Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. desember 1989
Tíminn 7
BÓKMENNTIR
Þórarinn Þórarinsson:
Gissur Einarsson og
Tryggvi Þórhallsson
Margt góðra og merkra bóka hefur verið gefið út
hérlendis á þessu ári. Merkasta þeirra tel ég þó rit Tryggva
Þórhallssonar um Gissur Einarsson og siðaskiptin, sem var
prófritgerð hans frá vorinu 1917, en þá fór fram samkeppni
um kennarastöðu við Guðfræðideild Háskólans. Keppnin
var fólgin í ritgerð um siðaskiptin, Gissur Einarsson og
Ögmund Pálsson, síðasta kaþólska biskupinn og fyrsta
lútherska biskupinn í Skálholti. Keppendurnir fengu 90
daga frest til að skila ritgerðinni. Auk hennar skyldu þeir
flytja tvo fyrirlestra um efni úr Nýja testamentinu.
Dómurinn féll á þá leið, að Magnús Jónsson var talinn
hæfastur „að öllu athuguðu“. Af þessu orðalagi má ráða,
að fyrirlestrarnir hafi ráðið úrslitum, því ritgerð hans hefur
þurft að vera góð ef hún hefði þótt betri en ritgerð Tryggva.
Börn Tryggva Þórhallssonar hafa Jóns Arasonar og sona hans, en þá
var Gissur fallinn frá. Eitt af verkum
Gissurar var að ná sáttum við Jón
Arason og hélst góður friður milli
hinna gömlu og nýju trúarbragða
meðan Gissur lifði.
Enn mikilvægari samningi náði
Gissur við konungsvaldið um eignir
klaustranna, sem konungur hugðist
taka undir sig líkt og orðið hafði
víða annars staðar. Gissur sýndi
konungi fram á, að til þess að festa
hina nýju trú í sessi þurfti framar
öðru góða menntun prestsefna og
einnig alþýðu. Því náði hann samn-
ingi við konung um að eignir klaustr-
anna rynnu til að koma skólum á fót.
Eftir fráfall Gissurar sviku Danir
þennan samning, en hann sýndi eigi
að síður hina miklu sarhningahæfni
Gissurar.
Gissur hefur löngum fengið slæm-
an dóm í íslandssögunni vegna við-
skipta hans við Ögmund biskup.
Tryggvi rekur þá sögu á þann hátt,
að hlutur Gissurar batnar mikið.
Ögmundur fékk snemma mikla trú á
Gissuri og studdi hann til náms bæði
ráðist í það verk að gefa ritgerðina
út og hefur Klemens Tryggvason
tekið það á sig að samræma ritgerð-
ina núgildandi stafsetningu og bera
tilvitnanir í henni saman við heimild-
ir, en þær eru margar. Sést af því, að
Tryggvi hefur víða leitað heimilda
og að ritgerð hans, sem unnin var á
90 dögum, hefur verið mikið áhlaupa-
verk. Það er gott vitni þess, að
Tryggvi hefur verið mikill sögumað-
ur, enda var hann á sínum tíma
frægur fyrir þekkingu sína á sögu
Sturlungaaldar og tilvitnanir í hana.
Siðskiptaárin eru einn viðburða-
ríkasti kafli íslandssögunnar og fóru
friðsamlega fram í byrjun, eins og
kristnitakan árið 1000. Það var verk
Gissurar Einarssonar fyrstu árin
meira en nokkurs annars. Hann má
því telja jafningja Þorgeirs Ljósvetn-
ingagoða, en aðstaða hans var á
margan hátt miklu erfiðari og krafð-
ist enn meiri festu og lagni. Siða-
skiptin fóru miklu friðsamlegar fram
hér en annars staðar á Norðurlönd-
um, þegar undan er skilin aftaka
innanlands og utan. Síðan gerði
hann Gissur að nánasta aðstoðar-
manni sínum. Það starf rækti hann
svo vel, að Ögmundur bcitti sér fyrir
því að Gissur var kosinn biskup á
Alþingi 1540, þegar Ögmundur varð
að láta af embætti vegna sjónleysis.
Gissur leyndi Ögmund því að hann
hafði tekið hinn nýja átrúnað og
sama gerði félagi hans, Oddur Gott-
skálksson. Ögmundur komst fyrst
að þessu eftir að Gissur var orðinn
biskup. Hann hugði þá á gagnbylt-
ingu og að leita samvinnu við Jón
Arason. Gissur vissi að hann átti
ófrið yfir höfði sér ef Ögmundur
hefði frjálsar hendur. Þess vegna
skrifaði hann danska flotaforingjan-
um: „Lát ekki refinn sleppa", en þau
orð hafa lengi verið notuð gegn
Gissuri og talin sanna óheilindi hans
við Ögmund.
