Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 21. desember 1989 Tímlim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinssön ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samstada gegn verðbólgu Þær fréttir sem berast af viðræðum Vinnuveitenda- sambands íslands, Vinnumálasambands samvinnu- manna og Alþýðusambandsins lofa góðu um að þessi áhrifamiklu samtök vinnumarkaðarins ætli að ræða kaupgjalds- og kjaramál af fyllsta raunsæi í samræmi við efnahagsástand að undanförnu og efnahagshorfur á næsta ári. Það er athyglisvert að viðræðuaðilar eru sammála um að lýsa ákveðið yfir því að aukin verðbólga sé hættuleg kjörum almennings og skaðleg fyrir afkomu atvinnulífsins. Þess vegna virðist mega treysta því að aðilar vinnumarkaðarins, atvinnurekendur og launþegar, ætli sameiginiega að vinna gegn verðlags- hækkunum og áframhaldandi verðbólgu sem hlýtur að þýða það að gera ekki framar þá „verðbólgusamninga“ sem hafa verið sterkt einkenni á íslenskri kaupgjalds- pólitík um langan aldur. Sýnt má vera að fleira þarf að koma til í þessu efni en yfirlýst samkomulag aðila vinnumarkaðarins um baráttu gegn verðbólgu. Þótt verðbólgan sé í raun víxlverkun verðlags og launa og af þeim sökum nátengd samningagerð á vinnumarkaði, þá ræðst verðlagsþróun og rekstrarkostnaður af fjölmörgum þáttum sem eru utan umráðasviðs samningsaðila um laun og kjör. Undan því verður aldrei vikist, hversu ákaft sem menn tala um „frjálsan samningsrétt“ og „afskiptaleysi“ ríkisvaldsins af samningagerð, aðríkis- valdið komi þarna við sögu, þegar á reynir. Þess hefur lengi verið beðið að ákvarðanir í kaupgjalds- og kjaramálum hér á landi stjórnuðust af sömu viðhorfum og ráða á Norðurlöndum og víðar í vestrænum lýðræðisríkjum, að þær væru teknar að afstöðnum vel undirbúnum samráðum milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins. Þar er það höfuð- atriði að forðast verðbólgu og tryggja hag launþega með stöðugu verðlagi og sterkum gjaldmiðli. Þar gera verkalýðsleiðtogar sér grein fyrir því að öðruvísi er ekki hægt að tryggja kaupmátt launa, verðbólgu- krónur eru lítils virði fyrir launþega. Forystumenn atvinnurekenda vita er að ekkert er atvinnurekstri hættulegra en verðbólga sem er meiri en gerist í viðskiptalöndum þeirra. Með því verða fyrirtækin ósamkeppnisfær og innlendur gjaldmiðill einskis virði, eignir og eigið fé étast upp. Því ber að fagna að góð samráðstengsl eru milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins um þessi mál og ríkisstjórnarákvörðun liggur fyrir um að fresta skuli gjaldskrárhækkunum til þess að greiða fyrir skynsamlegum kjarasamningum. Hitt er e.t.v. óljós- ara hvernig bankavaldið ætlar að bregðast við þeim samráðsvilja sem er fyrir hendi. Þótt núverandi ríkisstjórn hafi beitt áhrifum sínum á stjórn banka- mála um verulegar vaxtalækkanir á liðnum misserum, þá er enn fyrir hendi þörf til þess að vextir lúti sama aðhaldi og aðrar hagstærðir og slíkt sjáist í verki. Bankavaldið verður að taka virkan þátt í þeim samráðum um efnahags- og kjaramálaþróun sem á döfinni eru. Þótt rekstrargrundvöllur framleiðslufyrirtækja hafi batnað vegna víðtækra efnahagsaðgerða í þeirra þágu, þá eru efnahagshorfur að öðru leyti ótryggar vegna fyrirsjáanlegs aflasamdráttar og óvissu um framleiðsluverðmæti og hagvöxt. Samdráttarskeiðinu er ekki lokið. GARRI Jólasteik á Alþingi Mikið er búið að auglýsa hangi- kjötið, bæði að norðan og sunnan að undanförnu, en þó er alltaf talað um jólasteik. Eins og vitað er, þá er hangikjöt soðið en ekki steikt og alls ekki er sama hvernig það er soðið. Svo eitthvað fleira en hangikjöt hlýtur að vera borðað á jólum. En jólasteikin er mörg og mörg er nú jólasteikin. Nú síðast virðist Alþingi hafa tekið forskot á jólasteikina, og byrjað að brasa hana þótt jólin séu ekki komin. Stjórnarandstaðan kennir yfir- kokkinum um að steikin sé viðbrennd, en yfirkokkurinn, Guðrún Helgadóttir, staðhæfir að steikin sé í lagi hjá sér, nema ef einhverjir hafi tekið sig til og hellt bensíni yfir