Tíminn - 09.12.1989, Síða 7

Tíminn - 09.12.1989, Síða 7
Laugardagur 9. desember 1989 Tíminn 7 Míkhaíl Gorbatsjof. og aðgerðum í utanríkisstefnu hjá nokkrum ríkjum. Aðferðir sem teknar voru í notkun á þeim tíma eru enn notaðar. Reyndar er heimurinn að segj a skilið við gamla tímann, en þetta verður erfið þróun. Við finnum þetta jafnvel núna. í samræðum okkar vildi ég gjarna fagna þeirri ábyrgð sem flestir stjórnmálamenn sýna, sem skilja að ákaflega mikilvægt tækifæri er nú fyrir hendi, tæki- færi sem við höfum beðið eftir og búið okkur undir um langt skeið, og það ætti ekki að glata þessu tækifæri. Ég held að þegar sé búið að velja að einhverju leyti. En til eru öfl sem vildu að ný Evrópa og ný veröld væri endurbyggð á grunni þess gangvirkis sem myndaðist í kalda stríðinu. Ég held að það eina sem kalda stríðið hefur sannað sé að fast- heldnin við hugmyndina um að beita valdi og beinum árekstrum hefur ekki réttlætt sjálfa sig. Vopnakapphlaupið hefur fært mannkynið hættulega langt fram á ystu nöf og fram hefur komið að það er raunverulegt vanda- mál að komast lífs af. Kalda stríðs aðferðir hafa beðið lægri hlut. Ég vil leggja áherslu á þessa hugmynd, þar sem stundum má heyra ólíkar skoðanir. Þeir eru til sem segja að kalda stríðs stefnan hafi leitt til breytinga. Þetta er fáránleg röksemda- færsla. Henni er haldið við af þeim sem vilja ekki segja skilið við kalda stríðið, ekki einu sinni núna. En þetta eru vonlausar vonir. Við byggjum ekki nýja Evrópu og endurbyggjum ekki alþjóðleg samskipti ef við höldum okkur þrjósk við gömlu aðferðirnar og reynum að fást við ný vandamál úr gömlum víghreiðrum. Trúir á sigur skynseminnar Þetta er ástæðan til þess að við tölum um Helsinki-1 og beinum athyglinni að jákvæðum árangri. En í þróun Helsinki- sáttmálans opnast leiðin að nýju stigt. Nú tölum við um Helsinki- 2. Við verðum að skilja núver- andi breytingar, ræða sanian og ráða ráðum okkar um framrás þrep af þrepi í átt að nýrri Evrópu og nýjum alþjóðlegum samskiptum. Ég hef alltaf skipað saman Evrópu og alþjóðlegum sam- skiptum, vegna þess að þar er um að ræða mikilvægan hluta nútímamenningar og vegna þess að það sem þar er að gerast er sterkur áhrifavaldur á alþjóðlegt ástand yfirleitt. Ég trúi á sigur skynseminnar. Augsýnilega má binda mestar vonir við það að þorri vinnandi fólks hefur hafið pólitíska þátt- töku. Það vill ekki trúa stjórn- málamönnum eingöngu fyrir ör- lögum sínum, sljótt og hugsun- arlaust. Fólkið vill taka þátt í að semja og skapa nýja pólitík. Við skul- um hugsa um síðustu daga heimsóknarinnar til Ítalíu. Hví- lík viðbrögð fólks við breyting- um í Sovétríkjunum, hvílík sam- kennd og hvílíkur stuðningur. Ég hef orðið var við mikið raunsæi í yfirlýsingum Bush forseta og verð að segja að ég fann að hann óskaði að skilja þessar breytingar, að skiptast á skoðunum um framfarirnar í djúptækum breytingum, að bera saman mat á aðstæðunum og, e.t.v., vinna að einhverjum um- leitunum. Ég held ekki að það sé mögu- legt að segja hér og nú að slíkar umleitanir séu komnar af stað, en viðræðurnar voru víðtækar og komu víða við. Ég verð að segja að þær fóru jafnvel fram úr því sem ég hafði gert mér vonir um. Meginatriðin gaumgæfð Sovétforseti var spurður hver væri mikilvægasti árangurinn að hans áliti af fundinum með Bush forseta á Möltu og