Tíminn - 20.12.1989, Blaðsíða 1
- V
Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjö tugi ára
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 - 251. TBL. 73. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 90,-
Sölusamtök lagmetis kljást við mikla rekstrarerfiðleika, en stjórnar-
formaðurinn lýsir yfir að samtökin muni vinna sig út úr þeim:
Eru Sölusamtök lag
metis á hel jarþröm?
Stjórn Sölusamtaka lagmetis, sem er í
eigu 10 lagmetisframleiðenda, ákvað á
föstudaginn að leggja til hliðar hugmyndir
um að leggja fyrirtækið niður í núverandi
mynd og stofna þess í stað hlutafélag um
svipaðan eða sama rekstur. Þess í stað er
hugmyndin að leita eftir aðstoð stjórn-
valda og endurskipuleggja reksturinn.
Vegna þessarar endurskipulagningar
sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins upp
störfum og hefur nýr maður verið ráðinn í
hans stað. Að mati stjórnarformannsins á
fyrirtækið góða möguleika á að vinna sig
út úr erfiðleikunum.
Tímanum er kunnugt um að verulegur
dráttur hefur verið á greiðslum til einstakra
framleiðenda sem hefur enn aukið á vand-
ann í erfiðum rekstri lagmetisframleið-
enda. • Blaðsíða 2
Varaformaður sjálfstæðisflokksins flytur höfuðstöðvar andstæðinga ríkisstjómarinnar í Austurstræti 16:
Davíð dregur Reykjavík
inn í stjórnarandstöðu
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem jafnframt er
borgarstjori í Reykjavík, hefur með óvenjulegum
hætti blandað sér inn í framgang mála á Alþingi
vegna lagasetningar um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Flokkssystkini hans á Alþingi hafna
samningum um afgreiðslu mála þar á næstu dögum
m.a. vegna kröfu hans um að útiloka ríkið um
óákveðin tíma frá þátttöku í stjórn Borgarspítalans.
Forseti Alþingis gerði í gær þessi óvenjulegu tengsl
að umtalsefni, en þingmenn Sjálfstæðisflokks brugð-
ust ókvæða við og kröfðust afsökunar á slíkum
ummælum. Engu að síður er Ijóst að undir forystu
varaformanns Sjálfstæðisflokksins hefur Reykjavík-
urborg verið dregin í aðalhlutverk stjórnarandstöð-
unnar á Alþingi.
• Blaðsíða 5
■Mi
m
gg|jg
iMP
llllllll
■
■
-)