Tíminn - 09.12.1989, Page 14

Tíminn - 09.12.1989, Page 14
14 Tíminn DAGBÓK Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14:00 er frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 dansað. Aðventusamkoma Ámesingakórsins Árnesingakórinn í Reykjavík heldur aðventusamkomu í Risinu, Hverfisgötu 105, sunnudag 10. des. kl. 15:00. Kaffihlaðborð, jólahugvckja, kórsöng- ur og hljóðfæraleikur. Jólafundur Kvenréttindafélags íslands Kvenréttindafélag íslands heldur jóla- fund sinn að Hallveigarstöðum mánudag- inn 11. des. kl. 20:30. Félagskonur eru hvattar til að mæta vel og stundvíslega og taka með sér gesti. Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð laugardaginn 9. des. kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Parakeppni. Verðlaun veitt. Síðasta sinn fyrir jól. Selkórinn heldur Aðventutónleika Selkórinn á Seltjarnarnesi heldur tón- leika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20:30. Á efnisskrá verður kirkju- og jólatónlist. Stjórnandi Selkórsins er Friðrik Guðni Þórleifsson. Jólafundur Kvenfélags Neskirkju Kvenfélag Neskirkju heldur jólafund sinn nk. mánudagskvöld kl. 20:30 í safn- aðarheimilinu. Gestur fundarins verður Hanna Jo- hannessen, formaður Jólanefndar Verndar, en Birgir Kjartansson er for- maður Verndar. Konur eru minntar á að hafa með sér jólapakka. Jólafundur Kvennadeildar Skagfirðingafélagsins Kvennadeild Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður með sinn árlega jóla- fund í Drangey, Síðumúla 35, sunnudag- inn 10. desember, sem hefst með borð- haldi kl. 19:00. Jólafundur Kvennadeildar Skagfirðingafélagsins Kvennadeild Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður með sinn árlega jóla- fund í Drangey, Síðumúla 35, sunnudag- inn 10. desember, sem hefst með borð- haldi kl. 19:00. Safnaðarfélag Ásprestakalls Jólafundur Safnaðarfélags Áspresta- kalls verður haldinn þriðjudaginn 5. des- ember kl. 20:30 í safnaðarheimilinu. Fundarefni: Jólahugvekja og föndur. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta klukkan 11:00 (Athugið tímann). Einsöngur: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Tónleikar kórs Kennaraháskóla Islands kl. 14:30. Helgistund með skírn kl. 17:00. Leikið verður á orgelið frá kl. 16:40. Miðvikudagurkl. 7:30: Morgunandakt. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson Halla Haraldsdóttir Myndlistarsýning ÍMJÓDD Halla Haraldsdóttir, myndlistarkona frá Keflavík, heldur sýningu á verkum sínum í verslun Hjartar Nielsen, Mjódd- inni, í desember og janúar. Halla er fædd og uppalin á Siglufirði. Hún var við nám í Myndlistar- og liand- íðaskóla Islands í tvo vetur og seinna í kennaradeild skólans í einn vetur. Aðal- kennari hennar þar var Erró. Síðan liélt hún til Danmerkur og stundaði nám hjá dönskum listmálara, Sören Esbjerg í tvo vetur. Fyrirtækin sem staðsett eru á Bernhöftstorfu hafa tekið höndum saman um að skapa jólastemmningu á svæðinu. Til að auðvelda foreldrum jólainnkaup- in munu fóstrur sjá um harnagæslu á Bernhöftstorfu í desember alla föstudaga kl. 14:00-18:00 og laugardaga kl. 10:00 til lokunartíma verslana, en þó ekki lengur en til kl. 20:00. Gæslan er fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Skífan verður mcð hljómplötukynn- ingu. og á föstud. og laugard. með lifandi tónlist. Á Þorláksmessu mun Dómkórinn koma fram á útitaflinu, en auk þess mun hluti kórsins koma fram á Bernhöftstorfu á laugardögum til jóla. Útimarkaður verður á Bernhöftstorfu á föstu- og laugardögum og rennur ágóði af sölu til líknarmála. Jólasveinarnir kom öðru hverju í heimsókn. