Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 21. desember 1989 lllllllllllllllllll■^ BÆKiJR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIB ....I....I Ný bók með gamansögum af kennurum ognemendum Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Skólaskop - gamasögur af kennurum og nemendum — en efninu hafa tveir kennarar, Guðjón Ingi Einarsson og Jón Sigurjónsson, safnað. 1 Skólaskopi er að finna kafla úr ritgerðum nemenda, föst og laus skot sem kennarar hafa orðið fyrir í tímum og gullvægar samræður lærifeðra og námsmanna. í bókinni eru bæði nýjar frásagnir og aðrar sem heita má að séu orðnar sígildar. Ný skáldsaga fyrir unglinga Út er komin hjá Erni og örlygi ný skáldsaga um unghnga og fyrir unglinga eftir Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur danskennara en Kolbrún hefur gegnum starf sitt haft einstæða aðstöðu til þess að kynnast unglingum, vandamálum þeirra og áhugamálum. Sagan segir frá Kötu sem er að verða sextán ára. Hún hefur átt erfiða bernsku. Hún þekkir ekki föður sinn og þótt mamma sé góð er sambandið við stjúpann ekki sem skyldi. En einmitt þennan dag gerist óvæntur atburður sem hefur í för með sér ótrúlegar breytingar á högum hennar — og flestar til góðs. Þessi fyrsta skáldsaga Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur tekur á ýmsum viðkvæmum málum en er líka ljúf og skemmtileg. Hún er um unglinga og fyrir unglinga. Bókin er prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar hf. Kápu hannaði Emst Backman. Kápumynd tók ímynd. Tvær nýjar bækur eftir ísak Harðarson Komnar eru út hjá Iðunni tvær nýiar bækur eftir ísak Harðarson. Isak hefur þegar getið sér orð sem eitt athyghsverðasta ljóðskáld okkar af yngri kynslóðinni. Hér er á ferðinni ný ljóðabók eftir hann sem nefnist Síðustu hugmy ndir f iska um líf á þurru sem vafalaust er eitt hstrænasta verk höfundar til þessa. Myndmál bókarinnar er heilsteypt, þar er leikið með hin margræðu tákn hafs og sjávarlífs og víða dregnar snjahar líkingar tilmannlífsins. Skáldskapurinn er eins og veiðarfæri, ef vel tekst til dregur skáldið spriklandi fiska upp að borðstokknum. Hér er hvarvetna skírskotað til þekktra fyrirbæra nútímans, þau gædd persónulegri tilfinningu en túlkunin fjölbreytt innan ramma bókarinnar. Snæfellsjökull í garðinum. Átta heilagra nútímamanna sögur er hins vegar fyrsta skáldverk ísaks Harðarsonar í óbundnu máli. Hér em á ferðinni átta smásögur þar sem höfundurinn leiðir lesandann um heima hugarflugs og ævintýra þar sem allt getur gerst. En enginn skáldskapur tekur fram lifinu í sínum ótrúl'egustu myndum og bak við leiftrandi kímni og myndrænar lýsingar stöndum við gagnvart hárfínni og nærgöngulh skilgreiningu á þeim heimi sem við höfum skapað okkur. Bókin um Guðrúnu Ás- mundsdóttur Ást og trú, gleði og sorg, hjónabönd og tilfinningar. Þetta em meginþættimir sem ber á góma í bókinni Ég og lífið. Inga Notaðar búvélar til sölu ZETOR 7211 65 ha. ek.1800 v.st.....árg. 1984 ZETOR 5211 47 ha. ek.1350 v.st.....árg. 1985 ZETOR 7245 4x4 65 ha. ek.1900 v.st.árg. 1986 ZETOR 6945 4x4 65 ha...............árg. 1979 IMT 459 50 ha. ek.500 v.st......árg. 1987 CLAAS rúllubindivél 120x120 ....