Tíminn - 20.12.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. desember 1989
Tíminn 5
Forseti sameinaðs þings segir það ekki leyndarmál að borgarstjórinn í
Reykjavík standi á bak við ákvarðanir sjálfstæðismanna á þingi:
Veltur framgangur
þingmála á Davíð?
Nú er komin upp sú staða á Alþingi að svo gæti farið að
þingað verði stöðugt uns þau mál sem stjómin þarf að
koma í gegn eru í höfn. Eins og kom fram í Tímanum í gær
töldu menn að samkomulagi á milli stjómar og stjórnar-
andstöðu væri náð, en svo fór ekki og era þau tvö mál sem
steytir á, málefni Borgarspítalans og kostnaðarhlutdeild
ríkis og sveitarfélaga vegna tannlækninga. Stjórnarand-
staðan stendur einhuga á bak við það síðarnefnda og mun
tefja þinghald verði ekki gengið að kröfum þeirra í því efni.
Guðrún Helgadóttir segir að Davið Oddsson, borgarstjóri,
standi á bak við það að ekki hafa náðst samningar við
stjórnarandstöðuna.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra ritaði Davíð Odds-
syni bréf í gær, þar sem hann bauð
upp á tvo kosti varðandi Borgar-
spítalann. Þessu bréfi er Davíð
beðinn að svara fyrir hádegi á
morgun. Annars vegar er boðið
upp á að núverandi lög varðandi
rekstur spítalans gildi áfram, þann-
ig að ríkið greiði 85% af rekstri
hans og borgin 15%, meðan við-
ræðum verði haldið áfram milli
ríkisins og Reykjavíkurborgar um
skipan þessara mála. Hinn kostur-
inn er sá að ríkið standi straum af
Farþegavél í
erfiðleikum
Flugvél frá Flugskóla Helga Jóns-
syni lenti í erfiðleikum um miðjan
dag í gær þegar drapst á öðrum
hreyfli vélarinnar. Hún var þá á
leiðin frá Reykjavík til Kulusuk á
Grænlandi. Um borð voru fjórir
farþegar, auk tveggja flugmanna.
Um klukkan hálf þrjú ákváðu flug-
mennirnir að snúa við þar eð annar
hreyfill vélarinnar hafði missti afl,
auk þess að mikil ísing hafði hlaðist
á vélina. Þá var einnig mikill óróleiki
í lofti. Stuttu eftir að vélin sneri við
drapst á hreyflinum. Ástæðan fyrir
því að það gerðist var að olíuþrýst-
ingur tapaðist af mótomum. Þegar
þetta átti sér stað var hún í um 10
þúsund feta hæð, en snar lækkaði
síðan flugið niður í 400 fet.
Flugvél Flugmálastjórnar fór á
móts við vélina ásamt tveimur
þyrium. Auk þess fór björgunarvél
frá Keflavík í loftið. Orrustuþotur
frá varnarliðinu voru á æfingu vestur
af Snæfellsnesi þegar þetta gerðist
og fylgdust með vélinni þangað til
þyrlurnar náðu til hennar. Vélin
lenti síðan heilu og höldnu um
klukkan fimm í Reykjavík. Á flug-
vellinum biðu vélarinnar fimm
sjúkrabílar, tveir slökkvibílar og lög-
regiubíll.
Á sama tíma lenti vél af sömu
gerð frá Bandaríkjunum í erfiðleik-
um. Fiugmaður vélarinnar tilkynnti
að hann vissi ekki hvar hann væri
staddur en taldi sig vera yfir norðan-
verðu íslandi. Vélin reyndist vera
yfir Vestfjörðum og var leiðbeint í
átt til Reykjavíkur og þar lenti hún
seinni part dags í gær. Ekki var unnt
að senda flugvélar í átt til bandarísku
vélarinnar því að þær voru allar að
aðstoða Grænlandsvélina. - EÓ
öllum rekstararkostnaði spítalans,
eins og verða mun með heilsugæsl-
ur hjá öðrum sveitarfélögum á
landinu um næstu áramót, þegar
ný lög um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga taka gildi. Þá mun
hins vegar ekki fallið frá þeirri
kröfu að saman fari fjárhagsleg og
rekstrarleg ábyrgð eins og gert er
ráð fyrir í frumvarpi um heilbrigð-
isþjónustu sem nú liggur fyrir þing-
inu.