Gissur átti hins vegar engan þátt í
því að Danakonungur sendi hingað
herskip til að handtaka Ögmund, er
konungur leit á sem uppreisnarmann
gegn valdi sínu. Tilefnið var það að
herflokkur undir stjórn Diðriks frá
Mindern ætlaði að ræna Kirkju-
bæjarklaustur eftir að hafa rænt
Viðeyjarklaustur. Á leiðinni austur
komu þeir við í Skálholti og tóku að
gæða sér á vínföngum staðarins og
höfðu í frammi ýmsar óspektir. ís-
lendingar kunnu þessu illa og þusti
að verulegur fjöldi þeirra og drápu
Diðrik og fylgdarmenn hans meðan
þeir voru lítt eða ekki vopnfærir
vegna ölæðis. Síðar kvað sérstakur
dómsóll upp þann úrskurð, að Diðr-
ik og liðsmenn hans hefðu verið
réttdræpir vegna framkomu sinnar í
Skálholti. Þessu reiddist konungur
ákaflega og ákvað því að senda
herskip til Islands til að koma fram
Tryggvi Þórhallsson.
hefndum á Ögmundi, sem hann áleit
helsta sökudólginn. Sanikvæmt því
sem danskur sagnfræðingur, sonur
Huitfeldts flotaforingja, hefur sagt
frá, hafði hann fyrirmæli um að
koma með Ögmund til Danmerkur.
Hann átti að fá aðstoð Gissurar til
að handsma Ögmund og mun Gissur
háfa lagt á ráðin hvernig það yrði
best gert, en jafnt af trúarlegum og
pólitískum ástæðum var það Gissuri
í hag að losna við Ögmund úr landi,
því að ella gat Gissur búist við
uppreisn, sem vafalaust hefði orðið
ef Ögmundur hefði sloppið í land.
Þá hefði getað blossað upp blóðug
trúarstyrjöld og friðurinn í landinu
verið rofinn með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum.
Fimm árum eftir að Tryggvi lauk
ritgerð sinni kom út annað bindi af
hinu mikla ritverki Páls Eggerts
Ólasonar, en það fjallar um siða-
skiptin. Páll segir þar ítalega frá
Ögmundi, Jóni Arasyni og Gissuri
Einarssyni. Páll Eggert, sem var
fróðastur allra sagnfræðinga um
þessa atburði, felldi þar þennan dóm
um Gissur Einarsson:
„Verður Gissur biskup hviklaust
talinn manna vitrastur og stjórnvís-
astur allra þeirra, er til valda hafa
hafist á íslandi og hefir þó ekki í
annan tíma verið vandfarnara með
embættisvöld hér á landi en á bisk-
upsárum hans. Beið ættjörð hans
hinn mesta hnekki við andlát hans,
svo að óhætt varð. Reyndi brátt á
það, er Gissur biskup var látinn,
hvílíkur maður hann hafði verið, og
er sýnt, að aðrar hefðu orðið lyktir
siðaskiptanna og heillavænlegri, ef
hans hefði notið lengur."
Gissur Einarsson átti ekki langa
ævi, þótt viðburðarík væri. Hann
var fæddur 1515 en lést 1548. Hann
var þá 33 ára, en hafði verið biskup
í átta ár. Hann var kosinn biskup á
Alþingi 1540, þá 25 ára.
Ritgerð Tryggva Þórhallssonar
staðfestir fullkomlega þann dóm,
sem Páll Eggert Ólason felldi um
Gissur og getið er hér að framan.
Ritgerðin er í senn vísindaleg og
alþýðleg og því létt lesning. Það þarf
engan að undra eftir lestur hennar,
að Tímamenn töldu það mikinn feng
að fá Tryggva sem ritstjóra Tímans
eftir að hann missti af kennaraemb-
ættinu. Það varð þjóðinni mikil
gæfa, því hann reyndist farsæll þjóð-
arleiðtogi í álíka langan tíma og
Gissur var biskup. Ævisaga þeirra
var einnig á ýmsan hátt lík, stutt en
viðburðarík, en í ráðherratíð
Tryggva varð einn mesti framfara-
og breytingatími í sögu þjóðarinnar.
Myrkviðir sendiráða
Agnar Þórðarson:
Stefnumótið, skáldsaga,
Frjálst framtak hf., 1989.
