Tíminn - 09.12.1989, Side 5
Laugardagur 9. desember 1989
Tíminn 5
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist sannfærður um að fljótlega komi fram, í einhverri mynd, tillögur um afvopnun
n llegun nhvei rgi is 1 al ka á kröfi iim
0 kkaru imafi /0 Pl 1 Ul ná h öfun um
vafa um það að mjög fljótlega fari að koma fram í einhverri
mynd, framkvæmd á tillögum íslendinga á vettvangi NATO
um viðræður um afvopnun í og á höfunum. Forsætisráðherra
telur þó að það sé annarra en íslendinga að móta þær tillögur.
Sem kunnugt er Iýsti Steingrímur Hermannsson vonbrigðum
sínum, á ráðherrafundi NATO fyrir skömmu, með að Bush
Bandaríkjaforseti var ekki tilbúinn til að ræða slíkar tillögur
á leiðtogafundi með Gorbatsjov Sovétleiðtoga á Möltu.
Bandaríkjaforseti sagði slíkar viðræður ekki tímabærar.
„Við höfum sem betur fer haft
okkur sífellt meira í frammi innan
bandalagsins.
Ég sagði það á meðan ég var
utanríkisráðherra að við hefðum
gert allt of mikið af því að hlusta og
láta aðra taka ákvarðanir fyrir
okkur. Sem betur fer hefur það
breyst og við munum halda áfram á
sömu braut á meðan þessi ríkisstjórn
situr,“ sagði Steingrímur í samtali
við Tímann í gær.
„Það er talað um það sífellt meira
innan stofnunarinnar að ekki verði
hjá þessu komist, og allir þekkja
mikla áherslu Rússa á þessum
sviðum. Ég tel að við eigum áfram
að leggja áherslu á afvopnun á
höfunum og álít það afar mikilvægt
vegna þeirrar áhættu sem fylgir
kjarnorkuvígbúnaði á og í höfunum.
Við megum þar hvergi slaka á okkar
kröfum," sagði Steingrímur.
Forsætisráðherra sagði þessar til-
lögur enn á umræðustigi og margs-
konar samkomulag koma til greina í
þessum efnum, allt frá því að stór-
veldin létu vita um ferðir skipa
sinna, til þess að ákveðin vopn yrðu
bönnuð á höfunum. Þá hefðu einnig
skotið upp kollinum róttækar hug-
myndir s.s. að banna ætti alla notkun
og meðferð kjarnorku á höfum úti,
bæði kjarnorkuvopn og kjarnorku-
knúin skip.
„Sumir hafa bent á það að líklega
væri þessi samgönguleið yfir
Atlandshafið, sem er mjög mikilvæg
fyrir NATO, best tryggð með því að
öll kjarnorka væri fjarlægð úr höfun-
um, vegna þess að Vesturveldin
hefðu gífurlega yfirburði yfir Aust-
antjaldsríkin í skipakosti,“ sagði
forsætisráðherra.
Steingrímur segir það ekki vera
hlutverk íslendinga að leggja fram
tillögur um hvar skuli fækka kjar-
orkuvopnum og hvernig skuli að því
staðið. Aðal atriðið sé að það komist
á dagskrá og byrjað sé að ræða
kjarnorkuafvopnun í höfunum inn-
an Atlandshafsbandalagsins.
Fjölmiðar í Bandaríkjunum hafa
greint frá afstöðu íslendinga og jafn-
framt að margt benti til að fleiri ríki
innan Atlantshafsbandalagsins muni
knýja á um umræður um eyðingu
kjarnavopna í höfunum. Þau lönd
sem nefnd hafa verið sem hugsanleg-
ir bandamenn íslendinga í þessu
máli eru; Noregur, Danmörk, Kan-
ada, Belgía og Tyrkland. Sömu
fjölmiðlar halda því fram að fyrir
utan sjálf Bandaríkin muni hörðust
andastaða við slíkar tillögur koma
frá Bretum og Frökkum.
Mjólkurbú Flóamanna, myndin er tekin fyrir 1935. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni en var rifið í kringum
1960.
Mjólkurbú Flóamanna á tímamótum:
Sextíu ára framþróun
kringum 38 miljónir. Starfssvæðið
hefur líka stækkað í áranna rás,
fyrsta starfsárið voru Flóamenn ein-
ir, en með árunum bættist við og í
dag eru innleggjendur allt frá Öflusi
í vestri að Núpsvötnum í austri og
eru nú 548 talsins.
Um 120 manns vinna að staðaldri
hjá Mjólkurbúinu og er það einn
stærsti atvinnurekandi á Selfossi.
Má í raun segja að beint eða óbeint
grípi tilvist Mjólkurbúsins inn í Iíf
flestra íbúa Arnes-, Rangár- og
Vestur-Skaftafellsýslna. Sú mjólk
sem síðan er keyrð óunnin vestur
yfir Hellisheiði er burðarásinn í
starfssemi Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík.
