Tíminn - 20.12.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. desember 1989
Tíminn 7
BÓKMENNTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Fróöleg bók um BSRB og 28 ára formennsku Kristjáns Thorlacius:
Stiklað stórum
á löngum ferli
Verkalýðsforystuferill Kristjáns
Thorlacíusar er kominn út á bók
sem ber nafn þessa fyrrverandi for-
manns BSRB og undirtitilinn - Þeg-
ar upp er staðið.
Kristján Thorlacius var kjörinn
formaður BSRB árið 1960 en einmitt
þá var einnig Viðreisnarstjórnin að
hefja sinn feril sem þó varð styttri en
formennska Kristjáns í samtökum
opinberra starfsmanna. Honum lauk
ekki fyrr en haustið 1988.
Það fer varla hjá því að tuttugu og
átta ára formennska manns fyrir
stórum samtökum launamanna
marki spor í þjóðlífið og samtökin
sjálf. Þau ummerki hljóta að vera
meiri en svo að þeim verði gerð
tæmandi skil í tæpra 190 blaðsíðna
bókarkorni.
Skrásetjari, sr. Baldur Kristjáns-
son, tekur þann kostinn að stikla á
stóru og skiptir textanum upp í
tvennt. Annarsvegar ritar hann frá
eigin brjósti eins konar fréttapistla
eða -skýringar á aðdraganda þeirra
atburða og atvika sem Kristján
Thorlacius segir síðan frá og leggur
sitt mat á atburði og menn sem við
sögu komu. „Fréttaskýringar“ höf-
undar eru prentaðar með skáletri til
aðgreiningar frá frásögnum Krist-
jáns sem afmarkaðar eru með
þankastrikum og þessi þankastrik
eru ekki spöruð. Þau afmarka sér-
hverja málsgrein.
Bókin hefst á stuttum inngangi
þar sem ýmsir menn lýsa því hvernig
maðurinn Kristján Thorlacius kem-
ur þeim fyrir sjónir og ég hallast að
því eftir að hafa lesið bókina, að
Indriði G. Þorsteinsson hitti naglann
á höfuðið en hann segir:
„Kristján er einn af þessum mönn-
um sem ekki finnst þjóðfélagið hafa
leitað til hans sem sícyldi. Eg hef á
tilfinningunni að hann hafi verið
tilbúinn en ekki kallaður til þeirra
starfa sem honum fannst hann eiga
að gegna. Verkalýðshugsjónin er
ekki gömul í honum. Hitt er annað
mál að maður sem hefur sterkar
pólitískar hneigðir þykist eiga ýms-
um grátt að 'gjalda þegar hann fær
ekki sitt fram....“
Það er ekki laust við að einmitt
það síðasta sem Indriði nefnir hér að
ofan komi fram strax í upphafskafl-
anum þar sem Kristján greinir frá
því að það hefði verið hans vilji að
kona hefði orðið eftirmaður sinn.
Á þinginu beið Kristján með það
til síðustu stundar að kveða upp úr
með að hann gæfi ekki kost á sér til
formannskjörs. Þegar hann loks
kvað upp úr með það lýsti hann yfir
eindregnum stuðningi við framboð
Guðrúnar Árnadóttur. Þegar úrslit
urðu kunn var Kristján ekki að
liggja á því að úrslitin, kjör Ög-
mundar Jónassonar, voru honum
ekki að skapi.
í bókinni er margvíslegur fróð-
leikur um störf og starfshætti BSRB
og breytingar sem orðið hafa á
samtökunum, baráttuaðferðum og
fleiru og ljóst er að starf formanns
hefur verið frámunalega erilsamt á
köflum. Kristján greinir frá ýmsum
mönnum sem við sögu hafa komið,
bæði samherjum og andstæðingum,
og ber mönnum mis vel söguna eins
og gengur.