hana. Austurstræti 16 Stjórnarandstaðan hefur gengið heldur óbjörgulega fyrir sig á liðn- um vetrartíma. Það er ekki fyrr en núna, þegar mikið liggur við að Ijúka ákveðnum, hefðbundnum málaflokkum, að helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, víkur sér út ■ Austurstræti 16, þar sem Davíð Oddsson, borgarstjóri, situr og biður hann ásjár út af kostnaðar- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar sem hann er varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann orðið að taka til hendinni, og var raunar byrjaður á því í vanstilling- arsamtali sínu við fjármálaráð- herra í sjónvarpi. Það er heldur óþægilegt fyrir þingið að stjórnar- andstaðan skuli þurfa að sækja fyrirmæli á skrífstofu borgarstjóra. En það er þó bót í máli að varafor- maður stjórnarandstöðunnar sækir vinnustað ekki langt frá Alþingi. Verra væri þetta ef fyrirmæli þyrfti t.d. að sækja norður á Hvamms- tanga. Næðingssamt leiksvið Samkvæmt þessu eru mál á AI- lllllllllllll VÍTT OG BREI- Davíð Oddsson. þingi í steik, a.m.k. þegar þetta er skrífað. Það fer svo eitthvað eftir Davíð Oddssyni hvort þeir sjálf- stæðismenn ætla bæði að eta þessa steik og eiga hana. Sem varafor- maður Sjálfstæðisflokksins virðist hann heldur óldár á kringumstæð- urnar. Austur á Selfossi talaði hann af glannaskap, en hafði áður gerst aldamótaskáld á landsfundi. Nú síðast bar hann lygar á fjár- málaráðherra, þótt minna yrði úr því en efni stóðu til. Davíð Odds- son hefur þótt standa sig vel sem borgarstjóri, enda eru orð hans í því embætti einskonar lög meiri- hlutans. En honum læturauðheyri- lega ver að standa á sviðinu í þjóðmálabaráttunni þótt sviðsvan- ur sé síðan hann lék Bubba kóng. Orðfæri hans ber vott um að hann sé að fara á taugum. Einkum var þetta áberandi í sjónvarpsþættin- um með Ólafi Ragnari. Það er töluvert mikið öðruvísi að stjórna varinn af einlitum meiri- hluta en standa í gjóstinum af þjóðmálabaráttunni misjafnlega hlýlega búinn. Það bar brátt að með kosningu á Davíð á landsfund- inum, en fram að því hafði hann varist flestu nema afskiptum af málefnum Reykjavíkurborgar. Kosningar í borgarstjórn eru næsta vor, og eflaust hefur verið talið óklókt að Davíð blandaði sér of mikið í landsmálapólitík flokksins áður en til borgarstjórnarkosninga kæmi. En síðan hann varð varafor- maður hefur flest snúist gegn honum. Hann var látinn flytja eitthvert aldamótaþrugl á lands- fundinum, þegar pólitíska ástandið í landinu er þannig að stjórnunar- félagið fékk stjörnuspámann til að lesa yfir framkvæmdastjórum, lík- lega misjafnlega langt leiddum. Slíkar tiltektir eru nánast kukl. Reykjavíkurborg er vel stæð og þarf væntanlega ekki á stjörnuspá- mönnum að halda í bráð. Hitt er annað mál, að hún þyrfti á valda- miklum en ópólitískum borgar- stjóra að halda. Það er nefnilega komið ■ Ijós, að varaformennska Davíðs er ekki af því góða fyrir borgina á meðan hann gegnir sam- tímis embætti borgarstjóra. í fæði á Alþingi Þess vegna er það, að Davíð Oddsson er byrjaður á jólasteik- inni sinni löngu fyrír tímann. Hann ætlast til að Reykvíkingar fylgi honum ■ þá steikarveislu, þótt Ijóst sé að hvorki er staður eða stund til að hefja slík veisluhöld. Þá getur orðið snúið fyrir Davíð að stjórna kosningabaráttu í vor fyrir sjálf- stæðismenn í borginni. Hann verð- ur þar með varaformannsnafn sitt upp ■ skýjum og kannski alla leið upp úr aldamótunum. Hann hefur sýnt að hann er ekki lengur hinn glaðbeitti og gamansami borgar- stjóri, heldur nöldusamur varafor- maður, sem hengir sig ■ smáatriði og tittlingaskít og vill eta jólasteik- ina á Alþingi þótt honum hafi ekki verið boðið í það hús enn sem komið er, þótt Ijóst sé að þar muni hann eta sínar jólasteikur í framtíð- inni, en ekki hjá Reykjavíkurborg. Garri Hallæristal að ósekju Gríðarlegir hetjutilburðir hafa verið í fréttaflutningi af hafísnum sem nú er lagstur upp að Vest- fjarðakjálkanum og getur farið svo að fjandi sá eigi eftir að leggjast víðar að landi. Mikið er flogið og margar eru