Tíminn - 20.12.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.12.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 20. desember 1989 FRÉTTAYFIRLIT Dresden - Heiumut Kohi kanslara V-Þýskalands var fagnað mjög þegar hann kom til Dresden í A-Þýskalandi til fundar við Hans Modrow for- saetisráðherra A-Þýskalands. Mannfjöldinn kallaði Þýska- land, Þýskaland sem tákn um vilja sinn til sameiningar þýsku ríkjanna. Fundur þeirra Kohls og Modrows erfimmti leiðtoga- fundur þýsku ríkjanna í fjora áratugi. Leiðtogarnir hafa ákveðið að hittast aftur í næsta mánuði. Brussel - Manfred Wörner framkvæmdastjóri NATO seg- ist ætla að íhuqa óformlegt boð Eduards Snevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkj- anna um að heimsækja Moskvu, en segist vera á moti formlegri samskiptum við ríki Varsjárbandalagsins. Prag - Þúsundir tékkneskra námsmanna umkringdu þing- húsið í Prag í gær þegar umræður um hvernig standa skildi að vali á nýjum forseta landsins voru að hefjast. Námsmennirnir veifuðu borð- um þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við leikritaskáldið Vaclav Havel, en hann er einn þeirra manna sem talinn til greina koma sem næsti forseti landsins. Varsjá - Pólverjar frestuðu í gær undirritun á mjög mikil- væqum samningi við Alþjóða GjaTdeyrissjóðinn og fulltrúar sjóðsins tóku næstu flugvél heim til Washington. Pólsk yfir- völd sögðu að samkomulag væri fyrir hendi um þörf á 725 milljón dala láni frá sióðnum, en báðir aðilar þyrftu ao ganga frá lausum endum áður hægt væri að skrifa undir samning- inn. Jóhannesarbora - Orð- rómur þess efnis að Nelson Mandela, þekktasti Dólitíski fangi samtimans verði látinn laus fyrir jól, var nokkuð hávær í S- Afríku í gær. Á morgun mun Mandela hafa verið 10 þúsund daga í haldi í fangels- um í S-Afríku. Tókýó - Makiko Hamada, eiginkona eins af þingmönnum Frjálsa demókrataflokksins í Japan, segði í gær að hún væri orðin svo þreytt á forystu flokks manns síns í japönskum stjórnmálum, að hún væri sjálf fáanleg til þess að bjóða sig fram á óháðum lista í næstu kosningum. ÚTIÖNP lllllllllllllllllllllllllllllll^ ......Illlllllllllllllllllllllllllllllll BLÓÐBAÐIÐ I TIMISOARA: Fleiri hundruð féllu fyrir kúlum öryggis- lögreglu Ceausescus Á milli þrjúhundruð og fjögurhundruð manns féllu fyrir kúlum rúmensku öryggislögreglunnar í bænum Timisoara um síðustu helgi ef marka má fréttir ungverska ríkisútvarpsins. Vitnar útvarpið í ungan Ungverja í Timisoara sem á skyldfólk sem starfar sem læknar á sjúkrahúsi í bænum, en hann hefur eftir skyldfólki sínu að 250 manns hafi látist af skotsárum á því sjúkrahúsi eingöngu. - Hundruð manna liggja á sjúkra- húsinu með hræðileg sár, sum eftir byssukúlur, önnur eftir belti skrið- dreka, sagði Ungverjinn við ættingja sína í Ungverjalandi, en hann náði við þá símasambandi í gærmorgun. Öryggislögreglan gerði árás á mót- mælendur í Timisoara eftir að þeir höfðu hindrað lögreglu í að hand- taka prest, sem er af ungversku bergi brotinn. Hins vegar eru hinir föllnu og særðu ekki nema að litlum hluta til af ungverskum ætfum, held- ur rúmenskum, sem sýnir að ekki voru mótmælin vegna þjóðernis manna, heldur