árg. 1988 Bændur athugið Nú er síðasta tækifæri til að kaupa notaðar búvélar án virðisaukaskatts Huld Hákonardóttir skráði sögu Guðrúnar. Þjóðin þekkir Guðrúnu Ásmundsdóttur af leiksviðinu. Þar hefur hún fært okkur margar helstu persónur leikbókmenntanna. En svo virðist sem Guðrún hafi nú ákveðið að færa þjóðinni ýmislegt nýtt í bókinni Ég og lífið sem kynnt er sem lifandi reynslusaga konu. Á opinskáan hátt ræðir hún um bernsku sína og sérstæða foreldra, starf sitt og list. Guðrún segir frá því að móðir hennar hafi dáið þegar hún var þriggja ára gömul. Eftir það hafi hún og Páll bróðir hennar, sem þá var fimm ára, verið í fóstri hér og þar næstu árin. „Ætli ég hafi ekki verið níu eða tíu ára þegar óg kom aftur til pabba og uppgötvaði þann sannleika að hvergi nema hjá honum átti ég samastað í tilvemnni, aðeins hjáhonum fékk ég alla þá ást sem ég þurfti á að halda," segir Guðrún. Flóttinn gegnum Finnland Colin Forbes hefur á undanförnum ámm verið að hasla sér völl í heimi njósna- og spennusagna og er nú svo komið að hann er í hópi vinsælustu breskra höfunda á þvi sviði. Öm og Örlygur hafa gefið út flestar bóka hans og nú er komin út hjá forlaginu bókin Flóttinn gegnum Finnland í þýðingu séra Kristjáns Bjömssonar. Hér er að sjálfsögðu á ferðinni spermandi njósna- og átakasaga sem gerist beggja vegna Atlantsála. Leyniþjónustumenn Svíþjóðar fá að finna fyrir blóðugum atgangi stórveldanna þegar athyglin berst að skerjagarði þeirra og líklegum flótta huldumanns gegnum Finnland. Bókin Flóttinn gegnum Finnland er prentuð og bundin hjá Prentstofu G. Benediktssonar. tilfinningar, ást og afbrýði takast á uns spennan nær hámarki sínu og sagan fær óvænt endalok. Á baksviði er borgarsamfélag samtímans með vandamál sín, fegurð og ljótleika. Eiturlyf, morð og barnsrán koma við sögu, en ástin lætur líka til sín taka. Edda er ung stúlka, sálfræðingur á stóm sjúkrahúsi, sem í fristundum sínum starfar með lögreglunni. Hana dreymir um öryggi, hjónaband og börn, og eitt kvöldið kynnist hún lögreglumanninum Birgi en hann er kvæntur. Birgir er að rannsaka mál Erlu, ungrar stúlku sem hafði fundist nær dauða en lifi eftir sjálfsmorðstilraun - eða var það kannski morðtilraun? Hilmar er ungur einhleypur læknir á sjúkrahúsinu þar sem Edda vinnur. Erla er lögð inn á sjúkrahúsið í umsjá Hilmars og hann verður ástfanginn af henni, en ekki er allt sem sýnist. Bókin Vínviður ástarinnar er prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Amarfelli hf. Kápu gerði Nýr dagur. Ingolfur Jonsson. Hjá Emi og örlygi em komnar út tvær harðspjaldabækur fyrir Utlu börnin. Þær nefnast Tíu litlar mýs og Tíu litlir hvuttar og það er Kristján frá Djúpalæk sem þýðir textann í bundnu máh eins og honum einum er lagið. wlii Tíu litlar mýs og Tíu litlir hvuttar Ný íslensk skáldsaga Vínviður ástarinnar Út er komin hjá Emi og örlygi íslensk ástarsaga sem gerist í Reykjavík og New York. Þetta er fyrsta skáldsaga Margrétar Sölvadóttur. Heitar mannlegar Ný ljóð eftir Ingólf frá Prestsbakka Litir regnbogans nefnist nýútkomin ljóðabók eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka og er þetta sjötta ljóðabókin eftir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.