Um einkahagi sína er hann afar
fáorður, segir raunar ekkert sjálfur
um þá. Þó má af því sem hann segir
um sjálfan sig og sína hagi og
auðvitað um félagsmálastörf sín
ráða, að hann sé all margbrotinn og
snúi mörgum andlitum að umheim-
inum eftir því sem henta þykir. Þeim
sem manninum lýsa í inngangi bókar
ber þó saman um að Kristján sé afar
umgengnisgóður og skemmtilegur
maður í viðkynningu, heiðarlegur
prinsippmaður, mikill og góður fjöl-
skyldufaðir og ekki er að efa að það
sé allt saman rétt, hvernig gæti
maðurinn annars hafa siglt jafn lengi
úfinn sjó formennsku stórra laun-
þegasamtaka án þess að hafa sterkan
bakhjarl í eigin persónugerð og
fjölskyldu?
Bókin er mjög fróðleg því að í
henni segir frá tilurð samtakanna,
vexti og viðgangi. Baráttan fyrir
verkfallsréttinum er rakin og skýrt
er frá sjónarhóli Kristjáns frá verk-
föllunum 1977 og 1984. Búast má við
að bókin verði þegar fram líða
stundir heppilegt uppsláttarrit fyrir
þá sem fjalla um sögu BSRB og þá
sem eiga eftir að standa í fremstu
víglínu Iaunabaráttunnar.
Stefán Ásgrímsson
Inga Huld Hákonardóttir
Ég og lífið
Útg. Vaka-Helgafell 1989
153 bls.
Velkist ekki í vafa, bók þessi
fjallar um persónu Guðrúnar Ás-
mundsdóttur leikkonu, ekki pers-
ónuleika eins og ævisögur aftur á
móti gera. Hin geðþekka, bjartleita
kona með dillandi undirhljóma í
röddinni, sem svo margir þekkja af
góðu á leiksviði og við önnur tæki-
færi, lítur í sjónhending yfir liðna
ævi sína og færir minningamar í
lífsstíl hinnar fullþroskuðu konu,
fullkomlega einráð um hverju hún
stillir upp á sviðinu, hvað þar gerist,
hvenær tjaldið fellur. Útlit bókarinn-
ar er í samræmi við þessa viðleitni,
gífuryrðin á baksíðu, sem einfald-
lega merkja að bókin innihaldi allt
og sé fullkomin, gljámyndin á káp-
unni, band og pappír minna til
samans á gæludýr (púðelhund?),
fyrirkomulag textans á síðunum,
153 ef allt er talið, er hið sama og
þrautunnins bókmenntatexta. Velk-
ist ekki í vafa, svo er alls ekki, bók
þessi á, þrátt fyrir það sem nú hefur
verið sagt, hvergi fremur heima en í
flokki með ástarsögum Ib Cavling
og Barböru Cartland. Hún inniheld-
ur óskamynd, dagdraumaheim, hún
er stíluð upp á þá þörf hinna mörgu
aðdáenda leikkonunnar að eiga hana
að í þessum skilningi. Og með
ágætum árangri.
Guðrún, einráð um hvað í bókina
fer, tæpir í fáeinum línum á þátta-
skilum ævi sinnar og hinum hrjúfari
skeiðum lífsferilsins en gerist því
langorðari sem lognværðin er meiri.
Merkileg hljóta flækingsár hennar
að hafa verið fram til níu ára aldurs,
hún missti móður sína þriggja ára og
flæktist um milli fósturforeldra uns
faðir hennar hafði tök á að taka hana
og bróður hennar til sín að nýju eftir
áfallið. Af því segir fátt. Enn færra
þó af þeirri miklu tilfinningareynslu
að hafa tekið barn í fóstur sjálf og
verða svo að láta það frá sér vegna
sambúðarörðugleika við barnið.
Trú, einhvers konar, breiðir líknar-
hjúp yfir Guðrúnu þegar í þvílíka
harðbakka slær og til þess notalega
sambands Guðrúnar og Guðs er
varið löngu máli, nema í engu getið
hvernig til slíkra stórmæla stofnað-
ist.
