Tíminn - 07.12.1989, Side 19

Tíminn - 07.12.1989, Side 19
W-1 •í-nV.c.íM! 7 •i.mfsh'í’-'t Fimmtudagur 7. desember 1989 lllllllllllllllllllllllllll IÞROTTIR llllllllll Körtuknattleikur - NBA: Lakers með fæsta tapleiki Á föstudaginn áttust við lið Los Angeles Lakers og Detroit Pistons í bandaríska NBA-körfuknattleikn- um, en þessi lið léku einmitt til úrslita um meistaratitilinn í vor. Detroit hafði betur 108-97, Úrslitin um helgina voru þessi: Föstudagur: L.A.Lakers-Detroit Pistons 108- 97 Boston Celtics-Cleveland Cava. 102- 89 Indiana Pacers-Orlando Magic 125-110 Laugardagur: Utah Jazz-Washington Bullets 100- 98 Chicago BuUs-Miami Heat 114-107 Atlanta Hawks-PhUadelphia 100- 92 Minnesota T.W.-Cleveland Cav. 101- 74 DaUas Maver.-Houston Rockets 106-103 S.A.Spurs-Charlotte Homets 118-110 Denver Nuggets-Portland Tr. 146-114 N.Y.Knicks-Phoenix Suns 122-112 Seattle Supersonics-Detroit 120- 95 L.A.CUppers-Sacramento Kings 114- 84 Golden State Warr.-MUwaukee 101- 98 Sunnudagur: L.A.Lakers-New York Knicks 115-104 Mánudagur: Portland TraU Bl.-Orlando M. 121- 95 Þriðjudagur: N.Y.Knicks-PhUadelphia ’76 110-103 Boston Celtics-Charlotte 114-101 Portiand TraU Bl.-Miami 113-107 Utah Jazz-Cleveland CavaUers 94- 80 Minnesota Timberw.-NJ.Nets 92- 90 Chicago BuUs-Denver Nuggets 119- 99 DaUas Mavericks-Golden State 107- 88 Seattle Supers.-Houston R. 133-123 L.A.Lakers-L.A.CUppers 111-103 Sacramento Kings-MUwaukee 118-103 Staðan í deUdinni er nú þessi, leikir, unnir, tapaðir, vinningshlutfall. Austurdeildin: AtlantshafsriðUl New York Knicks 17 11 6 64,7 Boston Celtics 17 10 7 58,8 Philadelphia ’76ers 15 8 7 53.3 Washington Bullets 18 8 10 44,4 New Jersey Nets 16 4 12 25 Miami Heat 19 4 15 21,1 MiðriðiU Indiana Pacers 13 9 4 69,2 Detroit Pistons 16 10 6 62,5 Chicago Bulls 16 10 6 62,5 Atlanta Hawks 15 9 6 60 Milwaukee Bucks 16 7 9 43,7 Orlando Magic 16 7 9 43,7 Cleveland Cavaliers 16 6 10 37,5 Vesturdeildin: Miðvesturriðill Denver Nuggets 16 11 6 68,8 Utah Jazz 15 10 5 66,7 San Antonio Spurs 14 9 5 64,3 Houston Rockets 17 9 8 52,9 Dallas Mavericks 15 8 7 53,3 Minnesota Timberw. 17 5 12 29,4 Charlotte Horaets 16 3 13 18,6 Kyrrahafsriðill Los Angeles Lakers 16 13 3 81,3 Portland Trail Blazers 18 14 4 77,8 Seattle Supersonics 17 10 7 58,8 Phoeniz Suns 13 6 7 46,2 Sacramento Kings 15 5 10 33,3 Los Angeles Clippers 15 5 10 33,3 Golden State Warriors 16 4 12 25 BL III Kristján Arason gerði 6 í gærkvöld, þegar landsliðið í handknattleik sigraði pressulið 29-24 (14-8). Alfreð Gíslason gerði einnig 6 mörk, en markahæstur var Þorgils Óttar Mathiesen með 7 mörk. í pressuliðinu var Bjarki Sigurðsson markahæstur með 6 mörk. Tímamynd pjetur. BJak: HSK skammt frá sigri á ÍS Lítið var um óvænt úrsUt í síðustu umferð íslandsmótsins í blaki. HSK vann Fram 3:1, Víkingur sigraði UBK 3:1 og KA sigraði Þrótt Nesk. fyrir norðan, 3:0 í karlaflokki og 3:2 í kvennaflokki. Þrír leikir fóru fram í Hagaskóla og voru allir fimm hrinu leikir. ÍS vann HSK 3:2, UBK sigraði ÍS 3:2 og Þróttur Reykjavík vann HK í karlaflokki einnig 3:2. Fyrsti brottreksturinn í vetur Á Laugarvatni áttust við HSK og Fram. HSK sigraði 3:1 15/11, 15/12, 12/15 og 15/11. Leikurinn þótti ekki vel leikinn og er hann helst minnis- stæður fyrir það hversu mörg spjöld leikmenn fengu í honum. Finnbogi Gunnlaugsson þurfti að yfirgefa völl- inn þegar dómari leiksins, Kjartan Páll Einarsson, sýndi honum viðeig- andi spjöld og er Finnbogi fyrsti leikmaðurinn í vetur sem nýtur þessa vafasama heiðurs. Einnig fékk Jón Gunnar Sveinsson rautt spjald. HSK menn voru mun prúðari með Sigfinn Viggósson sem bestan mann og voru úrslitin mun öruggari en tölurnar gefa til kynna. Stórgóðar lágvarnir