hvaða erfiðu spurningar hefðu fengið lausn. Fundurinn var óformlegur eins og allir vita. Verkefni hans var ekki að gera uppkast að samningum og þaðan af síður að undirrita þá. Fundurinn var haldinn til að eiga víðfeðmar viðræður og að bera saman mat á aðstæðum. Þar sem stjórnarskipti höfðu orðið í Washington urðum við George Bush. að komast að niðurstöðu um eftirfarandi undirstöðuspurn- ingar: Er stefna nýju stjórnar- innar beint áframhald af þeirri fyrri, þar með talið á sviði sam- búðar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna? Nú getum við umfram allt talað um pólitískan árangur í tengslum við eðli fundarins. Al- menningur vill oft sjá ákveðinn árangur strax. Þetta er skiljan- legt. En ég ætti að taka fram að það er erfitt að treysta á að ákveðinn árangur náist án þess að gagnkvæmur pólitískur skiln- ingur sé fyrir hendi. Ég myndi meta mikilvægi þessa fundar við Bandaríkja- forseta á eftirfarandi hátt: Hann hefur skapað góð skilyrði til framfara til ákveðins árangurs á mörgum sviðum í framtíðinni. Ég held að framfarirnar verði öflugri á öllum sviðum víxlverk- unar og samvinnu við Amerík- ana. Fundurinn gaf samninga- viðræðunum í Vín mjög ákveð- inn hvata. Auðvitað erum við ekki einir um að ákveða örlög þeirra við- ræðna, en það er mikið undir okkur og Ameríkönum komið. Fundurinn hvatti mjög eindreg- ið til að samdar yrðu tillögur til að búið verði að setja niður öll vandamál sem enn hafa ekki verið leyst, ekki seinna en í júní þegar opinber fundur minn með forsetanum verður haldinn. Tímamótasamning- ur í Vínarborg Með öðrum orðum, við ættum að hafa gaumgæft öll meginatr- iðin þá og taka ákvörðun um afstöðu okkar til þeirra til að stefna að því að ganga frá samn- ingnum, á mörgum mánuðum, meiriháttar samningi. Það yrði tímamótasamningur. Fyrsta skrefið er mikilvægt í kjarnorkuafvopnun. Það sem var undirritað með Reagan for- seta er árangur af skoðanaskipt- um. Við megum búast við stór- kostlegu tímamótaskrefi varð- andi þessi atriði. Hvað eiturvopn varðar hefur margt í afstöðu Bandaríkjanna valdið okkur áhyggjum á undan- törnum árum. Á fundinum lögðu Bandaríkjamenn fram nokkur ný mjög mikilvæg atriði sem gefa vonir um að framfarir verði á þessu sviði líka. Við ræddum í smáatriðum framganginn í Vín og komumst að þeirri niðurstöðu að við, æðstu menn ríkjanna, getum og verðum að undirrita samning um fækkun hefðbundinna vopna og herliðs á næsta ári, slíkt er útlitið á hernaðarlega og stjórn- málalega sviðinu. Ég vildi taka fram að forsetinn sýndi í fyrsta sinn áhuga á spurn- ingum um efnahagslegt samstarf við ríki okkar. Þetta er mjög mikilvægt þar sem þetta umræð- uefni hefur alltaf haldist utan aðalefnis allra funda og við- ræðna. Þetta atriði sýnir að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn Bush forseta er, auk þess að staðfesta áframhald fyrri stefnumörkunar, þegar farin að leggja fram framlög og tillögur sem er mikil viðbót við þann árangur sem áður var náð. Það sem að er stefnt er að skapa eðlilegar aðstæður fyrir efna- hagslega samvinnu og afnema óréttlát höft. Þetta þýðir líka að Banda- ríkjamenn geta skipt um skoðun á þátttöku Sovétmanna í alþjóð- legum efnahagsstofnunum. Og þetta er mjög mikilvægt. Áður litu þeir neikvætt á þátttöku okkar þar sem þeir trúðu því að hún leiddi til þess að alþjóðlegar