Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. desember 1989 Tíminn 15 MINNiNG Árni Leví Tómasson Fæddur 18. júní 1895 Dáinn 3. desember 1989 Árni lést á sjúkrahúsi Akraness og var hann jarðsettur að Hjarðar- holti laugardaginn 9. desember sl. að viðstöddu fjölmenni. Hann fæddist að Gilhaga í Bæjar- hreppi, Strandasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Árnadóttir, Einarssonar frá Grænumýrartungu og Tómas Tómasson, Tómassonar frá Litlu-Þverá í Miðfirði, V-Húna- vatnssýslu. Þau hófu búskap í Gil- haga árið 1891 og bjuggu þar til ársins 1898 að þau fluttu að Gilla- stöðum í Laxárdalshreppi, Dala- sýslu, og bjuggu þar í 2 ár, en flytja aldamótaárið til næsta bæjar að Lambastöðum og bjuggu þar til 1943 að þau fluttu til Búðardals. Börn þeirra voru 4: Árni, Ólafur, Stefán og Guðlaug. ÖU voru þau í foreldra- húsum til fullorðins ára og unnu heimilinu og stunduðu vinnu annars staðar þar á milli. Ólafur lærði trésmíði og þótti hann harðduglegur og vandvirkur smiður. Stefán bjó á Goddastöðum sem er næsta jörð við Lambastaði. Báðir eru þeir bræður látnir fyrir aUmörgum árum. Guðlaug var um skeið við smjör- gerð hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar en flutti síðar til Reykjavíkur. Hún dvelur nú á Hrafhistu í Hafnarfirði. ÖU voru þau systkinin mannkosta- fólk. Árni Leví var elstur systkina sinna og vandist hann fljótt til vinnu en bókhneigður var hann. Þegar hann hafði aldur til þá stundaði hann nám við unglingaskóla sem þá var í Hjarðarholti. Árni var námfús, skarpgreindur og stálminnugur, svo námið kom honum að miklum notum. Hann var líka vel sjálf- menntaður, því hann las fræðandi bækur og tók ungur þátt í félagsstörf- um, einkum ungmennafélagi, ogsíð- ar þegar hann hóf búskap varð hann virkur bæði í búnaðarfélagi, veiðifé- lagi og starfsemi samvinnufélaga. Hann fylgdist líka vel með í lands- málum þótt það væri erfitt á þeim árum sem póstferðir voru strjálar og blaðaútgáfa ekki mikil. Árni var aldrei langdvölum að heiman. Fjölskyldan var samhent og hjálpaðist að við að byggja upp á Lambastöðum og rækta túnið og girða það. Þarna var fjölskyldubú- skapur þar sem hver og einn vann eftir bestu getu og hafði í staðinn arð af kindum sínum og að sjálfsögðu fæði og húsnæði. Árni hóf búskap á Lambastöðum árið 1920 og bjó hann þar ásamt foreldrum sínum sem þá voru farnir að reskjast. Það var ekki góðæri á þessum árum. Frostavetur 1918, fannavetur 1920 og ofan á þessi "harðindaár varð mikið verðfall á útflutningsvörum bænda. Það voru á þessum árum ýmis vandamál í land- búnaði engu síður en í dag. Þrátt fyrir allt þetta búnaðist Árna vel, því hann var fyrirhyggjusamur og bú- höldur góður. Snemma hlóðust margþætt trúnaðarstörf á Árna. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd Laxárdælahrepps, Veiðifélags Laxár og fulltrúi og síðar deildarstjóri á aðalfundum Kaupfélags Hvamms- fjarðar og um skeið átti hann sæti í yfirkjörstjórn Dalasýslu. Margt fleira var honum falið, enda naut hann fyllsta trausts aUra þeirra er honum kynntust. Árni var aUa tíð bókari, Búðardal framsóknarmaður og samvinnumað- ur. Hann ólst upp við vaxandi út- breiðslu kaupfélaganna og aukna starfsemi þeirra. Hann gerðist starfsmaður hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar árið 1943 þegar mesta blómaskeið þess hófst og hjá því vann hann í rúm 45 ár. Hann var lengi bókari félagsins og sá um margs konar skýrsluhald. Hann fékk hvers manns lof fyrir þau störf, því hann hafði bæði fallega rithönd og greinilega. Talnaglöggur var hann og fljótur að finna villur ef þær leyndu sér einhvers staðar. Trú- mennska og heiðarleiki voru hans aðalsmerki í starfi. Þegar honum sjálfum fannst hann ekki afkasta nógu miklu þá fór hann að lengja vinnutímann og vann um helgar, nema ekki á stórhátíðum. Um orlof og láun sín ræddi hann aldrei um. Þegar hann hafði frístundir las hann góðar bækur eða tók í spil þegar um spilakeppni var að ræða eða góðir gestir komu. Hann ferðaðist ekki mikið en skemmtilegur ferðafélagi var hann, því kynntist ég er við fórum þrír á hestum yfir Gaflfells- heiði norður tU Bitrufjarðar þann 8. ágúst 1961. Þriðji ferðafélaginn var Bjarni Sigvaldason. í þeirri ferð sá ég fyrst katlana í ánni Fáskrúð, Jóhannes skáld kenndi