Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 21. desember 1989 Fimmtudagur 21. desember 1989 Tíminn 11 ■ ■■ Sgs . 100% fleiri „alkar“ hjá Félagsmála- stofnun nú en fyrir þremur árum Eftir Heiði Helgadóttur Skjólstæðingum áfengisdeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur hefur fjölgað óðfluga á undanförnum árum, t.d. úr 188 upp í379áárunum 1985-1988, eða um rúm 100% og enn er búist við mikilli fjölgun á þessu ári. Sömu ár fjölgaði t.d. einstæðum foreldrum sem leituðu aðstoðar um 5%. Af málum sem snertu „alka“ og voru til meðferðar hjá Félagsmálastofnun á s.l. ári fengu nær 350 framfærslustyrk. Meira en helmingur þessa hóps eru einhleypir, barnlausir karlmenn undir eða um þrítugt. Ástæðan er m.a. talin sú að meðferðarstofnanir alkóhólista vísi mönnum í vaxandi mæli á þessa „auðveldu" leið þegar þeir koma úr meðferð. Félagsmálaráð leitar nú leiða til að hamla á móti þessari þróun. í ársskýrslum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur kemur fram að öðrum skjólstæðingum stofnunarinnar hefur ekki fjölgað að ráði á undanförnum árum og hefur varla haldið í við fjölgun íbúa borgarinnar. Skjólstæðingum áfeng- ismáladeildar hefur hins vegar fjölgað úr um 11% (1985) upp í 19% allra þeirra sem fengu framfærslustyrki hjá Félags- málastofnun á síðasta ári. Þessi hópur, sem að stærstum hluta eru ungir karlmenn, telur nú t.d. orðið um helming á við fjölda einstæðra foreldra (790 í fyrra) sem leita aðstoðar vegna húsnæðisvandræða eða bágrar afkomu. Breytt viðhorf....... „Við höfum reynt að finna skýringar á þessari miklu fjölgun. Þarna virðist m.a. koma til breytt viðhorf í starfsemi SÁÁ. Bæði er að fleiri og fleiri eru nú farnir að skilgreina sjálfa sig sem alkóhólista og í öðru lagi virðast viðhorf hjá SÁÁ hafa breyst þannig, að þeir gera nú meira af því að vísa fólki hingað eftir að það kemur úr meðferð, sem ekki tíðkaðist Allir vita að þessir tveir eiga við áfengisvandamál að glíma. Ekki vitum við þó hvort þeir eru á framfæri Félagsmálastofnunar. áður. Þá var fremur reynt að hvetja fólk til að standa á eigin fótum,“ sagði Jörundur Ólafsson forstöðumaður áfengismáladeildar. Hann segir Félags- málaráð nú hafa tekið þessa stöðugu og miklu fjölgun til sérstakrar umfjöllunar til að athuga nánar hvort eitthvað sé til ráða. Erfiður hópur ungra „fíkla“ Samkvæmt skýrslunni er hópur 27-36 ára bæði lang stærstur og hefur sömuleið- is fjölgað mest á síðustu árum. Aðeins um 10% eru t.d. yfir hálf sextugt. Þá vekur það ekki síður athygli hversu lengi þessi áfengismál eru til meðferðar hjá Félagsmálastofnun. Samkvæmt árs- skýrslunni eru aðeins tæp 8% þessara mála í eitt ár eða skemur hj á stofnuninni. Um 44% málanna eru afgreidd á öðru árinu, um 18,5% á því þriðja og restin, tæp 30% eru enn til meðferðar eftir fimm ár. Miðað við að nærri helmingur af málum „alka“ hefur verið til meðferðar hjá stofnuninni í 3-5 ár eða lengur, verður ekki betur séð en að stór hópur ungra manna sé farinn að sækja sér framfærslueyri til Félagsmálastofnunar ár eftir ár, eða jafnvel til frambúðar? „Það virðist vera að koma þarna upp mjög erfiður hópur af ungum fíkniefna- neytendum," sagði Jörundur. Þótt bein- ar tölur séu ekki fyrir hendi álítur hann að meirihluti þessa yngra fólks misnoti ýmiss konar eiturefni