Tíminn - 09.12.1989, Síða 4

Tíminn - 09.12.1989, Síða 4
4 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT STRASBOURG - Evr ópubandalagiö sendi Mikhaíl Gorbatsjof forseta Sovétríkj- anna ákveðin skilaboö um það að bandalagið styddi heilshug- ar í viðleitm hans til umbóta í efnahaaslífi og stjórnmálalífi Sovétríkjanna og óskuð eftir nánari tengslum og samvinnu við efnahagslega og stjórn- málalega uppbygginqu Austur- Evrópu. í drögum að fyrirhug- aðri lokayfirlýsingu leiðtoga- fundar Evrópubandalagsrikj- anna sem hófst í gær er lýð- ræðisþróuninni í Austur-Evr- óþu ákaft fagnað. MANILA - Corazon Aquino forseti Filiþseyja hóf harða árás á pólitíska andstæðinga sína í kjölfar valdaránstilraun- ar hluta hersins. Aquino sagði að varaforseti sinn og tveir aðrir stjórnarandstæðingar tengdust uppreisnartilraun hersins. Sagðist hún svo sann- arlega ekki ætla að segja af sér embætti. Á fundi þar sem hún ávarpaði um 100 þúsund stuðningsmenn sína skoraði hún á Salvador Laurel vara- forseta að segja af sér. Hún hvatti hann til þess að skýra þá tilviljun að hann væri ætíð út úr bænum þegar valdaránstil- raunir hefou verið gerðar. JERÚSALEM - ísraelar ákváðu að senda utanríkisráð- herra sinn, Moshe Arens, til Washington til að hitta að máli utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og Egyptalands. Er talið að þetta geti orðið fyrsta raun- hæfa skrefið í átt til friðarvið- ræðna Israela og Palestínu- manna. Á meðan juku ísra- elskir hermenn á hernumdu svæðunum viðbúnað sinn og útgöngubann var sett á nærri miíljón Palestfnumenn. Nú um helgina eru tvö ár frá því upþ- reisn Palestfnumanna gegn hernámi Israela á Vesturbakk- anumn og f Gaza hófst. BAGDAD - írakar segja að geimskot þeirra hafi hrært heldur betur upp f óvinum sínum. Segja stjórnmála- skýrendur ao ef fréttirnar af geimskotinu séu sannar, þá muni fara um nágrannaríkin, sérstaklega þó Israela, Sýr- lendinga og írana sem eru helstu andstæðingar Iraka, á mismunandi forsendum þó. GENF - Sovétmenn og Bandaríkjamenn luku fyrstu lotunni í afvopnunarviðræðun- um í Genf í góðu andrúmslofti og sögðu báoir aðilar að náðst hafi töluverður árangur í átt til fækkunar í kjarnavopnabúrum risaveldanna. llllllllllllllllll AÐ UTAN lllllllllllllllllllllllllllllllllllBlllllllllllllllllllllllllllllllll Líbanon: Sýrlendingar stoðva átök Shíta í Beirút Sýrlenskir hermenn gripu inn í átök stríðandi fylkinga Shíta í vesturhluta Beirút í gær eftir sólarhrings langa blóðuga bar- daga. Sýrlensku hermennirnir héldu inn í að minnsta kosti fimm hverfi þar sem bardagarnir hafa verið harðastir vopnaðir rifllum og elflaugum. Gengu þeir á milli sveita hinna öfgafullu Hizbollah samtaka og Amalliða sem berjast um völdin í samfé- lagi Shíta í Líbanon. Samkvæmt heimildum frá sjúkra- húsum í Líbanon hafa að minnsta kosti tíu manns fallið í átökum Shítanna og rúmlega tuttugu særst alvarlega. Þá féllu að minnsta kosti tveir Shítar fyrir kúlum sýrlensku hermannanna í gær. Sjónarvottar segja að sýrlenskir hermenn hafi umkringt vopnaða hópa beggja aðila í Bourj Abou Haidar hverfinu þar sem bardagar voru harðastir, afvopnað þá og ekið þeim burt á vörubíium. Ekki er vitað hvert þeir voru fluttir. Strætin í vesturhluta Beirútborgar voru víða lituð blóði og gler og annar brak liggur eins og hráviði út um allt eftir átökin. Annars bar það annað til tíðinda í málefnum Líbanon að Antoine Lahd leiðtogi hersveita kristinna manna í suðurhluta Líbanon sem njóta dyggs stuðnings ísraela fór fram á það við ísraelsku ríkisstjórn- ina að hún komi Michel Aoun leið- toga kristinna manna í Lfbanon til hjálpar ef múslímar og Sýrlendingar þrengja um of að honum. ísraelar aðvöruðu Sýrlendinga í síðasta mánuði þegar spennan var sem mest og sögðust ekki standa aðgerðarlausir hjá ef Sýrlendingar beittu herliði sínu til að stokka upp valdajafnvægið í Líbanon. Þá er Arababandalagið að koma á fót enn einni sendinefndinni sem ætlað er að koma friði á í Líbanon. Pólskir fang- ar falla í róstum Þrír pólskir fangar létu lífið í átökum sem brutust út í fimm fang- elsum í Póllandi í gær eftir að pólska þingið ákvað að almenn sakarupp- gjöf næði ekki til manna er