Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 21. desember 1989
FRÉTTAYFIRLIT
WASHINGTON - James
Baker utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði að
George Bush forseti hefði
ákveoið að gera innrásina í
Panama eftir að honum bárust
fréttir af áformum Noriegas um
að ráðast á Bandaríkjamenn í
Panama. Forsetinn hafði
ákveðið síðastliðinn sunnudag
að gera innrás eftir að Pan-
amaþing sagði Bandaríkja-
mönnum strío á hendur, en
ákveðið að láta til skarar skríða
áður en ráðist yrði á Banda-
ríkjamenn.
PRAG - Tékkneski komm-
únistaflokkurinn hóf neyðar-
ráðstefnu til að reyna að koma
flokknum á réttan kjöl svo hann
eigi möguleika í frjálsum kosn-
ingum sem fram fara eftir sex
mánuði. Svo virðist vera að
Karel Urbanek formaöur
flokksins sé að missa stöðu
sína sem slíkur.
LONDON - Bretar munu
gefa allt að 50 þúsund íbúum
Hong Kong fullan breskan
ríkisborgararétt þeaar Kínverj-
ar taka við yfirstjorn nýlend-
unnar.
VILNA - Kommúnistaflokk-
urinn í Litháen hefur ákveðið
að segja skilið við sovéska
kommunistaflokkinn og starfa
sjálfstætt. Þetta varákveðið
með miklum meirihluta at-
kvæða. Þetta er fyrsti opinberi
klofningurinn í sovéska komm-
únistaflokknum frá því í bylt-
ingunni 1917.
RAMALLAH - Israelskur
réttur dæmdi þrjá Palestínu-
menn sem komið höfðu fyrir
sprengju er varð konu, þremur
börnum hennar og hermanni
að bana, í ævilangt fangelsi.
Dauðadóms hafði verið krafist
yfir þremenningunum.
SUEZ - Risaolíuflutninga-
skip sem strandaði í Súez-
skurðinum og stöðvaði alla
umferð um hann náðist á flot
og gat umferð um skurðinn því
hafist á ný.
IIIIIIHIIII ÚTLÖND ailllllllllM ...........................
Bandarískir hermenn í Panama. Bandaríkjamenn gerðu innrás í Panama í fyrrínótt og hröktu Noriega hershöfðingja frá völdum. Hann komst undan og er
í felum.
BANDARÍKIN GERA
INNRÁSí PANAMA
Bandarískt herlið réðst inn í Panama í gærmorgun og gerði
atlögu að höfuðstöðvum Manuels Noriega hershöfðingja sem
taka átti höndum. Noriega smaug úr höndum Bandaríkja-
manna og er í felum einhvers staðar í Panama. Rúmlega
fimmtíu manns höfðu fallið á átökunum seinni partinn í gær
og var enn barist. Hafa panamískir hermenn hliðhollir
Noriega tekið rúmleg sextíu gísla. Svæðið í kringum höf-
uðstöðvar Noriegas í Ijósum logum eftir árás Bandaríkja-
manna.
- Ég tók þessa ákvörðun eftir að
hafa komið að þeirri niðurstöðu að
allar leiðir til friðsamlegrar lausnar
væru lokaðar og að líf hinna Banda-
ríkjamanna væri í hættu, sagði
George Bush Bandaríkjaforseti í
sérstakri yfirlýsingu í kjölfar innrás-
arinnar.
í Panama eru um 35 þúsund
Bandaríkjamenn, þar af um 12 þús-
und hermenn sem þar eru til að verja
Panamaskurðsins sem er Banda-
ríkjamönnum mjög mikilvægur.
Spenna hefur farið sívaxandi í
Panama að undanförnu, en Banda-
ríkjamenn hafa reynt að koma Nor-
iega frá völdum undanfarin tvö ár
frá því upp komst að hann tengdist
eiturlyfjasmygli til Bandaríkjanna.
Þing Panama lýsti yfir stríðsástandi
á laugardaginn og gerði Noriega
opinberlega æðsta mann landsins. í
kjölfar þess var bandarískur her-
maður skotinn til bana af panamísk-
um hermanni við farartálma í miðbæ
Panamaborgar og annar særður.
Ný ríkisstjórn var mynduð í
Panama rétt áður en innrásin var
gerð. Guillermo Endara leiðtogi
stjórnarandstöðunnar sem sigraði í
forsetakosningunum í Panama í
maímánuði sór embættiseið sinn í
gær og myndaði ríkisstjórn stjórnar-
andstæðinga. Líta Bandaríkjamenn
á Endara réttkjörinn forseta, en
Noriega og fylgismenn hans lýstu
úrslit kosninganna í sumar ómerk og
hafa stjórnað Panama í skjóli her-
valds Noriegas.
Helsta útvarpsstöð Panama var
enn í höndum stuðningsmanna Nor-
iegas, en Bandaríkjamenn segjast
hafa náð öllum lykilstöðum í
Panama á sitt vald.