Sjálfstæðismenn á þingi munu
ekki ganga til samninga um áfram-
haldandi þingstörf á meðan þessi
mál eru óleyst, en talið er að
óbreytt Iög kosti Reykjavíkurborg
um 200 milljónir á næsta ári. Guð-
rún Helgadóttir, forseti sameinaðs
þings, segir að sjálfstæðismenn hafi
sagt að allt verði gert til að hindra
þingstörf, rætist ekki úr þessum
málum.
„Þetta er ekki gert að frumkvæði
þingmanna Sjálfstæðisflokksins,
heldur er borgarstjórinn í Reykja-
vík orðinn hér aðal leikarinn,"
sagði Guðrún. „Borgarstjórinn í
Reykjavík stjórnar þessu verki og
notar til þess verkaskiptingarlögin
og ágreininginn um Borgarspítal-
ann og greiðslur á tannlæknaþjón-
ustu. Þetta er auðvitað alveg nýtt í
íslenskri pólitík. Við vitum til þess
að menn hafa verið hlaupandi hér
á milli borgarstjóraskrifstofunnar
og þingsins, til þess að leggja
línurnar fyrir næstu klukkutíma."
Þetta sagði forsetinn ekki vera
neitt leyndarmál, forystumenn
Sjálfstæðisflokksins á þingi hefðu
beinlínis sagt sér þetta. En það eru
ekki allir sannfærðir um að þing-
hald verði að vera á milli jóla og
nýárs og jafnvel strax eftir áramót.
Páll Pétursson, þingflokksformað-
ur Framsóknarflokksins, segir að
enn sé tími til þess að ná samning-
um, en tekur jafnframt fram að
það velti á því svari sem Davíð
Oddsson borgarstjóri gefur.
„Ég vil vona að hægt verði að
ljúka hér þinghaldi 22. desember,
það er vel hægt ennþá, þó að það
sé uppstytta eins og stendur treysti
ég því að menn komist að skynsam-
legu samkomulagi áður en mjög
langt um líður og klári það sem
nauðsynlegast er fyrir jól,“ sagði
Páll í samtali við Tímann í gær-
kvöldi. „Það verða vafalaust langir
fundir og tíðir fram að jólahléi og
allra handa samningaumleitanir og
þreifingar. Það hafa engir samning-
ar náðst ennþá, menn hafa velt upp
ýmsum möguleikum. Það er mikill
misskilningur ef menn halda að
einhverjir samningar hafi verið
gerðir. Samningar nást ekki fyrr en
búið er að hnýta alla enda, á það
hefur stjórnarandstaðan lagt
áherslu og það hafa alltaf einhverj-
ir endar verið lausir."
-ÁG
Þetta er flugvélin frá Leiguflugi Helga Jónssonar sem lenti í erfileikum í gær. Verið er að athuga bilaða hreyfllinn.
Tímamynd Pjetur
Bjöm Erlingsson.
Tímamynd Áraí Bjaraa
Bjöm Eriingsson: Samspil orða- mynda:
Fyrsta Ijóða-
bók höfundar
Björn Erlingsson hefur gefið út
sína fyrstu ljóðabók og ber hún
heitið Samspil orða - mynda. í
bókinni eru 32 ljóð auk 22 ljósmynda
sem Björn tók sjálfur.
Bókinni er skipt í tvo hluta og eru
í fyrrihluta náttúrulýsingar, en í
hinum síðari lýsingar af atvikum
sem Björn hefur sjálfur upplifað.
Bjöm sagði að flest ljóðanna væru
frá þessu ári, en þau elstu allt frá
árinu 1984. Björngefurbókinasjálf-
ur út, en hann er bókbindari að
atvinnu og rekur Bókbandsstofuna
Kjöl. Aðspurður hvort önnur ljóða-
bók eða jafnvel skáldsaga væri í
smíðum sagði hann svo ekki vera, en
aldrei væri að vita hvað framtíðin
bæri í skauti sér.
f seinni hluta bókarinnar er ljóð
sem lýsir atviki sem Björn upplifið
sem strákur, þegar hann bjó á Hverf-
isgötunni.
