Tíminn - 09.12.1989, Síða 10
Bágt á Beysi borgarstjóri
Bágt á Beysi borgarstjóri. Hann
skrapp í frí til Flórída og á meðan
gátu borgarfulltrúarnir hans í Sjálf-
stæðisflokknum komið málunum í
erfiðan hnút. Þeirra vegna þarf
Beysi nú að hamast af sinni al-
kunnu orðsnilld til að bjarga því
sem bjargað verður. Þetta þarf
nánari útskýringa við.
Síðast þegar ég stakk niður
penna og ritaði í TÍMANS RÁS,
þá skýrði ég frá því hvemig Beysi
borgarstjóri og lið hans notaði
vígslu Borgarleikhússins til að upp-
hefja persónu hins fyrrverandi leik-
húsrítara á kostnað þeirra fjölda-
mörgu sem lagt höfðu gjörva hönd
á verkið.
Þá benti ég á þá tilviljun að
Beysi skyldi reglubundið vera við-
staddur opnunarhátíðir ýmiss
konar, svona rétt fyrir kosningar.
Ljóst er að borgarstjórinn mun
vera í sviðsljósinu við álíka margar
vígsluathafnir í vetur og hann hefur
verið allt kjörtímabilið. Það er
ekki skrítið því peningaausturinn í
byggingar hefur verið gegndarlaus
og miðast við að Ijóminn yfir
vígsluathöfnum Beysa verði hvað
mestur rétt undir borgarstjórnar-
kosningar.
Reyndar verður að játast að
margar framkvæmdirnar eru virð-
ingarverðar og góðar, en því miður
þá leggur svo stóran skugga af
minnismerkjabyggingum Beysa,
að nauðsynlegu framkvæmdirnar
vega ekki þungt. Auðkúlan á
Öskjuhlíð, þó falleg sé að margra
dómi, Ráðhúsið í Tjörninni, sem
gengið hefur alltof nærri lífríki
þessarar perlu Reykjavíkur eins og
ungadauðinn í sumar sannar, þess-
ar framkvæmdir kosta þvílíkar
fúlgur að Beysi ætti að skammast
sín. í stað þess stendur hann gleið-
brosandi og hrokafullur yfir nytja-
lítilli framkvæmdagleði sinni á
sama tíma sem neyð hundruða
aldraðra borgara er slík, vegna
skorts á æskilegu húsnæði og nauð-
synlegri hjálp sem borginni ber
skylda til að veita þeim, að heiðvirt
fólk fær sting í hjartað við tilhugs-
unina. Svo ekki sé minnst á at-
hafnaleysið í dagvistarmálunum.
En það var ekki þetta framferði
borgarstjórans sem ég ætlaði að
minna á, heldur þær vangaveltur
um það hver verði eftirmaður hans.
Það er nefnilega ljóst að Beysi
borgarstjóri er nú varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og ætlar bráð-
um að verða formaður. Sem slíkur
mun hann storma inn á þing og
skilja eftir borgarstjórastólinn.
Reyndar ekki fyrr en eftir komandi
borgarstjómarkosningar, enda
væri voðinn vís ef einhver af núver-
andi borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins ætti að leiða hjörðina í
kosningum.
Þar kemur að því hve bágt Beysi
borgarstjóri á. Á meðan hann
sólaði sig á Flórída gátu tvö efnileg-
ustu borgarstjóraefni Sjálfstæðis-
flokksins komið sér í slík vandræði
að Beysi á fullt í fangi með að
bjarga við málunum.
Fyrst var það hann Júlli, sem
langaði svo ógnarmikið að verða
borgarstjóri, ef marka má heilsíðu-
viðtal með heilsíðu mynd sem
birtist fyrir tilviljun í því gagn-
merka blaði DV. Upp hefur komist
um alvarlegt lóðabrask þessa ann-
ars gagnmerka borgarfulltrúa.