heimildirnar fyrir að hvergi sjáist út yfir ísinn. „ísinn nær svo langt sem augað eygir,“ segja heimildirnar. Eðlilega er fréttnæmt að ísinn leggst að landi og lokar siglinga- leiðum og fiskimiðum. En við Norður-íshaf búa menn við þá hættu að hafþök verði og ættu ekki að kippa sér upp við þótt slíkt komi fyrir á margra ára fresti. Eftir að ísinn lagði að og vegir suður Strandir iokuðust vegna fannfergis höfðu fréttahaukar sam- band við einangraðar byggðir og bárust m.a. þær gleðifréttir úr Norðurfirði, að eftir tveggja sólar- hringa innilokun ættu Stranda- menn enn eitthvað að éta. Að allt var ekki komið í svelti var því að þakka, samkvæmt frétta- haukum, að svo heppilega vildi til að strandferðaskip hafði losað vör- ur norður þar fyrir tveim dögum, eða rétt áður en ísinn lokaði leið- um. Fréttnæmara!!! Fyrir einhverja hefðu það þótt meiri fréttir ef Strandamenn hefðu staðið uppi bjargræðislausir fyrir imbrudaga, hvort sem skip kom með vörur eða ekki. Auk þess að velta vöngum yfir hvort ekki fer að verða mannfellir af hallærum á Vestfjörðum gera fjölmiðlar sér mat úr líkum að bjarndýr gangi á land og eru norðurbyggjar spurðir spjörunum úr hvað þeir ætli að gera þegar dýrin koma og er fátt um svör, því norðurbyggjar telja eðlilegast að bregðast við aðstæðum eftir því sem þær koma upp. Landfastur hafís er ekkert gam- anmál, en það er hreint ekkert óeðlilegt við þótt hann leggist að. Hnattstaða landsins og náttúrufar norðurhjarans veldur því að á íslandi hljóta að verða harðir vetur, þótt oft reynist þeir mildir sem betur fer. Ef eybyggjar kynnu ekki að bregðast við breytilegu veðurlagi og náttúrufari væru engir Stranda- menn til, Vestfirðingarekki heldur eða yfirleitt neinir fslendingar. Það er því hinn mesti óþarfi að fara nú að hefja upp einhvern hallærissöng, með fjölmiðla í hlut- verki forsöngvara, um að einhverj- ar skelfilegar hörmungar hafi dun- ið yfir þótt vindar blási af norðri um sinn. Samgöngur teppast tímabundið - og hvað um það? Á Ströndum, sem og öðrum harðbýlli svæðum landins, eru menn vel í stakk búnir að þreyja um sinn þótt allar nauð- synjar beri ekki að jafnt og þétt. Engin vá er fyrir dyrum þótt ekki sé hægt að skreppa út í búð oft á dag eftir mat í næsta mál, sem óþarfa. Eðlilegt náttúrufar Samgöngur eru mikilvægar, en skelfing er oft hvimleitt þegar fréttaritarar og fréttahaukar eru að gera stórfréttir úr því að einhver fjallvegurinn hafi lokast og að illfært sé á milli byggðarlaga vegna stórhríða í allt að sólarhring. Alltaf er látið að því liggja að neyðar- ástand hafi skapast og ekki hafi verið hægt að komast lönd né strönd í kannski tvo daga og verði að bæta úr ástandinu hvað sem það kostar. Ef svo flugvöllurinn er lokaður líka er ástandið talið svo óbærilegt að ætla mætti að hallæri sé skollið á í kjölfar harðindanna. Vegna alls þess ógurlega bráð- lætis sem krafist er af samgöngun- um er fólki og farartækjum útjask- að í fífldjörfu ani út og suður og helst vill enginn taka mark á veðurfari, úrkomu, svörtu skamm- degi og allra síst af öllu hnattstöðu íslands, en látið duga að segja að hún ætti að vera allt önnur og sunnar en hún er. Engin ástæða er til að fagna hafísnum og enn síður að segja að viðvera hans skipti það fólk ekki máli, sem búa þarf við nálægð hans og einangrun af völdum náttúru- farsins. En við eigum einfaldlega að vera viðbúin komu hans eins og hverju öðru náttúrulegu harðæri sem eðlilegt verður að telja. Menn sem láta að því liggja að íbúar Norðurfjarðar og nágrannabyggða séu bjargarlitlir vegna einangrunar nenta vegna heppi, virðast ekki hafa hugmynd um hvernig fólk lifir utan seilingarfjarlægðar frá stór- mörkuðum. Útvörðum mannabyggða á ís- landi er enginn greiði gerður með þvf að vera að væla fyrir þeirra hönd í tíma og ótíma um að hörmungar hafi dunið yfir þótt leiðir lokist í tíma og tíma. Og hafísnum getur líka fylgt nokkur blessun. Hafþök eru besta og öruggasta fiskfriðun sem vitað er um. Ekki veitir af. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.