Agnar Þórðarson hefur margoft
sýnt það að honum er vel lagið að
koma lesendum sínum á óvart. Svo
er enn hér. Sérkenni hans sem
höfundar eru meðal annars að hon-
um lætur vel að grípa upp einstök
smáatriði úr þjóðfélagi okkar og
gera þau að lifandi söguefnum. Þetta
þekkja menn til dæmis vel úr ýmsum
leikritum hans sem vinsæl hafa
orðið. Hann hefur glöggt auga fyrir
mörgu af því sem helst sérkennir
íslenskt mannlíf samtímans og á létt
með að koma því til skila.
Reyndar fer ekki á milli mála að
þjálfun hans sem leikritaskálds nýtist
honum vel í þessari sögu. Tæknin
hér er sú að byggja fyrst og fremst á
samtölum, og í rauninni verður að
telja alla bókina ákaflega leikræna.
Tiltölulega lítið fer fyrir beinum
frásögnum, heldur er frekar beitt
þeirri aðferð að láta söguþráðinn
koma fram óbeint í samtölum sögu-
fólksins. Þetta er vitaskuld aðferð
leiksviðsins við að segja sögu, og fer
býsna vel hér.
Sögusviðið er Reykjavík samtím-
ans, og fléttast heimspólitíkin þar
mikið inn í. Að mestu gerist sagan í
tveimur sendiráðum hér, hinu sov-
éska og hinu bandaríska. Rekur
höfundur söguþráðinn þar inn í
ýmsa pólitíska myrkviði sem tengj-
ast athöfnum manna og störfum á
þeim bæjum. Má líka mikið vera ef
í þeim lýsingum öllum má ekki
þekkja ýmsar raunverulegar fyrir-
myndir í fólki og atburðum sem hér
hafa verið í fréttunum. Að öðru leyti
er viðfangsefnið hér sú heimspólit-
íska togstreita sem er á milli þessara
tveggja fulltrúa stórveldanna í
höfuðborg íslands, að ógleymdu
kapphlaupi beggja um að skapa ríki
sínu sem viðkunnanlegasta ásýnd í
augum mörlandans. Inn í þetta er
svo aukheldur fléttað ýmsum göml-
um hugsjónum þeirra sem á sínum
tíma trúðu á heimskommúnismann
og byltinguna í Rússlandi. í sam-
ræmi við þróun síðustu ára og ára-
tuga er sú trú þó sýnd hér í heldur
afkáralegu Ijósi.
En annars verður að telja að
helsta uppistaða bókarinnar séu tvær
systur, Emma og Rósa. Emma vinn-
ur í sovéska sendiráðinu, en Rósa
rekur verslun. Emma er gift kaup-
sýslumanni með vafasamt orð, en
Rósa háttsettum embættismanni í
ríkiskerfinu, sérlegum aðstoðar-
manni utanríkisráðherra. Báðar eiga
þær í sálarstríði út af annars ágætum
hjónaböndum sínum. Verður það í
báðum tilvikum til að leiða þær út af
hinum þrönga vegi dyggðarinnar,
því að nánar til tekið faíla þær báðar
fyrir starfsmönnum sovéska sendi-
ráðsins í Reykjavík.
Þá leynir það sér heldur ekki að
þessi bók er ekki aðeins skrifuð fyrir
íslenska lesendur, heldur jafnframt
fyrir þá sem miður þekkja til. Það
sést á því að víða er rými eytt til að
kynna staði eða atburði sem hverjum
íslendingi eru góðkunnir. Má vera
að ætlunin sé að þýða bókina á
eitthvert heimsmálið og koma henni
þannig á framfæri við stærri lesenda-
hóp en þann íslenska einn saman.
Væri slíkt vissulega vel til fundið, en
álitamál er eigi að síður hvort ekki
hefði mátt gera nauðsynlegar breyt-
ingar á sögunni fyrir slíka þýðingu,
en miða íslensku útgáfuna við ís-
lendinga eina saman.
Að vissu marki má líka segja að
hér sé spennusaga áferðinni. Aðferð
höfundar við uppbyggingu sögu-
þráðar síns minnir um margt á það
sem helst tíðkast í slíkum verkum.
Hið sama á líka við um þátt heims-
pólitíkurinnar í bókinni, sem minnir
í ýmsum atriðum á njósnasögur og
tækni þeirra. Við fyrstu skoðun i
mætti því halda að hér hafi Agnar
Þórðarson leiðst út í að skrifa ósköp
venjulega njósnasögu.
