Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.12.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 7. desember 1989 - - Fimmtudagur 7. desember 1989 ‘Tíminn 11 rilri'í’ sneyðingin færi fram í lokaðri vélasam- stæðu þar sem öllum óæskilegum gerlum væri eytt og ætissveppagróunum síðan blandað í massann, honum pakkað og hann síðan sendur af stað til Islands. „Þung“ sveppagró Rotmassinn er fluttur inn undir toll- skrámúmerinu 06029100 sem sveppagró. Sveppagróin sjálf em afar lítil og létt og af þeim em notuð 3-4 grömm í hvert kíló af rotmassa. Á þessu ári hafa samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar verið flutt inn 370 tonn af „sveppagróum“ sem eru því að lang mestu leyti rotmassi. „Okkur hefur fundist þessi gró ansi þung,“ sagði starfsmaður Hagstofunnar þegar spurst var fyrir um rotmassainn- flutninginn. Ragnar Kristinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Flúðasveppa hóf sína ræktun árið 1984. Þá var hörgull á hálmi innanlands og átti hann í erfiðleikum með að fá hálm í fyrstunni. Hann sótti þá um til landbúnaðarráðuneytisins að fá að flytja inn hveitihálm frá Danmörku en erindinu var hafnað og vísað í því sambandi til laga nr. 11/1928 sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar. Ragnar segist hafa sætt sig við synjun- ina í sjálfu sér og í kjölfar hennar ákveðið að laga sig að íslenskum aðstæð- um. Sér hafi því komið það í opna skjöldu þegar innflutningur síðan hófst á sjálfum rotmassanum erlendis frá en hann telur að rotmassi hljóti að vera mun líklegri smitberi heidur en hálmur. Þar að auki væru veittar undanþágur frá hálmbanninu í sambandi við innflutning á blómum t.d. Innflutningurinn sparar fé og fyrirhöfn Sveppaframleiðendur á íslandi höfðu allir áður en þessi innflutningur hófst, búið til rotmassa sinn sjálfir en það er talsvert umstang og erfiði og reksturinn þarf að vera umfangsmikill til að borgi sig að vélvæða þennan þátt ræktunarinn- ar. Þegar hann er búinn til er blandað saman hálmi og yfirleitt hrossaskít. Þessu er mokað saman í haug sem síðan geriar og hitnar rækilega í. Á ákveðnu stigi gerjunarinnar er sveppagróunum blandað í massann og honum komið fyrir í sérstökum ræktun- arklefum með réttu hita- og rakastigi. Þar vaxa síðan sveppaþræðir um allan massann en á ákveðnu vaxtar- eða myglustigi er þunnu moldarlagi jafnað yfir og upp úr því vaxa síðan ætissvepp- imir sjálfir. Innflutningur á rotmassa er umdeild- ur. Sumir telja að smithætta hér sé óveruleg eða engin því að svo vel sé að framleiðslu massans í Englandi staðið. Hann sé gerilsneyddur og ekki sé notað- ur búfjáráburður við framleiðsluna þannig að lítil hætta sé á að búfjársjúk- dómar berist með honum hingað. Áuk þess sé eftirlit með útflutningnum mjög strangt af hálfu Breta og öll tilskilin vottorð frá breskum heilbrigðisyfirvöld- um séu til staðar. Dr. Gunnar Sigurðsson forstöðumað- ur Fóðureftirlitsins er einn þeirra ugg- andi. Hann telur þennan innflutning í hæsta máta vafasaman. Ekki sé hægt að útiloka að einhverskonar óæskilegt veirusmit berist með massanum hingað til lands. Þessi innflutningur sé mjög viðkvæmt mál og að menn hljóti í tengslum við hann að spyrja út frá sóttvarnasjónarmiðum hvort ekki eigi eins að leyfa innflutning venjulegra bú- fjárafurða. Þá hafi í Englandi veirusjúk- dómur í nautpeningi, eins konar riða, gert talsverðan usla og þessi innflutning- ur hljóti að skapa vissa hættu á að eitthvað slíkt gæti borist til landsins. Því sé óráðlegt að bjóða hættunni heim með einum eða öðrum hætti. Algerlega hættulaust Lífsspursmál fyrir ræktendur „Þetta hefur verið