Hann fékk úthlutaðlóðundirsím-
svarann sinn, lóð sem hann hugðist
síðan selja, ef hann er þá ekki
búinn að því þó ekki hafi pappírum
verið þinglýst. Beysi borgarstjóri
brást við hreystilega, studdi sinn
mann og hefur sagst ætla að berjast
áfram fyrir lóðabraski Sjálfstæð-
ismanna. En allar líkur eru á að
Júlíus hafi beðið slíkan hnekki
stóllinn sé honum eilíflega glatað-
ur.
Hitt borgarstjóraefnið varð al-
menningsálitinu ekki eins mikil
hneykslunarhella, en kom Beysa í
því meiri klípu. Það var Villi í
skipulaginu. Á meðan borgarstjór-
inn var erlendis gekk Vilhjálmur
fram á völlinn, stóryrtur og örugg-
ur með sjálfan sig þegar helsti
keppinauturinn var fallinn. Hann
hugðist sanna kosti sína sem borg-
arstjóraefni með því að standa
uppi í hárinu á ríkisvaldinu, sem
Vilhjálmur taldi vera að ganga á
hagsmuni Reykjavíkurborgar í
Borgarspítalanum.
Framganga Vilhjálms kemur
Beysa nú illa. Heilbrigðisráðherra
vildi breyta skipulagi Borgarspítal-
ans á þann hátt að stjórnarformað-
ur sjúkrahússins yrði skipaður af
ríkinu, enda greiðir ríkið allan
rekstrarkostnað við spítalann.
Þannig færi saman fjárhagsleg
ábyrgð og stjórn spítalans. Þessu
mótmælti Vilhjálmur harkalega og
sagði að Borgin ætti að skipa
stjórnarformanninn, nú sem hing-
að til. Þar kom hann Beysa á
kaldan klaka.
Ef fara á saman fjárhagsleg
ábyrgð og stjórnun, eins og sjálf-
stæðismenn hafa reyndar tekið
undir með vísum mönnum, þá
verður Borgarsjóður að taka á sig
hugsanlegan hallarekstur Borgar-
spítalans ef Reykjavíkurborg skip-
ar stjórnarformanninn. Það vill
Beysi ekki, enda kæmi það illilega
við pyngjuna og er hann því kom-
inn í slæma klípu í samningunum
við ríkisvaldið. Allt vegna einarðr-
ar afstöðu borgarstjóraefnisins
ákafa.
Svo er nú það. Það verður gaman
að sjá hvernig Beysi borgarstjóri
ætlar að snúa sér út úr þessari klípu
sinni, en hann hefur svo sem kom-
ist í hann krappann áður í þau fáu
skipti sem hinir átta borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins hafa losnað
undan járnaganum og tekið upp
sjálfstæðan málflutning.
Reyndar gengur það þannig fyrir
sig á borgarstjómarfundum að
Beysi talar fyrir hönd sjálfstæðis-
manna í nær öllum málum, en
aðrir borgarfulltrúar flokksins sitja
án þess að leggja orð í belg, bíða
merkis frá leiðtoganum og greiða
atkvæði eftir hans höfði. Því hefur
vísa Káins oft komið mér í hug
þegar ég hef fylgst með borgar-
stjórnarfundum og aðgerðarleysi
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins:
Þeir hafa ekki neinar húfur,
en hitt geta allir séð,
aðguð hefirgefið þeim hausinn
til að kinka kolli með
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins eru níu að Beysa með-
töldum.
En þó það komi þessu máli
ekkert við, þá vil ég endilega láta
aðra skemmtilega vísu Káins fylgja
með, lesendum til skemmtunar:
Heimskingjarmargir hópast saman,
hefur þar hver af öðrum gaman.
Eftir því sem þeir eru fleiri,
eftir því verður heimskan meiri.
Hallur Magnússon
Laugardagur 9. desember 1989
i GETTU NÚ
Það var drangurinn
Þumall í Vatnajökli, sem
mynd birtist af hér sein-
ast, en þangað hafa fjall-
göngumenn löngum lagt
leið sína að spreyta sig.
Þrautin er ekki sérlega
þung að leysa að þessu
sinni, en við spyrjum
hvert fjall það sé, sem á
myndinni sést?
KROSSGÁTA