst. Er framkvæmdir hófust átti Helgafellskirkja 50 þúsund krónur í sjóði og var þá þegar ljóst að svo umfangsmikil viðgerð yrði litlu sveitarfélagi erfíð. En brátt fóm kirkjunni að berast gjafir víða að. Ekki er þess kostur að telja upp alla gefendur. En gjafafé á þessum tíma er komið í eina milljón króna. Fleiri gjafir hefur kirkjan fengið sem ekki verða í krónum taldar en em ekki minna virði og er þar átt við alla þá sem gefíð hafa vinnu eða sýnt hlýhug sinn í verki á einn eða annan hátt. Eru þeim öllum færðar alúðarþakkir, svo og hreppsnefnd Helgafellssveitar sem oftar en einu sinn hljóp undir bagga er fjárhagur var kominn í þrot, einnig em þakkir til húsfrið- unarnefndar fyrir veitta aðstoð. Á tveimur heimilum hefur mætt öðmm fremur meðan á viðgerð stóð, en það eru Helgafells- og Þingvallaheimilin, en Hallvarður Kristjánsson, bóndi á Þingvöllum, hefur haft á höndum framkvæmda- annars þann fallega og vandaða tum sem nú prýðir kirkjuna. Þegar Hafsteinn lauk verki tók við verk- stæðið Eining hf. í Stykkishólmi. Þá hefur Skipavík hf. í Stykkis- hólmi annast sérsmíðar. Síðasta verkefnið var að mála innan kirkj- una og tók það að sér Jón Svanur Pétursson, málari í Stykkishólmi, hefur hann lagt mikla vinnu í að ná upprunalegum svip á kirkjuna og er það verk honum til sóma. Er þessum mönnum öllum þökkuð vel unnin störf. Enn er þess ógetið að lagður hefur verið gangstígur að kirkjunni og steyptar tröppur, gerð skábraut fyrir hjólastóla ásamt því að útbúið hefur verið bílastæði, komið hefur verið fyrir flóðlýsingu utan dyra og fánastöng sem niðjar hjónanna Jó- hanns Magnússonar og Ingibjargar Þorsteinsdóttur gáfu fyrir nokkmm ámm. Þá hefur hluti kirkjugarðs verið sléttaður. Að lokum má minnast klukk- unnar fomu frá dögum Helgafells- klausturs sem nú hefur verið hengd upp í Helgafellskirkju. Orðin sem á hana eru letruð eiga við enn í dag. Gef frið, Drottinn, á vorum dögum. Margrét Kjartansdóttir formaður sóknamefndar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.