Tíminn - 09.12.1989, Side 2

Tíminn - 09.12.1989, Side 2
2 Tíminn Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Vill sátt um óbreytt ástand í kjaramálum „Hlutdeild heildarlauna í þjóðartekjum hefur á undanförn- um árum verið hærri á íslandi en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur gjarnan saman við. Tilraunir til að jafna tekjur milli launþega hafa alla jafnan gengið illa. Aðilar vinnumark- aðsins hafa nánast gefist upp við að leysa þetta vandamál, í besta falli varpað því yfir á ríkissjóð.“ Þetta var meðal þess sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði á spástefnu Stjórnunarfélags íslands. Umræður manna á spástefn- unni snerust mikið um þá staðreynd að spáð er að árið 1990 verði þriðja samdráttarárið í röð á íslandi, á sama tíma og spáð er að 1990 verði áttunda ár samfellds hagvaxtar í OECD-löndunum. Halldór Ásgrímsson sagði að sjá hefði mátt það fyrir að sú þensla sem varð á árunum 1986 og 1987 yrði ekki varanleg og að menn hefðu átt að taka tillit til þess, en það var ekki gert í mörgum tilfellum. „Áform um fjárfestingar og frek- ari uppbyggingu fyrirtækja voru iðu- lega teknar í þeirri barnalegu bjart- sýni að þensla líðandi stundar væri sá grundvöllur sem byggjandi væri á, jafnvel þó um væri að ræða fjárfest- ingu sem átti að endast í áratugi. Það er eins og það vilji oft gleym- ast að við lifum í litlu opnu hagkerfi sem er að mestu háð ástandi fiski- stofnanna þar sem brugðið getur til beggja vona. Yfirstandandi óvissa varðandi ástand loðnustofnsins sýnir þetta vel.“ Halldór vék lítillega að banka- kerfinu og sagði að stefna bæri að því að hér yrðu aðeins tveir bankar. Hann taldi einnig að ekki yrði komist hjá því að breyta fjárfestingalána- sjóðunum og stefna bæri að því að hér risi einn sterkur fjárfestingalána- sjóður. Með slíkum breytingum myndi skapast meira samræmi í útlánum. Halldór sagði að margt benti til þess að efnahagur landsmanna væri nú að færast í heilbrigðara horf og vísaði þar til þess að vöruskiptajöfn- uður er nú hagstæður og betra jafnvægi er á peningamörkuðum. „Efnahagsstefna ríkisstjórnarinn- ar mun á næstunni taka mið af því að varðveita þau rekstrarskilyrði sem hafa verið að skapast að undan- förnu. Nauðsynleg forsenda fyrir því að slíkt takist er að þeir kjara- samningar sem eru framundan í byrjun næsta árs taki mið af þeim efnahagslega raunveruleika sem við búum við. Ef það er ekki gert eykur það aðeins á vanda komandi kyn- slóða með nákvæmlega sama hætti og þegar tekið er of mikið úr fiski- stofnunum. Það er mikill misskilningur sem sumir reyndir stjórnmálamenn hafa látið hafa eftir sér að undanförnu að hægt sé á sama tíma að bæta lífskjör og rekstrarskilyrði atvinnuveganna. Forsendur fyrir bættum lífskjörum skapast ekki nema okkur takist að auka hagvöxt á ný og styrkja undir- stöðuatvinnuvegina. í þeirri stöðu sem þjóðarbúið er í dag tel ég mesta óvissu tengjast þeim kjarasamningum sem blasa við í upphafi árs. Mikil hætta er á því að kröfur um launahækkanir kollvarpi þeim árangri sem þegar hefur náðst. í þessu sambandi er ábyrgð aðila vinnumarkaðarins mikil og er nauð- synlegt að gerðir verði raunhæfir samningar sem krefjast ekki sífelldra afskipta ríkisvaldsins til að ná fram tilsettum launajöfnuði. Ég er þeirrar skoðunar að við getum komið verðbólgu niður í 5% á næsta ári. Það byggist hins vegar á því að hér takist sátt um óbreytt ástand á vinnumarkaði sem gæti í senn forðað meira atvinnuleysi en nú er og skapað grundvöll fyrir bættum lífskjörum í framtíðinni. Takist slík sátt verður hægt að lækka raunvexti verulega í upphafi næsta árs,“ sagði Halldór. -EÓ Gríðarleg eftirspurn í A-Þýskalandi eftir ákveðnum íslenskum límmiða í bílrúður: „Skynsemin ræður“ orðið frelsis- tákn í Þýskalandi „Ég hef undanfarið fengið gríðarlega mörg