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Auk þessa verða ýmsar uppákomu á vegum Miðbæjarsamtakanna. Fyrirtækin sem staðsett eru á Bern- höftstorfu eru: Veitingahúsin Lækjar- brekka og Punktur og Pasta, ferðaskrif- stofurnar Land og Saga og íslenskar fjallaferðir, Sveinn bakari, UII og gjafa- vörur, Listahátíð, Sinfónían og Asse. Fjölskyldutónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar: HNOTUBRJÓTURINN Sunnud. 10. des. kl. 14:00verðahaldnir síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Is- lands á þessu ári. Það eru aðventutónleik- ar fyrir alla fjölskylduna og leikinn verður Hnotubrjóturinn eftir Tjajkofskí, en Benedikt Árnason leikar segir söguna um Hnotubrjótinn, og vatnslitamyndir Snorra Sveins Friðrikssonar listmálara verða varpað á sýningartjaldið á meðan á flutningi stendur. Miðar á tónleikana eru seldir í miðasöl- unni í Háskólabíói. Frá árinu 1978 hefur Halla verið í tengslum við gler- og listiðnaðarverkstæði D.H. Oidtmann í Þýskalandi, fyrst við nám og seinna við störf hjá fyrirtækinu. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýn- inga heima og erlendis og hlotið margvís- legar viðurkenningar fyrir list sína. Myndir Höllu á þessari sýningu eru vatnslitamyndir unnar með blandaðri tækni, auk glerlistaverka. öll verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin, sem er sölusýning, er opin á verslunartíma, alla virka daga kl. 10:00-18:30 og kl. 10:00- 16:00 á laugardögum. Mæðrastyrksnefnd Á vegum kvennfélagasmbands Kópavogs starfa mæðrastyrksnefnd eins og undan- farin ár. Kópavogsbúar ef þið vitið af bágstöddum samborgara, vinsamlega lát- ið okkur vita. í nefndinni eru Ingibjörg í síma 41224, Sólveig í s. 40531, Laufey í s. 40035, Þorgerður í s. 40582 og Viktoría í s. 40298. Hljómsveit Ingimars Eydal í Danshöllinni Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi í Danshöllinni laugardaginn 9. des- ember. Aðeins þetta eina skipti í Reykj- avík í desembermánuði. Hljómsveitin hefur hefur tvisvar áður skemmt í Danshöllinni (Þórscafé). Jólasýning FÍM í Garðastræti Jólasýning FÍM, Félags íslenskra myndlistarmanna, stendur yfir í FÍM- salnum, Garðastræti 6. Margir þekktir myndlistarmenn, eldri og yngri, eiga verk á sýningunni, sem er sölusýning. Alla laugardaga, meðan sýningin stendur yfir, verður boðið upp á vandaða dagskrá með lestri höfunda úr nýjum bókum og fjöl- breyttri tónlist. Dagskrá laugardagsins 8. des: Birgir Sigurðsson les úr smásagnasafni sínu, Frá himni og jörðu, EyvindurEiríksson lesúr Ijóðabókinni Viltu, Ragnhildur Ófeigs- dóttir les úr ljóðabókinni Faðmlag vindsins, Þorsteinn frá Hamri les úr ljóðabókinni Vatnsgötur og blóðs. Björn Björnsson, bariton, syngur við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. Veitingar: Jólaglögg og piparkökur. Opið er frá kl. 14:00 alla daga, en lokun fylgir almennum verslunartíma. Ballettinn ívan grimmi í MÍR MlR sýnir tvær frægar sovéskar ballett- kvikmyndir nú í desember í bíósal félags- ins, Vatnsstíg 10. Sunnud. 