ásamt áfenginu. Þá bendir Jörundur á, að fjölgunin á árinu 1988 skýrist örugglega að einhverju leyti af auknu atvinnuleysi, sem jafnan bitni hvað fyrst á svona „jaðarhópum“, sem oft geti hlaupið úr einu starfi í annað meðan vinna er næg. Af þessum sökum telur hann að um verulega fjölgun verði að ræða í hópi skjólstæðinga áfengis- deildar á þessu ári. Ef skoðaðar eru upplýsingar úr ársskýrslunni um þetta atriði kemur í ljós að af þeim skjólstæð- ingum áfengisdeildar sem ekki eru í launaðri atvinnu er um fjórðungur flokk- aður sem öryrkjar, 35% eru skilgreindir sem sjúklingar, og rúm 36% eru skil- greindir sem atvinnulausir. Ekki eru þó handbærar tölur um það hversu mikil fjölgunin verður í þessum hópi skjólstæðinga Félagsmálastofnunar á þessu ári. Hins vegar telur Árni Sigfússon, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar að í ár muni fjölgun skjólstæðinga stofnunarinnar í öllum deildum verða um 20%. Þar á hann ekki eingöngu við skjólstæðinga áfengisdeild- ar. Aukningin í ár á ekki síst rætur að rekja til minnkandi kaupmáttar og at- vinnuleysis og fjárhagserfiðleika sem slíku eru samfara. Engu að síður vekur sívaxandi hlutur alkóhólistanna athygli. Frá SAA á Félagsmálastofnun „Þetta er það sem við erum að taka við frá þessum meðferðarstofnunum. Helsta skýringin kann að vera ákveðin stefnu- breyting hjá þeim. Það er a.m.k. ljóst að mönnum er í auknum mæli vísað á Félagsmálastofnun varðandi fjárstuðn- ing þegar þeir koma af þessum meðferð- arstofnunun. Spurningin er svo að hve miklu leyti menn eru þarna komnir á fasta framfærslu, en töluverður fjöldi virðist sitja ár eftir ár,“ sagði Árni Sigfússon. Raunar sagði hann málið verða tekið fyrir í ráðinu á fundi þess í þessari viku sem boðaður hefur verið í dag, fimmtudag. M.a. eigi að reyna að greina hvort einhver sérstök einkenni séu á þessum nýju málum önnur en á þeim gömlu. Æviráðning hjá Félagsmálastofnun „Það er áhyggjuefni hvað menn sitja lengi inni á Félagsmálastofnun. Og hitt er ekki síður áhyggjuefni, sem við köll- um „hinn félagslega arf“. Það eru ákveð- in merki þess að skjólstæðingar Félags- málastofnunar komi margir mann fram af manni úr ákveðnum fjölskyldum. Þess vegna hljótum við að verða að reyna að finna leiðir til þess að hjálpa þessu fólki út úr þessum vítahring. Ég hef sérstakan áhuga á því að við förum betur ofan í þennan þátt; hvernig betur verði tryggð hjálp til sjálfshjálpar. Hún getur varla verið fólgin í að menn verði æviráðnir skjólstæðingar Félagsmálastofnunar,“ sagði Árni. Fjöldi skjólstæðinga áfengisdeildar FR var sem hér segir eftir aldri árin 1985 og 1988: Aldur: 1985 1988 Fjölgun 16-26 36 79 120% 27-36 46 117 155% 37-46 35 88 150% 47-56 45 55 22% 57-66 26 38 46% 67-76 1 1 0% Alls 188 379 102% Þ.a.konui • 7 31 340% Af þessum 379 skjólstæðingum á síð- asta ári voru aðeins 26 í hjónabandi og aðeins 13 með börn á framfæri. Þá er athyglisvert að af þessum 379 höfðu mál 180 verið til „meðferðar" hjá Félags- málastofnun í þrjú ár eða lengur, eða sára litlu færri heldur en allir sem þar voru á lista fyrir þrem árum (1985), sem virðist benda til að mörgum sé gjarnt að ílengjast. Þótt konur séu tiltölulega fáar hefur þeim á hinn bóginn fjölgað hlut- fallslega allra mest. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.