var verið að mótmæla kommúnistastjórninni í Rúmeníu. Nicolae Causescu forseti Rúmen- íu lét blóðbaðið í Timisoara ekki mikið á sig fá. Hann er nú í opinberri heimsókn í íran og hefur ekki minnst á að nokkuð sérstakt væri á seyði í Rúmeníu. Þvert á móti sagði hann að allt væri með kyrrum kjörum í landinu. Rúmenar lokuðu landamærum sínum að Júgóslavíu og Ungverja- landi strax í kjölfarið á blóðbaðinu í Timisoara. f gær bættu þeir um betur og lokuðu einnig landamærun- um að sovétlýðveldinu Moldavíu, sem Causescau gerði reyndar tilkall til á dögunum, auk þess sem umferð yfir landamærin að Búlgaríu eru svo til algerlega lokuð. Stórir hlutar Rúmeníu eru nú í raun undir beinni stjórn hersins eftir átök helgarinnar eftir lokun landa- mæranna og berast fréttir að skrið- drekar og brynvarðar bifreiðar séu á ferð um allt landið. Nicolae Ceausescu forseti Rúmeníu heldur þjóð sinni í heljargreipum og sigaði öryggislögregiu sinni á mót- mælendur í bænum Timisoara um helgina. Er talið að rúmlega 300 manns hafi fallið fyrir skotum blóð- hunda Ceausescus á sunnudaginn. Forsetinn braut samskiptabann við Kína Fulltrúaþing Sovétríkjanna: Grænt Ijós gefið á efna- hagsáætlun Ryzhkovs Fulltrúaþing Sovétríkjanna sam- þykkti efnahagsáætlun sovésku ríkisstjórnarinnar á fundi sínum í gær eftir heitar umræður undanfarna daga. Um ellefuhundruð af hinum rúmlega fimmtán hundruð fulltrúum á fulltrúaþinginu greiddu atkvæði með áætluninni sem miðar að því að bjarga því sem bjargað verður í bágbornu efnahagslífi Sovétríkj- Brandenborgar- hliðið opnað gangandi fólki Þjóðverjar munu geta gengið milli Austur-Berlín og Vestur-Berlín gegnum hið fræga Brandenborgar- hlið í jólaösinni. Hans Modrow forsætisráðherra Austur-Þýskalands skýrði frá því í gær að Berlínarmúr- inn yrði rofinn við hið sögufræga hlið og að gangandi vegfarendur gætu gengið um það hindrunarlaust, en almenningur hefur ekki átt kost á því að ganga um þetta sögufræga hlið um langt árabil, enda er það í Austur-Berlín, rétt við Berlínarmúr- inn. Þá lýsti Modrow því yfir að austur- þýsk stjórnvöld muni leyfa frjáls ferðalög Vestur-Þjóðverja til Aust- ur-Þýskalands frá 24. desember að telja. Hingað til hafa þeir þurft að sækja um vegabréfsáritun til að kom- ast til landsins. Modrow skýrði frá þessu á blaða- mannafundi í Dresden, en þar áttu þeir fund saman hann, Gerlach for- seti og Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands, sem kom í sína fyrstu heimsókn til Austur-Þýskalands í gær. Þeir félagarnir hyggjast halda annan fund í byrjun janúar. anna. Er litið á þessi úrslit sem mikinn sigur fyrir Nikolai Ryzhkov forsætisráðherra Sovétríkjanna. Mikhaíl Gorbatsjof leiðtogi sov- éska kommúnistaflokksins varaði þingheim við því að koma með breytingartillögur við áætlunina þar sem það rýrði gildi hennar. - Annaðhvort styðjið þið áætlun- ina eins og hún kemur fyrir eða þið styðjið hana ekki, sagði Gorbatsjof þegar umræður voru hvað heitastar um ýmis umdeild atriði hcnnar. Róttækir fulltrúar á fulltrúaþing- inu hafa sagt að áætlunin gangi ekki nægilega langt og að hún dugi ekki til að koma böndum á efnahagslífið. íhaldsmennirnir telja áætlunina