efnahagsstofnanir leiddust út í pólitískt þvarg, óviðkomandi átök og ósættanlegar skoðanir. Talað um eldfima staði í heiminum Við tökum slíkum breytingum fagnandi. Við lítum á okkur sjálfa sem hluta nútíma- menningar og hluta af efnahags- lífi heimsins. Við viljum vinna með og taka þátt í vinnudreifing- unni í efnahagsmálum heimsins á frjórri hátt og með meiri árangri. Þetta er alveg eðlilegt. Það er of þröngt um okkur innan marka okkar eigin ríkis. Við erum að þróa efnahagslegar framfarir í landinu sem gefa ástæðu til að vona að efnahags- legar aðgerðir ríkis okkar er- lendis muni vaxa og verða öflugri. Það yrði mjög mikilvæg viðbót við stefnu bandarísku stjórnarinnar hvað okkur varðar. Ég vildi gjarna taka fram að bandarískir kaupsýslumenn hafa sýnt okkur áhuga lengi. Þrátt fyrir þá staðreynd að sam- skiptum hafi ekki verið komið á hafa þeir vanið komur sínar til Sovétríkjanna, boðið fulltrúum frá viðskiptaheiminum okkar til Bandaríkjanna. Þeir hafa haldið uppi stöðugum viðræðum í þeirri von að sá tími renni upp að bandaríska stjórnmálaforyst- an breyti afstöðu sinni. Ég held að við getum talað um að þarna hafi orðið umskipti. En við skulum sýna þolinmæði. Við erum raunsæismenn og skul- um dæma eftir verkunum. Við töluðum um marga eld- fima staði í heiminum í smáatr- iðum og hvað við gætum í sam- einingu eða hvor í sínu lagi gert til viðbótar til að aðstoða við að finna pólitíska niðurstöðu í at- burðarásinni þar. Það verður mikið gagnlegt starf unnið til hags fyrir frið og eðlileg sam- skipti þjóða okkar. Þetta nýtur stuðnings bæði í okkar landi og Bandaríkjunum. Reyndar vorum við á sama máli um að við hefðum á tilfinning- unni að fólk í dreifbýli í Banda- ríkjunum fyndi að afstaða al- mennings í garð lands okkar og stefnu hefði breyst. Þetta er líka mjög mikilvægt, og þetta er líka sönnun þess að mikil umskipti hafa orðið. Ég held að forsetinn hafi lagt vandlega sitt mat á þessu sviði í stefnu sinni og gert upp hug sinn. Hann hefur komist að vel ígrundaðri niðurstöðu og er ekki að tefla leik í stríðstafli. Þetta er sú skoðun sem ég myndaði mér í þessum viðræðum. Þessu fagna ég- Það sem er að gerast í sam- skiptum okkar hefur ekki bara áhrif á okkar lönd heldur allt heimsástandið. Ég vona að þetta sé langtímaafstaða landa okkar hvors til annars. Að lokum sagði Sovétforseti um fund þeirra forsetanna við Möltu, að hann gæfi honum tilefni til að segja eftirfarandi: Byrjunin lofar góðu. Andrúms- loftið á fundinum var fullt vel- vilja, opinskátt og hreinskilið. Við áttum tvo fundi saman, bara tveir. Þar gátum við rætt málefni sem ekki hafði verið rætt um fyrr. Þetta gerðist, kannski, vegna þess að við höfðum átt fund með Bush áður. Við höfð- um rætt saman og við áttum ekki í erfiðleikum með að mynda gott andrúmsloft fyrir viðræð- urnar. Fram kom visst gagnkvæmt traust. Þetta er gott veganesti. Hvað mig varðar met ég þetta mikils að sjálfsögðu og mun gera mitt besta til að þetta andrúmsloft haldist. Það ætti að halda því, fyrst og fremst, til hags fyrir hinn mikla málstað og miklu ábyrgð sem leiðtogar ríkj- anna tveggja axla. Það er auðveldara að ræða hvaða mál sem er og finna hvaða lausn sem er þegar andinn er góður. Ég er ánægður með þau persónulegu samskipti sem komin eru á við forsetann.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.