Tíminn - 20.12.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 20. desember 1989
W Víðtæk endurskipulagning hjá Sölusamtökum lagmetis:
GLIMA VID VERULEGA
REKSTRARERFIÐLEIKA
Sölusamtök lagmetisins eiga í verulegum rekstrarerfiðleik-
um. Ein lausn á vandanum sem var íhuguð alvarlega af stjórn
samtakanna var að leggja samtökin niður og stofna hlutafélag
en frá þeirri hugmynd var horfið á föstudaginn og ákveðið
var að reyna að bjarga málunum með endurskipulagningu og
hagræðingu. Samtökin líta einnig til aðstoðar frá stjórnvöld-
um sem þau telja að hafi verið lofað vegna áhrifa hvaladeil-
unnar á lagmetisiðnaðinn.
Að Sölusamtökum lagmetisins standa
tíu lagmetisverksmiðjur sem samtals
vinna 80-90% af því lagmeti sem flutt er
út. Tekjustofn samtakanna er ákveðin
prósenta sem framleiðendur greiða af
útflutningi. Þess má geta að nýlega var
söluprósentan hækkuð vegna erfiðleik-
anna.
1 byrjun þessa mánaðar sagði Thcodór
Halldórsson upp störfum sem fram-
kvæmdastjóri samtakanna en starfar þar
þó enn. Theodór sagði í samtali við
Tímann að hann hefði talið eðlilegt að
víkja frá vegna þeirrar endurskipulagn-
in|gar sem er fyrirhuguð.
Ekki hlutafélag í bráð
Garðar Sverrisson sem áður var deild-
arstjóri í tæknideild sölusamtakanna hef-
ur tekið við stöðu framkvæmdastjóra.
Garðar sagði í samtali við Tímann að
hugmyndir um að leggja Sölusamtök
lagmetis niður hefðu verið lagðar á hill-
una í bili að minnsta kosti. Hugmyndin
hefði komið fram sem möguleiki á nýju
rekstarformi og liður í lausn á fjárhags-
vanda fyrirtækisins. „Það er alveg rétt að
Sölusamtökin skulda töluvert mikið, og
fjárhagsleg staða þeirra er erfið. Hvala-
málið og fleiri þættir hafa lagst á eitt um
að gera stöðuna erfiðari."
Naflaskoðun
Garðar vildi ekki gefa upp hve skuld-
irnar væru miklar á þessu stigi málsins þar
sem það væri í athugun. Nokkur mál væru
óuppgerð er vörðuðu gjaldþrot innan-
lands og endanleg skuldastaða lægi því
ekki fyrir. Garðar sagði að það mætti
orða það svo að ákveðin naflaskoðun færi
nú fram á fyrirtækinu og það væri Ijóst að
reynt yrði að minnka allan kostnað hjá
fyrirtækinu á næstu mánuðum. „Við erum
að vinna að því að sjá hvað við erum með
stóran bagga, ef svo má segja. Það verður
reynt að leysa þessi fjárhagslegu vanda-
mál, við höfum ekki hugsað okkur að
hlaupast frá vandanum. Við erum að
skoða stöðuna og starfsemina og hvað við
getum gert til að minnka kostnaðinn."
Skýringar á skuldum
Hver er skýringin á þessum skuldum,
varla er það bara Hvalamálið?
„Það er taprekstur á söluskrifstofum
erlendis, einnig taprekstur á tilraun til
ferskfiskútflutnings og laxaútflutnings.
Einnig hafa gjaldþrot hér heima fyrir haft
áhrif þar á og fjármagnskostnaður vegna
erlendra lána og þróun gengisins hefur
haft veruleg áhrif.
Hvalamálið hefur hinsvegar orsakað
það að 30% samdráttur hefur orðið á
Þýskalandsmarkaðinum og í heildina séð
hefur orðið samdráttur. Vegna þessa
höfum við orðið að setja aukinn kraft á
aðra markaði sem hefur verið okkur
dýrt.“
Nystudentar hata sett upp nuturnar. A utiu mynainni ma sja nvar njoruis
Björg Gunnarsdóttir tckur viö verðlaunum úr hendi Kristínar Arnalds
skólameistara. Tímamyndir: Ámi Bjarna
Jólastúdentar
í gær fóru fram skólaslit í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti. Hvítir
stúdentskollar eru orðnir árvissir
fyrirboðar jólanna og að þessu sinni
útskrifuðust 58 stúdentsefni prófi
nú. Bestum árangri á stúdentsprófi í
FB að þessu sinni náði Hjördís
Björg Gunnarsson, en hún lauk 150
einingum á 3 1/2 ári og hlaut ein-
kunnina A í 133 einingum. Henni
voru færð bókarverðlaun fyrir góðan
námsárangur í hinum ýmsu greinum,
m.a. íslensku, sem er sérlega góð
frammistaða hjá henni þar sem hún
hefur að mestu búið erlendis þar til
hún hóf nám í Fjölbraut.