Þessi einkenni eru auðvitað ekki
til þess fallin að kasta rýrð á persónu
Guðrúnar, vinnubrögðin eru gljá-
tímaritsins og henni heimilt að tæpa
á því sem ekki samræmist þeirri
viðleitni að gera hana sem aðgengi-
legasta aðdáendum. Hins vegar
stæðu stálin á „ævisöguritaranum“
ef yfirleitt nokkur nennti að vera að
jagast út í þessa bók. Öllu nær en
gera það er ástæða til að draga
aðfinnsluefnin saman í eitt og spyrja:
Getur bók verið útlitið eitt? Og þá
jafnvel þótt ekkert standi á síðun-
um? Er þá ekki nær að tala um
prentgrip?
Bók þeirra Ingu Huldar og Guð-
rúnar er hinn ágætasti prentgripur.
Guðrún er jafnágæt eftir sem áður,
þátt fyrir þá kaupmennsku sem þessi
gripur ber vott um, hlutur Ingu
Huldar Hákonardóttur er öllu lak-
ari. Það er afleitt og í ósamræmi við
verkefnið að þjóna svo duttlungum
sínum sem hún gerir við skrifin, t.d.
gefur þessi stundarflótti hennar frá
veruleikanum í áhrifataumi leikkon-
unnar ekkert tilefni til að fjalla um
hundaskít og eigið þvaglát; blaður
um segulbandstæki er jafnó-
skemmtileg lesning, það væri ósk-
andi að Ingu Huld takist að hætta að
reykja en er þessi ásetningur hennar
bókarefni? Ög svo fáránlega hall-
ærisleg lýsing sem Guðrúnar á fram-
hjáhaldi manns síns og viðbrögðum
sínum við því hlýtur að skrifast á
reikning skrásetjara; þessi vitleysa
er ekki á bók setjandi.
Bók þessi er í vissum skilningi
hvílandi, samvistir við jafnágæta
konu og Guðrúnu Ásmundsdóttur
hljóta að vera það. En skemmtun sú
sem af bókinni verður höfð er alger-
lega bundin aukapersónum hennar,
hinni stórskemmtilegu „Jóu minni“
og „Göggu Lund“. Kaflinn um séra
Auði Eir er fróðlegur. Kaflinn um
leikrit Guðrúnar um Kaj Munk er
óþarfur. Þar hefði í staðinn mátt
fjalla obbolítið um hvernig Guðrún
upplifir að vera leikari - svo ég láti
nú óskina ráða.
Og önnur raunhæfari ósk: Hér
með er lýst eftir útgefanda sem
eitthvað vill á sig leggja til að
ævisaga Engel (Göggu) Lund verði
skrásett, þeirrar merkiskonu. - Þar
eru líka peningar.
María Anna Þorsteinsdóttir
Undursamleg forvitni
Gísli, Eiríkur og Helgi
Jóhanna Kristjónsdóttir
Dulmál dódófuglsins
Útg. Vaka-Helgafell 1989
Mörg undanfarin ár hefur mér
þótt Jóhanna Kristjónsdóttir skrifa
besta ferðapistla frá öðrum löndum
í Morgunblaðið. Nú eru ferðalög og
ferðasögur mér nokkur ástríða, svo
bækur eins og Dulmál dódófuglsins
eru kærkomið lesmál. Þar skrifar
Jóhanna oft meira um það sem
snertir hana persónulega en yfirleitt
í blaðagreinum. Öll frásögnin ber
með sér að hún er hugrökk og
ákveðin við lausn verkefna sem
henni eru falin, mætir meðbræðrum
sínum í öllum löndum með opnum
huga og vinsemd, nýtur fegurðar
mannlífs og umhverfis í allri sinni
fjölbreytni, en lætur einsemd og
tómleika vissra stunda ekki buga sig.
Hún segir í inngangskafla að það
sé undursamleg forvitni sem reki sig
áfram og aukist við hvert ferðalag.
Að ferðast sem blaðamaður gefur
líka önnur tækifæri til að kynnast
mönnum og málefnum en skemmti-
ferðir gera. Forvitni blaðamanns
þykir sjálfsögð og flokkast ekki und-
ir óviðeigandi hnýsni.