hafa gert fleiri en eina líkamsárás. Andrzej Cubala talsmaður dóms- málaráðuneytisins skýrði frá því að þrír fangar hefðu látið lífið þegar fangaverðir beittu táragasi gegn að minnsta kosti þúsund föngum sem tekið höfðu stærsta hluta Czarne fangelsinu í Koszalinhéraði á sitt vald. Cubala sagði að einn þeirra hafi fallið fyrir byssukúlu, en ekki var vitað af hverju hinir tveir létust. Tíu manns liggja á sjúkrahúsi með skotsár. Ekki er ljóst hvort fanga- verðir skutu manninn eða hvort fangarnir hafi komist yfir skotvopn. Sakaruppgjöfin sem þingið sam- þykkti í gær bjargaði þremur morð- ingjum frá gálganum, en þeir þurfa að dúsa innan veggja fangelsa það sem eftir er, auk þess sem 17 þúsund menn sem gerst hafa sekir um minni- háttar líkamsárásirfengu frelsi. Hins vegar hafnaði þingið samþykkt öld- ungadeildarinnar um að dómar sí- brotamanna yrði styttur um fjórðung. Það kom róstunum af stað. Móðir með barn sitt í ónýtri íbúðabiokk í vesturhluta Beirút, en í gær gengu sýrlenskir hermenn milii stríðandi sveita Shíta í borginni. Biskayaflói: Eldur í sovésku skipi Tveir sjómenn fórust þegar eldur kom upp í sovésku fiskverk- smiðjuskipi á Biskayaflóa í gær. Áttatíu sjómönnum var hins veg- ar bjargað. Það var belgískt vöruflutninga- skip sem fyrst kom að hinu brenn- andi skipi 550 mílur út af Land’s End á suðvesturodda Englands. Flutningaskipið skaut út björgun- arbátum til að bjarga sovésku sjómönnunum á meðan breska strandgæslan kom boðum til ná- lægra skipa sem síðan komu til hjálpar. Einn áhafnarmeðlima fannst látinn á þilfari sovéska skipsins og annar drukknaði. Áhöfninni á skipinu var síðan komið fyrir á sovésku vöruflutn- ingaskipi sem var í grenndinni. Austur-Þýskaland: Opinber ákæra á hendur Honecker og félögum birt Einungis heilsulcysi Erichs Honeckers fyrrum leiðtoga Austur-Þýskalands kom í veg fyrir að hann yrði færður í fangelsi þegar hann og aðrir fyrrum forystumenn kom- múnistaflokksins voru setti í stofufangelsi í lúxusíbúða- hverfi flokksforystunnar utan við Berlín fyrir viku. Þetta kom fram í máli tals- manns ríkissaksóknara Aust- ur-Þýskalands í gær þegar birt var ákæra á hendur Hon- ecker og sex helstu sam- starfsmanna hans vegna spill- ingar og fjárdrátts. Ákæran var birt einungis tveimur klukkustundum áður en sérstakt neyðarþing austurþýska kommún- istaflokksins hófst, en þar munu 2700 fulltrúar ræða framtíð flokksins og þær tillögur sem sérstök tuttugu og fimm manna nefnd flokksins mun leggja fyrir þingið. Erich Honecker, fyrrum leiðtogi austur-þýskra kommúnista. Nefndin sem var skipuð á mið- stjórnarfundi flokksins síðastliðinn sunnudag þegar stjórnarnefndin var rekin og miðstjórnin leyst upp, ræddi við helstu leiðtoga stjórnarandstöð- unnar á fimmtudag. Eftir þær við- ræður ákvað nefndin, sem er undir forsæti Hans Modrows forsætisráð- herra landsins sem er einn hinna fáu háttsettu kommúnista sem ekki er talinn tengjast spillingunni, að leggja til að kosningar fari fram 6. maí, ný frjálslynd stjórnarskrá yrði samin og að öryggislögreglan yrði leyst upp og lögð niður. UMSJÓN: Hallur Maqnússon Borgaralegur vettvangur þjarmar að tékkneskum kommúnistum: Vilja Havel sem forseta Borgarlegur vettvangur þjarmar nú að tékkneskum kommúnistum og krefst þess að Gústav Husak forseti Tékkóslóvakíu segi af sér. Hyggjast samtökin stinga upp á leikritaskáldinu Vaclav Havel, þekktasta leiðtoga sínum, sem arf- taka Husaks sem forseta landsins. Borgaralegur vettvangur hefur heitið því að styðja kommúnistann Marian Calfa sem forsætisráðherra Tékkóslóvakíu svo fremi sem hann myndi ríkisstjóm sem samtökun- um er þóknanleg. Hins vegar standa samtökin fast á kröfunni um afsögn Husaks, enda tók hann við stjórninni íTékkóslóvakíu eftir að Vorið í Prag var drepið af herjum Varsjárbandalagsins. Calfa var skipaður forsætisráð- herra á fimmtudaginn þegar Ladi- slav Adamec sagði óvænt af sér embætti vegna þess sem hann kall- aði óeðlilegs þrýstings Borgaralegs vettvangs. Borgaralegur vettvangur segist samþykkja Calva, sem er Slóvani, ef Tékki sem ekki hefur tekið þátt í starfi kommúnista verði forseti landsins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.