í ræðu Kristínar Arnalds skóla-
meistara kom fram 1.430 nemendur
hafa stundað nám í dagskóla í ár og
að alls hafi 128 nemendur fengið
lokaprófsskírteini á hinum ýmsu
námsbrautum. Stefán Benediktsson
aðstoðarskólamemistari gerði grein
fyrir kvöldskólastarfinu og kom fram
að þar stunduðu 963 nemendur nám.
Af þeim fengu 35 lokaprófsskírteini.
Skólaslitin fóru fram í Fella- og
Hólakirkju og lék Guðný Magnús-
dóttir organisti kirkjunnar á orgel,
Kristín R. Sigurðardóttir nýstúdent
söng einsöng, ýmsir fulltrúar nem-
enda fluttu ávörp og kór FB söng
undir stjórn Friðriks S. Kristinsson-
ar.
Aðspuröur sagði Garðar að í heild væri
mjög erfíð staða hjá lagmetisiðnaðinum
og síðasta ár hefði verið einstaklega
erfitt. „Það er í rauninni ekki möguleiki
að sækja peninga til fyrirtækjanna til að
rétta af stöðuna."
Aðstoð stjómvalda?
- Munuð þið þá leita til stjórnvalda
eftir aðstoð?
„Eins og ég sagði áðan þá erum við að
skoða hvað við getum gert. Við höfum
fengið ákveðin loforð frá stjórnvöldum
að þau komi okkur til aðstoðar hvað
varðar að minnsta kosti erfiðleika vegna
Hvalamálsins. Hvað við munum gera
skýrist væntanlega á næstu vikum. Það
verður að halda þessum iðnaði gangandi
og við teljum okkur hafa möguleika á að
vinna okkur út úr þessum vanda, hugsan-
lega með aðstoð.“
Samkvæmt heimildum Tímans munu
helstu áhrifaþættirnir í slæmri skulda-
stöðu fyrirtækisins vera söluskrifstofur
sem settar voru upp í Bandaríkjunum og
Hamborg en þær skiluðu ekki því sem til
var ætlast og kostuðu samtökin stórfé.
Einnig mun uppsetning tæknideildar sam-
takanna hafa kostað á bilinu 10-15 millj-
ónir króna. Þessar ráðstafanir fóru fram
á sama tíma og sölutregða varð á mörkuð-
unum.
Bjórt framtíð?
Rafn A. Sigurðsson stjórnarformaður
Sölusamtaka lagmetis sagði í samtali við
Tímann að hann sæi ekki að staða
fyrirtækisins væri „blaðamatur." Hann
sagði jafnframt að það væri ekkert leynd-
armál að menn væru að athuga möguleika
á að endurskipuleggja reksturinn til að
þjóna betur aðildarverksmiðjunum og
kaupendum.
Rafn vildi ekki gefa upp hverjar skuld-
irnar væru. Aðspurður um hvort rekstar-
erfiðleikarnir væru verulegir sagði hann
að samtökin og iðnaðurinn væru í vand-
ræðum þar mikil söluminnkun hefði orðið
á árinu út af ýmsum ástæðum. „Þegar
tekjuhliðin hrynur þá gefur eitthvað eftir
og við erum að vinna okkur út úr þessu. “
Rafn sagði að það væri ekki á dag-
skránni að leggja samtökin niður og hann
væri bjartsýnn á framtíðina. „Útlitið er
gott, við erum til dæmis búnir að gera
mjög góðan sölusamning í Bandaríkjun-
um sem þýðir tvöföldun á viðskiptum
okkar þar og aðilar í Þýskalandi eru
byrjaðir að ræða við okkur aftur þannig
að útlitið er mjög gott þrátt fyrir tíma-
bundin vandamál." SSH
Vöruskipti hagstæð
um 6,8 milljarða
Fyrstu tíu mánuöi ársins voru
fluttar út vörur fyrir 64,6 milljarðar
króna, en inn fyrir 57,8 milljarðar
króna fob. Vöruskiptajöfnuðurinn á
þessum tíma var því hagstæður um
6,8 milljarðar króna, en á sama tíma
í fyrra var hann hagstæður um 0,1
milljarðar króna á sama gengi.
í október voru fluttar út vörur
■fyrir tæpar 6.680 milljarðar króna og
inn fyrir tæpar 6.750 milljarðar
króna fob. Vöruskiptajöfnuðurinn í
október var því óhagstæður um 70
milljónir króna, en í október í fyrra
var hann hagstæður um 45 milljónir
króna á sama gengi.