10. des. kl. 16.00 verður sýnd „ívan grimmi", ballett Júrí Gígorovitsj, aðaldansasmiðs Bols- hoj-leikhúddins um árabil við tónlist þá, er Sergei Prokofiev samdi við samnefnda kvikmynd S. Eisensteins (sýnd í nóv. í MÍR). Margir af fremstu dönsurum Bols- hoj-leikhússins fara með stærstu hlutverk- in. Eldri ballettmynd, „Spartacus" verður svo sýnd sunnud. 17. des. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Sunnudagsferðir F.í. Sunnud. 10. des. kl. 13:00 Reykjaborg - Reykjafell. Ekið að Hvammi og gengið þaðan á Reykjaborgina og áfram verður gengið í norður á Reykjafell (268 m) og komið niður í Skammadal. Farmiðar við bíl (600 kr.) Sunnud. 17. des. kl. 10:30 Esja - Kerhólakambur. Gengið frá Esjubergi á Kerhólakamb. Birting er kl. 10:00 og myrkur kl. 16:48. Aðeins 4 dagar að vetrarsólstöðum 21. des. Munið þægilega skó og hlýjan klæðnað. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl (800 kr.) Athugið: Áríðandi að allir sem ákveðn- ir eru í að halda fráteknum farmiðum í áramótaferð til Þórsmerkur greiði þá ekki seina en 15. desember n.k. Sunnudagsferð Útivistar 10. des. Lækjarbotnar - Hólmsborg. Frekar auðveld ganga um kjarrivaxið land fyrir ofan Silungapoll. Skoðaður hellir og fjárborg. Brottför kl. 13:00 frá Umferða- miðstöð - bensínsölu. TIL SOLU Mitsubishi Pajero diesel Turbo 5 dyra ekinn 77.000 km Bíllinn er í góðu ásigkomulagi. □ Rafmagn í rúðum □ Vökvastýri □ □ Utvarp/segulband □ Verð kr. 1.450.000,- Staðgreiðsla kr. 1.250.000.- Upplýsingar í síma 91-687905 eða 985-25080 Jólastemmning a BERNHÓFTSTORFU Laugardagur 9. desember 1989 + Alþjóðleg UÓSMYNDASAMKEPPNI Alþjóðasamband Rauðakrossfélaga efnir nú f annað skipti til Ijósmyndasam- keppni meðal áhugafólksog ljósmyndara. Þema keppninnar er mannúð eins og hún kemur fram í starfi Rauðakrosshreyf- ingarinnar undir kjörorðunum: VERND- UN MANNLEGS LÍFS. Fyrstu verðlaun eru ljósmyndafcrð til einhvers þcss staðar þar sem Rauði krossinn starfar að mannúðarmálum, ljósmyndavörur, Ijósmyndasýning í Genf í Sviss og verðlaunapeningur. 5 næstu þátttakendur fá verðlaunapening og íjósmyndavörur í verðlaun. Myndir í keppnina mega ekki vera eldri en þriggja ára og þurfa að berast Alþjóðasambandi Rauðakrossfélaganna fyrir 31. mars 1990. Rauði kross Islands, Rauðarárstíg 18, Reykjavík, veitir allar nánari upplýsingar í síma 91-26722 og þar fást skráningarblöð fyrir myndir sem senda á. 1949-1989 Afmæiispit Laugarneskirkju Á þessu hausti eru 40 ár liðin frá því að Laugameskirkja var vígð og því hefur verið gefið út veglegt blað, Áfmælisrit Laugarneskirkju, 1949-1989. Fremst er ávarp frá Jóni Dalbú Hróbjartssyni sókn- arpresti, en þar næst segir Þór Magnússon frá Laugarneskirkju hinni fornu. Ástráður Sigursteindórsson rifjar upp í grein Upphaf Laugamessafnaðar. Þá skrifar Þröstur Eiríksson um tónlistarlíf kirkjunnar og sagt er frá safnaðarstarfi. Karl Ómar Jónsson segir byggingarsögu safnaðarheimilisins og greinir frá endur- bótum á Laugameskirkju árin 1988 og 1989. Kverfélag Laugamessóknar er fyrir- sögn á grein Vivans Svavarsson. Þor- steinn Ólafsson skrifar: Laugameskirkja 40 ára. 1 ritinu eru fjölmargar myndir úr safn- aðarstarfi kirkjunnar og skrá yfir starfs- fólk og nefndir í Laugarneskirkju. Heimilisblaðið VISKUBRUNNURINN Þetta blað er gefið út af dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð (að Hjallaseli 