sig við þessa katla. Árni sýndi okkur þennan fagra stað og minntist á Jóhannes og hans skáldskap, m.a. á kvæðið Karl faðir minn. Árni var náttúruunnandi og kunni vel við sig við lækjarnið og fuglasöng. Þessi ferð er mér ógleymanleg, hún var fróðleg og skemmtileg. Árið 1922, hinn 1. janúar, kvænt- ist Ámi Þóreyju Kristínu Þorleifs- dóttur, Jónssonar Ólafssonar, Horn- stöðum í Laxárdal, kona hans var Elínborg Elísabet Kristmundsdóttir, Guðmundssonar frá Þverá í Núpsdal, V-Húnavatnssýslu. Þau bjuggu víða bæði í Strandasýslu og Dalasýslu. Þórey fæddist að Þambárvöllum í Strandasýslu og ólst upp hjá foreldr- um sínum. Hún var myndarleg kona, glaðleg, dugleg og alltaf reiðubúin til að hjálpa öðrum ef þess þurfti með. Hún var að eðlisfari hjúkrunar- kona þótt ólærð væri, hún var ná- kvæm og næm og hjúkraði af lífi og sál, eins og margir í hennar ætt. Heimili þeirra Þóreyjar og Árna var oftast mannmargt og gestkvæmt, en húsrými lítið, einkum fyrstu árin í Búðardal. Það var ekki alltaf auðvelt að taka á móti gestum undir þessum kringumstæðum, en þrátt fyrir þrengsU og þröngan fjárhag tókst húsbændum vel að gleðja gesti sína. Þau voru ljúf í lund og hjarta- hlý svo það leið öllum vel í návist þeirra. Yfir heimilinu hvíldi friður, ró og reisn. Síðustu æviárin voru foreldrar Þóreyjar á Lambsstöðum og nutu þar umhyggju og hlýju til hinstu stundar. Foreldrar Árna fóru með fjölskyldunni til Búðardals og voru þar til dauðadags. Tómas dó 1944 en Guðrún kona hans varð nær 90 ára gömul. Hún lést 1953. ÖU þessi gamalmenni nutu umhyggju hús- bændanna og höfðu hjá þeim öruggt athvarf í ellinni. Þórey var heilsulaus síðustu árin og þurfi stundum að vera á sjúkrahúsi, en þess á milli var hún á dvalarheimilinu á Fellsenda. Hún lést 24. mars 1980. Eftir að Þórey varð lasin og gat ekki hugsað um heimili fór Árni Leví til sonar síns Haraldar og Ingu og var hjá þeim í Búðardal, þar leið honum vel í faðmi fjölskyldu og vina og átti sólríkt ævikvöld. Þau Þórey og Árni eignuðust tvo syni. Gunnar dó 4 ára gamall. Har- aldur Leví er aðalbókari hjá sýslu- manni Dalasýslu, Búðardal, kona hans er Inga bankagjaldkeri Þorkels- dóttir frá Hróðnýjarstöðum. Þau eiga þrjú börn. Gunnar Leví, sjómaður í Stykkishólmi, í sambýli með Hrönn Bernharðsdóttur, sonur þeirra heitir Sölvi Levf. Hafdís Hrefna hárgreiðslukona, Búðardal, sambýlismaður hennar er Sváfnir Hreiðarsson og eiga þau tvær dætur, Kötlu Dögg og Ingu Dröfn. Árni Þorkell, bifreiðarstjóri í Búðardal. Árni Leví var hraustmenni og náði háum aldri og hélt andlegri reisn til hinstu stundar. Síðustu árin fann hann til lasleika og var þá stundum á sjúkrahúsi, en heim kom hann á milli og fór þá fljótlega á skrifstofu sína, því þar kunni hann vel við sig. Árni var skráður bóndi í 23 ár en hann vann við bú foreldra sinna strax á barnsaldri og þar til hann fór sjálfur að búa. Hjá Kaup- félagi Hvammsfjarðar vann hann í rúm 45 ár. Starfsaldurinn er því óvenju hár og ævistarfið mikið. Árni Leví var myndarlegur maður, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var félagslyndur, sam- vinnuþýður og málafylgjumaður góður, heiðarlegur og f arsæll maður. Hans mun lengi verða minnst sem mannkostamanns. Að leiðarlokum er margs að minnast. Persónulega þakka ég Árna fyrir hugulsemi við mig og heimili mitt frá fyrstu kynnum. En ég leyfi mér líka að þakka mikUvirt og farsæl störf í þágu Dalahéraðs. s Aðstandendum öllum votta ég . samúð. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Ásgeir Bjamason Tilkynning um skuldabréfaútboð n w/m Byggingarsjóður ríkisins Húsbréf 1. flokkur 1989 kr. 2.000.000.000,- - krónur tvöþúsundmilljónir 00/100 - Bréfin eru til 25 ára. Endurgreiðsla með útdrætti fjórum sinnum á ári, í fyrsta sinn 15. febrúar 1991. Vextir 5,75%. Einingar bréfa: kr. 5.000,-, kr. 50.000,-, kr. 500.000,- Útgáfudagur 15. nóvember 1989. Umsjón með útboði og viðskiptavakar á Verðbréfaþingi íslands: § LANDSBREF VerAbréfamarkaöur Landsbankans Landsbréf hf. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Sögurafsonum eftir Jón Dan Sögurtilaðlesa Sögurtilaðlesa Sögurafsonum eina og eina og hugsa um eftir í ró og næði í góðu tömi Jón Dan Bókaútgáfan Keilir Stóragerði 12 Sími 39698

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.