Tíminn - 09.12.1989, Page 4
4
HELGIN
Laugardagur 9. desember 1989
Hefði mátt afstýra
vetrarstríðinu?
Þegar fimmtíu ár eru liðin frá upphafi vetrarstríðsins milli Finna og Rússa,
hugleiða menn hvort forðast hefði mátt þessar blóðsúthellingar - eða hvort
Finnar hafi borgið sjálfstæði sínu með því að grípa til vopnaí heimssögu-
legu samhengi var vetrarstríðið milli Finna og Rússa, veturinn 1939 -1940,
hversdagslegur viðburður. Á útjöðrum stórveldanna hafa alla tíð orðið
harðir og blóðugir árekstrar og í þeim mikla harmleik sem síðari heimsstyrj-
öldin var, þá var hér aðeins um atburði að ræða sem stóðu skamman tíma.
Heimspólitískar afleið-
ingar stríðsins
Eigi aö síður hafði stríðið
stórpólitískar afleiðingar.
Skömmu áður en Þjóðabanda-
lagið leystist upp vék það Sov-
étríkjunum úr sínum röðum
vegna þess. Þá vakti það óróa
meðal kommúnista víða um
lönd. Hafði sósíalískt ríki gjörst
sekt um árásarstríð? Mörg
vestræn ríkl fóru að hugleiða
að gera út herleiðangur tll
Norðurlanda. í Frakklandi féll
stjórn Daladiers vegna ágreln-
Ings sem tengdist vetrarstríð-
inu. Það varð hörð prófraun fyr-
ir hlutleysisstefnu Svía og
fyrsta sprungan sem kom í eln-
angrunarafstöðu Bandaríkj-
anna. Það styrkti tengslin á
milli þeirra Hitlers og Mussol-
Inl.
En er hálf öld er nú liðin frá því
er atburðirnir gerðust geta fornir
féndur og núverandi góðvinir rætt
þetta allt saman af rósemi og
sannsýni.
Það er aðeins mannlegt að
menn leiti að einhverri einni orsök
fyrir því að stríðið braust út. Þeg-
ar fjallgöngumaður hrapar, leita
menn ekki að orsökinni í þyngdar-
lögmálinu, landfræðilegum að-
stæðum eða þeim þætti í eðli
hans, sem fær hann til að langa til
að klífa fjallatinda. Menn telja að
slysið hafi orðið vegna þess að
hann hafi misstigið sig, enda
mundi það úrslitaorsök þess að
svo illa fór. En vetrarstríðið verður
ekki skýrt með slíku „feilspori."
Það verður að skoðast í víðu
sögulegu samhengi.
Varla er þörf á því hér að rekja
öll þau mörgu stríð, sem Svíar og
Rússar háðu á finnskri grund.
Samkvæmt „leyniákvæðunum" í
samningi þeirra Napóleons og Al-
exanders Rússakeisara skyldi
Finnland teljast leyst undan yfir-
ráöum Svía og vera stórhertoga-
dæmi í rússneska ríkinu. Stórher-
togadæmið naut þó verulegrar
sjálfsstjórnar og á þessum tíma
efldist þjóðarvitund Finna og þeir
komu upp sínum eigin stjórnar-
stofnunum.
En um aldamótin raskaðist
þetta jafnvægi. Nikulás keisari
annar tók að þrengja að sjálfsá-
kvörðunarrétti Finna og auka
rússnesk áhrif í landinu.
Síðasta dag ársins 1917 lýsti
Lenín yfir sjálfstæði Finnlands. En
árið á eftir náðu átökin í rúss-
nesku borgarastyrjöldinni inn á
finnskt landsvæði. Finnskir rauð-
liðar voru studdir af rússneska
hernum, sem enn hafði stöðvar á
finnskri grund, en Þjóðverjar efldu
hvítliða. Sigur hvítliða hafði úr-
slitaáhrif á þróun mála í landinu í
stjórnmálalegu tilliti. í Finnlandi
var haldiö við lýðræðisskipulagi
því og markaðsskipulagi, sem
þróast hafði á sjálfsstjórnartíman-
um. Því litu Sovétríkin svo á að
landið væri kapítalískt og borg-
aralegt ríki.
Kuldaleg sambúð
Þrátt fyrir friðarsamningana
milli ríkjanna árið 1920 andaði
köldu í milli þeirra. Sú kynslóð
sem lifði það er Finnland varð
sjálfstætt, minntist Rússa jafnan
sem gamalla kúgara. Háskóla-
æskan gerði sér títt um Finna þá
sem bjuggu í sovésku Karelíu og
lét sig dreyma um stór - Finnland.
Kommúnistar voru litnir hornauga
og taldir vinna í þágu erlends rík-
is. Verslun og önnur samskipti við
Sovétríkin voru í lágmarki. En það
var ekki einvörðungu sök Finna,
því Stalín fylgdi strangri einangr-
unarstefnu.
Þótt þýsk áhrif væru sterk í
Finnlandi frá gamalli tíð, náðu fas-
isminn og nasisminn þó ekki fót-
festu í hinu pólitíska lífi. í kosning-
unum 1939 fengu öfgaflokkar til
hægri aðeins sjö þingmenn af tvö
hundruö. Verkalýðshreyfingin
undir stjórn jafnaðarmanna var
öflug. Því taldist Finnland til fárra
Evrópulanda á fjórða áratugnum,
þar sem þingræðið stóð föstum
fótum. Sárin eftir borgarastríðið
1918 voru farin að gróa, þegar
jafnaðarmenn og borgaraflokk-
arnir mynduðu samsteypustjórn
árið 1937.
Þegar skuggarnir af útþenslu-
stefnu Hitlers fóru að falla yfir Evr-
ópu, var tekin sú stefna að
minnka samskiptin við Þýskaland
sem mest. Þingið féllst á það við-
horf stjórnarinnar að Finnar
skyldu fylgja sömu hlutleysis-
stefnu og önnur Norðurlönd. Þá
hafði veriö gerður „ekki - árásar“