I stjórn Mjólkurbús Flóamanna
eiga sæti, Hörður Sigurgrímsson
Holti sem er formaður, Snorri Þor-
valdsson Akurey, Páll Lýðsson Litlu
Sandvík, Magnús Sigurðsson Birt-
ingahloti og Kjartan Magnússon
Hjallanesi. Birgir Guðmundsson
hefur verið mjólkurbússtjóri frá
1987.
Frá Sigurði Boga Sævarssyni fréttaritara Tímans
á Selfossi.
„Á 60 árum hefur myndast heil-
mikil saga,“ sagði Birgir Guðmunds-
son bústjóri Mjólkurbús Flóamanna
á blaðamannafundi nýverið í tilefni
af því að þann dag voru liðin rétt 60
ár frá því að fyrsta mjólkin var lögð
inn í búið. Auk þess sem saga búsins
og starfssemi voru kynnt var nýjasta
framleiðsluafurðin, dj úpsteiktur
Camenbertostur, kynntur en hann
kemur í verslanir nú á allra næstu
dögum. Þá er að koma út samhliða
afmælinu 60 ára afmælisrit, sem Páll
Lýðsson í Litlu Sandvík hefur
skrifað.
Það var Flóaáveitan, öðru fremur
sem varð undirrót þess að í upphafi
var ráðist í það af Flóamönnum að
byggja mjólkurbú. Með tilkomu
hennar margfaldaðist mjólkurfram-
leiðsla að sama skapi og heyfengur
og í áveitulögum er bygging mjólk-
urbús talin sem hluti af heildarfram-
kvæmdum. Lokið var við áveitu-
framkæmdir 1927 og fyrsta mjólkin
svo móttekin 5. desember 1929, í
nýbyggðu mjólkurbúshúsi, sem
Guðjón Samúelsson teiknaði. Síðan
þá hefur orðin sífelld framþróun
bæði á sviði tækniþróunnar, vöru-
framleiðslu og svo mætti lengi telja.
Er Mjólkurbúið í dag mjög framar-
lega á sviði tækninýjunga og hefur
verið brautryðjandi margra nýjunga
í mjólkuriðnaðinum.
Húsakostur Mjólkurbúsins var
endurnýjaður í áföngum á árunum í
kringum 1960. Það hefur oft verið
haft á orði, að öðru fremur hafi það
verið Mjólkurbúið og KÁ sem hafi
verið aflvakar stígandi byggðaþró-
unnnar á Selfossi því það er stað-
reynd að á meðan að þessi fyrirtæki
voru í sem mestum viðgangi, óx
íbúafjöldi á Selfossi hvað mest. Var
vöxtur þeirra nokkuð samstiga fram-
an af, en lengstum var stjórnarfor-
maður Mjólkurbúsins, Egill Thorar-
ensen kaupfélagstjóri.
Til gamans má geta að fyrsta
starfsárið voru innlagðir mjólkur-
lítarar 1.2 miljón lítra en eru í dag
Núverandi stjórn og mjólkurbússtjóri. F.v. Kjartan Magnússon, Hjallanesi Landssveit, Magnús H. Sigurðsson,
Birtingaholti Hrunamannahreppi, Birgir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri, Hörður Sigurgrímsson, formaður
stjórnarinnar, Holti Stokkseyrarhreppur, Snorri Þorvaldsson, Akurey V-Landeyjum og Páll Lýðsson, Litlu Sandvík
Sand víkurhreppi.
r t.v/i\i\sju i «nr
Keflavík
Magnús
Haraldsson
Jóhann
Einvarðsson
Drifa
Sigfúsdóttir
Aðalfundur fulltrúarráðs framsókn-
arfélaganna í Keflavík verður
haldinn að Glóðinni þann
09.12 1989 kl. 16.00
kl.16.00 1 .Almenn aðalfundarstörf.
2. Kosningar: formaður til eins árs
4 aðalmenn í stjórn
4 varamenn í stjórn
2 endurskoðendur
kl.16.45 3. Bæjarmál: Framsögu hafa:
Magnús Haraldsson
Drífa Sigfúsdóttir
4. Sveitarstjórnarkosningar: lögð fram tillaga frá stjórn um
kosninganefnd.
5. önnur mál.
kl.18.00 Aðalfundur hússtjórnar
skýrsla stjórnar og reikningar,
umræður og atkv.gr., kosning stj.
kl. 18.45 Létt máltíð - Sérmál fundarins:
Jóhann Einvarðsson alþingismaur ræðir um breytingar á
lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitar.
Jólafundur
Félags framsóknar-
kvenna í Reykjavík verö-
ur að Hótel Lind, Rauð-
arárstíg 18, mánudag-
inn 11. desember kl.
20.00. Hin árlega jóla-
dagskrá með jólapökk-
um, súkkulaði og tertum.
Gestur fundarins verður
Haraldur Ólafsson, lekt-
or.
Hafið með ykkur gesti
og munið eftir jóla-
pökkunum.
Stjórnin.