í Digranesi sigraði Víkingur lið UBK 3:1 15/10, 8/15, 15/4 og 15/7. Þessi leikur var oft vel leikinn og skemmtilegast var að sjá mjög góðar lágvarnir hjá báðum liðum en greini- legt er að þau eru í mikilii sókn hvað þetta varðar. Það sem maður sakn- aði voru góðir skellir en lítið var um þá. í fyrstu tveim hrinunum voru liðin áþekk að getu en síðan stungu Víkingsstúlkur af. Jóna Lind Sæv- arsdóttir átti mjög góðan leik, sér- staklega í vörn, en var mistæk í sókninni. Berglind Þórhallsdóttir átti einnig góðan leik en UBK liðinu gekk oft illa að koma boltum framhjá henni í hávöminni. Breiða- bliksliðið hefur oft leikið betur en mætti greinilega ofjörlum sínum í þetta skiptið. Sigurborg Gunnars- dóttir stóð fyrir sínu en sóknarmönn- um UBK gekk oft illa að nýta gott uppspil hennar en liðið vantar meiri tilbreytingu í sóknarleik sinn. Fimmtán hrinur í Hagaskóla Á sunnudaginn fóm síðan fram þrír leikir í Hagaskóla. Vom þeir allir fimm hrinur, þannig að fresta varð kvennaleik Þróttar R. og HK en sá leikur mun fara fram í Haga- skóla miðvikudaginn 10. janúar 1990 kl. 18.00. UBK sigraði ÍS 3:2 15/12, 17/15, 10/15, 8/15 og 15/6. Önnur hrinan var mjög jöfn allan leikinn og komst ÍS yfir 14/13 en UBK tókst að komast yfir og sigra. í þriðju hrinu komst ÍS í 10/0 eftir uppgjafaskot- hríð Vilborgar Einarsdóttur, vann þá hrinu og næstu en síðasta hrinan var ömgg eign UBK. í karlaflokki kepptu Þróttur Reykjavík og HK. Þróttur vann 3:2 15/5, 7/15, 15/11, 12/15 og 15/9. Leikurinn var mjög jafn og oft sáust góðar sóknir og vamir. HK er í stöðugri sókn þessa dagana en vant- ar meiri stöðugleika í leik sinn. Vignir Hlöðversson átti marga mjög góða skelli og er greinilega að kom- ast í sitt fyrra form eftir meiðsli. Einnig stóð sig vel Guðbergur Eyj- ólfsson, uppspilari þeirra HK- manna, sem fer vaxandi með hverj- um leik. Annars átti allt HK liðið góðan leik og er aðeins tímaspurs- mál hvenær þeir fara að taka stig af sterkustu liðunum. Einar Ásgeirsson Þróttari átti marga góða skelli, svo og baráttujaxlinn Samúel Öm Erl- ingsson sem er aftur kominn í raðir Þróttara og nær að rífa liðið upp á erfiðum stundum. HSK 10 sm frá sigri á ÍS ÍS sigraði HSK 3:2 12/15, 7/15, 17/16,15/12 og 15/6. í fyrstu þremur hrinunum vom ÍS-menn eins og í allt öðmm heimi. Algerlega baráttulaus- ir og Iitu greinilega á þennan leik sem einhverja skyldu sem koma skyldi sem auðveldast frá. Þetta viðhorf hafði næstum komið þeim í koll. í þriðju hrinu var staðan 16/16 og HSK átti uppgjöf. fS menn skelltu í hávöm Sigfinns Viggóssonar og þaðan fór boltinn í gólfið en tíu sentimetmm fyrir utan völlinn. Þetta vakti ÍS-menn af dvalanum í bili og unnu þeir þessa hrinu 17/16. Aftur sofnaði ÍS og var staðan 12/9 fyrir HSK í fjórðu hrinu þegar klukkan hringdi og vann ÍS 15/12. Síðasta hrinan var síðan auðveld fyrir ÍS- menn. Áðurnefndur Sigfinnur átti bestan leik HSK-manna, svo og Pétur Guðmundsson, en mikil bar- átta einkenndi leik þeirra. ÍS-menn voru í dvala. BL EKKERT UPPGJÖR FRAMUNDAN Á sameiginlegum fundi fram- kvæmdastjómar UMFÍ og stjómar UMSK sem haldinn var 5.12. s.l. vegna greinar á íþróttasíðu Tímans 1. desember s.l. undir fyrírsögninni „Er uppgjör ÍSf og UMFÍ framund- an“ var eftirfarandi samþykkt: Fundurinn lýsir yfir undmn sinni á fyrirsögninni og öllu innihaldi greinarinnar, enda er hún öll byggð á rangfærslum og misskilningi. 1. Umræða um sameiningu UMFÍ og ÍSÍ er ekki á dagskrá og hefur engum forystumanni innan þess- ara samtaka dottið slíkt í hug, a.m.k. mörg undanfarin ár. Þvert á móti hefur því margoft verið lýst yfir af stjómum beggja sam- takanna að það fyrirkomulag sem við höfum nú sé gott og hafi reynst vel. Hafi einhver látið sér um munn fara hugmyndir um sameiningu er víst að sá þekkir lítið til starfa samtakanna. 