flutt inn í ein tíu ár og byrjaði þannig að fluttir voru inn svokallaðir sprettukassar. Það er hins vegar nýjung að hægt sé orðið að flytja massann í þessum mæli milli landa,“ sagði Pálmi Karlsson sveppaframleið- andi, en hann er einn þeirra sem nota innflutta rotmassann. Pálmi sagði að engin hætta fælist í þessum innflutningi þar sem massinn væri gerilsneyddur og sótthreinsaður af öðru en því lífi sem ætti að vera í honum. Húsdýraáburður sé ekki notaður við gerð hans og þessi innflutningur væri ekkert hættulegri en innflutningur á grænmeti og ávöxtum, plöntum og slíku og væri gengið úr skugga um það af eftirlitsmönnum bæði í Bretlandi og á íslandi. Pálmi sagði að hann væri stærsti sveppaframleiðandi landsins og þessi innflutningur væri lífsnauðsynlegur til að halda kostnaði niðri. Hann hefði lækkað verðið á sveppunum um 35% í byrjun september en áður hefði verðið verið óbreytt s.l. 2 ár. „Fólkið í landinu verður að fá að kaupa þetta á skikkan- legu verði. Neysla sveppa er stöðugt að aukast og fólk á kröfu á að fá vöruna á sem Iægstu verði. Hálmurinn hér heima er allt of dýr og vinna við að gera rotmassann er mikil og dýr. Vegna þess hvað framleiðslueining- arnar eru smáar og vélvæðing þessa þáttar ræktunarinnar er dýr, þá er óhjá- kvæmilegt annað en að það komi fram í verðlagningunni," sagðiPálmi. Innflutn-. ingurinn er forsenda lægra verðs,“ sagði Pálmi. Hann sagði að í framtíðinni mætti þó búast við að rotmassi yrði í framleiddur ~hér innanlands í stórum stíl á sama hátt og gert er í Englandi þaðan sem rotmass- inn er keyptur. Þá gæti svona verksmiðja verið staðsett einhversstaðar á landinu og allir ræktendur notið góðs af starfsemi hennar. „Ég tel nauðsynlegt að við höldum áfram með þennan innflutning til að við öðlumst reynslu og þekkingu með þetta. Ef hann verður bannaður held ég að svepparækt leggist jafnvel af hér á landi,“ sagði Pálmi. Yfirdýralæknir uggandi „Það er verið að rannsaka þennan rotmassa núna til þess að fá fram hvað er í honum. Það er það eina sem ég veit um þetta mál, enda er það ekki á mínum snærum,“ sagði Brynjólfur Sandholt yfir- dýralæknir. Yfirdýralæknir sagði að þetta mál hefði komið til kasta embættisins fyrir hans tíð og nú hefði verið talið rétt að kalla eftir fyllri upplýsingum. Hann sagði að rotmassinn hefði verið fluttur inn á þeim forsendum að hann væri hitameð- höndlaður og enginn skítur í honum. Yfirdýralæknir sagði að allur innflutn- ingur af þessu tagi væri áhættusamur og þess vegna væri verið að reyna að nota gildandi lög til að koma í veg fyrir að sjúkdómar berist til landsins. Hugsanlegt væri að þessi innflutningur hefði hafist vegna einhvers konar misskilnings á lögunum. Hann ítrekaði að málið hefði ekki komið upp í sinni embættistíð og því væri það í höndum annarra aðila nú. Dr. Sigurgeir Ólafsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins sagði að áður en þessi innflutningur hófst hefði stofnunni borist fyrirspumir frá Bretlandi um hvort heimilt yrði að flytja inn rotmassa. Innihaldslýsing hefði síðan borist og framjeiðsluferlinu lýst. Rannsóknastofnun landbúnaðarins gefur út leyfi til að flytja inn plöntur og þar sem innflutningur á rotmassa félli einnig undir lög um búfjársjúkdóma sagðist hann hafa borið gögnin frá Eng- landi undir yfirdýralækni. Niðurstaðan hefði orðið sú að innflutningur væri heimili með ákveðnum skilmálum. Skilmálamir væru þeir að enginn bú- fjáráburður væri í rotmassanum, vottorð frá opinbemm aðilum í Englandi fylgdu með en í þeim skyldi koma fram að rotmassinn hefði hlotið hitameðferð sem yfirdýralæknir teldi fullnægjandi til þess að