í bókinni eru kaflar frá tíu
löndum, flestum harla framandleg-
um. Líklegt þykir mér að fáir Islend-
ingar hafi skoðað górillur í skógum
Jóhanna Kristjánsdóttir
Rúanda, né gert svo víðreist í lönd-
um araba sem Jóhanna. Svo virðist
sem hún hafi gert sér sérstakt kerfi
til að ná sambandi við fyrirfólk, sem
er hvað erfiðast viðfangs fyrir blaða-
menn, og er komin inn á gafl hjá
ótrúlegasta fólki áður en varðliðið
uggir að sér.
Upp er brugðið augnabliksmynd-
um sem áreiðanlega munu fylgja
lesandanum lengi. Hún situr þreytt
og döpur á bakka Kivuvatns þegar
lítið og óhreint telpukríli leggur lófa
á vanga hennar, situr þegjandi og
heldur í hönd hennar og kyssir hana
jafnhljóð á vangann að skilnaði.
í írak er Jóhanna þegar styrjöld-
inni við írani er lokið, en lögregla er
iðin við eftirlit með henni og öðru
aðkomufólki en hún lætur það ekki
á sig fá. Hún er á ferð á eyjunni
Máritíus, í Túnis, Portúgal, Ma-
deira, Japan, Malawi, Kuwait og
ísrael, auk Rúanda og Irak. Allir
eru þættimir læsilegir og fræðandi
um margt, en ekki síst um sögukon-
una sem með hiklausri hlýju gengur
til móts við fólk í öllum heimshom-
um og uppsker lífsmyndir og
hughrif, sem líka auðga okkur sem
heima sitjum. Dódófuglinn á Márit-
íus er aldauða en í sögn þarlendra
sveif sá síðasti til lofts á rósrauðu
skýi. Svona ferðabók er nokkurs
konar rósrautt ský sem ber lesand-
ann víða um heim.
Bakkabræður
Unnlð upp úr Þjóðsögum Jóns
Árnasonar
Brian Pilkington myndskreytti
Fáránleg heimskupör Bakka-
bræðra hafa lengi verið mönnum
skemmtiefni og orðtök úr sögunum
af þeim fengið fastan sess í daglegu
máli. Þjóðsagan er hér prentuð lítt
breytt, en myndirnar em bráð-
skemmtilegar. Kannski fetta þjóð-
háttafræðingar út í að blöndukútur-
inn sem karl faðir þeirra kallar á er
leirbrúsi en ekki af ætt þeirra gömlu
Púkablfstran og flelrl sögur af
Sæmundi fróða
Njörður P. Njarðvík endurseglr.
Útg. Iðunn. Sagnasjóður íslenskra
barna
Gunnar Karlsson myndskreytir
Þjóðsögurnar um Sæmund fróða
eru færðar í nokkuð annan frásagn-
arstíl en í Þjóðsögum Jóns Árnason-
ar, en í engu er efninu breytt. Fyrir
yngstu lesenduma eru sumar sögurn-
ar kannski nokkuð hrollvekjandi, en
svo er um æði mörg gömul ævintýri
gyrtu trékúta sem við eldra fólk
höfum alltaf séð fyrir okkur.
Við Svarfdælingar höfum löngum
verið kallaðir sveitungar Bakka-
bræðra og hljótum því að telja
Reynisdranga illa staðsetta við þá
sjávarsíðu sem þeir bræður sækja
helst frá. Kannski bendir þessi
smámunasemi til skyldleika við þá
góðu bræður sem alltaf er j afngaman
að hitta, ekki síst í svona fallegri
útgáfu.
Sigríður Thorlacius
og þjóðsögur og kynslóðir þó komist
heilar á geði frá lestri þeirra. Brátt
verður það líka kímnin og ráðsnilld
Sæmundar sem grípur hugann.
Krakkar, sem lesa svona bók, kunna
að laðast að þjóðsögunum og finna
þá nær ótæmandi dægradvöl og auð-
ugt tungutak sem festist ósjálfrátt í
minni og gæti orðið fullt eins áhrifa-
mikið og sérstakt málræktarátak.
Ein mynd fylgir hverri sögu. Frá-
gangur bókarinnar er ágætur.
Sigríður Thorlacius
SÆMUNDUR FRÓDI