hins vegar ekki rétta leið, enda á skjön við áætlunarbúskapinn. Fyrsta skrefið í sex ára áætlun Ryzhkovs er uppstokkun á verðlagn- ingakerfi landsins sem hefja á í ársbyrjun 1991, aukin framleiðsla á neysluvörum og matvælum og mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum fyrir árið 1993. Annað stigið felst í því að færa hagkerfið í átt til markaðshag- kerfis þar sem ríkisstjórnin geti beitt verðlagi, sköttum, lánastarfsemi og fjárfestingum til að hafa stjórn a efnahagslífinu. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að áætlanabúskapur ríkisstjórnar- innar leggist af né að róttækar að- gerðir verði gerðar í gjaldeyrismál- um né á eignarhaldi. Ryzhkov hafði hótað að segja af sér forsætisráðherraembættinu ef áætlun hans yrði ekki samþykkt. Bandaríkjastjórn lét blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar í júní- mánuði ekki eins mikið á sig fá og hún vildi vera láta. George Bush Bandaríkjaforseti bannaði bein sam- skipti við kínversk stjórnvöld í kjöl- far blóðbaðsins þar sem hundruð lýðræðissinnaðra stúdenta féllu fyrir fyrir kúlum Alþýðuhersins. Þrátt fyrir það sendi Bush sjálfur Brent Scowcroft hershöfðingja og ráðgjafa bandaríska þjóðarráðsins til Kína á laun í byrjun júlímánaðar aðeins mánuði eftir blóðbaðið. Þetta kom fram í yfirlýsingu Hvíta hússins í gær, en að undanförnu hefur George Bush verið mjög gagn- rýndur fyrir að senda Scowcroft til Kína nú í desember. George Bush dvaldi í rúmt ár í Kína áður en Bandaríkjamenn tóku upp formleg tengsl við Kínverja fyrir einum og hálfum áratug. Bandaríkjamaður: Eyðniveirunni eytt með beinmergsflutningi Eyðniveirunni var eytt í banda- rískum eyðnisjúklingi fyrir nokkru með beinmergsflutningi og AZT lyfjagjöf. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkum árangri er náð í meðhöndl- un þessa banvæna sjúkdóms og er talið stórt skref fram á við í barátt- unni gegn eyðni. Sjúklingurinn lést hins vegar úr hvítblæði níu dögum eftir að eyðniveirunni hafði verið eytt úr líkama hans. Frá þessu var skýrt í New York Times í gær. Það voru vísindamenn og læknar við Johns Hopkins læknaháskól- ann í Baltimore undir stjórn dr. Rein Saral sem framkvæmdu að- gerðina og telja þeir að með þessu sé tendruð von um að hægt sé að ná tökum á þessum sjúkdóm. Vísindamennirnir segjast hins vegar þurfa að meðhöndla mun fleiri eyðninsjúklinga á þennan máta áður en hægt verði að fullyrða að hér sé möguleg lækning á ferð- inni, en ekki undarleg tilviljun og kraftaverk. Það var 41 árs eyðnisjúklingur sem einnig þjáðist af hvítblæði sem gekkst undir mergskiptin. Merg sjúklingsins var eytt með mikilli geislun og lyfjagjöf og nýjum rnerg komið fyrir. Á sama tíma var sjúklingnum gefið AZT lyf, sem hindrar eyðniveiruna í að ráðast á ósýktar frumur. Það lyf hefur verið notað til að halda eyðni í skefjum um stundarsakir. Mánuði eftir mergskiptin fannst ekki nokkur vottur um eyðniveir- una í líkama siúklingsins. Hins vegar dró hvítblæðið hann til dauða. Alger mergskipti sem þessi eru mjög áhættusöm og voru einungis framkvæmd þar sem eyðnisjúk- lingurinn þjáðist af hvítblæði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.