Stjörnubíó brann
Bruninn batt enda á sýningarnar
og allt í einu, var allt
orðið eitt eldhaf.
Og ég sem lítill drengur
horfði á reykinn
til himins stíga
og strætirí fyllast
af bílum og fólki.
í húsunum lágu flestir
með armana í kistum
og horfðu á heimsstyrjöld
út um augu íbúða sinna.
Svo daginn eftir, var ekkert
eftir allt
ein öskuhrúga.
Ráðherrafundur ríkja EB og EFTA samþykkir að stefna að því að koma á evrópsku efnahagssvæði:
Samþykkt að hefja
viðræður sem fyrst
Hverjum
KoA
bjargar það
næst
Ráðherrafundur rikja Evrópu-
bandalagsins og EFTA sem haldinn
var í Brussel i gær lýsti pólitisku vilja
til að koma á sameiginlegu evrópsku
efnahagssvæði svo fljótt sem auðið
er. Gert er ráð fyrir að beinar
samningaviðræður hefjist á fyrri
helmingi næsta árs, en krafa EFTA
ríkjanna um að stefnt skyldi að því
að Ijúka þeim á árinu náði ekki fram
að ganga.
í yfirlýsingu frá fundinum lýstu
ráðherrarnir yfir ánægju sinni með
vönduð vinnubrögð í könnunarvið-
ræðunum hingað til og urðu ásáttir
um halda áfram með sama hætti að
skapa sem best skilyrði fyrir væntan-
legar samningaviðræður.
Ráðherrarnir töldu að í væntan-
legum viðræðum yrði að vinna að
því að tryggja gagnkvæma hagsmuni
hlutaðeigandi aðila og alhliða jafn-
vægi í samstarfi þeirra. Fundurinn
samþykkti að meginmarkmið ætti að
vera að koma á óhindruðum vöru-
skiptum, þjónustuviðskiptum,
fjármagnsviðskiptum og atvinnu- og
búseturéttindum, samkvæmt reglum
sem aðilar mundu skilgreina sameig-
inlega á grundvelli viðeigandi og
þegar mótaðra reglna Evrópubanda-
lagsins. Ennfremur taldi fundurinn
að undanþágur sem réttlættar eru
með hliðsjón af grundvallarhags-
munum einstakra þjóða svo og til-
högun á aðlögunartíma, gætu orðið
samningsatriði.
Fundurinn taldi að í væntanlegum
samningi ætti að tryggja aðilum hans
fullt sjálfsforræði við töku ákvarð-
ana. í samræmi við þessa grundvall-
arreglu ættu samningaviðræðurnar
að leiða til þess að séð verði fyrir
aðferðum, sem tryggja á skilvirkan
hátt að sjónarmið beggja aðila séu
tekin til greina til þess að auðvelda
samhljóða niðurstöður við ákvarð-
anir sem varða evrópska efnahags-
svæðið.
Viðræðunum í gær stýrðu Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra íslands, sem formaður ráð-
herraráðs EFTA og Roland Dumas
utanríkisráðherra Frakklands, for-
maður EB ráðsins.
í ræðu sem Jón Baldvin hélt á
fundinum lagði hann áherslu á þá
staðreynd að EFTA ríkin koma sem
ein heild til viðræðnanna við EB.
Jón Baldvin sagði að EFTA teldi
mjög mikilvægt að hefja samninga-
viðræður milli EFTA og EB sem
fyrst á komandi ári. Ef slíkt væri gert
ætti að liggja fyrir drög að samningi
milli bandalaganna um mitt næsta
ár. Jón Baldvin sagðist telja að unnt
væri að ljúka samningunum fyrir lok
ársins 1990.
Utanríkisráðherra vík einnig að
málefnum Austur-Evrópu og sagði
að V-Evrópuríkjunum bæri skylda
til að aðstoða þjóðirnar í austri á
braut lýðræðis og framfara. - EÓ