Liðsstyrkur Bandaríkjamanna við
Panamaskurðinn er mikill. Níuþús-
und og fimmhundruð hermenn voru
sendir til Panama í fyrrinótt og
bættust við þá tólfþúsund sem fyrir
voru. Aftur á móti hefur Noriega
yfir um það bil fimmþúsund manna
liði að ráða.
Sovétríkin hafa fordæmt innrás
Bandaríkjamanna í Panama og hvatt
þá til að draga herlið sitt til baka. Þá
hefur ríkisstjórn Níkaragva farið
fram á það við Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna að neyðarfundur verði
haldinn vegna innrásarinnar.
Ljóst er að óbreyttir borgarar
hafa fallið í átökunum. George Bush
Bandaríkjaforseti skýrði frá því í
ávarpi sínu að „saklausir borgarar“
hafi fallið. Samkvæmt fréttum af
bardögunum, sem reyndar eru ekki
mjög nákvæmar, þá gerðu Banda-
ríkjamenn stórskotaliðsárás á höf-
uðstöðvar Noriegas, en einnig á
svæði þar í kring. Herma óstaðfestar
fréttir að margir óbreyttir borgarar
hafi fallið eða særst í þeim árásum.
Þýskaland:
Njósnurum
sleppt
Austur-Þjóðverjar hyggjast veita
tuttugu og fjórum vestur-þýskum
njósnurum frelsi fyrir jólin í skiptum
fyrir fjóra austur-þýska njósnara
sem sitja í fangelsi í Vestur-Þýska-
landi. Frá þessu var gengið á fundi
Helmuts Kohls kanslara Vestur-
Þýskalands og Hans Modrow for-
sætisráðherra Austur-Þýskalands í
Dresden í Austur-Þýskalandi í fyrra-
dag.
Richard von Weizsaecker forseti
Vestur-Þýskalands hefur þegar náð-
að tvo- njósnara, þau Margret
Hoecke og Elke Ealk sem tengdust
víðtæku njósnamáli innan vestur-
þýska stjórnarráðsins.
50 þúsund Rúmenar
mótmæla morðunum
Morðin í Timisoara enn hryllilegri en fyrstu
fréttir gáfu í skyn
Fimmtíu þúsund manns söfnuðust
saman í bænum Timisoara í gær og
mótmæltu morðum öryggislögreglu
Ceausescus á andófsmönnum þar
um helgina, en allt virðist benda til
þess að tæplega fjögurþúsund manns
hafi verið drepnir. Mannfjöldinn
hrópaði slagorð gegn harðlínustjórn
kommúnista og kröfðust lýðræðis.
Hermenn rúmensku stjórnarinnar
stóðu aðgerðarlausir hjá að þessu
sinni.
Ceausescu forseti kom í gær úr
þriggja daga heimsókn sinni til íran
og kom hann fram í sjónvarpsviðtali
skömmu eftir komuna heim. Þar
sakaði hann erlenda heimsvalda-
sinna um að hafa kynt undir mót-
mælaaðgerðirnar í Timisoara með
það að markmiði að valda upplausn
í Rúmeníu og brjóta niður þjóð-
skipulagið þar.
Hin opinbera fréttastofa Austur-
Þýskalands skýrði frá því í fréttatíma
sínum að tæplega fjögurþúsund
manns hefðu verið drepnir af örygg-
islögreglunni um helgina og að flestir
hefðu verið grafnir í fjöldagröfum.
Þá fuilyrti fréttastofan að her og
lögregla hafi barið andóf af mikilli
hörku í tíu borgum og bæjum í
Rúmeníu.
Þá mun algert hernaðarástand
ríkja í Rúmeníu nú og virðist Ceaus-
escu ekki ætla að sýna nokkra
miskunn. Öryggislögreglan myrti
jafnt konur, börn og gamalmenni í
Timisoara um helgina og voru and-
ófsmenn eltir uppi hvar sem var í
landinu. Margir þeirra voru skotnir
á staðnum þegar þeir náðust og
sömu urðu örlög hermanna sem
neituðu að drepa landa sína.
w Ungverjaland:
Olga vegna
fjárlaga
Mikios Nemeth forsætisráðherra
Ungverjalands hefur sagt sig úr
stjórnarnefnd Sósíalistaflokksins
eftir að honum mistókst að fá fylgi
við hluta fjárlaga. Nemeth vildi
hækka leigu á húsnæði um allt að
75% og að skattleggja íbúðalán.
Það gat stjórnarnefnd flokksins
ekki sætt sig við svo Nemeth sagði
sig úr henni. Hann mun þó áfram
verða meðlimur Sósíalistaflokksins
sem stofnaður var úr rústum
kommúnistaflokksins.
Atriði er snertu húsnæðislán
hafa verið helsta umræðuefnið í
ungverska þinginu að undanförnu
og hafa tillögur Nemeths mætt þar
mikilli andstöðu.
Tillögur Nemeths eru forsenda
þess að Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn láni Ungverjum einn milljarð
Bandaríkjadala. Hefur Nemeth
hótað að segja af sér embætti
forsætisráðherra ef frumvarp hans
verður ekki samþykkt. Það gerir
ráð fyrir því að fjárlagahallinn
minnki úr 49 milljarða flórinta í 10
milljarða flórinta.