Fyrstu tíu mánuði þessa árs var
verðmæti vöruútflutnings 5% meira
á föstu gengi en á sama tíma í fyrra.
Sjávarafurðir voru um 72% alls
útflutnings og voru um 5% meiri en
á sama tíma í fyrr. Útflutningur á áli
var 20% meiri og útflutningur kísil-
járns var 26% meiri en á sama tíma
á síðastliðnu ári. Útflutningur ann-
arrar vöru (að frátöldum skipum og
flugvélum) var 5% meiri í janúar-
október en á sama tíma í fyrra,
reiknað á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutnings fob
fyrstu tíu mánuðina var 6% minna
en á sama tíma í fyrra. Verðmæti
innflutnings til stóriðju var 27%
meira en í fyrra og verðmæti olíu-
innflutnings um 24% meira en á
sama tíma í fyrra, reiknað á föstu
gengi. Þessir innflutningsliðir ásamt
innflutningi skipa og flugvéla eru
jafnan breytilegir frá einu tímabili til
annars, en séu þeir frátaldir reyndist
annar innflutningur hafa orðið 14%
minni en í fyrra. -EÓ
Selfoss:
Það var þröngt setinn Svarfaðar-
dalurinn á árlegum jólatónleikum í
Selfosskirkju síðastliðið sunnudags-
kvöld. Þar komu fram tvær lúðra-
sveitir og sex kórar og vitnar þetta
um mikla grósku í tónlistarlífi á
staðnum, en alls komu fram á þriðja
hundrað manns.
Þessir jólatónleikar sem haldnir
hafa verið árlega í nær tvo áratugi
eru að verða fastur liður í jólaundir-
búningi á Selfossi og hafa yfir sér
ákveðinn hátíðarblæ.
Alls söfnuðust í aðgangseyri 165
þúsund krónur og hefur þeim pen-
ingum nú verið varið til að kaupa
píanó í dvalarheimili aldraðra á
Selfossi, Ljósheima. Hafsteinn Þor-
valdsson framkvæmdastjóri sjúkra-
hússins veitti gjöfinni móttöku og
sagði hana einn ljósgeislann í upp-
byggingarsögu dvalarheimilisins.
Elli- og hjúkrunarheimilið Ljós-
heimar sem tók til starfa fyrir nokkr-
um árum hefur að allverulegu leyti
verið byggt fyrir söfnunar- og sam-
skotafé Sunnlendinga og hafa hér-
aðsbúar með því sýnt samtakamátt
sinn í verki.
300 manns tróðu upp
Frá Sigurði Boga Sævarssyni á Selfossi
Viðræður milli eigenda að 75% eignarhluta ísl. aðalverktaka og ríkisins um framtíð félagsins á lokastigi:
Ríkið kaupi hlut Regins og Sameinaðra
Samkomulag hefur verið gert við
stjómir Sameinaðra verktaka og
Regins h.f. að stefnt verði að því að
ríkið eignist meirihluta í íslenskum
aðalverktökum, að því er segir í
fréttatilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu.
Islenskir aðalverktakar hafa lengi
haft, og hafa enn einkarétt á öllum
framkvæmdum fyrir bandaríska her-
inn á Keflavíkurflugvelli samkvæmt
stjórnvaldsákvörðun sem byggir á
varnarsamningi íslands og BNA.
Þessi einkaréttur fslenskra aðal-
verktaka og önnur sérstaða sem
félagið hefur, svo sem tollfrelsi á
öllum aðföngum til starfsemi sinnar
er með þeim hætti að eðlilegt er talið
að ríkið eigi meirihluta í félaginu.
Ríkið á nú 25% í íslenskum aðal-
verktökum, Reginn h.f. á 25% og
Sameinaðir verktakar eiga 50%.
Fyrr á árinu gerði utanríkisráð-
herra samkomulag við stjórnir Sam-
einaðra verktaka og Regins h.f. um
aukin áhrif ríkisins á stjórn Isl.
aðalverktaka umfram eignarhlut
þess. í samkomulaginu fólst m.a.
annars það að ríkið skipar nú tvo
stjórnarmenn fyrirtækisins og er
annar þeirra stjórnarformaður.
Stjórnir Sameinaðra verktaka og
Regins hafa lýst því yfir að þær séu
reiðubúnar til þess að ganga til
samninga um endurskipulagningu
ísl. aðalverktaka sem meðal annars
feli það í sér að þau selji ríkinu af
sínum eignarhlut þannig að ríkið
eignist meirihluta.
Stefnt er að því að samningum um
þetta efni verði lokið fyrir aðalfund
ísl. aðalverktaka á næsta ári.
-sá