hindra hugsanlegt smit búfjársjúk- dóma. Þá skyldi í þriðja lagi fylgja með heilbrigðisvottorð með tilliti til plöntu- sjúkdóma. Innflutningurinn hefði síðan farið fram að þessum skilmálum uppfyllt- um. Wmm Eftir Stefán Ásgrímsson „Bannaður er innflutningur á þessum vörutegundum: a. Heyi, hálmi, alidýraáburði, hráum og lítt söltuðum sláturafurðum,,,... “ Þessi orð standa í annarri grein laga nr. 11 frá 1928 en lögin fjalla um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins. Um nokkurt skeið hefur verið stund- aður innflutningur frá Bretlandi í nokkr- um mæli á svonefndum rotmassa sem er veigamikill þáttur í svepparækt. Rotmassi er yfirleitt búinn þannig til að í hann fara að 4/5 hlutum hálmur en afgangurinn 1/5 er húsdýraáburður, oft- ast hrossaskítur og samkvæmt heimild- um frá Bretlandi er hrossaskítur og kjúklingaskítur notaður í rotmassann. Það gæti því virst nokkuð ljóst að slík blanda ætti ekki samkvæmt ofanritaðri lagagrein að fást flutt inn í landið. „Það má segja að upphafið að þessu hafi verið annað en að landbúnaðarráðu- neytið leyfði þetta. Okkur var skrifað um þetta mál fyrir nokkru og beðnir um útskýringu á hvort þetta væri heimilt,“ sagði Sveinbjörn Eyjólfsson í landbún- aðarráðuneytinu. Hann sagði að ljóst væri að innflutningur á hálmi í hvaða mynd sem væri, væri óheimill. Hins vegar þyrfti ráðuneytið að fá nákvæma innihaldslýsingu á rotmassanum og helst efnagreiningu áður en nokkuð væri hægt að segja um þennan tiltekna innflutning og lögmæti hans. - En á meðan kemur hann inn í landið? „Við höfum í sjálfu sér aldrei leyft innflutning á þessum rotmassa enda aldrei verið spurðir um það fyrr en nú. Við verðum því að fá frekari upplýsingar áður en við svörum nokkru. Rannsókna- stofnun Landbúnaðarins hefur trúlega skrifað upp á heimild til innflutnings eftir að þessi massi hafi fengið ákveðna meðhöndlun. Þeir hafa nú óskað um- sagnar okkar og við höfum óskað eftir frekari upplýsingum áður en við svörum endanlega,“ sagði Sveinbjörn. Skítur eða eitthvað annað? Rotmassi íblandaður svðppagróum hefur verið fluttur inn í talsverðum mæli síðan árið 1988. Hann er fluttur inn frá* Englandi þaðan sem hann er framleiddur í sérstakri verksmiðju. Fullyrt er að í hann sé ekki notaður húsdýraáburður að marki a.m.k. en ekki hefur tekist að afla upplýsinga um hvaða hráefni eru notuð við að framleiða massann og þeir sem við var talað bar ekki saman um hvort í .honum væri húsdýraskítur eða ekki. Þó er klárt að hálmur sé uppistaðan, eða um 80%. Hægt er að nota ýmislegt annað við framleiðsluna en skít og eftir því sem næst verður komist má nota t.d. fiski- mjöl, beinamjöl eða einhvers konar lífrænan úrgang, eða eins og starfsmaður verksmiðjunnar í Englandi, Hensley Compost segir; „Animal waist“, sem ekki var skilgreint nánar. Ekki tókst að fá upplýsingar um hver þessi dýraúrgang- ur var en fræðimenn telja að um gæti verið að ræða einhvers konar innvols og beinamjöl frá svínum og stórgripum sem -,,er síst skárra en skítur með tilliti til smithættu," sagði veirufræðingur einn. Starfsmaður rotmassaverksmiðj unnar í Englandi sagði að rotmassinn sem til íslands færi væri lagaður sérstaklega og í hann væri ekki notaður skítur eða „Manure“. Þó væri ekki loku fyrir það skotið að smáræði af kjúklingaskít færi í massann. Það væri þó það lítið og væri sett það snemma í hann að öll efni í honum væru búin að brotna niður áður en til gerilsneyðingarinnar kæmi. Geril- ai nverju er ekki nægt ao nota skitinn ur pessum: frá enskum til sveppa- Flytja inn hrossaskít ræktar hér? /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.