2. Ungmennafélögin starfa bæði í gömlum og nýjum anda. Nær öll félögin hafa íþróttir á sinni dagskrá og árangur margra þeirra verið mjög góður eins og allir landsmenn þekkja það vel, enda kemur meirihluti frjálsíþrótta- manna frá ungmennafélögunum. 3. Engir árekstrar hafa verið milli UMFÍ og ÍSÍ á undanfömum ámm og samstarfið sennilega aldrei verið betra og má nefna sameiginlega fundi stjóma sem haldnir em nú a.m.k. tvisvar á ári. Landsmót UMFÍ em á þriggja ára fresti en íþróttahátíð lSIá heilum áratug og verða bæði mótin í sumar. Stjómimar ræddu málið og varð niðurstaðan sú að ekki væri ástæða til að óttast árekstra, rætt hefur verið um framkvæmd, auglýsingar o.fl. Engar deilur hafa verið um þessi mál. 4. Fyrir nokkmm ámm kom upp hugmynd í Kópavogi um að gera Kópavog að sérstöku héraðs- sambandi (ekki íþróttabanda- lagi) og jafnvel fleiri breytingar innan UMSK. Á fjölmennum sameiginlegum fundi kom í ljós að þessar raddir áttu lítinn hljómgmnn. Síðan hefur þetta lítið verið rætt og ekki sjáanlegur nokkur áhugi. Það er hinsvegar ljóst að það er ekki í verkahring stjóma UMSK, UMFÍ, ÍSÍ eða starfsmanna þeirra að vinna að því að splundra héraðssambönd- um. Ef áhugi er á að breyta íþróttahémðunum hlýtur hann að koma innan frá, frá félögunum sjálfum. 5. Félög í Kópavogi eða annarsstað- ar beita ekki UMSK eða öðru héraðssambandi gegn bæjaryfir- völdum. Allt byggist þetta starf á samvinnu og skilningi. Skilningur sveitarstjóma á íþróttum og upp- byggingu íþróttamannvirkja er óvíða meiri en á svæði UMSK. 6. Fjármagn úr lottói eykst ekki við fjölgun íþróttahéraða. 7. Félög úr þéttbýli og dreifbýli hafa átt gott samstarf á undanförnum ámm og ekkert hefur komið fram sem gefur tilefni til að það breyt- ist. Þó starf félaganna sé misjafnt er ekkert sem mælir gegn góðu samstarfi. Fundurinn vonast til þess að þessi umræða skaði ekki hið blómlega starf sem ungmennafélögin vinna að í dag, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Vegna ofangreindrar samþykktar vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Greinin sem birtist í blaðinu þann 1. desember s.l. undir fyrirsögninni „Er uppgjör ÍSÍ og UMFÍ framund- an?“ er í meginatriðum byggð á viðtali við framkvæmdastjóra UMSK, þar sem hann lýsir sínum persónulegu skoðunum, á sama hátt og skoðanir framkvæmdastjórnar- manna UMFÍ og stjómarmanna UMSK koma fram í samþykktinni hér að ofan. Varðandi rangfærslur og misskilning þá verða fram- kvæmdastjórí og stjómarmenn UMSK að greiða þar úr sín í milli. Varðandi fyrirsögnina, þá er hún í fullu samræmi við þær skoðanir sem koma fram í greininni. Bjöm Leósson Tíminn 19 [ kvöld: Stórleikir í körfunni! I kvöld era 4 leikir á dagskrá úrvalsdeildarinnar I körfu- knattleik sem aUir era mikil- vægir í baráttu liðanna um sæti í úrslitakeppninni. Á Seltjarnaraesi keppa tvö efstu liðin í B-ríðli KR og Njarðvík kl. 21. Haukar og Tindastóll mætast í Hafnarfirði kl. 20, en Haukar verða að vinna þennan leik svo að þeir eigi ennþá raunhæfan mögu- leika á sæti í úrslitakeppninni. í A riðli mætast Grindavík og ÍR í Grindavík kl. 20 og er hér um mjög mikilvægan leik að ræða. 1 Keflavik mæta heimamenn Valsmönnum kl. 20. BL HSTUNARflffTLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Heisinki: Hvassafell...... 4/1 1990 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: / Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga (safjörður: Alla þriðjudaga SKÍPADEILD f^SAMBANDSiNS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, slmi 698300 á á á !AKN IRAUSIRA HUININNA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.