En á hinn bóginn dylst það ekki
að þær systur, Emma og Rósa,
standa uppi að loknum lestri sögunn-
ar sem þeir klettar sem í raun bera
hana alla uppi. Samtalsaðferðin
veldur því að við kynnumst þeim
allnáið og á nokkuð svipaðan hátt og
væru þær túlkaðar af leikurum á
sviði. Og persónugerðir þeirra
beggja eru hér vel og kunnáttusam-
lega unnar. Af því leiðir að þær
birtast okkur á síðum bókarinnar
sem lífvænlegar persónur af holdi og
blóði. Þær eru konur sem við gætum
í rauninni rekist á hér úti á götunum,
og með nákvæmlega sams konar
vandamál og þær.
Höfundi tekst með öðrum orðum
að koma þeim systrum til skila með
þeim hætti að engu verður líkara en
að þar séu á ferðinni einstaklingar
sem við höfum kynnst einhvers stað-
ar úti í þjóðfélaginu. Hvað sem allri
togstreitu milli heimsveldanna líður,
að ekki sé minnst á heimspólitíkina,
þá standa þær systur uppi sem ákaf-
lega trúverðugar sögupersónur í
lokin. Þær eru dæmigerðar konur,
með dæmigerð vandamál, sem þær
bregðast í rauninni við á mjög mann-
legan hátt. Og í lokin verða þær svo
hvor með sínu móti vitni að grimmd-
im. sem ríkt getur í átökum stór-
veldanna. Líka verða þær þá, aftur
hvor á sinn hátt, beinlínis fórnar-
lömb þessarar sömu grimmdar og
Agnar Þórðarson rithöfundur.
verða sjálfar að þola bein persónulcg
áföll af hennar sökum.
Megineinkenni þessar sögu eru
þannig einlæg og í megindráttum
trúverðug lýsing á því sem kannski
mætti nefna stórveldaátök í miðborg
Reykjavíkur. En jafnframt er fléttað
inn í hana mannlegum lýsingum á
einkalífi og erfiðleikum innlendra
persóna, sem lenda í þvf að þvælast
inn í þessi sömu stórveldaátök.
Höfuðkostur sögunnar er hve þess-
um persónum er lýst af mikilli natni
og alúð. f þessari bók hefur Agnar
Þórðarson í rauninni sameinað það
tvennt að segja vel gerða spennu-
sögu af stórveldaátökum og góða og
áhrifaríka sögu af tveimur systrum.
f því fara saman stóru málin og hin
smáu. Hérerþvífagmannlegaogvel
að verki staðið.
Eysteinn Sigurðsson.
Brúðan hans Borgþórs
Jónas Jónasson - , .
Jónas Jónasson
Brúðan hans Borgþórs
Útg. Æskan 1989
Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn
Sú hefur löngum verið skoðun
mín að þær barnabækur væru bestar
sem líka skemmta fullorðnum. Þessi
saga kemst í þann flokk. Sögustaður
er Ljúfaland og sannast hér að gera
má spennandi atburðarás án ill-
menna og ofbeldis, en líka án
væmni.
Hverjum verður ekki hlýtt til
Jörundar borgarstjóra sem buslar
berfættur í gosbrunninum á torginu
með krökkunum og fæst ekki heim
fyrr en konan hans lofar honum og
öllum krökkunum steiktum kjötboll-
um? Eða hans Borgþórs smiðs og
Ólínu konunnar hans? Aumingja
Borgþór, sem stamar svo mikið að
Ólína verður löngum að tala fyrir
hann. Áður en þau giftast smíðar
hann brúðuna Hafþór sem á að
verða þeirra happagripur. Brúðan
sú hefur þann eiginleika að geta rætt
við Borgþór án þess að aðrir skynji
og á það til að gera ónotalegar
athugasemdir. Raunar missa þeir
sambandið þegar Borgþór eldist og
gerist hryggur vegna bamleysis
þeirra hjóna. En svo smíðar hann
margar aðrar brúður og selur, allar
nema Hafþór skipstjóra. Þar kemur
sögunni að í húsið flytur köttur, sem
er á sömu bylgjulengd og Hafþór, og
lítil einmana telpa, svo hið þögla
samtal hefst á ný.
Þá er ekki amaleg lýsingin á
vináttu Borgþórs og borgarstjórans
og þegar þeir fara til að kaupa
jólagjafir handa konum sínum. Sag-
an er hlý og glöð og mun skemmta
krökkum og þeim fullorðnu sem
ekki hafa klippt á líftaugina til
bernskuáranna. Teikningar eru vel
við hæfi. Sigríður Thorlacius