bréf þar sem verið er að biðja mig um þessa límmiða með áletruninni „Skynsemin ræður“ og voru ein- kunnarorð samnefnds klúbbs. Ég er bara löngu búinn með þá sem voru hér í húsinu svo ég hef ekki getað sinnt þessu lengi. Ég hef verið að hugsa um að láta prenta miðana í haugum og senda út til að fá frið fyrir bréfaflóðinu,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar h.f. Eins og margir muna gekkst Gunnar Bjamason fyrrum ráðunaut- ur fyrir stofnun klúbbs eigenda og aðdáenda Trabantbifreiða á íslandi og hét klúbburinn Skynsemin ræður og klúbbmeðlimir lfmdu miða með þeirri áletrun í afturrúður bíla sinna. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir þessum límmiðum í A-Þýska- landi og fjölmargir Trabantar sem nú aka um austurþýska vegi og raunar um vesturþýska vegi - á undanþágu frá mengunarlögum- bera þessa áletrun. Almennt er litið á þessa íslensku áletrun á Trab- öntunum sem mikilvægt frelsistákn beggja vegna hins nú marklausa jámtjalds. Gunnar Bjarnason sagði að upp- hafið að klúbbnum Skynsemin ræður hefði verið það að hann festi á sínum tíma kaup á Trabant og stofnaði klúbbinn til þess að ögra því snobbi sem tíðkast kring um bíia, einkum af svokölluðum fínni tegundum. Fjöldi manns var í klúbbnum eða meirihluti allra Trabanteigenda og hittust þeir reglulega og ræddu áhugamál sitt, Trabantinn og for- ystumenn klúbbsins heimsóttu Eis- enach, þar sem Trabbinn er fram- leiddur. Svo fór að innflutningurTrabants- ins var stöðvaður á þeim forsendum að eldsneytistankurinn væri þannig staðsettur að eldhætta stafaði af. Síðan hefurstarfsemi klúbbsins legið niðri að mestu. Starfsemi og tilvera klúbbsins vakti talsverða athygli á sfnum tíma í A-Þýskalandi og sagði Júlíus Vífill að hann hefði oft fundið að A-Þjóð- verjum hefði þótt vænt um starfsemi hans og tilvist. Júlíus sagði að ekki væri loku fyrir það skotið að aftur yrði byrjað að flytja inn Trabant og raunar stóra bróður hans Wartburg einnig. Trab- antinn hefur nú verið búinn fjór- gengisvél frá V-Þýskalandi og er það sama vél og er í Volkswagen Polo. Bensíntankurinn hefur einnig verið fluttur úr vélarrýminu aftur í bílinn og gírstöngin er komin í gólfið í stað þess að koma út úr mælaborðinu miðju. Þá hefur Wartburginum verið breytt einnig og er hann búinn sömu vél og standardgerðir Volkswagen Golf. Bílarnir eru nánast óbreyttir í útliti. -sá OPNAÐ HEFUR VERIÐ gistiheimili á Sauðárkróki undir nafninu: Áning - gistihús. Að rekstrinum stendur Áning - ferðaþjónusta hf. en undanfarin tvö sumur hefur Áning rekið sumarhótel í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Áning - gistihús, er til húsa að Kaupvangstorgi 1. Boðið er upp á gistingu í fimm herbergjum og morgunverð. SKYTTURA VEIÐISLÓD Út er komin bókin „Skyttur á veiðislóð" eftir Eggert Skúlason og Þór Jónsson. Bókin er alfarið helg- uð skotveiði, eins og nafnið bendir til. Níu skotveiðimenn víðsvegar af landinu segja frá veiðiferðum sínum, veiðiaðferðum og útskýra þær. Viðmælendur sem margir hverjir hafa stundað veiðimennsku frá blautu barnsbeini koma víða við og miðla af áratugalangri reynslu sinni. Engin bráð verður útundan í frásögnum þeirra: Hreindýr, refir, gæsir, rjúpa, endur, selir, svartfugl og skarfur. Þeir sem segja frá eru; Sólmund- ur Tryggvi Einarsson fiskifræðing- ur, Ari Albertsson refaskytta og sjómaður Ólafsfirði, Snorri Jó- hannesson refaskytta og bóndi á Augastöðum í Borgarfirði, Magn- ús Kristjánsson bankamaður í Vík í Mýrdal, Sverrir Hermannsson bankastjóri, Karl Bridde bakari, Sverrir Scheving Thorsteinsson jarðfræðingur, Markús Stefánsson verslunarmaður og Páll Magnús- son fréttastjóri. Bókaútgáfan Iðunn gefur bókina út. Fjöldi mynda prýðir „Skyttur á veiðislóð." Páll Stefánsson tók for- síðumyndina.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.