55) og ritstjóri er Rannveig Káradóttir og ábm. er María Gísladóttir forstöðum., en með þeim starfar ritstjóm. í blaðinu er fyrst ávarp frá ritstjóra og smáfréttir frá heimilinu í Seljahlíð. Davíð Sigurðsson yrkir brag sem hann nefnir: Veðurfar og fleira 1989. Þá segir Guðríð- ur Guðmundsdóttir, 92 ára, frá ævi sinni, en henni til aðstoðar er Lóa Þorkelsdóttir. Bjarni Th. Guðmundsson segir frá í greininni „Vertíð í Keflavík 1918-T9, og er sú frásögn aðalefni blaðsins. Þá er jólahugvekja eftir Arinbjöm Ámason, vísur og smágreinar eftir ýmsa, gátur og spakmæli. Ljóð eru um Magdalenu Sigur- þórsdóttur, 91 árs, Hugrún yrkir til göngugarpa í Jónsmessugöngu, en þeir komu við í Seljahlíð 21. júní sl. og Davíð Sigurðsson yrkir um dvalarheimilið og nefnist ljóðið Seljahlíð. Þá fær Jón Öm Stefánsson, kokkur staðarins og matargerðarmeistari þakkar- kveðjur í bundnu og óbundnu máli. Þetta blað er 2. tbl. 1989, sem er 3. árgangur ritsins. Margar myndir em í blaðinu frá Selja- hlíð og af fólkinu þar. Nýttlíf 8. tbl. 12. árg. Fremst í þessu tölublaði Nýs lífs er viðtal við Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur, skáldkonu og húsmóður um trúarbrögð- in, tilfinningalífið, ástina, sorgina og dauðann. Steinunn Sigurðardóttir ræðir við Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svavars Guðnasonar listmálara. Fyrirsögn viðtalsins er: Ég stillti mig inn á hans persónu. Þá er mikið skrifað um tæknifrjóvgun og sagt frá Bourn Hall Clinic, þar sem margar íslenskar konur hafa leitað lausna við ófrjósemisvanda. Margar síður em lagðar undir tísku- myndir, sem teknar eru á götum New York borgar. Þá er sagt frá leikhúslffl í London og Ragnheiður Davíðsdóttir hef- ur viðtal við fyrmm eiginkonu kynferðis- brotamanns. Fyrirsögn á viðtalinu er: Gleymd fórnarlömb. Margt annað er í blaðinu, svo sem grein um jólabakstur, litið inn í smiðju Kolbrúnar Kjarval o.fl. Jólaglaðningur nefnist aukablað Nýs lífs, en þar er mikið af snyrtivömkynning- um og auglýsingum, sýndar blómaskreyt- ingar og jólaföndur. Sagt frá bókaútgáfu Frjáls framtaks og kynnt verslunin Boris, sem er fyrsta snyrtivömverslunin sem er eingöngu fyrir karlmenn. Minningar leikkonu Ást og trú, gleði og sorg, hjónabönd og tilfinningar. Þetta eru meginþræðimir í bókinni Ég og lífið sem komin er út hjá Vöku- Helgafelh. Þetta eru minningar Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu sem Inga Huld Hákonardóttir hefur skráð. Bókin skiptist í sautján efniskafla og er form þeirra mismunandi efni, viðtöl, beinar frásagnir Guðrúnar og hugleiðingar bókarhöfundar um viðmælanda sinn. Fjöldi mynda prýðir bókina, bæði úr einkalífi Guðrúnar og af listferli hennar. Ég og Ufið er lifandi reynslusaga konu. Á opinskáan hátt ræðir Gúðrún um bemsku sína og sérstæða foreldra, ást sína og hjónabönd, starf sitt og list. Af næmu innsæi og tilfinningu segir hún frá konum sem hún hefur kynnst á lífsleiðinni. Hún hefur mikið að gefa öðmm konum og öllum þeim sem láta sig manneskjuna nokkm varða. Inga Huld Hákonardóttir ræðir þessi mál við Guðrúnu. Hún skrásetur söguna af hstfengi. Stundum er hún virkur viðmælandi og gefur þannig fjölbreyttari og dýpri sýn í heim Guðrúnar. Ég og lífið er einhver óvenjulegasta æviminningabók sem komið hefur út á íslandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.